Johanna Bowles skrifaði:
Hei, Miten housupuku (suurin koko) voi mennä vain 300g lankaa. Olen tehnyt yhden lahkeen, johon on mennyt jo 100g eikä ole edes valmis? Onko grammat oikein? Kuuluuko yhden lahkeen tasoleveys olla 35cm?
30.04.2025 - 20:47
Lara skrifaði:
Olá! Gostava de fazer o macaco com o tamanho (
28.03.2025 - 17:29DROPS Design svaraði:
Boa tarde, Basta ler as instruções para o tamanho que pretende fazer.
31.03.2025 - 17:12
Charlotte skrifaði:
Hallo, ich verstehe nicht ganz, wie ich bei dem Rumpfteil zunehmen soll: Es sollen am Anfang insgesamt beidseitig drei Blendmaschen zugenommen werden. Dann soll jeweils an beiden Seiten neben welcher Blendmasche genau jeweils eine Masche beidseitig zugenommen werden? Am Ende oder zwischen der zweiten und dritten Blendmasche? Oder ganz woanders? Vielen Dank!
02.03.2025 - 15:42DROPS Design svaraði:
Liebe Charlotte, man wird dann innerhalb 1 Masche beidseitig zugenommen, dh nach der 1. Masche und vor der letzte Masche. Alle Maschen werden krausrechts gestrickt, so sind es keine richtigen Blenden-Maschen. Viel Spaß beim Stricken!
03.03.2025 - 10:15
Debo skrifaði:
I had a really hard time understanding the instructions. Would have been less of a riddle to make up the whole thing on my own. Maybe it's also a problem of translation, but I learned my lesson: no more Drops instructions for me. Don't waste your time with super complicated explanations for simple steps!
03.02.2025 - 11:32
Rossella skrifaði:
Vorrei fare questa tutina però non capisco un paio di cose : Iniziare dalle gambe con n.54 maglie per gamba mis 6/9 mesi rappresenta davanti e dietro della gamba ? Continuare il lavoro con gli aumenti capisco che viene lavorato tutto insieme ?! E poi perché e come si continua a lavorare prima il davanti e poi il dietro mettendo da parte le maglie ?
06.06.2024 - 00:49DROPS Design svaraði:
Buonasera Rossella, la tutina inizia con la lavorazione delle gambe che poi vengono messe sullo stesso ferro circolare e si lavora la tutina dividendo poi le parti per il davanti destro e sinistro. Buon lavoro!
06.06.2024 - 19:15
Pia skrifaði:
Skall virka kanten runt om. På 2:a varvet är beskrivningen underlig. Vad menas? Tittar man på videon så är det två omgångar med 4 maskotens i samma luftmaska sedan hoppa över en fastnagla på arbetet etc. Er beskrivning är endast en gång 4 maskor etc. Sedan har ni skrivit + tecken.. vad menas där?
25.04.2024 - 13:47DROPS Design svaraði:
Hei Pia. Videoen er en mer generell video hvordan man kan hekle en kant på et arbeid. For å få lik kant som på plagget, følg beskrivningen (enten til luen, åpningen midt foran på dressen, beina på dressen eller på ermene). På 2. omgang til åpningen til dressen starter du med 1 luftmaske, nå starter du med å hekle "buene" som gjentar seg langs kanten slik: 1 fastmaske om første luftmaske fra 1. omgang, så * 4 luftmasker, deretter 1 stav i 4.luftmaske fra nålen, hopp over 1 fastmaske + 1 luftmaske + 1 fastmaske, så hekler du 1 fastmaske om neste luftmaske *. Så hekler du fra *-*, og følger beskrivningen i oppskriften. mvh DROPS Design
29.04.2024 - 08:16
Pia Imbro skrifaði:
Jag har kommit till vänster framstycke. Höger med ärm är klart. Bakstyckets maskor sitter på tråd. Nu undrar jag hur jag skall göra. Det står; ”Sticka över de sista maskorna som sattes på en tråd, fram till markören.” Vad menas?
