Prachi skrifaði:
The first graph M1 for jacket, how does it work on 17 stitches? Is it going to be like, 6 time yo-knit and then 5 time k2tog? I did that , and obviously I have extra stitches after line 3. Is it correct or am I missing something?
22.06.2020 - 21:52DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Prachi, the video below shows how to knit this diagram M.1 / wave pattern. Happy knitting!
23.06.2020 - 09:10
Nicole skrifaði:
Dieses schöne Jackenmuster habe ich inzwischen 5x (demnächst 6x) in verschiedenen Größen und Garnqualitäten gearbeitet. Es ist immer wieder schnell gemacht und sieht an seiner jeweiligen Trägerin (meine Tochter, ihre beste Freundin, meine Nichte, mein Patenkind...) einfach bezaubernd aus und wird auch gerne angezogen. Danke für dieses tolle Muster!!!
26.12.2019 - 21:14
Paula Danger skrifaði:
How difficult is this pattern? I would like to try the pants, I've never made them before. I have made many household items , multiple sweaters , and of course the regulatory winter garments. Do you think I might be able to tackle this project? I consider myself an intermediate knitter. Looking forward to your reply, Paula J Danger;USA
02.09.2019 - 02:25DROPS Design svaraði:
Hi Paula, Yes, the pattern for the trousers should be easily tackled by you. Happy knitting!
02.09.2019 - 07:35
Kerry Gamble skrifaði:
Hello, what width satin ribbon would you advise please?
04.05.2019 - 13:58DROPS Design svaraði:
Dear Kerry probably a 0,5 -1 cm wide ribbon would work the best, in a color that compliments your piece. Happy Crafting!
04.05.2019 - 16:58
FL skrifaði:
Hei! Jeg holder på med kysen, str 6-9 mnd. Jeg har 88 m på pinnen, og skal begynne med M.2, med 5 m som strikkes i rille. Da får jeg ikke maskeantallet til å gå opp med mønsteret, som viser 12 m. (88 m - 10 m i rille = 78 m. 78 m / 12 m = 6.5). Hva gjør jeg galt? Håper dere kan hjelpe meg!
22.04.2019 - 22:05DROPS Design svaraði:
Hei FL, M2 er en gjentakende mønster som kan strikkes over 6 masker på slutten av pinnen uten å ødelegge mønsteret. God fornøyelse!.
23.04.2019 - 07:57
Ruth Mushumanski skrifaði:
I would like the blanket pattern. Thanks so much for the previous patterns. Ruth
18.04.2019 - 18:34
Pia skrifaði:
Jeg strikker jakken i str 2 år og kan ikke få mønster til at passe på omg 18. Den første mønsterpind - omg 16 - har jeg 14 masker på mønster. På de første 14 m passer mønster fint på omg 18, men over de næste 14 går det allerede skævt. Hva går jeg lige?
13.04.2019 - 21:02
Brigitte skrifaði:
C’est la seconde fois que je réalise ce gilet, une fois en 2ans puis en 3/4ans.Il a toujours autant de succès. J’ai seulement simplifié le col en le remplaçant par 8 rangs de point mousse : tout aussi joli et plus facile à mettre sous un blouson d’hiver. Dommage qu’il n’y ait pas les explications pour de plus grandes tailles....
15.01.2019 - 14:53Davina skrifaði:
Its OK I've worked out my error, off to undo my work :(
03.12.2018 - 12:59Davina skrifaði:
Hi on size 6/12 as you join all pieces together it says you have 222 stiches and to reduce this to 218. Stitch count of 35-56-60-56-35 = 242 What should i reduce my stitch count to to start the yoke? Thanks
03.12.2018 - 12:21DROPS Design svaraði:
Dear Davina, you should have 35 sts for front piece + 46 stitches for sleeve + 60 sts for back piece + 46 stitches for sleeve + 35 sts for front piece = 35+ 46 + 60 + 46 + 35 = 222 stitches. Happy knitting!
03.12.2018 - 13:35
Snow Baby#snowbabyset |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir börn með hringlaga berustykki, buxur, húfa, sokkar úr DROPS Alpaca ásamt bolta, hringlu og teppi.
