Aiden skrifaði:
How do I know which size to make. The bust dimensions are not given in the chart.
23.08.2024 - 07:48DROPS Design svaraði:
Dar Aiden, you will find all finished measurements in the chart, measure a similar garment you have and like the size and compare them to the ones in the chart to find out the matching size. Read more here. Happy knitting!
23.08.2024 - 08:11
Miriam skrifaði:
Could you please clarify the increase instructions on the left front piece? Am I increasing every 2nd row 12x (24 rows) THEN increasing every 4th row 3x THEN every 6th row 3x ?
13.08.2024 - 12:57DROPS Design svaraði:
Dear Miriam, in 3rd size you will increase 1 stitch 11 times on every other row (every row from RS), then on every 4th row (on every other row from RS) 3 times then on every 6th row (every 3rd row from RS) 2 times. Happy knitting!
13.08.2024 - 16:05
Julia skrifaði:
Dzień dobry, Robię sweter w rozmiarze M, jestem na etapie skończenia obu przodów i w każdym z nich, gdy doszłam do 88 oczek robótka wynosiła już 28 cm (według przepisu powinnam przerabiać po nalozeniu 88 oczek az do uzyskania 25 cm robótki). Czy to oznacza, że mam wydłużyć tył o te nadprogramowe 3 cm czy po prostu przerabiać dalej?
07.08.2024 - 19:27DROPS Design svaraði:
Witaj Julio, długość przodów mierzysz od nabrania oczek na ramieniu. Przody będą dłuższe niż tył ponieważ skos ramienia leży opada niżej wzdłuż tyłu. Najlepiej przełóż robótkę na żyłką pomocniczą/ nitkę i zmierz. Wtedy ocenisz czy tył powinien być nieco dłuższy czy nie. Pozdrawiamy!
08.08.2024 - 09:32
Makena skrifaði:
I'd like to knit the button band in a different colour. Do I just cast on stitches in the second colour and then pick up with the main body colour? If so how do I attach the two sections. Or should I knit the cardigan them attach a button band after?
02.07.2024 - 22:13DROPS Design svaraði:
Dear Makena, this cardigan was designed with the buttonband mostly knitted at the same time, as the rest of the piece. So unless you are willing to have the yarns twisted and changed after and before the bands at every row (like you would do if you knit intarsia), it would take much modification to knit the bands at a different color, and please understand that with many thousands of patterns available in several languages, we cannot modify our patterns to each individual request. Happy Knitting!
03.07.2024 - 00:42
Monica skrifaði:
Hei! Jeg får det ikke helt til å stemme at bakstykket kun skal være 14 cm. Når forstykkene skal kobles til bakstykke så faller skulderkonstruksjonen langt ned på skuldrene om du skjønner. Jeg har strikket flere gensere og jakker med helt lik konstruksjon, og da er ofte bakstykkene i alle fall lengre enn 25 cm målt fra oppleggskanten. Er det noe her jeg ikke forstår?
18.06.2024 - 14:12DROPS Design svaraði:
Hei Monica, Det er toppen av forstykket som er litt ned på bakstykket (derfor er forstykket litt lengre en bakstykket og opplukningsrad er bak på skuldrene). Håper dette hjelper og god fornøyelse!
19.06.2024 - 08:05
Robert skrifaði:
Bonjour La finition du col proposée ne donne pas un excellent rendu. J’ai donc modifié et fait une seule bande d’encolure que j’ai cousu à point arrière. Le rendu est bien plus joli. N’y aurait il pas une autre solution possible? Le gilet est vraiment superbe. Isa
13.03.2024 - 07:38DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Robert, vous pouvez peut-être vous inspirer de cette vidéo où on montre comment coudre un bord point mousse (emmanchure dans la vidéo, col dans ce modèle) le long du jersey (manche dans la vidéo, encolure dos dans ce gilet). Bon assemblage!
