Susan skrifaði:
Looking for how many balls or weight of wool needed for 18 mth/2 year , or 3/4 year size . Looks like a beautiful pattern
29.08.2021 - 17:00DROPS Design svaraði:
Dear Susan, the necessary amount of yarn is listed in the beginning of the pattern, right next to the picture. You will need 4 balls of yello DROPS Lima and 2 balls of off white DROPS Lima yarn to make this cardigan. Happy Stitching!
29.08.2021 - 20:31
Alice skrifaði:
Guten Tag, ich habe eine Frage zu Drops Lima. Ich habe ein Höschen gestrickt, die Größe passte zur Anleitung und zur Maschenprobe! Dann habe ich es handgewaschen, gemäß Etikett, und flach getrocknet. Danach war das ganze Strickstück ausgeleiert! Die Bündchen waren gar nicht mehr elastisch! Was war falsch?? Was kann künftig tun, damit meine Sachen ihre Größe behalten? Vergrößerung "einrechnen" bringt ja nichts, wenn es nicht mehr elastisch ist danach. Vielen Dank!!
06.08.2021 - 15:36DROPS Design svaraði:
Liebe Alice, beachten Sie, daß Sie die die Pflegehinweise auf der Farbkarte sowie auf der Banderole folgen, Hier lesen Sie noch mehr Tipps zur Garnpflege, Ihr DROPS Laden kann Ihnen noch gerne damit weiterhelfen, auch telefonisch oder per E-Mail. Viel Spaß beim stricken!
06.08.2021 - 15:58
Ann Persson skrifaði:
Hej. Undrar om de 5 framkantsmaskorna i var sida ingår i antalet maskor som ska läggas upp? T ex ska jag lägga upp 92 maskor (inklusive 5 framkantsmaskor i var sida). Vad menas, 92 maskor + 10 till eller ingår framkantsmaskorna i de 92?
25.02.2021 - 21:45DROPS Design svaraði:
Hej Ann, jo det stemmer, inklusive betyder at de indgår i det antal masker du lägger upp. God fornøjelse!
26.02.2021 - 08:14
Christina Andersson skrifaði:
Hej! Jag är ganska ovan med mönsterstickning. När det gäller Little miss jacket koftan (med knappar) undrar jag om man efter att ha avslutat 1 :a varvet med A1 + A2 sedan ska börja med A2 på varv 2 och sen A1. Eller ska A2 bara stickas i slutet på alla varv? mvh Christina
04.01.2021 - 22:13DROPS Design svaraði:
Hej Christina Ja det stämmer att du på varv 2 börjar med A.2 och sedan stickar A.1. Kom ihåg att du på avigsidan läser diagrammen från vänster till höger. Lycka till! Mvh DROPS Design
05.01.2021 - 08:31
Sanne Norman Nielsen skrifaði:
Jeg har spørgsmål til størrelsesforhold: Jeg skal strikke Little Missy Jacket DROPS Design: Model li-012-bn - der står at størrelsen modsvarer barnets højde- mit barnebarn er 110 cm høj og 4 år (snart 5 år). Så jeg forstår det som at jeg skal vælge str. 3/4 år - men er i tvivl fordi hun snart bliver 5 år - så jeg skal gå efter at hun er 110 cm og altså passer til str. 3/4 år?
14.10.2020 - 10:22DROPS Design svaraði:
Hej Sanne. Storlek 110/116 motsvarar 5/6 år så jag hade valt den storleken. Mvh DROPS Design
14.10.2020 - 11:43
Leonor skrifaði:
Hola, los aumentos se repiten en la misma corrida cada vez que vuelvo a repetir el patrón, o se hacen una sola vez por corrida? Según entiendo, sería una sola vez por corrida. Pero el chaleco no me está quedando lo suficientemente holgado en los hombros, a pesar de tejer bien suelto... gracias por la ayuda!
28.07.2020 - 03:52
Veronique VIGOT skrifaði:
RÉHAUSSE (encolure dos): Bonjour je ne comprends pas ce paragraphe doit on compter les 5 mailles de bordure dans ces 8 mailles ? (Continuer à tricoter encore 2 fois 8 mailles en moins de chaque côté à chaque fois que l'on tourne, tourner, serrer le fil et tricoter à l'endroit jusqu’à la fin du rang) et là cela veut dire quoi tricoter jusqu’à ce qu'il reste 24 mailles puis 32? merci de votre réponse
16.06.2020 - 09:01DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Vigot, vous devez tricoter 8 mailles en moins qu'au rang précédent, tout comme aux premiers rangs raccourcis, si vous avez tricoté 45 m la fois précédente, tricotez 8 m en moins soit 37 mailles puis 8 m en moins soit 29 m. Après ce dernier rang, tournez, tricotez toutes les mailles jusqu'à la fin du rang, tournez et tricotez toutes les mailles. Bon tricot!
