Edith skrifaði:
I don't know how to do the following from graph M3, three lines after the second decrease. It indicates "K2tog, yo, yo, K2tog". How do I make two "yo" one after the other? Please explain. Thanks a lot.
21.01.2015 - 20:40DROPS Design svaraði:
Dear Edith, on 3rd row after 2nd decrease, you will work holes as follows: K2 tog (= / in diag.), YO, K1, YO, slip 1 st as if to knit, K1, psso (= \ in diag.). Happy knitting!
22.01.2015 - 09:56
Tyra Pedersen skrifaði:
Når jeg trykker på "skriv ut oppskrift" så kommer det opp et vindu med reklame for salg på alpakka-garn. Øverst i dette vinduet står det "fortsett til utskrift" e.l. men når jeg trykker der så skjer det ingenting.
27.11.2014 - 19:14
Basia skrifaði:
Proszę o prztłumaczenie opisu tego kompleciku na język polski. pozdrawiam :)
02.07.2014 - 14:45
Tini skrifaði:
Hallo! Ich verstehe folgende Anleitung nicht genau: li von re, re von li. Kann mir jemand weiterhelfen? Danke
16.06.2014 - 21:43
Nila skrifaði:
I found this jacket made a bit different, and I think it makes it better for a boy. Really like this alternated verson. Check this out! hildeshomemade.blogspot.no/
19.05.2014 - 20:03
Roxanne skrifaði:
I want to know if this will be a permanent fres download, as I don't have a printer. I need tk know how long this will be available for free.
23.02.2014 - 17:43DROPS Design svaraði:
Dear Roxanne, our pattern are free on our website. You can come back to follow pattern or use a virtual pdf printer to dowload it. Happy knitting!
24.02.2014 - 10:31
RITA ZAJKO skrifaði:
Thank you very much for you explanation, also the instruction of casting on using both ends etc. makes sence now - thanks again.
16.11.2013 - 21:18RITA ZAJKO skrifaði:
Thank you for your reply to my comment. I would like to make your BabyDrops 13-18 pattern,have bought wool from drops fiordilana web store. Was first trying to understand pattern. At the beginning of yr instructions, see sentence on third line, first three words - cannot repeat them otherwise mssg will not send because they seem to contain forbidden words.
13.11.2013 - 20:55DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Zajko, do you mean "Remove 1 needle" ? If yes, than please have a look on the video below, cast on is made on 2 needle, to get an elastic edge, when you have all sts, remove 1 needle to continue knitting. Happy knitting!
13.11.2013 - 21:22RITA ZAJKO skrifaði:
Thank you for your reply. I would like to make your BabyDrops 13-18 pattern,was first trying to understand pattern. At the beginning of instructions sentence third line first three words - cannot repeat otherwise will not send.
12.11.2013 - 16:11RITA ZAJKO skrifaði:
I have a question but cannot send it because it says my comments contains forbidden words?
10.11.2013 - 19:09DROPS Design svaraði:
Drs Mrs Zajko, you may also require help from the store where you bought your yarn, or in any other forum if you don't find how to reword the forbidden words. Happy knitting!
11.11.2013 - 10:52
Snow Baby#snowbabyset |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir börn með hringlaga berustykki, buxur, húfa, sokkar úr DROPS Alpaca ásamt bolta, hringlu og teppi.
