Hvernig á að hekla loftlykkjur

Leitarorð: byrjendur, hekllykkjur,
Hvernig á að hekla loftlykkjur

Ef þú hefur lært að gera fyrstu lykkjuna á heklunálinni þá er einfalt að halda áfram með loftlykkjur. Sjá hér!:

Mynd 1: Staðsettu þráðinn með langa endanum (endanum sem á að vinna með) yfir vinstri vísifingur, haltu endanum stöðugum á milli fingranna. Bandinu frá vísifingri er brugðið um heklunálina.

Mynd 2: Notaðu krókinn á heklunálinni til þess að draga þráðinn í gegnum lykkjuna á heklunálinni.

Mynd 3: Stilltu stærð lykkjunnar af með því að draga aðeins í langa endann á garninu.

Mynd 4: Svona heldur þú áfram þar til þú hefur þann fjölda loftlykkja sem óskað er eftir. Nokkrar loftlykkjur heklaðar á eftir hverri annarri kallast loftlykkjuröð.

Þegar loftlykkjurnar eru taldar þá telst er lykkjan sem er á heklunálinni ekki með. Ef stendur í mynstri:..”byrjaðu í 2. loftlykkjum frá heklunálinni”…þá telur þú næstu lykkju frá lykkju á heklunálinni og heklar síðan áfram.

Skoðaðu myndbandið til þess að fá frekari aðstoð

Skrifa athugasemd eða spurningu við þetta kennslumyndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.