Hvernig á að prjóna peysu ofan frá og niður

Leitarorð: byrjendur,

Margar af peysunum okkar með laskalínu eru prjónaðar ofan frá og niður. Það gerum við til að það sé auðveldara stilla af stærðir á flíkinni: sérstaklega lengd á berustykki, ermum og fram- og bakstykki. Að auki er auðveldara að máta flíkina á meðan hún er í vinnslu.

Við höfum því ákveðið að sýna auðvelda útfærslu á laskaútaukningu: Byrjið með að velja uppskrift og notaðu þessar leiðbeiningar til aðstoðar. Ef þú hefur valið uppskrift með annarri laskaútaukningu, þá er bara að fylgja útaukningunni sem stendur í mynstrinu, aðferðin er sú sama og við sýnum hér. Þessa aðferð er einnig hægt að nota þegar berustykkið er prjónað í hring, þá er bara að fylgja útaukningu fyrir hringlaga berustykki í mynstrinu í stað laskaútaukningu.

Sama aðferð á einnig við þegar þú velur að prjóna jakkapeysu ofan frá og niður. Þá er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan (þá sleppir þú prjónamerki að aftan).

Nú byrjum við

1) Við höfum byrjað á þessu stykki með því að fitja upp 48 lykkjur og prjóna stroff í 3 cm (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) áður en við byrjum á laskaútaukningunni.

Eftir stroff þá höldum við áfram með sléttprjón og setjum 1 prjónamerki mitt að aftan. Við höldum áfram að merkja 4 skiptingar fyrir laskalínu með því að setja 4 merkiþræði í skiptinguna á milli fram- og bakstykkis og erma (frá 1. prjónamerki til 1. merkiþráðar = hálft bakstykki. Frá 1. til 2. merkiþráðar = 1. ermi, frá 2. til 3. merkiþráðar = framstykki og frá 3. til 4. merkiþráðar = 2. ermi. Þær lykkjur sem eftir eru og fram að 1. prjónamerki = hálft bakstykki).

2) Nú byrjar útaukning fyrir laskalínu og aukið er út hvoru megin við 4 merkiþræðina.

3) Aukið út svona, byrjið 1 lykkju á undan 1. merkiþræði: Sláið 1 sinni uppá hægri prjón.

4) Prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr mitt á milli þessa lykkja), sláið að ný 1 sinni uppá hægri prjón.

5) Nú hefur verið gerð 1 útaukning (uppsláttur) á undan merkiþræði og 1 útaukning (uppsláttur) aftan við merkiþráð. Endurtakið útaukningu í hvern merkiþráð (= 8 lykkjur fleiri í hverri umferð).

6) Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt (prjónið í aftari lykkjubogann) svo að ekki myndist gat.

7) Haldið áfram með mynstur og aukið út fyrir laskalínu eftir útskýringu.

8) Þegar allar útaukningar fyrir laskalínu hafa verið gerðar til loka, prjónið áfram að uppgefnu máli að þeim stað þar sem stykkinu er skipt upp fyrir ermar og fram- og bakstykki.

9) Nú skiptist stykkið fyrir fram-/bakstykki og ermar og hvort stykki er prjónað til loka fyrir sig. Prjónið að 1. merkiþræði (= hálft bakstykki).

10) Setjið lykkjur á milli 1. – 2. merkiþráðar á band (= 1. ermi).

11) Fitjið upp nýjar lykkjur undir 1. ermi.

12) Prjónið lykkjur á milli 2.-3. merkiþráðar (= framstykki).

13) Setjið lykkjur á milli 3.-4. merkiþráðar (= 2. ermi) á band.

14) Fitjið upp nýjar lykkjur undir 2. ermi (sami fjöldi lykkja og undir 1. ermi).

15) Prjónið afgang af lykkjum á bakstykki (= fram að merki).

16) Prjónið nú fram- og bakstykki í hring, fylgið mynstri fyrir upplýsingar um jafna útaukningu, úrtöku, lengd og stroffi. Langar þig að hafa peysuna styttri eða síðari en sem stendur í mynstri? Mátaðu þá peysuna og prjónaðu að þeirri lengd/sídd sem þú vilt (það getur verið góð hugmynd að skipta lykkjunum á fleiri hringprjóna þegar flíkin er mátuð, þá falla lykkjurnar ekki af prjóninum).

17) Nú prjónum við ermar. Setjið lykkjurnar frá öðru bandinu til baka á prjóninn.

18) A: Nú prjónum við ermi, annað hvort fitjar þú upp nýjar lykkjur undir ermi, sjá mynd A) eða þá prjónar þú í lykkjur undir ermi, sjá mynd B)- sjá uppskrift hversu margar lykkjur og setjið eitt prjónamerki. Frá þessu prjónamerki er stykkið nú mælt.

19) Prjónið að uppgefinni lengd í mynstri, setjið nýtt prjónamerki í miðju lykkjuna sem fitjuð var upp undir ermi. Nú á að fella af 1 lykkju hvoru megin við miðju lykkju með prjónamerki.

20) Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan miðju lykkju, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri).

21) Prjónið miðjulykkju.

22) Prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri).

Nú hefur verið felld af 1 lykkja á undan merki og 1 lykkja á eftir merki (= 2 lykkjur færri).

23) Fylgið uppskrift og fellið af þann fjölda lykkja sem stendur í uppskrift og með þann fjölda cm/umferða á milli úrtöku.

24) Þegar báðar ermarnar hafa verið prjónaðar til loka, saumið opið saman undir ermum.

Þegar þú hefur prjónað búkinn og ermar eftir uppskriftinni, á að fjarlægja prjónamerki og merkiþræði, festið enda. Nú er peysan tilbúin!

Ertu ekki enn búin að velja mynstur með laskalínu? Hér að neðan þá finnur þú innblástur:

Athugasemdir (5)

Giselle 13.05.2019 - 04:22:

Dica maravilhosa,eu já havia desistido de tentar.

Lilly Smuul 26.04.2019 - 18:40: Vefslóð http://www.mustrimaa ...

Väga mõnus meetod kampsunite kudumiseks! Soovitan!

Dea 31.03.2019 - 21:08:

Al punto uno, quante maglie ci sono tra i vari segnapunti? Perchè non è specificato?

DROPS Design 06.04.2019 - 18:53:

Buongiorno Dea, grazie per la segnalazione, la giriamo alla casa madre: in caso di modifiche, la lezione verrà aggiornata. Buon lavoro!

Christina Block 29.03.2019 - 07:44:

Danke für die tolle Anleitung! Habt ihr auch einen Tipp wie man eine bestehende Anwendung eines Pullis von 'buttom up' in 'top down' umwandeln kann?

DROPS Design 03.04.2019 - 09:56:

Liebe Frau Black, so was haben wir noch nicht, Ihre Anfrage wurde weitergeleitet. Viel Spaß beim stricken!

Dea 25.03.2019 - 21:12:

Perchè non viene specificato come dividere le maglie tra i vari segnapunti? Parte con 48m , ma poi con che criterio suddivide le maglie per i vari pezzi? Grazie.

DROPS Design 06.04.2019 - 18:53:

Buongiorno Dea, grazie per la segnalazione, la giriamo alla casa madre: in caso di modifiche, la lezione verrà aggiornata. Buon lavoro!

Skrifa athugasemd eða spurningu við þetta kennslumyndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.