13.03.2024 - 08:29
Nicole skrifaði:
Hi again, increasing every 2nd row, is that: increase on the right side, no increase wrong side and then increase on the right side again? Or am I knitting a whole right and wrong side as well as a non increase? Thanks.
11.03.2024 - 06:57DROPS Design svaraði:
Dear Nicole, increasing every second row is increasing every row from the right side (and no increase on th ewrong side). I hope this helps. Happy Knitting!
11.03.2024 - 09:24
Nicole skrifaði:
Hello, on the front left shoulder, increasing 1 stitch every 2nd row, am I increasing 3 stitches every 4th roe? What does it mean “every 4th row 3 times”? Thank you 🌷
10.03.2024 - 15:06DROPS Design svaraði:
Dear Nicole, Increase 1 stitch every 2nd row 10-11-12-13-13-14 times, every 4th row 3 times and every 6th row 2 times. This means that you increase 1 stitch every other row (one row with increases, one row without increases)10-11-12-13-13-14 times. Then, increase 1 stitch every 4th row (1 row with increases, 3 without increase) 3 times. Then, increase 1 stitch every 6th row (1 row with increases, 5 without increases) 2 times. Happy knitting!
11.03.2024 - 00:18
Dominika skrifaði:
Dzień dobry, nie do końca wiem jak na rękawie przerobić główkę rękawa za pomocą rzędów skróconych. Od 7 rzędu przerabiałam 48 oczek tam i z powrotem aż do uzyskania 7cm na górze ramienia, natomiast 20 oczek znajdujące się od strony pachy nie przerabiałam. Następnie miałam połączyć oczka z rzędów skróconych z oczkami nieprzerabianymi i kontynuować na okrągło, ale powstała brzydka dziura pomiędzy tymi grupami oczek. Czy zrobiłam coś źle? Pozdrawiam
20.02.2024 - 22:51DROPS Design svaraði:
Witaj Dominiko, wszystko jest ok. Teraz będziesz wszywać tą górną część rękawa do dołu podkroju rękawa (do tyłu/przodu), czyli zszywasz b z B, jak na schemacie z czarną gwiazdką na dole wzoru. Pozdrawiamy!
21.02.2024 - 09:40
Norma Brown skrifaði:
Hello. Please can you confirm from what point is the measurement taken in order to make the buttonholes. Is it from the marker on the shoulder where the pattern says "THE PIECE IS MEASURED FROM HERE!" ? or from the front piece? Many thanks
12.02.2024 - 18:50DROPS Design svaraði:
Hi Norma, The positioning of the buttonholes is measured from the top of the front piece (from the knitted-up stitches). Happy crafting!
13.02.2024 - 06:46
Elodie Cardigan#elodiecardigan |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í sléttprjóni með evrópskri öxl / skáhallandi öxl og v-hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 240-29 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU: Aukið út til vinstri á EFTIR PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. Aukið út til hægri á UNDAN PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU: Aukið út til vinstri á EFTIR PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. Aukið út til hægri á UNDAN PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (séð þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 4 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: S: 27, 34 og 41 cm. M: 27, 35 og 43 cm. L: 29, 37 og 45 cm. XL: 30, 38 og 47 cm. XXL: 32, 40 og 49 cm. XXXL: 33, 42 og 51 cm. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni eru notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Stykkið er fyrst prjónað fram og til baka á hringprjóna. Byrjið á að fitja upp lykkjur aftan í hnakka. Síðan er bakstykkið prjónað niður á við jafnframt því sem lykkjur eru auknar út í hvorri hlið á stykki þar til fjöldi lykkja á axlavídd hefur verið náð. Bakstykkið hefur fengið litla skáhallandi öxl. Prjónið síðan niður að handvegi. Nú er bakstykkið látið bíða og framstykkin eru prjónuð. Byrjið á að prjóna upp lykkjur meðfram annarri öxlinni. Prjónið