19.03.2024 - 08:38DROPS Design svaraði:
Hej Pia. Nu sätter du maskorna som hör till vänster framstycke på stickan och stickar de enligt beskrivningen. Mvh DROPS Design
20.03.2024 - 13:36
Lorraine skrifaði:
Help! I am really struggling to understand the instructions for the second row of the crochet border. What do you mean by double crochet around the first chain? What does treble crochet in 4th chain from hook meanWhen you say skip 1 double crochet + 1 chain stitch + 1 double crochet, does this mean skip all of them. I wam very new to crochet
01.02.2024 - 19:41DROPS Design svaraði:
Dear Lorraine, you will work 1 double crochet in the 1-chain-space, ie not in the chain but around the chain. Then work *4 chains and 1 treble crochet in the 1st of these 4 chains to create a picot, skip then (1 dc, 1 ch, 1 dc) and repeat from *. Happy crocheting!
02.02.2024 - 08:14
Victoria skrifaði:
In the overall:"Increase on very 4th row 3-2-0-3 (2-13) more times, then on every 6th row 8-11-16-17 (21-15) times (= 12-14-17-21 (24-29) stitches increased in total in each side of piece) = 44-48-54-62 (68-78) stitches on each front piece". My size is 6/9months so 0+16 is not 17 stitches. Could you please explain it. Thank you.
25.01.2024 - 10:09DROPS Design svaraði:
Dear Victoria, in this size you have to work the first increase as described + 0 more times = 1 time then 16 times on every 6th row = 17 sts in total. Happy knitting!
26.01.2024 - 07:00
Pia skrifaði:
Skall jag dela upp arbetet INNAN jag börjar med ärmarna? Fortsätter jag med rundstickorna? Mäter jag från grenens markör eller från framstycketsmarkören när det skall mätas från”markören”?
05.01.2024 - 21:57DROPS Design svaraði:
Hej Pia, arbejdet er allerede delt fra der hvor du har sat arbejdet sammen efter benene.... så vi forstår ikke rigtig hvor du er i opskriften. Start opskriften efter der hvor det står HELDRESSEN .... BEN ... Lägg upp 46 m (i den minste størrelse) osv...
11.01.2024 - 14:23
Time for Fun#timeforfunjacket |
||||
![]() |
![]() |
|||
Prjónaður galli fyrir börn úr DROPS BabyMerino án ermasauma í garðaprjóni með hekluðum kanti, prjónuð húfa í garðaprjóni með hekluðum kanti og dúskum og prjónaðir sokkar. Stærð fyrirburar - 4 ára.
DROPS Baby 31-15 |
||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka – á við um galla og sokka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring – á við um húfu): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við um galla): Lykkjur eru auknar út innan við 1 kantlykkju að framan. Öll útaukning er gerð frá réttu. Aukið er út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um galla): Lykkjum er fækkað innan við 1 kantlykkju að framan. Öll úrtaka er gerð frá réttu. Fækkið lykkjum á eftir 1 kantlykkju að framan þannig: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir. Fækkið lykkjum á undan 1 kantlykkju að framan þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- GALLI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað neðan frá og upp. Prjónið fyrst 2 skálmar, síðan eru skálmarnar prjónaðar saman og prjónað fram og til baka upp að ermum. Fitjaðar eru upp lykkjur fyrir ermi í hvorri hlið á stykki og framstykki og bakstykki er prjónað hvort fyrir sig til loka. Axla- og hliðarsaumar eru saumaðir og kantur heklaður í kringum op á gallanum með litnum natur í lokin. Allur gallinn er prjónaður í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. SKÁLM: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón til að fá pláss fyrir allar lykkjur. Fitjið upp 46-50-54-58 (66-70) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 3 með litnum ljós grár. Prjónið garðaprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 6 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin á stykki innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni (= 2 lykkjur fleiri). Aukið svona út í 3.