DROPS Baby 13-18 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1-M.4. Mynsturteikning sýnir mynstur frá réttu. HNAPPAGAT: Fellt er af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = fellið af 3. og 4. l frá kanti og fitjið upp 2 nýjar l yfir þær l sem felldar voru af í næstu umf. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: ATH: Fellt er af fyrir síðasta hnappagati þegar 1 cm er eftir á undan kraga: 1/3 mán: 4, 10, 16, 22 og 26 cm. 6/9 mán: 5, 11, 17, 23 og 28 cm. 12/18 mán: 6, 13, 20, 27 og 32 cm. 2 ára: 9, 16, 23, 30 og 36 cm. 3/4 ára: 9, 17, 25, 33 og 39 cm. ÚRTAKA-1 (á við um kraga á peysu): Öll úrtaka er gerð í byrjun umf. Fækkið um 1 l í byrjun umferðar þannig: TLyftið 1 lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. ÚRTAKA-2 (á við um buxur): Fækkið um 1 l á eftir prjónamerki: 2 l slétt saman. Fækkið um 1 l á undan prjónamerki: 2 l snúnar slétt saman. ÚTAUKNING (á við um kraga á peysu): Aukið út um 1 l með því að taka þráðinn upp á milli 2 l og prjóna þá lykkju snúna slétt. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Framstykki og bakstykki: Stykkin eru prjónuð fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp með tveimur prjónum (notið t.d. 2 hringprjóna í saman grófleika) og fitjið upp 163-180-197 (214-231) l (meðtaldar 5 kantlykkjur í hvorri hlið við miðju að framan) í hring á 2 prjóna (þetta er gert svo að kanturinn verði teygjanlegri). Dragið annan prjóninn út og prjónið 2 umf slétt. Prjónið síðan M.1 þrisvar sinnum á hæðina með 5 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið. Eftir M.1 eru prjónaðar 2 umf í sléttprjóni (kantlykkjur halda áfram að vera í garðaprjóni til loka) – jafnframt er lykkjum fækkað jafnt yfir til 148-166-184 (196-214) l í 1. umf (ekki fækka lykkjum yfir kantlykkjur að framan). Setjið 1 prjónamerki í 39-44-49 (51-56) l inn frá hvorri hlið = 70-78-86 (94-102) l á milli prjónamerkja á bakstykki. Prjónið nú M.2 með 5 kantlykkjur í hvorri hlið. Jafnframt þegar stykkið mælist 5 cm er fækkað um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin í 3.-3.-4. (4.-5.) hverjum cm alls 4 sinnum = 132-150-168 (180-198) l – þær l sem ekki ganga upp í mynstri þegar lykkjum er fækkað eru prjónaðar í sléttprjóni, passið uppá að mynstrið passi eins og áður. Munið eftir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan – í hægri kanti að framan. Þegar stykkið mælist ca 16-17-20 (23-25) cm – passið uppá að prjónaðar verði 2 umf í sléttprjóni eftir 1 umf með götum – fellið af 10 l í hvorri hlið fyrir handveg (þ.e.a.s. 5 l hvoru megin við prjónamerkin) = 52-60-68 (76-84) l á bakstykki og 30-35-40 (42-47) l á hvoru framstykki. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Fitjið laust upp 36-36-42 (42-42) l á sokkaprjóna nr 2,5. Prjónið 8 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, haldið áfram með M.2. Jafnframt þegar stykkið mælist 4 cm er aukið út um 2 l fyrir miðju undir ermi í 4.-7.-5. (5.-5.) umf alls 8-10-10 (13-15) sinnum = 52-56-62 (68-72) l – útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur. Þegar stykkið mælist 15-16-19 (23-27) cm eru felldar af 10 l fyrir miðju undir ermi = 42-46-52 (58-62) l. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið ermarnar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg = 196-222-252 (276-302) l. Prjónið 1 umf br frá röngu, prjónið síðan 1 umf slétt frá réttu jafnframt er lykkjum fækkað jafnt yfir til 186-218-250 (266-298) l (lykkjum er ekki fækkað yfir kantlykkjur að framan). Prjónið síðan og fækkið lykkjum samkvæmt M.3 (þær 5 kantlykkjur í hvorri hlið halda áfram eins og áður) – endið mynstrið við ör í réttri stærð. Eftir M.3 eru 109-114-115 (122-136) l á prjóni. Prjónið 1 umf slétt jafnframt er lykkjum fækkað jafnt yfir til 72-76-82 (86-92) l. KRAGI: Fellið af síðustu 3 l í hvorri hlið = 66-70-76 (80-86) l. Prjónið garðaprjón – jafnframt í 3. umf er aukið út um 1 l í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING! Aukið út á milli 2 fyrstu og 2 síðustu l í umf í annarri hverri umf alls 3 sinnum. Jafnframt þegar kraginn mælist 2 cm eru sett 3 prjónamerki í stykkið (1 við hvora öxl og 1 fyrir miðju að aftan). Aukið nú út um 1 l hvoru megin við öll prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING. Endurtakið útaukningu eftir 4 umf = 84-88-94 (98-104) l. Þegar kraginn mælist 5 cm er fækkað um 1 l síðast í hvorri hlið í annarri hverri umf 3 sinnum – sjá ÚRTAKA-1= 78-82-88 (92-98) l. Fellið laust af. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum og saumið tölur í. HEKLAÐUR KANTUR: Heklið í kringum kraga þannig: 1 fl í fyrstu l, * 3 ll, 1 st í fyrstu ll, hoppið yfir 2 l, 1 fl í næstu l *, endurtakið frá *-*. Heklið neðst í kring á ermum þannig: 1 fl í fyrstu l, * 5 ll, hoppið yfir 2 l, 1 fl í næstu l *, endurtakið frá *-*. ------------------------------------------------------- BUXUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður í hring á hringprjóna, skálmar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. BUXUR: Byrjið efst fyrir miðju og prjónið niður. Fitjið upp 120-128-136 (140-144) l á hringprjóna nr 2,5. Prjónið stroff (= 2 l sl, 2 l br) í 4 cm. Haldið áfram í sléttprjóni jafnframt sem aukið er út jafnt yfir til 156-168-180 (192-204) l. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umf = miðja að aftan og 1 prjónamerki á eftir 78-84-90 (96-102) l = miðja að framan. Prjónið M.2 jafnframt sem upphækkun að aftan er prjónuð þannig: Prjónið 12 l, snúið stykkinu við (til þess að koma í veg fyrir göt er fyrsta l tekin óprjónuð þegar prjónað er til baka og hert er á þræði). Prjónið 24 l, snúið við. Haldið svona áfram með því að prjóna 12 l fleiri í hvert skipti sem snúið er við 8-10-10 (12-12) sinnum til viðbótar. Prjónið síðan í hring yfir allar l. Þegar stykkið mælist 12-15-16 (17-18) cm (mælt fyrir miðju að framan) aukið út um 1 l hvoru megin við 2 miðju-l að framan í annarri hverri umf alls 10 sinnum (aukið út með því að taka upp l frá fyrri umf og prjónið hana slétt) = 176-188-200 (212-224) l. Eftir síðustu útaukningu mælist stykkið ca 18-21-22 (23-24) cm fyrir miðju að framan. Næsta umf er prjónuð þannig: Fellið af 3 l, prjónið 82-88-94 (100-106) l, fellið af 6 l, prjónið 82-88-94 (100-106) l, fellið af 3 l. Hvor skálm er prjónuð til loka fyrir sig. SKÁLM: Setjið l af annarri skálminni á þráð og l af hinni skálminni er skipt á sokkaprjóna nr 2,5 = 82-88-94 (100-106) l. Prjónið í hring á sokkaprjóna (mynstrið heldur áfram eins og áður) – setjið 1 prjónamerki innan á skálm = byrjun umf. Þegar skálmin mælist 2 cm er fækkað um 1 l hvoru megin við prjónamerkið – sjá ÚRTAKA-2 að ofan – með 2-2-2½ (2½-3) cm millibili alls 4-5-6 (7-8) sinnum = 74-78-82 (86-90) l. Þegar skálmin mælist 10-13-16 (21-26) cm prjónið M.4 (byrjið neðst í mynstri). Prjónið nú 1 umf í sléttprjóni jafnframt er lykkjum fækkað jafnt yfir til 60-64-68 (72-76) l. Prjónið stroff (= 2 l sl, 2 l br) í 10 cm og fellið síðan laust af með stroffi. Prjónið hina skálmina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið saman op á milli skálma. Brjótið uppá stroffið neðst á skálmum. ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. HÚFA: Fitjið upp 82-88-100 l á prjóna nr 2,5. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – jafnframt er gert 1 gat í hvorri hlið í 6. hverri umf með því að fella af 3. l frá kanti og fitja upp 1 nýja l yfir l sem felld var af í næstu umf. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Þegar stykkið mælist 6 cm er prjónað M.2 með 5 l garðaprjón í hvorri hlið (götin halda áfram í 6. hverri umf) þar til stykkið mælist 14-15-16 cm. Passið uppá að það séu 2 umf í sléttprjóni á eftir síðasta gatamynstri. Jafnframt í síðustu um eru felldar af 5 l garðaprjón í hvorri hlið og lykkjum er fækkað til 70-80-90 l. Setjið 5 prjónamerki í stykkið þannig: 1. prjónamerki eftir 1 l, síðan eiga að vera 14-16-18 l á milli merkja, það verða þá 13-15-17 l á eftir síðasta prjónamerki. Prjónið garðaprjón jafnframt sem því sem lykkjum er fækkað um 1 l á eftir hverju prjónamerki í annarri hverri umf alls 12-14-16 sinnum = 10 l eftir á prjóni. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru, herðið að og festið vel. FRÁGANGUR: Saumið saman kant í garðaprjóni neðst á húfunni fyrir miðju að aftan í ysta lykkjubogann. Heklið með heklunál nr 2,5 meðfram uppfitjunarkanti á húfunni þannig: 1 fl í fyrstu l, * 5 ll, hoppið yfir 2 l og festið með 1 fl í næstu l *, endurtakið frá *-*. Heklið alveg eins í kringum mynstureiningu í garðaprjóni aftan á húfunni. Brjótið kantinn að framan í garðaprjóni tvöfaldan að réttu og saumið niður neðst í hvorri hlið. Þræðið silkiborða í neðri kant á húfunni. ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka frá miðju að aftan. SOKKUR: Fitjið upp 68-68-68 l á 2 sokkaprjóna nr 2,5. Dragið annan sokkaprjóninn út og prjónið 2 umf slétt. Prjónið M.1 5-6-7 sinnum á hæðina (stykkið mælist ca 5-6-7 cm). Prjónið nú 1 umf slétt frá rétu jafnframt er lykkjum fækkað jafnt yfir til 34-38-42 l. Prjónið 1 umf slétt frá röngu, prjónið síðan næstu umf frá réttu þannig: 1 kantlykkja, * 2 l sl saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* og endið á 1 kantlykkju. Prjónið aftur 1 umf slétt frá röngu, setjið síðan síðustu 12-13-15 l í hvorri hlið á þráð = 10-12-12 l á prjóni. Prjónið garðaprjón í 4-4½-5 cm yfir þessar l. Setjið síðan l af þræði til baka á prjóninn, prjónið að auki upp 10-11-13 l hvoru megin við miðju stykki = 54-60-68 l alls á prjóni. Prjónið 3-4-5 cm í garðaprjóni yfir allar l jafnframt eftir 1½-2-2½ cm er lykkjum fækkað í annarri hverri umf til loka þannig: Fækkið um 1 l í byrjun og í lok umf og prjónið saman 2 l sl hvoru megin við 2 miðju-l. Fellið af. FRÁGANGUR: Saumið sauminn undir fæti og upp meðfram miðju að aftan yst í lykkjubogann svo að saumurinn verði ekki of þykkur. Þræðið silkiborða í gegnum gataumferð. Prjónið annan sokk á sama hátt. ---------------------------------------------------------- TEPPI: Sjá mynstur undir DROPS Baby 13-22 BOLTI OG HRINGLA: Sjá mynstur undir DROPS Baby 13-32 |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #snowbabyset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 33 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 13-18
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.