Hvernig á að prjóna peysu ofan frá og niður

Leitarorð: byrjendur,

Margar af peysunum okkar með laskalínu eru prjónaðar ofan frá og niður. Það gerum við til að það sé auðveldara stilla af stærðir á flíkinni: sérstaklega lengd á berustykki, ermum og fram- og bakstykki. Að auki er auðveldara að máta flíkina á meðan hún er í vinnslu.

Við höfum því ákveðið að sýna auðvelda útfærslu á laskaútaukningu: Byrjið með að velja uppskrift og notaðu þessar leiðbeiningar til aðstoðar. Ef þú hefur valið uppskrift með annarri laskaútaukningu, þá er bara að fylgja útaukningunni sem stendur í mynstrinu, aðferðin er sú sama og við sýnum hér. Þessa aðferð er einnig hægt að nota þegar berustykkið er prjónað í hring, þá er bara að fylgja útaukningu fyrir hringlaga berustykki í mynstrinu í stað laskaútaukningu.

Sama aðferð á einnig við þegar þú velur að prjóna jakkapeysu ofan frá og niður. Þá er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan (þá sleppir þú prjónamerki að aftan).

Nú byrjum við

1) Við höfum byrjað á þessu stykki með því að fitja upp 48 lykkjur og prjóna stroff í 3 cm (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) áður en við byrjum á laskaútaukningunni.

Eftir stroff þá höldum við áfram með sléttprjón og setjum 1 prjónamerki mitt að aftan. Við höldum áfram að merkja 4 skiptingar fyrir laskalínu með því að setja 4 merkiþræði í skiptinguna á milli fram- og bakstykkis og erma (frá 1. prjónamerki til 1. merkiþráðar = hálft bakstykki. Frá 1. til 2. merkiþráðar = 1. ermi, frá 2. til 3. merkiþráðar = framstykki og frá 3. til 4. merkiþráðar = 2. ermi. Þær lykkjur sem eftir eru og fram að 1. prjónamerki = hálft bakstykki).

2) Nú byrjar útaukning fyrir laskalínu og aukið er út hvoru megin við 4 merkiþræðina.

3) Aukið út svona, byrjið 1 lykkju á undan 1. merkiþræði: Sláið 1 sinni uppá hægri prjón.

4) Prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr mitt á milli þessa lykkja), sláið að ný 1 sinni uppá hægri prjón.

5) Nú hefur verið gerð 1 útaukning (uppsláttur) á undan merkiþræði og 1 útaukning (uppsláttur) aftan við merkiþráð. Endurtakið útaukningu í hvern merkiþráð (= 8 lykkjur fleiri í hverri umferð).

6) Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt (prjónið í aftari lykkjubogann) svo að ekki myndist gat.

7) Haldið áfram með mynstur og aukið út fyrir laskalínu eftir útskýringu.

8) Þegar allar útaukningar fyrir laskalínu hafa verið gerðar til loka, prjónið áfram að uppgefnu máli að þeim stað þar sem stykkinu er skipt upp fyrir ermar og fram- og bakstykki.

9) Nú skiptist stykkið fyrir fram-/bakstykki og ermar og hvort stykki er prjónað til loka fyrir sig. Prjónið að 1. merkiþræði (= hálft bakstykki).

10) Setjið lykkjur á milli 1. – 2. merkiþráðar á band (= 1. ermi).

11) Fitjið upp nýjar lykkjur undir 1. ermi.

12) Prjónið lykkjur á milli 2.-3. merkiþráðar (= framstykki).

13) Setjið lykkjur á milli 3.-4. merkiþráðar (= 2. ermi) á band.

14) Fitjið upp nýjar lykkjur undir 2. ermi (sami fjöldi lykkja og undir 1. ermi).

15) Prjónið afgang af lykkjum á bakstykki (= fram að merki).

16) Prjónið nú fram- og bakstykki í hring, fylgið mynstri fyrir upplýsingar um jafna útaukningu, úrtöku, lengd og stroffi. Langar þig að hafa peysuna styttri eða síðari en sem stendur í mynstri? Mátaðu þá peysuna og prjónaðu að þeirri lengd/sídd sem þú vilt (það getur verið góð hugmynd að skipta lykkjunum á fleiri hringprjóna þegar flíkin er mátuð, þá falla lykkjurnar ekki af prjóninum).

17) Nú prjónum við ermar. Setjið lykkjurnar frá öðru bandinu til baka á prjóninn.

