Hvernig á að hekla stuðul

Leitarorð: hekllykkjur,
Hvernig á að hekla stuðul

Hér erum við búin að hekla loftlykkjuröð (ll-röð). Þú byrjar á að hekla stuðul (st) í 3. loftlykkju (ll) frá heklunálinni eða í þá lykkju sem stendur í uppskrift. Sjá hér!

Mynd 1: Bandinu frá vísifingri er brugðið um heklunálina, þá ertu með tvær lykkjur á heklunálinni.

Mynd 2: Oddi heklunálarinnar er stungið í 3. lykkju frá heklunálinni, bandinu frá vísifingri er brugðið um heklunálina og það dregið í gegnum lykkjuna. Nú ertu með þrjár lykkjur á heklunálinni.

Mynd 3: Bandinu frá vísifingri er aftur brugðið um heklunálina og það dregið í gegnum tvær fyrstu lykkjurnar á heklunálinni.

Mynd 4: Nú eru tvær lykkjur á heklunálinni. Bandinu frá vísifingri er aftur brugðið um heklunálina og það dregið í gegnum þessar tvær lykkjur sem eftir eru á heklunálinni.

Mynd 5: Svona er svo haldið áfram í hverja lykkju út umferðina.

Stuðull (st) er oftast heklaður í gegnum báða lykkjubogana frá fyrri röð. Þú færð mismunandi áferð eftir því hvort þú heklir einungis í aftari lykkjubogann, fremri lykkjubogann eða í þá báða. Ef ekkert er sagt til um þetta í uppskrift er oftast heklað í gegnum báða lykkjubogana.

Skoðaðu myndbandið til þess að fá frekari aðstoð

Athugasemdir (3)

Fernanda Pinto 13.11.2019 - 17:41:

Boa tarde Porque é que neste vídeo fazem o ponto alto de duas formas? Pode fazer-se das duas maneiras? Por acaso aprendi a fazer da 1ª maneira, mas depois nas receitas o normal é fazer-se da 2ª maneira. Tenho a sensação que a 1ª maneira o ponto fica mais alto. Obrigada

DROPS Design 06.12.2019 - 12:07:

Bom dia, A primeira maneira é feita, aqui, para o 1.º ponto alto de cada carreira. A segunda maneira é aquela que é normal fazer-se. A 1.ª maneira é só mesmo para o princípio de uma carreira ou volta. Bom Croché!

Majken Hansen 28.03.2018 - 13:17:

Super fin og simpel vejledning. Glæder mig til at komme i gang, og køber helt sikkert jeres garn!

Doyo 03.08.2016 - 01:19:

Buen día, donde encuentro los símbolos o diagramas de crochet o los vídeos de este saco o bolero gracias: Fall Festival by DROPS Design

Skrifa athugasemd eða spurningu við þetta kennslumyndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.