Marianne skrifaði:
Jeg kan slet ikke få det til at passe med garnet med antal af masker. Hvis jeg skal have 16 masker til at fylde 10 cm skal jeg bruge pind 10. Og så kommer den jo slet ikke til at ligne mønsteret. Kan jeg strikke flere masker? Og hvor mange
17.12.2025 - 10:15
Toni skrifaði:
Hello, Can you please provide me with the gauge and needle size for this pattern? Thank you.
10.12.2025 - 14:39DROPS Design svaraði:
Hi Toni, The gauge and needle size are found under Knitting Tension at the top of the pattern : 16 stitches x 20 rows with needle size 5.5 mm = 10 x 10 cm. Regards, Drops Team.
11.12.2025 - 06:51
Jane Romer skrifaði:
Hej jeg kunne godt bruge hvor meget overvidde er på denne model for at få den rigtige størrelse.
10.12.2025 - 10:29DROPS Design svaraði:
Hej Jane, du finder alle mål i måleskitsen nederst i opskriften. Det er målene på cardiganen som står her og du får dem når du får samme strikkefasthed som vi skriver i opskriften :)
12.12.2025 - 08:37
Berta skrifaði:
Buenos días, ¿para hacer la muestra que agujas utilizo, las de 4mm, 5mm o 5'5 mm? Muchas gracias.
01.12.2025 - 18:56DROPS Design svaraði:
Hola Berta, usas las agujas con las que vas a tejer en punto jersey, es decir, las agujas de 5.5mm.
15.12.2025 - 00:01
Sandra Schmitz skrifaði:
Is there help knitting this cardigan if I have a question??
30.11.2025 - 05:39DROPS Design svaraði:
Hi Sandra, of course, write to us if you have any questions. Kind regards!
01.12.2025 - 09:04
Anne skrifaði:
Hallo, Ich verstehe die Anleitung für die Blende leider ganz und gar nicht. Kann ich nicht einfach die Maschen aus dem Rand aufnehmen und hoch und runterstricken bis ich die gewünschte Breite habe? Ich weiß nicht wo und wofür ich 12 Maschen anschlagen soll? LG und danke
24.11.2025 - 13:57
Amber skrifaði:
Is the yarn over supposed to leave a hole in this pattern? It doesn’t look like there are holes in the photos, so I’m a little confused. Thank you
09.11.2025 - 13:55DROPS Design svaraði:
Hi Amber, The yarn overs are worked as described under Raglan at the top of the pattern. This will avoid holes on the next row. Regards, Drops Team.
10.11.2025 - 06:55
Rose skrifaði:
Je ne tricote que sur 2 aiguilles droites me traduire le nombre de mailles montage pour un 52. Merci
02.11.2025 - 16:37
Rose skrifaði:
Comment faire sur 2 aiguilles
02.11.2025 - 16:35DROPS Design svaraði:
Bonjour Rose, comme on tricote ici en allers et retours, vous pouvez utiliser des aiguilles droites pour le col, l'empiècement et le dos/les devants; pour les manches, cette leçon pourra vous aider. Bon tricot!
03.11.2025 - 08:09
Aga skrifaði:
Jestem na etapie kończenia tyłu i przodu został mi ściągacz dodałam 14 oczek poprzez narzut zmieniłam druty na 4mm i w kolejnym lewym rzędzie nie wiem czy mam przerabiać narzuty i od razy zaczac sciagacz czy najpierw narzuty a potem sciagacz? Jeżeli wszystko naraz to jak przerobic narzuty, żeby jakos to wyglądało? Dziękuję:)
27.10.2025 - 12:02DROPS Design svaraði:
Witaj Agnieszko, przerabiasz na lewej stronie robótki następująco: 1 oczko brzegowe ściegiem francuskim, * 2 oczka prawe, 1 oczko lewe*, przerabiać od *-* aż zostaje 3 oczka, przerobić 2 oczka prawe i zakończyć przerabiając 1 oczko brzegowe ściegiem francuskim. Gdy dochodzisz do narzutu to przerabiasz narzut przekręcony na prawo lub lewo (w zależności od oczka w ściągaczu). Wtedy nie będziesz miała dużych dziurek w miejscach narzutów. Pozdrawiamy!
