Miss Cookie by DROPS Design

Prjónaður kjóll fyrir börn úr DROPS BabyMerino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með norrænu mynstri. Stærð 6 mán – 6 ára.

DROPS Design: Mynstur bm-012-bn
Garnflokkur A
-----------------------------------------------------------

Stærð: 6/9 - 12/18 mán (2 - 3/4 - 5/6) ára
Stærðin jafngildir ca hæð á bandi í cm:
68/74 - 80/86 (92 - 98/104 – 110/116)
Efni:
DROPS BABYMERINO frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
150-200 (200-200-250) g litur 16, rauður
50-50 (100-100-100) g litur 02, natur

-------------------------------------------------------
FYLGIHLUTIR FYRIR STYKKIÐ:

PRJÓNFESTA:
24 lykkjur á breidd og 32 umferðir á hæð með sléttprjóni = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 3: lengd 40 cm og 80 cm.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptið yfir á fínni prjóna.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (13)

100% Ull
frá 748.00 kr /50g
DROPS Baby Merino uni colour DROPS Baby Merino uni colour 748.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Baby Merino mix DROPS Baby Merino mix 748.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 2992kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Mynstrið er prjónað með sléttprjóni.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

KJÓLL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað í hring, ofan frá og niður. Fyrst er prjónað belti með líningu og mynstri, síðan er pilsið prjónað niður á við. Prjónuð er líning neðst niðri á pilsi með mynstri. Axlaböndin eru prjónuð fram og til baka (frá hlið) og saumuð á í lokin.

LÍNING (á belti):
Fitjið upp 108-120 (132-144-156) lykkjur á hringprjón 3 með rauður. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 10 cm, prjónið næstu umferð þannig: Prjónið * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* yfir allar lykkjurnar (uppábrot). Uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn í næstu umferð. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!

BELTI:
Prjónið síðan A.1 (= 12 lykkjur) yfir allar lykkjur (= 9-10 (11-12-13) sinnum á breidd). Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, mælist beltið ca 11 cm og stykkið mælist ca 22 cm (meðtalin líning).

PILS:
HÉÐAN ER NÚ MÆLT!
Prjónið með rauður þannig: * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* yfir allar lykkjurnar = 216-240 (264-288-312) lykkjur. Uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt.
Prjónið A.2 (= 8 lykkjur) yfir allar lykkjur (= 27-30 (33-36-39) sinnum á breidd).
Þegar pilsið mælist 14-17 (20-23-27) cm og stykkið mælist alls ca 36-39 (42-45-49) cm (meðtalin kantur fyrir saum) – eru eftir ca 8 cm (prjónið e.t.v. að óskaðri lengd) – prjónið A.3 yfir allar lykkjurnar (= 18-20 (22-24-26) sinnum á breidd). Þegar A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, mælist pilsið ca 22-25 (28-31-35) cm og stykkið mælist alls ca 44-47 (50-53-57) cm (meðtalin kantur fyrir saum).

LÍNING (neðri kantur):
Prjónið með natur þannig: * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* yfir allar lykkjur (= uppábrot). HÉÐAN ER NÚ MÆLT!
Uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn í næstu umferð, það eiga að myndast göt. Prjónið A.4 (= 12 lykkjur) yfir allar lykkjur (= 18-20 (22-24-26) sinnum á breidd). Þegar A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið stykkið áfram með rauðum. Prjónið þar til líningin mælist 8 cm frá uppábroti, fellið síðan af. Stykkið mælist alls ca 52-55 (58-61-65) cm (meðtalin líning).

FRÁGANGUR:
Brjótið uppá kant fyrir saum efst á pilsi að röngu að belti og saumið við pilsið með rauðum. Gerið það sama í neðri kanti.

AXLABÖND:
Axlaböndin mælast ca 27-28 (30-32-35) cm á lengdina þegar þau hafa verið prjónuð til loka, það eru reiknaðir auka ca 5 cm á hvorri hlið, þannig að hægt er að jafna axlaböndin til eftir því sem barnið vex. Fitjaðu e.t.v. upp fleiri/færri lykkjur ef þú vilt hafa böndin lengri eða styttri (lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4 + 2).
Fitjið upp 66-70 (74-78-86) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja á hvorri hlið á stykki) á hringprjón 3 með rauður. Axlaböndin eru prjónuð fram og til baka með sléttprjóni. Prjónið 6 umferðir sléttprjón með 1 kantlykkju með GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, á hvorri hlið á stykki.
Í næstu umferð frá réttu er prjónuð 1 kantlykkja með garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, endið með 1 kantlykkju með garðaprjóni (= uppábrot). Prjónið síðan A.5 (= 4 lykkjur) með 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið (kantlykkjur eru prjónaðar í sama lit og fyrsta/síðasta lykkja í A.5, fyrsta umferð er prjónuð frá röngu – uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn). Þegar A.5 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið uppábrot frá réttu með gráum þannig: Prjónið 1 kantlykkju með garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, endið með 1 kantlykkju með garðaprjóni. Prjónið ca 7 umferðir með rauður (uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn), brjótið niður kantinn og passið uppá að líningin herði ekki á axlaböndum, prjónið e.t.v. fleiri umferðir. Fellið af. Saumið uppfitjunarkantinn saman við affellingarkantinn í ystu lykkjubogana. Prjónið annað axlaband til viðbótar.

FRÁGANGUR:
Saumið axlaböndin í líninguna efst (þ.e.a.s. frá röngu við belti) með fínu spori ca 5 cm niður á hvorri hlið, með ca 8-8 (9-10-10) cm bil á milli banda við miðju að framan og við miðju að aftan.