-4.-5.-5. (8.-8.) hverri umferð alls 11-11-12-14 (13-16) sinnum = 68-72-78-86 (92-102) lykkjur. Þegar stykkið mælist 15-18-21-24 (29-34) cm fækkið um 5 lykkjur í byrjun á 2 næstu umferðum fyrir klofi (þ.e.a.s. fækkið lykkjum hvoru megin á stykki) = 58-62-68-76 (82-92) lykkjur. Geymið stykkið og prjónið hina skálmina á sama hátt. GALLI: Setjið báðar skálmarnar á sama hringprjón 3 með affellingarkanta að hvorum öðrum = 116-124-136-152 (164-184) lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í stykkið. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið 6 umferðir garðaprjón, fram og til baka, með byrjun við miðju að framan. Prjónið síðan þannig: Fitjið upp 3 nýjar kantlykkjur að framan í lok 2 næstu umferða = 122-130-142-158 (170-190) lykkjur. Setjið 1 prjónamerki 32-34-37-41 (44-49) lykkjur inn frá hvorri hlið. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, þær merkja framstykki og bakstykki. Nú eru auknar út lykkjur við miðju að framan (þ.e.a.s. í hvorri hlið á stykki) þannig að framstykkin komi yfir hvert annað: Aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju að framan í hvorri hlið á stykki (= 2 lykkjur fleiri) – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING! Aukið síðan út í 4. hverri umferð 3-2-0-3 (2-13) sinnum til viðbótar, síðan í 6. hverri umferð 8-11-16-17 (21-15) sinnum (= alls 12-14-17-21 (24-29) lykkjur fleiri í hvorri hlið á stykki) = 44-48-54-62 (68-78) lykkjur á hvoru framstykki = 146-158-176-200-218-248 lykkjur alls. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM OG LYKKJUM ER FÆKKAÐ AÐ FRAMAN FYRIR HÁLSMÁLI INNAN VIÐ 1 KANTLYKKJU AÐ FRAMAN JAFNFRAMT ÞVÍ SEM STYKKIÐ SKIPTIST OG FITJAÐAR ERU UPP LYKKJUR FYRIR ERMI. FÆKKIÐ LYKKJUM VIÐ MIÐJU AÐ FRAMAN FYRIR HÁLSMÁLI ÞANNIG: Prjónið garðaprjón yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist 17-20-25-28 (32-34) cm frá prjónamerki. Fækkið síðan um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju að framan fyrir hálsmáli í hvorri hlið á stykki (= 2 lykkjur færri) – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA! Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð 20-24-27-31 (35-41) sinnum til viðbótar, síðan í 4. hverri umferð 2 sinnum (= alls 23-27-30-34 (38-44) lykkjur færri í hvorri hlið á stykki). HÉÐAN SKIPTIST STYKKIÐ OG FITJAÐAR ERU UPP LYKKJUR FYRIR ERMI ÞANNIG: HÆGRA FRAMSTYKKI: Þegar stykkið mælist 21-26-30-35 (40-43) cm frá prjónamerki, skiptist stykkið við 2 prjónamerkin og fram- og bakstykki er prjónað til loka hvort fyrir sig. Stillið af að næsta umferð sé frá réttu. Prjónið nú yfir lykkjur að fyrra prjónamerki (= hægra framstykki). Setjið þær lykkjur sem eftir eru á þráð. Fitjið nú upp lykkjur fyrir ermi í lok hverrar umferðar frá réttu þannig (ATH: Haldið áfram að fækka lykkjum innan við 1 kantlykkju að framan í byrjun á umferð eins og áður): Fitjið upp 4-6-6-6 (6-6) lykkjur alls 4-4-5-6 (7-8) sinnum, síðan 17-17-16-16 (18-20) lykkjur alls 1 sinni (= alls 33-41-46-52 (60-68) lykkjur fitjaðar upp fyrir ermi). Þegar allar lykkjur hafa verið fitjaðar upp og öll úrtaka hefur verið gerð til loka eru 54-62-70-80 (90-102) lykkjur í umferð. Prjónið garðaprjón þar til stykkið mælist 45-53-62-70 (81-90) cm alls, mælt frá skálm að öxl. Fellið af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið yfir síðustu lykkjurnar sem settar voru á þráð, fram að prjónamerki. Prjónið á sama hátt og hægra framstykki, nema gagnstætt. Þ.e.a.s. fitjið upp lykkjur fyrir ermi í lok umferðar frá röngu. Haldið áfram að fækka lykkjum innan við 1 kantlykkju að framan í lok umferðar eins og áður fyrir hálsmáli. BAKSTYKKI: = 58-62-68-76 (82-92) lykkjur. Fitjið upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar á hvorri hlið fyrir ermar þannig: Fitjið upp 4-6-6-6 (6-6) lykkjur alls 4-4-5-6 (7-8) sinnum, síðan 17-17-16-16 (18-20) lykkjur alls 1 sinni (= alls 33-41-46-52 (60-68) lykkjur fitjaðar upp fyrri ermi í hvorri hlið á stykki) = 124-144-160-180 (202-228) lykkjur. Þegar stykkið mælist alls 44-52-61-69 (80-89) cm fellið af miðju 16-20-20-20 (22-24) lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl/ermi er prjónuð til loka fyrir sig (= 54-62-70-80 (90-102) lykkjur eftir á öxl). Prjónið þar til stykkið mælist alls 45-53-62-70 (81-90) cm, mælt frá skálm að öxl, stillið af við framstykkin. Fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið sauma ofan á ermi/axlasauma með lykkjuspori frá réttu. Saumið saum undir ermum kant í kant í ystu lykkjubogana. Saumið skálmar saman innan við 1 kantlykkju og saumið 5 lykkjur sem felldar voru af á milli skálma saman. Saumið klauf upp þar sem fitjaðar voru upp 3 nýjar lykkjur í hvorri hlið fyrir kantlykkjur að framan og saumið þær 3 kantlykkjur að framan í hvorri hlið á stykki á gallanum. HEKLAÐUR KANTUR: Heklið með heklunál 2,5 með litnum natur í kringum allt opið við miðju framan á gallanum þannig: UMFERÐ 1 (= frá röngu): Byrjið við miðju að framan neðst niðri á vinstra framstykki, heklið 1 fastalykkju í fyrstu lykkju þar sem fitjaðar voru upp 3 kantlykkjur að framan, * 1 loftlykkja, hoppið yfir ca 1 cm, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, heklið frá *-* (passið uppá að kanturinn verði ekki stífur), haldið áfram að hekla kantinn í kringum gallann fram að horni þar sem úrtaka fyrir hálsmáli byrjaði á vinstra framstykki, heklið snúru þannig: 1 fastalykkja í hornið, heklið síðan loftlykkjur í ca 20-25 cm, snúið og heklið 1 keðjulykkju til baka í hverja loftlykkju, heklið síðan 1 fastalykkju aftur í hornið á framstykki, heklið síðan í hring að næsta horni (þ.e.a.s. á hægra framstykki), heklið snúru, haldið áfram eins og áður í kringum afganginn af gallanum niður þar sem fitjaðar voru upp 3 kantlykkjur að framan, stillið af að endað sé með 1 fastalykkju. UMFERÐ 2 (= frá réttu): Heklið 1 loftlykkju, 1 fastalykkja um fyrstu loftlykkju, * 4 loftlykkjur, 1 stuðull í 4. loftlykkju frá heklunálinni, hoppið yfir 1 fastalykkju + 1 loftlykkja + 1 fastalykkja, heklið 1 fastalykkju um næstu loftlykkju *, heklið frá *-* (passið uppá að heklað sé yfir snúru þannig að snúran liggi undir kanti, þ.e.a.s. ekki hekla í lykkju í snúru), endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju frá fyrri umferð. Klippið frá og festið enda. Heklið með heklunál 2,5 með litnum natur neðst í kringum báðar skálmar þannig: UMFERÐ 1: Byrjið við saum. Heklið 1 fastalykkju í fyrstu lykkju, * 1 loftlykkja, hoppið yfir ca 2 lykkjur, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, prjónið frá *-* og endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í byrjun á umferð. UMFERÐ 2: Heklið 1 loftlykkju, 1 fastalykkja um fyrstu loftlykkju, * 4 loftlykkjur, 1 stuðull í 4. loftlykkju frá heklunálinni, hoppið yfir 1 fastalykkju + 1 loftlykkju + 1 fastalykkja, heklið 1 fastalykkju um næstu loftlykkju *, heklið frá *-* umferðina hringinn, endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkjur í byrjun á umferð. Heklið með heklunál 2,5 með litnum natur neðst í kringum báðar ermar þannig: UMFERÐ 1: Heklið 1 fastalykkju í fyrstu lykkju neðst niðri á ermi, * 1 loftlykkja, hoppið yfir ca 1 cm, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, heklið frá *-* (passið uppá að kanturinn verði ekki stífur) og endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í byrjun á umferð. UMFERÐ 2: Heklið 1 loftlykkju, 1 fastalykkja um fyrstu loftlykkju, * 4 loftlykkjur, 1 stuðull í 4. loftlykkju frá heklunálinni, hoppið yfir 1 fastalykkju + 1 loftlykkja + 1 fastalykkja, heklið 1 fastalykkju um næstu loftlykkju *, heklið frá *-* umferðina hringinn, endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í byrjun á umferð. Heklið síðan 1 snúru alveg eins og í horni á hægra og vinstra framstykki, að utan verðu á vinstra framstykki, undir ermi (þ.e.a.s. í hlið) og á innan verðu á hægra framstykki – passið uppá að bandið komi í sömu hæð og horn á framstykki. ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. HÚFA: Fitjið upp (68) 82-94-100-104 (112-116) lykkjur á sokkaprjón 2,5 með litnum natur. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í hring þar til stykkið mælist 3,5 cm (= kantur). Í næstu umferð slétt er skipt yfir á sokkaprjóna 3 og fækkað er um 8 lykkjur jafnt yfir = (60) 74-86-92-96 (104-108) lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið áfram í garðaprjóni þar til stykkið mælist (17) 18-19-20-21 (22-23) cm. Fellið af. Leggið húfuna flata saman og saumið saman toppinn. DÚSKUR: Gerið 2 þétta dúska 5 cm að þvermáli með litnum ljós grár og saumið þá niður í hvorn enda á saumnum. HEKLAÐUR KANTUR: Snúið húfunni við þannig að kanturinn sé heklaður frá röngu, í hann á að hekla. Heklið með heklunál 2,5 með litnum ljós grár í kringum kant á húfu þannig: UMFERÐ 1: Heklið 1 fastalykkju í fyrstu lykkju, * 2 loftlykkjur, hoppið yfir ca 2 lykkjur, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, heklið frá *-* og endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í byrjun á umferð. UMFERÐ 2: Heklið 1 loftlykkju, 1 fastalykkja um fyrstu loftlykkju, * 4 loftlykkjur, 1 stuðull í 4. loftlykkju frá heklunálinni, hoppið yfir 1 fastalykkju + 1 loftlykkja + 1 fastalykkja, heklið 1 fastalykkju um næstu loftlykkju *, heklið frá *-* umferðina hringinn. Endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í byrjun á umferð. Snúið húfunni með réttuna út og brjótið uppá kantinn. ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka frá miðju að aftan. STROFF / LEGGUR: Fitjið upp 48-52-56 (56) lykkjur á hringprjón 2,5 með litnum natur. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5-6-6 (7) cm – stillið af þannig að næsta umferð sé frá röngu. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu JAFNFRAMT er fækkað um 14-14-18 (14) lykkjur jafnt yfir = 34-38-38 (42) lykkjur. MEÐ KANTI MEÐ GATAUMFERÐ: Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 lykkja slétt, * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* og endið með 1 lykkju slétt. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. ÁN KANTS MEÐ GATAUMFERÐ: Prjónið 1 umferð slétt frá réttu og 1 umferð brugðið frá röngu. FÓTUR: Setjið nú ystu 12-13-13 (15) lykkjur í hvorri hlið á þráð. Prjónið 4-4½-5½ (6½) cm GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, yfir miðju 10-12-12 (12) lykkjur (= miðjustykki). Setjið til baka lykkjur af þræði á prjóninn og prjónið upp 10-11-13 (16) lykkjur hvoru megin á miðjustykki = 54-60-64 (74) lykkjur. Setjið 1 prjónamerki 27-30-32 (37) lykkjur inn = mitt í stykki. Prjónið garðaprjón í 3-4-5 (5) cm JAFNFRAMT þegar eftir eru 1½-2-2½ (3) cm er lykkjum fækkað í annarri hverri umferð til loka þannig: Fækkið um 1 lykkju í byrjun og í lok á stykki og prjónið 2 lykkjur slétt saman hvoru megin við 2 miðjulykkjur. Fellið af og saumið saum undir fæti og upp meðfram miðju að aftan í ystu lykkjubogana svo að saumurinn verði ekki þykkur. Þræðið e.t.v. silkiborða í gegnum gataumferð. Prjónið annan sokk á sama hátt. |
||||
Skýringar á teikningu |
||||
|
||||
![]() |
||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #timeforfunjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 31-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.