niður að handvegi jafnframt því sem lykkjur eru auknar út við hálsmál. Endurtakið á hinni öxlinni. Við handveg eru framstykkin sett inn á sama hringprjón og bakstykkið, fram- og bakstykkið er prjónað áfram niður á við fram og til baka á hringprjóna. Lykkjur eru prjónaðar upp fyrir ermar í kringum handveg. Fyrst er prjónuð ermakúpa fram og til baka. Eftir það eru ermarnar prjónaðar niður á við í hring. Í lokin er prjónaður kantur aftan í hnakka. BAKSTYKKI: Fitjið upp 30-32-34-36-36-38 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði DROPS Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Setjið 1 prjónamerki innan við ystu 3 lykkjur í hvorri hlið. Prjónamerkin eiga að sitja innan við ystu 3 lykkjur í hverri umferð. Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka. JAFNFRAMT er aukið út á EFTIR prjónamerki í byrjun á umferð (séð frá réttu) og á UNDAN prjónamerki í lok umferðar – sjá ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Í næstu umferð (ranga) er aukið út alveg eins – sjá ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU. Haldið svona áfram og aukið út alveg eins bæði frá réttu og frá röngu alls 26-28-28-30-32-36 sinnum. Eftir síðustu útaukningu eru 82-88-90-96-100-110 lykkjur í umferð. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! Prjónið síðan sléttprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 14-15-16-17-17-18 cm. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón og prjónið framstykkin eins og útskýrt er að neðan. VINSTRA FRAMSTYKKI: Byrjið með vinstri öxl (séð þegar flíkin er mátuð). Fitjið upp 7 nýjar lykkjur á prjóninn (kantur að framan), prjónið upp 26-28-28-30-32-36 lykkjur innan við 1 kantlykkju meðfram vinstri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. það er prjónuð upp 1 lykkja í hverri umferð frá kanti efst á bakstykki) = 33-35-35-37-39-43 lykkjur. Prjónið sléttprjón með 7 lykkjur garðaprjón við miðju að framan. Þegar stykkið mælist 4 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út í byrjun hverrar umferðar frá réttu, aukið er út á eftir 7 lykkjur garðaprjón + 2 lykkjur sléttprjón – munið eftir ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Aukið út um 1 lykkju í annarri hverri umferð, alls 10-11-12-13-13-14 sinnum, síðan í 4. hverri umferð 3 sinnum og í 6. hverri umferð 2 sinnum = 48-51-52-55-57-62 lykkjur. Þegar stykkið mælist 24-25-26-27-29-30 cm, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón eftir að síðasta umferð sé prjónuð frá réttu. Klippið þráðinn. Prjónið síðan hægra framstykki eins og útskýrt er að neðan. HÆGRA FRAMSTYKKI: Prjónið upp 26-28-28-30-32-36 lykkjur innan við 1 kantlykkju meðfram hægri öxl á bakstykki, fitjið síðan upp 7 nýjar lykkjur í lok umferðar (kantur að framan) = 33-35-35-37-39-43 lykkjur. Prjónið sléttprjón með 7 lykkjur garðaprjón við miðju að framan. Þegar stykkið mælist 4 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út í lok hverrar umferðar umferð frá réttu, aukið er út á undan 2 lykkjur sléttprjón + 7 lykkjur garðaprjón – munið eftir ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Aukið út um 1 lykkju í annarri hverri umferð, alls 10-11-12-13-13-14 sinnum, síðan í 4. hverri umferð 3 sinnum og í 6. hverri umferð 2 sinnum = 48-51-52-55-57-62 lykkjur. Þegar stykkið mælist 24-25-26-27-29-30 cm prjónið þannig – frá röngu: Prjónið yfir 48-51-52-55-57-62 lykkjur frá hægra framstykki, fitjið upp 6-8-12-14-20-20 nýjar lykkjur í lok umferðar, prjónið frá röngu yfir 82-88-90-96-100-110 lykkjur á bakstykki, fitjið upp 6-8-12-14-20-20 nýjar lykkjur, prjónið yfir 48-51-52-55-57-62 lykkjur frá vinstra framstykki. