Barbara Peduto skrifaði:
Love this pattern but am not clear on the yoke pattern decreasing following the M.3 chart going from 186 stitches to 109 for size 1-3 months. Is the 1st decrease every 16 stitches across the row, the 2nd every 15 stitches, the 3rd every 14 stitches across etc. ending with the final decrease row every 9 stitches? I appreciate your clarification!
20.09.2016 - 23:45DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Peduto, you are repeating M.3 a total of 11 times in width, so that for first dec repeat (K2 tog, K14) = 11 sts dec, 15 sts remain in each repeat. On 2nd dec, work (K13, K2 tog) = 11 sts dec, 14 sts remain and so on, until last dec (= 9 st in each repeat = 108 sts on row). Happy knitting!
21.09.2016 - 09:20
Victoria Schmiegelow skrifaði:
Hej igen. Jeg er som sagt igang med denne trøje i str. 6/9 mdr og er løbet tør for garn midt i kraven. Må ha strikket strammere end angivet. I hvert fald mangler jeg et nøgle garn i naturhvid 100 dyelot 75311. Er det noget i vejen hvor jeg kan få fat i? Mvh Victoria
10.08.2016 - 10:25DROPS Design svaraði:
Hej Victoria. Det var aergeligt. Jeg ved desvaerre ikke hvor partierne er leveret, men du kan spörge i vores DROPS workshop paa Facebook (her er baade butikker og private) eller paa Ravelry.
24.08.2016 - 12:52
Victoria Schmiegelow skrifaði:
Hejsa. Jeg strikker jakken i str 6/9 mdr. Jeg er nået til de 3 sidste pinde i M3 diagrammet. Her skal jeg pludselig starte vrang pinden med at tage ind - alle øvrige pinde har jeg taget ind fra retsiden. Symbolet viser jo at jeg skal strikke 2 ret sammen, derefter 7 vrangmasker og igen 2 ret sammen og 7 vrangmasker osv. Indtagninger bliver meget tydelige og ikke så pæne. Skal man mon strikke 2 vrang sammen når det nu er på vrangsiden eller?
02.08.2016 - 15:41DROPS Design svaraði:
Hej Victoria. Strik dem vr sammen, saa har du ikke den tydelige indtagning.
01.09.2016 - 12:56Kathy Angel skrifaði:
Is there an error in the following for the collar? Pattern says to decrease each side on every row but tips say all decreases done on the right side at beginning of row. When collar measures 5 cm dec each side on every row – see Decreasing tips: 1 st 3 times = 78-82-88 (92-98) sts. Decreasing tips 1(applies to collar on jacket): All decreases are done from the right side Dec 1 st as follows at beginning of row: slip 1 st as if to knit, K1, psso
19.05.2016 - 22:51DROPS Design svaraði:
Dear Kathy, it looks like there is a typo in English text, you should dec at the beg of every row (not only from RS). Pattern will be edited asap. Happy knitting!
20.05.2016 - 10:34
D. Rein skrifaði:
Hei, jeg strikker busken. Jeg er kommet til bakstykket forhøyning str 0-3 mnd og har nå 78 m, midt på = 39m på hver side. Det skal strikkes 12 m, arbeidet snues, strikk tilbake 24m, arbeidet snues. Det er greit. Men på omgang 2-8, skal det også strikkes de 12 m, snues og da 24 osv ? Det står i oppskiften det skal strikkes 12 MER for hver gang ? Hva menes med MER for hver gang ? Det er ikke nok masker ? Takk for hjelpen.
22.04.2016 - 11:05DROPS Design svaraði:
Hei. Du har i alt 156 m paa pinden og 1 merketråd på beg av omg = midt bak og 1 merketråd etter 78 = midt foran. Strik 12 m, snu, strik 24 m, snu, derefter strikkes der 36 m, 48 m, snu osv i alt 9 gange. Der skulle vaere nok masker da. Se ogsaa denne video:
22.04.2016 - 17:26
Sharman Howes skrifaði:
Row 18 M.3 chart stitches 7 , 8 ,9 The are 3 stitches and it says wrap , slip 1 knit 1 psso (2 stitches) now it says k2 tog but I only have one stitch before I have to wrap. How do I do both over only 3 stitches ?