Mynstur

= rauður
= natur
= prjónstefnaJennie 14.02.2019 - 00:36:

I have just finished making this for my one-year old grand-daughter and am thrilled with the result. As your yarn is hard to find in my part of Australia, I substituted Bendigo Woollen Mills 5 ply merino, which has worked perfectly. My daughter did not want the hat for her daughter so I have made a variation on the headband from the Visby Tunic pattern. Thank you so much for your wonderful patterns and the interesting videis.

Hetty Stok 01.02.2019 - 13:23:

What is the longer needle for?

DROPS Design 01.02.2019 kl. 15:31:

Dear Mrs Stock, the longer needle (80 cm) is used for the bottom of the dress (skirt part) to have enough room for all stitches. Happy knitting!

Signe 22.01.2019 - 17:48:

Oppskriften på selene er litt vanskelig å forstå.. RILLE er forklart med at man skal strikke en pinne frem og tilbake - 1 RILLE = strikk 2 pinner rett. Dvs at vi fra fremsiden får en pinne med vrangt og en med rett.. etter 6 pinner rett skal man strikke «1 kantmaske RILLE i hver side av arbeidet. Så skal man strikke 1 kantmaske rille, 2 rett sammen, 1 kast osv, for å få hullkant. Blir det to rette og to vrange omganger (annenhver gang) etter hverandre før vi strikker hullkant eller?

DROPS Design 29.01.2019 kl. 14:28:

Hei Signe. Du strikker 6 omganger glattstrikk MED 1 kantmaske rille i hver side. Det vil si at du strikker glattstrikk over alle masker (rett fra retten, vrang fra vrangen) men den ytterste masken i hver side strikkes i rille (rett fra retten, rett fra vrangen). Altså, på 1 pinne (fra retten) strikkes alle masker rett,. Snu. strikk 1 maske rett, strikk vrang til det gjenstår 1 maske, 1 maske rett. Snu. Gjenta disse 2 pinnene 2 ganger til = 6 omganger. Du har nå strikket 6 omganger med glattstrikk med 1 kantmaske i rille i hver side. Kantmasken i rille fortsetter langs hele selen. God fornøyelse.

Elisabeth Opland 26.12.2018 - 21:49:

Oppskrifen på lue,hvor finner jeg den?

Maria 11.12.2018 - 19:20:

Muss die Bruchkante für den unteren Beleg wirklich vor A4 gestrickt werden? Ich würde ihn erst danach stricken

DROPS Design 12.12.2018 kl. 09:57:

Liebe Marie, ja genau, die Bruchkante muss vor A.4 gestrickt werden, A.4 wird von der Rückseite dann umgeschlagen/gesehen. Viel Spaß beim stricken!

Bente Aarsrud 30.11.2018 - 08:27:

Skjønner ikke oppskriften på selene …. prøver å prøver , men må rekke opp . Er det meningen vi skal klippe tråden hele tiden ?

DROPS Design 30.11.2018 kl. 15:02:

Hei Bente. Nei, du skal strikke uten å måtte klippe tråden. Sikter du til de omgangene der det kun strikkes med natur? Om du tvinner med deg den røde tråden på baksiden av arbeidet så har du begge trådene i samme ende hele tiden. God fornøyelse

Silvi 26.11.2018 - 20:20:

Hallo, habe da mal eine Frage der Beleg wird somit nach innen geklappt , ist so eine Art Verstärkung , oder. Wenn ich das ganze gestrickt habe Fang ich dann mit dem Ersten Muster an, richtig.

DROPS Design 27.11.2018 kl. 08:42:

Liebe Silvi, der Beleg ist so gestrickt, daß die "Passe" (= Gürtel) so doppelt gestrickt, und oben dieser Passe haben Sie dann einen Pikot-Rand (wie z.B. in diesem Video aber das erste Teil (innenseite) wird ca genau so lang als das Farbemuster. Viel Spaß beim stricken!

Elena 22.11.2018 - 14:40:

Salve, sto facendo questo abitino ( mod. 32/2 ) e mi chiedo se i fili bianchi che si stanno formando nella parte della gonna, alla fine non possono " tirare il lavoro " nel senso che non si stende bene. spero in una risposta grazie

DROPS Design 22.11.2018 kl. 15:03:

Buongiorno Elena, se durante la lavorazione del motivo il lavoro risulta troppo "tirato", probabilmente significa che sta tirando troppo il filo del colord non in uso quando lo riprende per proseguire la lavorazione. Provi a vedere se questo video le può essere di aiuto. Buon lavoro!

Tina 12.11.2018 - 23:46:

Hvordan ska vi felle på denne kjolen...? Jeg har gjort helt feil😰😱🤢

DROPS Design 16.11.2018 kl. 14:12:

hei Tina. Mener du hvordan du feller av? Du feller av som vanlig: strikk 1 maske, strikk 1 maske, trekk den første masken over, strikk 1 maske, trekk den andre masken over osv. Her er en video som viser hvordan å felle av: . Hvis du mener hvordan du strikker brettekanten, strikker du slik: 2 masker rett sammen, 1 kast. Gjenta dette ut omgangen. God fornøyelse.

Madeleine 10.11.2018 - 07:36:

Hej. Finns det möjligtvis något mönster till mössan/luvan?

DROPS Design 12.11.2018 kl. 17:04:

Hej, mönstret till mössan hittar du i samma katalog, mönster Barn 32-1.

Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 32-2

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.