16.06.2020 - 09:19
Antje skrifaði:
Ich stricke die Jacke in Größe 12/18 und nutze daher die untere Musterangabe. Dazu habe ich eine Frage: Da ich das Muster ja nicht in Runden stricken kann, kann ich eine Farbe ja nur entweder in aufeinanderfolgenden Reihen nutzen oder muss 2 Reihen überspringen. Das Muster ist so aber nicht aufgebaut. Ist es tatsächlich vorgesehen, dass ich alle paar Reihen den Faden abschneiden und vernähen muss (zB. Reihe 1 auf 3, Reihe 12 auf 14 etc.)? Vielen Dank im Voraus für eine Klärung.
01.05.2020 - 15:45DROPS Design svaraði:
Liebe Antje, die Diagramme zeigen alle Reihen, dh einige Reihen werden nur mit einer Farbe gestrickt, aber die Hauptfrabe brauchen Sie für die beidseitige Blende und wenn die nächste Reihe in die 2. Farbe gestrickt wird, Den Faden können Sie entweder folgen lassen oder abschneiden, wie Sie es am liebsten haben. Viel Spaß beim stricken!
04.05.2020 - 10:43
Margarita skrifaði:
Hola, me puedes sugerir un tutorial para usar el anillo jaquard. Es un anillo para el dedo indice de la mano izquierda, tipo resorte que perite poner dos colores de lana y tejer facilmente sin que la lana se enrede.
26.03.2020 - 23:36DROPS Design svaraði:
Hola Margarita. De momento no tenemos vídeos con dedal de aguja para tejer para elaborar el punto nórdico.
29.03.2020 - 23:42
Margarita skrifaði:
Hola, estoy usando el patrón 12/18-2 y quisiera saber si hay un fe de erratas. Dos personas estamos tejiendo de manera independiente y en la 5ta linea tenemos el mismo problemas con el diseño. desde ya, muchas gracias.
26.03.2020 - 23:25DROPS Design svaraði:
Hola Margarita. Puedes especificar tu pregunta: Cual es el problema en la 5ª fila?
29.03.2020 - 23:33
Little Missy Jacket#littlemissyjacket |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa fyrir börn með hringlaga berustykki úr DROPS Lima. Stykkið er prjónað ofan frá og niður norrænu mynstri. Stærð 12 mán – 12 ára.
DROPS Children 32-8 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2 . Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR (á við um kanta að framan): Allur kantur að framan er prjónaður með litnum gulur. Þ.e.a.s. notið 1 dokku af litnum gulur í hvorn kant að framan þegar þess er þörf (þ.e.a.s. þar sem gulur er ekki hluti af mynstri). Skipt er um enda á milli kants að framan og berustykkis (þetta er gert svona til að koma í veg fyrir að endar séu festið meðfram kanti að framan). Þegar skipt er um þráð eru þeir tvinnaðir saman með hvorum öðrum til að lykkjurnar hangi saman. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA/ÚTAUKNING: Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 84 lykkjur), mínus kanta að framan (= 74 lykkjur) og deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 7) = 10,57. Í þessu dæmi er fækkað með því að prjóna til skiptis ca 9. og 10. hverja lykkju og 10. og 11. hverja lykkju saman. Ef auka á út þá er það gert til skiptis á eftir ca 10. og 11. hverja lykkju. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn (í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat – ATH: Ekki er lykkjum fækkað/aukið út yfir kanta að framan). LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Byrjið 2 lykkjum á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt í þessum lykkjum), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Aukið út svona við bæði prjónamerkin (= 4 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). UPPHÆKKUN (aftan í hnakka): Hoppið yfir þennan kafla ef ekki er óskað eftir upphækkun. Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig. Prjónið sléttar lykkjur þar til eftir eru 8 (8-8-10-10-12-12) lykkjur á prjóni, snúið, herðið á þræði og prjónið brugðnar lykkjur þar til 8 (8-8-10-10-12-12) lykkjur eru eftir í hinni hliðinni, snúið, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur þar til eftir eru 16 (16-16-18-18-20-20) lykkjur, snúið, herðið á þræði og prjónið brugðnar lykkjur þar til eftir eru 16 (16-16-18-18-20-20) lykkjur í hinni hliðinni. Haldið áfram að prjóna yfir 8 lykkjur færri í hvert skipti sem snúið er við 2 sinnum til viðbótar í hvorri hlið, snúið, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur út umferðina, prjónið síðan 1 umferð brugðið frá röngu (kantur að framan er prjónaður í garðaprjóni. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð). 1 hnappagat = prjónið frá röngu og prjónið 2. og 3. lykkjur frá kanti slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist hnappagat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu eftir 1½-2 cm í kanti í hálsmáli, fellið síðan af fyrir næstu 4 (5-5-5-6-6-7) hnappagötum með ca 6 (6-6½-7-6½-7-7) cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður. Prjónið fyrst berustykki sem skiptist fyrir ermar og fram- og bakstykki. Fram- og bakstykki heldur áfram fram og til baka. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 84 (88-92-96-100-108-112) lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur við miðju að framan í hvorri hlið) á hringprjón 3 með litnum gulur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu með 5 kantlykkjum að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í hvorri hlið á stykki. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir, endið með 2 lykkjur slétt og 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm – munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan og endið eftir 1 umferð frá réttu. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið og fækkið um 7 (5-4-1-5-6-10) lykkjur jafnt yfir – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA/ÚTAUKNING (prjónið 2 lykkjur brugðið saman = 1 lykkja færri) = 77 (83-88-95-95-102-102) lykkjur. Nú er hægt að prjóna upphækkun aftan í hnakka þannig að berustykkið verði aðeins hærra á bakstykki. Hægt er að sleppa þessari upphækkun, þá verður hálsmálið alveg eins að framan og að aftan – prjónið UPPHÆKKUN – sjá útskýringu að ofan, eða farðu beint áfram. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið mynstur eftir A.1 þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni – ATH: Veldu mynsturteikningu fyrir rétta stærð (= 11 (12-11-12-12-13-13) mynstureiningar með 6 (6-7-7-7-7-7) lykkjum), prjónið A.2 yfir næstu lykkju og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur og aukið út eins og útskýrt er í mynsturteikningu – sjá LEIÐBEININGAR og ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 og A.2 hefur verið prjónað til loka, eru 187 (203-220-239-251-271-271) lykkjur í umferð. Prjónið sléttprjón með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið með litnum gulur. Í næstu umferð frá réttu er aukið út um 7 (7-10-7-3-0-11) lykkjur jafnt yfir (ekki er aukið út yfir kanta að framan) = 194 (210-230-246-254-271-282) lykkjur. Þegar stykkið mælist 13 (14-15-16-17-18-19) cm mælt við miðju að framan (mælt án kants í hálsmáli), skiptist stykkið þannig: Prjónið 29 (31-34-36-38-40-42) lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 42 (46-50-54-54-58-60) lykkjur á þráð fyrir ermi (án þess að prjóna þær fyrst), fitjið upp 6 nýjar lykkjur á prjóninn, prjónið 52 (56-62-66-70-75-78) lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 42 (46-50-54-54-58-60) lykkjur á 1 þráð fyrir ermi (án þess að prjóna þær fyrst), fitjið upp 6 nýjar lykkjur á prjóninn og prjónið þær lykkjur sem eftir eru 29 (31-34-36-38-40-42) lykkjur eins og áður (= framstykki) = 122 (130-142-150-158-167-174) lykkjur. FRAM- OG BAKSTYKKI: Setjið 1 prjónamerki 32 (34-37-39-41-43-45) lykkjur inn frá hvorri hlið (= 58 (62-68-72-76-81-84) lykkjur á milli prjónamerkja á bakstykki). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan – munið eftir HNAPPAGAT í hægri kant að framan. Þegar stykkið mælist 3 cm frá skiptingu, aukið út hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Endurtakið útaukningu þegar stykkið mælist 8 cm frá skiptingu = 130 (138-150-158-166-175-182) lykkjur. Þegar stykkið mælist 11 (13-16-19-22-25-28) cm frá skiptingu, aukið út um 14 (14-14-14-14-13-14) lykkjur í næstu umferð frá réttu (ekki er aukið út yfir kanta að framan) = 144 (152-164-172-180-188-196) lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir á prjóni, endið með 2 lykkjur slétt og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 4 cm, fellið síðan af með garðaprjóni yfir garðaprjón, sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur. Öll peysan mælist ca 34 (37-41-45-49-53-57) cm, mælt frá öxl. ERMI: Setjið lykkjurnar frá öðrum þræðinum á sokkaprjóna 4 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 48 (52-56-60-60-64-66) lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6 lykkjur (= mitt undir ermi). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið sléttprjón hringinn með litnum gulur. Þegar ermin mælist 1 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 2 (2½-2½-2½-3½-3½-3½) cm millibili alls 6 (6-8-8-8-8-9) sinnum = 36 (40-40-44-44-48-48) lykkjur. Þegar ermin mælist 14 (16-21-24-28-31-35) cm frá skiptingu, skiptið yfir á sokkaprjón 3 og prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm að óskaðri lengd. Fellið síðan af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist alls ca 18 (20-25-28-32-35-39) cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #littlemissyjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 32-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.