29.03.2016 - 15:13DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Howes, these 3 sts are worked as shown in last symbol in diagram, ie yo, slip 1 st as if to knit, K2 tog, psso, yo (= you dec 2 sts compensated with 1 YO before + 1 YO after). Happy knitting!
29.03.2016 - 15:27
Irina skrifaði:
Mir ist nicht klar. M.2 stricken und gleichzeitig eine Verlängerung hinten in dieser Weise stricken: 12 M stricken, die Arb. wenden. 24 M stricken, die Arb. wenden. Das ist klar. Aber wie machen weiter? Stricken rund Reihe, dann wieder 12 M stricken, wenden, 24 M stricken, wenden, ...? Werden 136 M oder mehr M?
25.02.2016 - 01:18DROPS Design svaraði:
Liebe Irina, schauen Sie am besten den verlinkten Video zum Thema verkürzte Reihen an, dort sehen Sie, dass bei verkürzten Reihen nur ein Teil der Reihe gestrickt und dann gewendet wird. Sie stricken also in dem Moment nicht die ganze Runde.
02.03.2016 - 13:57
Marianne Fjeld skrifaði:
Hei:) Kan dere hjelpe meg med starten på m2? Får ikke dette til å gå opp uansett hvor hardt jeg prøver. Strikker den minste str og får ikke mønsterrapport til å gå opp. Mulig enkelte må ha det inn med teskje:)
19.02.2016 - 06:06DROPS Design svaraði:
Hej, de masker som ikke går opp strikkes i glstrikk. God fornøjelse!
24.02.2016 - 16:28
Sona skrifaði:
Hi there, Ive casted in 180 sts and started with the first row of M1. Reading ahead is leaving me puzzled; after finishing M1 adjusting number of sts evenly to 166. Does it mean I'm to decrease 14 sts? M1 doesn't seem to decrease any... Thanks for your advice.
16.02.2016 - 05:45DROPS Design svaraði:
Dear Sona, after you have worked M.1 a total of 3 times in height, work 2 rows stockinette sts (with 5 sts in garter st on each side), while dec evenly to 166 sts on 1st row in stockinette st (= on next K row worked from RS after M.1). Read here how to dec evenly. Happy knitting!
16.02.2016 - 12:50
Dorthe skrifaði:
Strikkes ærmerne frem og tilbage.. Der står de skal strikkes på strømpepinde?
07.02.2016 - 20:42DROPS Design svaraði:
Hej. Ärmarna ska stickas runt. Lycka till!
08.02.2016 - 08:16
Snow Baby#snowbabyset |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir börn með hringlaga berustykki, buxur, húfa, sokkar úr DROPS Alpaca ásamt bolta, hringlu og teppi.