18) A: Nú prjónum við ermi, annað hvort fitjar þú upp nýjar lykkjur undir ermi, sjá mynd A) eða þá prjónar þú í lykkjur undir ermi, sjá mynd B)- sjá uppskrift hversu margar lykkjur og setjið eitt prjónamerki. Frá þessu prjónamerki er stykkið nú mælt.

19) Prjónið að uppgefinni lengd í mynstri, setjið nýtt prjónamerki í miðju lykkjuna sem fitjuð var upp undir ermi. Nú á að fella af 1 lykkju hvoru megin við miðju lykkju með prjónamerki.

20) Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan miðju lykkju, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri).

21) Prjónið miðjulykkju.

22) Prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri).

Nú hefur verið felld af 1 lykkja á undan merki og 1 lykkja á eftir merki (= 2 lykkjur færri).

23) Fylgið uppskrift og fellið af þann fjölda lykkja sem stendur í uppskrift og með þann fjölda cm/umferða á milli úrtöku.

24) Þegar báðar ermarnar hafa verið prjónaðar til loka, saumið opið saman undir ermum.

Þegar þú hefur prjónað búkinn og ermar eftir uppskriftinni, á að fjarlægja prjónamerki og merkiþræði, festið enda. Nú er peysan tilbúin!

Ertu ekki enn búin að velja mynstur með laskalínu? Hér að neðan þá finnur þú innblástur:

Athugasemdir (24)

Fiorina 31.01.2020 - 19:34:

Interessante tutorial. C'è una spiegazione simile per la tecnica bottom - up?

DROPS Design 04.02.2020 - 10:08:

Buongiorno Fiorina. Purtroppo un tutorial simile per la tecnica bottom up non è disponibile. I nostri modelli sono però tutti accompagnati da video che descrivono le varie tecniche usate per realizzarli (lavorazione in tondo, in piano, come cucire le singole parti e così via). Buon lavoro!

Marina 19.01.2020 - 22:09:

Salve, ho lavorato e quasi finito un maglione top down ma ho cambiato idea sullo scollo e vorrei fare un dolcevita piuttosto del semplice girocollo. Come faccio a riprendere le maglie Del collo e fare il collo alto? (la lavorazione dello scollo e’ a coste 2/2 che vorrei mantenere sul dolcevita). Ho già provato a fare il tutto ma si vede uno strano errore da dove riprendo a lavorare (le coste sembrano inclinate o comunque sbagliate). C’è un qualche trucco? Grazie mille, Marina

Laurence 15.01.2020 - 11:03:

Bonjour, Pouvez-vous me dire s'il est possible de se baser sur un modèle "bas en haut" pour tricoter de "haut en bas" ? Merci pour votre réponse

DROPS Design 16.01.2020 - 09:38:

Bonjour Laurence, probablement, il vous suffit peut être d'inverser les explications pour commencer par le nombre de mailles rabattues et augmenter au lieu de diminuer ou vice versa, mais attention au point fantaisie/motif, car tricoté de bas en haut au lieu de haut en bas peut en modifier/altérer le résultat. Votre magasin DROPS saura vous apporter toute aide personnalisée complémentaire, même par mail ou téléphone. Bon tricot!

Solveig Jensen 09.01.2020 - 07:09:

Jeg har lige strikket den første trøje oppefra model moonlight jakke-lign. Synes dig halsudskæringen falder lige lovlig bred - kan jeg rette op bagefter eller starte forfra?

DROPS Design 27.01.2020 - 07:47:

Hei Solveig. Du kan evnt strikke en ny vrangbord helt til slutt, der du felller en del masker slik av vrangborden blir strammere. Eller evnt hekle en rad med kjedemasker på bakstiden ved overgangen mellom vrangborden/bolen, slik at det strammer seg litt. God Fornøyelse!

Mona 06.01.2020 - 14:40:

Finnes det något mønster att sticka oppifrån och ned på alpakka på pinner 2,5 til 3,5?

Manuela Päßler 21.12.2019 - 11:09:

Welche Länge an Stricknadeln nimmt man?

DROPS Design 02.01.2020 - 16:43:

Liebe Frau Päßler, am Anfang beginnt man oft mit 40 cm Stricknadel (oder mit Nadelspiel wenn der Umfang weniger als 40 cm ist), dann können Sie mit einer längeren Nadeln (60 cm oder/und 80 cm) weiter stricken, dh wenn mann nicht genügend Platz für alle Maschen hat, dann kann man eine längere Nadeln benutzen. Viel Spaß beim stricken!