DROPS Baby 13-18 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1-M.4. Mynsturteikning sýnir mynstur frá réttu. HNAPPAGAT: Fellt er af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = fellið af 3. og 4. l frá kanti og fitjið upp 2 nýjar l yfir þær l sem felldar voru af í næstu umf. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: ATH: Fellt er af fyrir síðasta hnappagati þegar 1 cm er eftir á undan kraga: 1/3 mán: 4, 10, 16, 22 og 26 cm. 6/9 mán: 5, 11, 17, 23 og 28 cm. 12/18 mán: 6, 13, 20, 27 og 32 cm. 2 ára: 9, 16, 23, 30 og 36 cm. 3/4 ára: 9, 17, 25, 33 og 39 cm. ÚRTAKA-1 (á við um kraga á peysu): Öll úrtaka er gerð í byrjun umf. Fækkið um 1 l í byrjun umferðar þannig: TLyftið 1 lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. ÚRTAKA-2 (á við um buxur): Fækkið um 1 l á eftir prjónamerki: 2 l slétt saman. Fækkið um 1 l á undan prjónamerki: 2 l snúnar slétt saman. ÚTAUKNING (á við um kraga á peysu): Aukið út um 1 l með því að taka þráðinn upp á milli 2 l og prjóna þá lykkju snúna slétt. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Framstykki og bakstykki: Stykkin eru prjónuð fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp með tveimur prjónum (notið t.d. 2 hringprjóna í saman grófleika) og fitjið upp 163-180-197 (214-231) l (meðtaldar 5 kantlykkjur í hvorri hlið við miðju að framan) í hring á 2 prjóna (þetta er gert svo að kanturinn verði teygjanlegri). Dragið annan prjóninn út og prjónið 2 umf slétt. Prjónið síðan M.1 þrisvar sinnum á hæðina með 5 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið. Eftir M.1 eru prjónaðar 2 umf í sléttprjóni (kantlykkjur halda áfram að vera í garðaprjóni til loka) – jafnframt er lykkjum fækkað jafnt yfir til 148-166-184 (196-214) l í 1. umf (ekki fækka lykkjum yfir kantlykkjur að framan). Setjið 1 prjónamerki í 39-44-49 (51-56) l inn frá hvorri hlið = 70-78-86 (94-102) l á milli prjónamerkja á bakstykki. Prjónið nú M.2 með 5 kantlykkjur í hvorri hlið. Jafnframt þegar stykkið mælist 5 cm er fækkað um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin í 3.-3.-4. (4.-5.) hverjum cm alls 4 sinnum = 132-150-168 (180-198) l – þær l sem ekki ganga upp í mynstri þegar lykkjum er fækkað eru prjónaðar í sléttprjóni, passið uppá að mynstrið passi eins og áður. Munið eftir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan – í hægri kanti að framan. Þegar stykkið mælist ca 16-17-20 (23-25) cm – passið uppá að prjónaðar verði 2 umf í sléttprjóni eftir 1 umf með götum – fellið af 10 l í hvorri hlið fyrir handveg (þ.e.a.s. 5 l hvoru megin við prjónamerkin) = 52-60-68 (76-84) l á bakstykki og 30-35-40 (42-47) l á hvoru framstykki. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Fitjið laust upp 36-36-42 (42-42) l á sokkaprjóna nr 2,5. Prjónið 8 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, haldið áfram með M.2. Jafnframt þegar stykkið mælist 4 cm er aukið út um 2 l fyrir miðju undir ermi í 4.-7.-5. (5.-5.) umf alls 8-10-10 (13-15) sinnum = 52-56-62 (68-72) l – útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur. Þegar stykkið mælist 15-16-19 (23-27) cm eru felldar af 10 l fyrir miðju undir ermi = 42-46-52 (58-62) l. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið ermarnar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg = 196-222-252 (276-302) l. Prjónið 1 umf br frá röngu, prjónið síðan 1 umf slétt frá réttu jafnframt er lykkjum fækkað jafnt yfir til 186-218-250 (266-298) l (lykkjum er ekki fækkað yfir kantlykkjur að framan). Prjónið síðan og fækkið lykkjum samkvæmt M.3 (þær 5 kantlykkjur í hvorri hlið halda áfram eins og áður) – endið mynstrið við ör í réttri stærð. Eftir M.3 eru 109-114-115 (122-136) l á prjóni. Prjónið 1 umf slétt jafnframt er lykkjum fækkað jafnt yfir til 72-76-82 (86-92) l. KRAGI: Fellið af síðustu 3 l í hvorri hlið = 66-70-76 (80-86) l. Prjónið garðaprjón – jafnframt í 3. umf er aukið út um 1 l í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING! Aukið út á milli 2 fyrstu og 2 síðustu l í umf í annarri hverri umf alls 3 sinnum. Jafnframt þegar kraginn mælist 2 cm eru sett 3 prjónamerki í stykkið (1 við hvora öxl og 1 fyrir miðju að aftan). Aukið nú út um 1 l hvoru megin við öll prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING. Endurtakið útaukningu eftir 4 umf = 84-88-94 (98-104) l. Þegar kraginn mælist 5 cm er fækkað um 1 l síðast í hvorri hlið í annarri hverri umf 3 sinnum – sjá ÚRTAKA-1= 78-82-88 (92-98) l. Fellið laust af. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum og saumið tölur í. HEKLAÐUR KANTUR: Heklið í kringum kraga þannig: 1 fl í fyrstu l, * 3 ll, 1 st í fyrstu ll, hoppið yfir 2 l, 1 fl í næstu l *, endurtakið frá *-*. Heklið neðst í kring á ermum þannig: 1 fl í fyrstu l, * 5 ll, hoppið yfir 2 l, 1 fl í næstu l *, endurtakið frá *-*. ------------------------------------------------------- BUXUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður í hring á hringprjóna, skálmar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. BUXUR: Byrjið efst fyrir miðju og prjónið niður. Fitjið upp 120-128-136 (140-144) l á hringprjóna nr 2,5. Prjónið stroff (= 2 l sl, 2 l br) í 4 cm. Haldið áfram í sléttprjóni jafnframt sem aukið er út jafnt yfir til 156-168-180 (192-204) l. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umf = miðja að aftan og 1 prjónamerki á eftir 78-84-90 (96-102) l = miðja að framan. Prjónið M.2 jafnframt sem upphækkun að aftan er prjónuð þannig: Prjónið 12 l, snúið stykkinu við (til þess að koma í veg fyrir göt er fyrsta l tekin óprjónuð þegar prjónað er til baka og hert er á þræði). Prjónið 24 l, snúið við. Haldið svona áfram með því að prjóna 12 l fleiri í hvert skipti sem snúið er við 8-10-10 (12-12) sinnum til viðbótar. Prjónið síðan í hring yfir allar l. Þegar stykkið mælist 12-15-16 (17-18) cm (mælt fyrir miðju að framan) aukið út um 1 l hvoru megin við 2 miðju-l að framan í annarri hverri umf alls 10 sinnum (aukið út með því að taka upp l frá fyrri umf og prjónið hana slétt) = 176-188-200 (212-224) l. Eftir síðustu útaukningu mælist stykkið ca 18-21-22 (23-24) cm fyrir miðju að framan. Næsta umf er prjónuð þannig: Fellið af 3 l, prjónið 82-88-94 (100-106) l, fellið af 6 l, prjónið 82-88-94 (100-106) l, fellið af 3 l. Hvor skálm er prjónuð til loka fyrir sig. SKÁLM: Setjið l af annarri skálminni á þráð og l af hinni skálminni er skipt á sokkaprjóna nr 2,5 = 82-88-94 (100-106) l. Prjónið í hring á sokkaprjóna (mynstrið heldur áfram eins og áður) – setjið 1 prjónamerki innan á skálm = byrjun umf. Þegar skálmin mælist 2 cm er fækkað um 1 l hvoru megin við prjónamerkið – sjá ÚRTAKA-2 að ofan – með 2-2-2½ (2½-3) cm millibili alls 4-5-6 (7-8) sinnum = 74-78-82 (86-90) l. Þegar skálmin mælist 10-13-16 (21-26) cm prjónið M.4 (byrjið neðst í mynstri). Prjónið nú 1 umf í sléttprjóni jafnframt er lykkjum fækkað jafnt yfir til 60-64-68 (72-76) l. Prjónið stroff (= 2 l sl, 2 l br) í 10 cm og fellið síðan laust af með stroffi. Prjónið hina skálmina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið saman op á milli skálma. Brjótið uppá stroffið neðst á skálmum. ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. HÚFA: Fitjið upp 82-88-100 l á prjóna nr 2,5. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – jafnframt er gert 1 gat í hvorri hlið í 6. hverri umf með því að fella af 3. l frá kanti og fitja upp 1 nýja l yfir l sem felld var af í næstu umf. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Þegar stykkið mælist 6 cm er prjónað M.2 með 5 l garðaprjón í hvorri hlið (götin halda áfram í 6. hverri umf) þar til stykkið mælist 14-15-16 cm. Passið uppá að það séu 2 umf í sléttprjóni á eftir síðasta gatamynstri. Jafnframt í síðustu um eru felldar af 5 l garðaprjón í hvorri hlið og lykkjum er fækkað til 70-80-90 l. Setjið 5 prjónamerki í stykkið þannig: 1. prjónamerki eftir 1 l, síðan eiga að vera 14-16-18 l á milli merkja, það verða þá 13-15-17 l á eftir síðasta prjónamerki. Prjónið garðaprjón jafnframt sem því sem lykkjum er fækkað um 1 l á eftir hverju prjónamerki í annarri hverri umf alls 12-14-16 sinnum = 10 l eftir á prjóni. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru, herðið að og festið vel. FRÁGANGUR: Saumið saman kant í garðaprjóni neðst á húfunni fyrir miðju að aftan í ysta lykkjubogann. Heklið með heklunál nr 2,5 meðfram uppfitjunarkanti á húfunni þannig: 1 fl í fyrstu l, * 5 ll, hoppið yfir 2 l og festið með 1 fl í næstu l *, endurtakið frá *-*. Heklið alveg eins í kringum mynstureiningu í garðaprjóni aftan á húfunni. Brjótið kantinn að framan í garðaprjóni tvöfaldan að réttu og saumið niður neðst í hvorri hlið. Þræðið silkiborða í neðri kant á húfunni. ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka frá miðju að aftan. SOKKUR: Fitjið upp 68-68-68 l á 2 sokkaprjóna nr 2,5. Dragið annan sokkaprjóninn út og prjónið 2 umf slétt. Prjónið M.1 5-6-7 sinnum á hæðina (stykkið mælist ca 5-6-7 cm). Prjónið nú 1 umf slétt frá rétu jafnframt er lykkjum fækkað jafnt yfir til 34-38-42 l. Prjónið 1 umf slétt frá röngu, prjónið síðan næstu umf frá réttu þannig: 1 kantlykkja, * 2 l sl saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* og endið á 1 kantlykkju. Prjónið aftur 1 umf slétt frá röngu, setjið síðan síðustu 12-13-15 l í hvorri hlið á þráð = 10-12-12 l á prjóni. Prjónið garðaprjón í 4-4½-5 cm yfir þessar l. Setjið síðan l af þræði til baka á prjóninn, prjónið að auki upp 10-11-13 l hvoru megin við miðju stykki = 54-60-68 l alls á prjóni. Prjónið 3-4-5 cm í garðaprjóni yfir allar l jafnframt eftir 1½-2-2½ cm er lykkjum fækkað í annarri hverri umf til loka þannig: Fækkið um 1 l í byrjun og í lok umf og prjónið saman 2 l sl hvoru megin við 2 miðju-l. Fellið af. FRÁGANGUR: Saumið sauminn undir fæti og upp meðfram miðju að aftan yst í lykkjubogann svo að saumurinn verði ekki of þykkur. Þræðið silkiborða í gegnum gataumferð. Prjónið annan sokk á sama hátt. ---------------------------------------------------------- TEPPI: Sjá mynstur undir DROPS Baby 13-22 BOLTI OG HRINGLA: Sjá mynstur undir DROPS Baby 13-32 |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #snowbabyset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 33 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 13-18
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.