DROPS Baby 13-18 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1-M.4. Mynsturteikning sýnir mynstur frá réttu. HNAPPAGAT: Fellt er af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = fellið af 3. og 4. l frá kanti og fitjið upp 2 nýjar l yfir þær l sem felldar voru af í næstu umf. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: ATH: Fellt er af fyrir síðasta hnappagati þegar 1 cm er eftir á undan kraga: 1/3 mán: 4, 10, 16, 22 og 26 cm. 6/9 mán: 5, 11, 17, 23 og 28 cm. 12/18 mán: 6, 13, 20, 27 og 32 cm. 2 ára: 9, 16, 23, 30 og 36 cm. 3/4 ára: 9, 17, 25, 33 og 39 cm. ÚRTAKA-1 (á við um kraga á peysu): Öll úrtaka er gerð í byrjun umf. Fækkið um 1 l í byrjun umferðar þannig: TLyftið 1 lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. ÚRTAKA-2 (á við um buxur): Fækkið um 1 l á eftir prjónamerki: 2 l slétt saman. Fækkið um 1 l á undan prjónamerki: 2 l snúnar slétt saman. ÚTAUKNING (á við um kraga á peysu): Aukið út um 1 l með því að taka þráðinn upp á milli 2 l og prjóna þá lykkju snúna slétt. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Framstykki og bakstykki: Stykkin eru prjónuð fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp með tveimur prjónum (notið t.d. 2 hringprjóna í saman grófleika) og fitjið upp 163-180-197 (214-231) l (meðtaldar 5 kantlykkjur í hvorri hlið við miðju að framan) í hring á 2 prjóna (þetta er gert svo að kanturinn verði teygjanlegri). Dragið annan prjóninn út og prjónið 2 umf slétt. Prjónið síðan M.1 þrisvar sinnum á hæðina með 5 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið. Eftir M.1 eru prjónaðar 2 umf í sléttprjóni (kantlykkjur halda áfram að vera í garðaprjóni til loka) – jafnframt er lykkjum fækkað jafnt yfir til 148-166-184 (196-214) l í 1. umf (ekki fækka lykkjum yfir kantlykkjur að framan). Setjið 1 prjónamerki í 39-44-49 (51-56) l inn frá hvorri hlið = 70-78-86 (94-102) l á milli prjónamerkja á bakstykki. Prjónið nú M.2 með 5 kantlykkjur í hvorri hlið. Jafnframt þegar stykkið mælist 5 cm er fækkað um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin í 3.-3.-4. (4.-5.) hverjum cm alls 4 sinnum = 132-150-168 (180-198) l – þær l sem ekki ganga upp í mynstri þegar lykkjum er fækkað eru prjónaðar í sléttprjóni, passið uppá að mynstrið passi eins og áður. Munið eftir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan – í hægri kanti að framan. Þegar stykkið mælist ca 16-17-20 (23-25) cm – passið uppá að prjónaðar verði 2 umf í sléttprjóni eftir 1 umf með götum – fellið af 10 l í hvorri hlið fyrir handveg (þ.e.a.s. 5 l hvoru megin við prjónamerkin) = 52-60-68 (76-84) l á bakstykki og 30-35-40 (42-47) l á hvoru framstykki. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Fitjið laust upp 36-36-42 (42-42) l á sokkaprjóna nr 2,5. Prjónið 8 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, haldið áfram með M.2. Jafnframt þegar stykkið mælist 4 cm er aukið út um 2 l fyrir miðju undir ermi í 4.-7.-5. (5.-5.) umf alls 8-10-10 (13-15) sinnum = 52-56-62 (68-72) l – útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur. Þegar stykkið mælist 15-16-19 (23-27) cm eru felldar af 10 l fyrir miðju undir ermi = 42-46-52 (58-62) l. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið ermarnar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg = 196-222-252 (276-302) l. Prjónið 1 umf br frá röngu, prjónið síðan 1 umf slétt frá réttu jafnframt er lykkjum fækkað jafnt yfir til 186-218-250 (266-298) l (lykkjum er ekki fækkað yfir kantlykkjur að framan). Prjónið síðan og fækkið lykkjum samkvæmt M.3 (þær 5 kantlykkjur í hvorri hlið halda áfram eins og áður) – endið mynstrið við ör í réttri stærð. Eftir M.3 eru 109-114-115 (122-136) l á prjóni. Prjónið 1 umf slétt jafnframt er lykkjum fækkað jafnt yfir til 72-76-82 (86-92) l. KRAGI: Fellið af síðustu 3 l í hvorri hlið = 66-70-76 (80-86) l. Prjónið garðaprjón – jafnframt í 3. umf er aukið út um 1 l í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING! Aukið út á milli 2 fyrstu og 2 síðustu l í umf í annarri hverri umf alls 3 sinnum. Jafnframt þegar kraginn mælist 2 cm eru sett 3 prjónamerki í stykkið (1 við hvora öxl og 1 fyrir miðju að aftan). Aukið nú út um 1 l hvoru megin við öll prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING. Endurtakið útaukningu eftir 4 umf = 84-88-94 (98-104) l. Þegar kraginn mælist 5 cm er fækkað um 1 l síðast í hvorri hlið í annarri hverri umf 3 sinnum – sjá ÚRTAKA-1= 78-82-88 (92-98) l. Fellið laust af. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum og saumið tölur í. HEKLAÐUR KANTUR: Heklið í kringum kraga þannig: 1 fl í fyrstu l, * 3 ll, 1 st í fyrstu ll, hoppið yfir 2 l, 1 fl í næstu l *, endurtakið frá *-*. Heklið neðst í kring á ermum þannig: 1 fl í fyrstu l, * 5 ll, hoppið yfir 2 l, 1 fl í næstu l *, endurtakið frá *-*. ------------------------------------------------------- BUXUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður í hring á hringprjóna, skálmar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. BUXUR: Byrjið efst fyrir miðju og prjónið niður. Fitjið upp 120-128-136 (140-144) l á hringprjóna nr 2,5. Prjónið stroff (= 2 l sl, 2 l br) í 4 cm. Haldið áfram í sléttprjóni jafnframt sem aukið er út jafnt yfir til 156-168-180 (192-204) l. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umf = miðja að aftan og 1 prjónamerki á eftir 78-84-90 (96-102) l = miðja að framan. Prjónið M.2 jafnframt sem upphækkun að aftan er prjónuð þannig: Prjónið 12 l, snúið stykkinu við (til þess að koma í veg fyrir göt er fyrsta l tekin óprjónuð þegar prjónað er til baka og hert er á þræði). Prjónið 24 l, snúið við. Haldið svona áfram með því að prjóna 12 l fleiri í hvert skipti sem snúið er við 8-10-10 (12-12) sinnum til viðbótar. Prjónið síðan í hring yfir allar l. Þegar stykkið mælist 12-15-16 (17-18) cm (mælt fyrir miðju að framan) aukið út um 1 l hvoru megin við 2 miðju-l að framan í annarri hverri umf alls 10 sinnum (aukið út með því að taka upp l frá fyrri umf og prjónið hana slétt) = 176-188-200 (212-224) l. Eftir síðustu útaukningu mælist stykkið ca 18-21-22 (23-24) cm fyrir miðju að framan. Næsta umf er prjónuð þannig: Fellið af 3 l, prjónið 82-88-94 (100-106) l, fellið af 6 l, prjónið 82-88-94 (100-106) l, fellið af 3 l. Hvor skálm er prjónuð til loka fyrir sig. SKÁLM: Setjið l af annarri skálminni á þráð og l af hinni skálminni er skipt á sokkaprjóna nr 2,5 = 82-88-94 (100-106) l. Prjónið í hring á sokkaprjóna (mynstrið heldur áfram eins og áður) – setjið 1 prjónamerki innan á skálm = byrjun umf. Þegar skálmin mælist 2 cm er fækkað um 1 l hvoru megin við prjónamerkið – sjá ÚRTAKA-2 að ofan – með 2-2-2½ (2½-3) cm millibili alls 4-5-6 (7-8) sinnum = 74-78-82 (86-90) l. Þegar skálmin mælist 10-13-16 (21-26) cm prjónið M.4 (byrjið neðst í mynstri). Prjónið nú 1 umf í sléttprjóni jafnframt er lykkjum fækkað jafnt yfir til 60-64-68 (72-76) l. Prjónið stroff (= 2 l sl, 2 l br) í 10 cm og fellið síðan laust af með stroffi. Prjónið hina skálmina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið saman op á milli skálma. Brjótið uppá stroffið neðst á skálmum. ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. HÚFA: Fitjið upp 82-88-100 l á prjóna nr 2,5. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – jafnframt er gert 1 gat í hvorri hlið í 6. hverri umf með því að fella af 3. l frá kanti og fitja upp 1 nýja l yfir l sem felld var af í næstu umf. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Þegar stykkið mælist 6 cm er prjónað M.2 með 5 l garðaprjón í hvorri hlið (götin halda áfram í 6. hverri umf) þar til stykkið mælist 14-15-16 cm. Passið uppá að það séu 2 umf í sléttprjóni á eftir síðasta gatamynstri. Jafnframt í síðustu um eru felldar af 5 l garðaprjón í hvorri hlið og lykkjum er fækkað til 70-80-90 l. Setjið 5 prjónamerki í stykkið þannig: 1. prjónamerki eftir 1 l, síðan eiga að vera 14-16-18 l á milli merkja, það verða þá 13-15-17 l á eftir síðasta prjónamerki. Prjónið garðaprjón jafnframt sem því sem lykkjum er fækkað um 1 l á eftir hverju prjónamerki í annarri hverri umf alls 12-14-16 sinnum = 10 l eftir á prjóni. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru, herðið að og festið vel. FRÁGANGUR: Saumið saman kant í garðaprjóni neðst á húfunni fyrir miðju að aftan í ysta lykkjubogann. Heklið með heklunál nr 2,5 meðfram uppfitjunarkanti á húfunni þannig: 1 fl í fyrstu l, * 5 ll, hoppið yfir 2 l og festið með 1 fl í næstu l *, endurtakið frá *-*. Heklið alveg eins í kringum mynstureiningu í garðaprjóni aftan á húfunni. Brjótið kantinn að framan í garðaprjóni tvöfaldan að réttu og saumið niður neðst í hvorri hlið. Þræðið silkiborða í neðri kant á húfunni. ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka frá miðju að aftan. SOKKUR: Fitjið upp 68-68-68 l á 2 sokkaprjóna nr 2,5. Dragið annan sokkaprjóninn út og prjónið 2 umf slétt. Prjónið M.1 5-6-7 sinnum á hæðina (stykkið mælist ca 5-6-7 cm). Prjónið nú 1 umf slétt frá rétu jafnframt er lykkjum fækkað jafnt yfir til 34-38-42 l. Prjónið 1 umf slétt frá röngu, prjónið síðan næstu umf frá réttu þannig: 1 kantlykkja, * 2 l sl saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* og endið á 1 kantlykkju. Prjónið aftur 1 umf slétt frá röngu, setjið síðan síðustu 12-13-15 l í hvorri hlið á þráð = 10-12-12 l á prjóni. Prjónið garðaprjón í 4-4½-5 cm yfir þessar l. Setjið síðan l af þræði til baka á prjóninn, prjónið að auki upp 10-11-13 l hvoru megin við miðju stykki = 54-60-68 l alls á prjóni. Prjónið 3-4-5 cm í garðaprjóni yfir allar l jafnframt eftir 1½-2-2½ cm er lykkjum fækkað í annarri hverri umf til loka þannig: Fækkið um 1 l í byrjun og í lok umf og prjónið saman 2 l sl hvoru megin við 2 miðju-l. Fellið af. FRÁGANGUR: Saumið sauminn undir fæti og upp meðfram miðju að aftan yst í lykkjubogann svo að saumurinn verði ekki of þykkur. Þræðið silkiborða í gegnum gataumferð. Prjónið annan sokk á sama hátt. ---------------------------------------------------------- TEPPI: Sjá mynstur undir DROPS Baby 13-22 BOLTI OG HRINGLA: Sjá mynstur undir DROPS Baby 13-32 |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #snowbabyset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 33 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 13-18
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.