Lucia 28.11.2019 - 08:35:

Scusate volevo scrivere se volessi uno scollo più profondo sul davanti come dovrei fare? grazie

Lucia 28.11.2019 - 08:32:

Se volessi lo scippo più profondo sul davanti come devo fare? grazie

DROPS Design 12.01.2020 - 20:26:

Buonasera Lucia, può scegliere un modello con questa caratteristica nel nostro catalogo oppure rivolgersi al suo rivenditore DROPS di fiducia. Buon lavoro!

Rosamaria Cellerino 21.11.2019 - 22:21:

Grazie per tutte le spiegazioni, le idee che mi regalate!!! Lavoro per i miei nipotini ed i cani!!!Complimenti!!!

Mari 11.11.2019 - 07:37:

Spiegazione molto chiara che mi ha ha dato lo spunto per fare un maglione senza tutorial Per me una grande soddisfazione Grazie !!!!!!

Gry Gerhardt 10.11.2019 - 22:52:

Hei! Strikker Warm Fall Drops 186-35. Lurer på hvordan jeg følger diagrammet A1 og A2 når jeg strikker ovenfra og ned? Begynner jeg på toppen av diagrammet?

DROPS Design 18.11.2019 - 09:54:

Hei Gry. Du begynner nederst på diagrammene. Uansett om det skal strikkes ovenfra og ned eller nedenifra og opp, så starter man et diagram nederst til høyre. God Fornøyelse!

Patrizia 09.11.2019 - 09:50:

Dea, osservando la foto al punto 15, si riescono a contare le maglie, 16 m per il davanti, 16 per il dietro, 8 per ciascuna manica.

Hege 23.10.2019 - 13:21:

Synes denne var veldig god. Besøk meg også gjerne på http://strikkehege.bloggnorge.com/

Anita 23.10.2019 - 09:28:

Hvorfor skal det øke 56 masker når vi kommer til vrangbord på Winter Carnival genser? Da blir jo vrangborden videre enn bolen. Strikkes ovenfra og ned Normalt er jo å øke etter vrangbord

DROPS Design 25.10.2019 - 10:35:

Hei. Det økes for å unngå at vrangborden som skal strikkes, trekker arbeidet sammen. Mvh DROPS Design

Reidun Pettersen 02.10.2019 - 07:43:

Skal strikke olafurgenser i str. M og har økt masker og skal dele inn og da jeg kommer til maskene etter 8. Merke,skal d være 19 masker. Og da vi starter skal d være 18 masker kan dette være riktig?..

DROPS Design 03.10.2019 - 14:48:

Hej Reidun, Skriv dit spørgsmål ind på selve opskriften, skriv hvor du er i opskriften, så er det letter for os at sætte os ind i dit problem :)

Isabelle 28.09.2019 - 17:18:

Bonjour, J'ai testé vos explications pour tester le pull de haut en bas avec des aiguilles circulaires... je m'en sors pas trop mal dirons nous ;) Je souhaiterais faire un pull en fausse côtes anglaises en top down mais je ne trouve pas de modèles sur votre site... Pouvez vous m'aider ? Merci beaucoup

DROPS Design 30.09.2019 - 13:05:

Bonjour Isabelle, vous trouverez ici quelques modèles tricotés en côtes anglaises et de haut en bas, y compris quelques pulls. Bon tricot!

Houdré-Soubielle 09.09.2019 - 18:21:

Comment faire quand il y a une pointe sur le devant et le dos .je ne comprends pas les explications

DROPS Design 10.09.2019 - 10:04:

Bonjour Mme Houdré-Soubielle, la technique peut être différente en fonction du modèle, pouvez-vous poser votre question sur le modèle que vous tricotez? Il sera ainsi plus facile de vous répondre. Bon tricot!

Isabel 27.08.2019 - 11:15:

¿cómo seleccionar trabajos tejidos de abajo hacia arriba? El traductor invierte el orden automáticamente y sólo selecciona labores tejidas de arriba para abajo

DROPS Design 10.11.2019 - 18:04:

Hola Isabel. De momento solo tenemos la etiqueta para seleccionar los modelos realizados de arriba abajo.

FiorellaLibra 31.07.2019 - 14:33:

Non sao

Giselle 13.05.2019 - 04:22:

Dica maravilhosa,eu já havia desistido de tentar.

Skrifa athugasemd eða spurningu við þetta kennslumyndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.