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 190-206-218-234-254-274 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og garðaprjóni. Fellt er af fyrir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Prjónið þar til stykkið mælist 42-44-46-48-50-52 cm, mælt frá þar sem 7 lykkjur voru fitjaðar upp fyrir kant að framan. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 62-62-70-74-82-90 lykkjur jafnt yfir (ekki er aukið út yfir kanta að framan) = 252-268-288-308-336-364 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff þannig – frá röngu: 7 lykkjur garðaprjón, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 9 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið og 7 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram með stroff í 10 cm. Fellið af. VINSTRI ERMI: Notið hringprjón 5, prjónið upp frá réttu 40-42-45-45-49-51 lykkjur frá botni á handvegi upp að öxl (meðfram framstykki) og 24-26-27-29-29-31 lykkjur frá öxl og niður að botni á handvegi í hinni hliðinni (meðfram bakstykki) = 64-68-72-74-78-82 lykkjur meðfram handvegi. Setjið 1 prjónamerki mitt í lykkjurnar sem prjónaðar voru upp. Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka með stuttum umferðum yfir ermakúpuna, þetta er gert til að fá betra form og flíkin passi betur. Umferð 1 (ranga): Prjónið 16 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið. Umferð 2 (rétta): Prjónið 16 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið. Umferð 3 (ranga): Prjónið 20 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið. Umferð 4 (rétta): Prjónið 20 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið. Umferð 5 (rétta): Prjónið 24 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið. Umferð 6 (rétta): Prjónið 24 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið. Umferð 7 (ranga): Prjónið að byrjun umferðar. Prjónið sléttprjón fram og til baka þar til ermin mælist 5-5-7-7-9-9 cm, mælt frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp (öll mál á lengdina eru gerð mitt ofan á ermakúpu) . Nú er stykkið sett saman á stuttan hringprjón eða sokkaprjóna 5 – afgangur af ermi er prjónaður í hring. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (mitt undir ermi). Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón. Þegar ermin mælist 7-7-9-9-11-11 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 5½-4½-3½-3½-2½-2 cm millibili alls 6-7-8-8-9-10 sinnum = 52-54-56-58-60-62 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 38-37-38-37-37-35 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp fyrir ermi. Það eru eftir ca 10 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 16-18-16-18-20-18 lykkjur jafnt yfir = 68-72-72-76-80-80 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 10 cm. Fellið af aðeins laust. Ermin mælist ca 48-47-48-47-47-45 cm. HÆGRI ERMI: Prjónið á sama hátt og vinstri ermi, en prjónið upp lykkjur gagnstætt við fyrri ermi, þ.e.a.s. prjónið upp 24-26-27-29-29-31 lykkjur frá botni á handvegi upp að öxl (meðfram bakstykki) og 40-42-45-45-49-51 lykkjur frá öxl og niður að botni á handvegi í hinni hliðinni (meðfram framstykki). Saumið botninn á handvegi – sjá teikningu. KANTUR AFTAN Í HÁLSMÁLI / Í HNAKKA: Prjónið upp 1 lykkju í hverja og eina af 7 lykkjum í garðaprjóni efst á hægra framstykki, prjónið garðaprjón fram og til baka, þar til kanturinn að framan mælist ca 8-9-9-10-10-10 cm, passið uppá að kanturinn að framan mætist ca mitt að aftan þegar togað er létt í hann. Fellið af. Prjónið alveg eins í kantlykkjur að framan efst á vinstra framstykki. Saumið báða kantana að framan saman mitt að aftan og saumið kanta að framan við hálsmál aftan í hnakka. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstra framstykki. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #elodiecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 240-29
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.