27.10.2025 - 15:43
Foggy Autumn Cardigan#foggyautumncardigan |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu og tvöföldum kanti að framan. Stærð S - XXXL.
DROPS 236-33 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LASKALÍNA: Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við lykkju með prjónamerki þannig: Prjónið að lykkju með prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið lykkju með prjónamerki slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Aukið svona út við öll prjónamerkin (8 lykkjur fleiri). Í næstu umferð (ranga) prjónið uppsláttinn þannig: Á UNDAN lykkju með prjónamerki: Prjónið uppsláttinn snúið brugðið. Á EFTIR lykkju með prjónamerki: Lyftið uppslættinum yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt, stingið vinstri prjóni í lykkjuna og setjið til baka yfir á vinstri prjón (þ.e.a.s. uppslátturinn er snúinn), prjónið uppsláttinn brugðið. ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. HNAPPAGAT: Hnappagöt eru prjónuð í hægri kant að framan þannig: Prjónið yfir fyrstu 6 lykkjur eins og áður, snúið og prjónið til baka yfir 6 lykkjur eins og áður, prjónið alls 3 umferðir yfir 6 lykkjurnar (síðasta umferð er prjónuð frá réttu). Klippið þráðinn. Prjónið alls 4 umferðir eins og áður yfir þær 6 kantlykkjur að framan (fyrsta umferð er prjónuð frá réttu) og prjónið síðustu lykkju frá réttu saman við næstu lykkju meðfram kanti á peysu eins og áður. Í síðustu umferð frá röngu er prjónað yfir allar kantlykkjur að framan og haldið er áfram eins og áður yfir allar kantlykkjur að framan. Prjónið hnappagöt þegar kantur að framan mælist: S: 4, 13, 22, 31, 40 og 48 cm. M: 4, 14, 23, 33, 41 og 50 cm. L: 4, 14, 24, 34, 43 og 52 cm. XL: 6, 16, 26, 36, 45 og 54 cm. XXL: 4, 13, 22, 31, 40, 48 og 56 cm. XXXL: 5, 14, 23, 32, 41, 50 og 58 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki heldur áfram fram og til baka á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 79-82-88-91-94-97 lykkjur með DROPS Air yfir hringprjón 4 og hringprjón 5,5 sem haldið er saman. Dragið út hringprjón 5,5 og haldið lykkjum eftir á hringprjón 4 (uppfitjunin er gerð svona til þess að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið stroff með byrjun frá réttu þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 9 cm, brjótið stroffið inn þannig að kanturinn verði tvöfaldur – prjónið síðan næstu umferð slétt frá réttu JAFNFRAMT er önnur hver lykkja prjónuð saman með annarri hverri lykkju frá uppfitjunarkantinum. Nú hefur myndast tvöfaldur kantur í hálsmáli. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Setjið 1 prjónamerki innan við 1 kantlykkju, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu og aukið út um 13-14-16-9-10-13 lykkjur jafnt yfir = 92-96-104-100-104-110 lykkjur. Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar – þetta er gert þannig: Teljið 15-16-18-17-18-19 lykkjur (framstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 14 lykkjur (ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 30-32-36-34-36-40 lykkjur (bakstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 14 lykkjur (ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, nú eru eftir 15-16-18-17-18-19 lykkjur í umferð (framstykki). Prjónið nú sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Í næstu umferð frá réttu er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hverja lykkju með prjónamerki – sjá LASKALÍNA að ofan. Aukið svona út í hverri umferð frá réttu alls 17-19-20-24-26-27 sinnum = 228-248-264-292-312-326 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 20-22-24-25-27-29 cm. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 34-37-39-43-47-49 lykkjur, setjið næstu 46-50-54-60-62-64 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 lykkjur undir ermi, prjónið 68-74-78-86-94-99 lykkjur, setjið næstu 46-50-54-60-62-64 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 8-8-10-10-12-12 lykkjur undir ermi og prjónið síðustu 34-37-39-43-47-50 lykkjur. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 152-164-176-192-212-222 lykkjur. Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 24-24-24-25-25-25 cm frá skiptingu, aukið út um 14-14-17-19-20-22 lykkjur jafnt yfir í næstu umferð frá réttu = 166-178-193-211-232-244 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff með byrjun frá röngu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram þar til stroffið mælist 4 cm. Fellið af. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm, mælt frá öxl og niður. ERMI: Setjið 46-50-54-60-62-64 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 5,5 og prjónið upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 54-58-64-70-74-76 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 8-8-10-10-12-12 lykkja undir ermi. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 2 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 4½-4-3-2-2-1½ cm millibili alls 7-8-10-13-14-14 sinnum = 40-42-44-44-46-48 lykkjur. Þegar ermin mælist 34-33-31-31-29-28 cm frá skiptingu, aukið út um 5-6-7-7-5-6 lykkjur jafnt yfir = 45-48-51-51-51-54 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4. Prjónið stroff (2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt) yfir allar lykkjur. Fellið af þegar stroffið mælist 8 cm. Ermin mælist ca 42-41-39-39-37-36 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN: Kantur að framan er prjónaður neðan frá og upp að hálsmáli. Prjónið upp lykkjur meðfram hægra framstykki, hoppið 90 til 120 cm inn á þráðinn og notið þráðarendann til að prjóna upp lykkjur (með þessu er hægt að prjóna áfram með dokkunni án þess að klippa þráðinn í lokin) þannig: Byrjið að taka upp lykkjur neðst á framstykki og prjónið upp 1 lykkju í hverja prjónaða umferð meðfram öllu framstykkinu innan við 1 kantlykkju, notið hringprjón 5 og DROPS Air. Haldið nú áfram með stykki í þeim enda sem dokkan er = neðst á framstykki. Fitjið upp 12 lykkjur fyrir kant að framan sem viðbót við lykkjur sem teknar voru upp neðst á framstykki (uppfitjunin á lykkjum er gerð frá röngu). Prjónið nú kant að framan yfir 12 lykkjur jafnframt því sem kantur að framan er prjónaður saman með lykkjur sem prjónaðar voru upp meðfram framstykki þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Lyftið fyrstu lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, * prjónið 1 lykkju slétt, lyftið 1 lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir af 12 kantlykkjum að framan, lyftið síðustu lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt, með þráðinn aftan við stykkið, prjónið næstu lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð slétt, snúið. UMFERÐ 2 (ranga): * Lyftið fyrstu / næstu lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* yfir allar 12 kantlykkjur að framan, snúið. Endurtakið umferð 1 og 2. ATH! Ef kanturinn að framan verður of langur miðað við framstykkið, má prjóna kantlykkjurnar að framan í hverri 10. umferð slétt saman með 1 auka lykkju frá framstykkinu. Prjónið síðan hverja 10. umferð frá réttu þannig: Prjónið slétt þar til 1 lykkja er eftir af 12 kantlykkjum að framan, lyftið síðustu lykkjunni yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi hana slétt, með þráðinn aftan við prjóninn, prjónið næstu 2 lykkjur slétt saman, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjurnar sem voru prjónaðar saman, snúið við. Prjónið HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Þegar allar lykkjur af framstykki hafa verið prjónaðar saman með kant að framan, prjónið allar lykkjur 2 og 2 slétt saman og fellið af. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN: Kantur að framan er prjónaður neðan frá og upp. Byrjað er að taka upp lykkjur efst við öxl á framstykki, prjónið upp 1 lykkju í hverja prjónaða umferð niður meðfram öllu framstykkinu innan við 1 kantlykkju, notið hringprjón 5 og DROPS Air. Eftir að lykkjur hafa verið teknar upp fitjið upp 12 lykkjur fyrir kant að framan (= neðst á framstykki). Nú er kantur að framan prjónaður yfir 12 lykkjur jafnframt sem kantur að framan er prjónaður saman með lykkjur sem prjónaðar voru upp meðfram framstykki þannig: UMFERÐ 1 (ranga): Prjónið 1 lykkju slétt, * lyftið 1 lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir af 12 kantlykkjum að framan, lyftið 2 næstu lykkjum yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið saman með þráðinn framan við stykkið, snúið. UMFERÐ 2 (rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt saman, * lyftið 1 lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, lyftið síðustu lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, snúið. Endurtakið umferð 1 og 2. ATH! Ef kanturinn verður of langur miðað við framstykkið, þá er hægt að prjóna kantlykkjurnar í 9. og 10. hverri umferð slétt saman með 1 auka lykkju frá framstykkinu þannig: setjið 3 lykkjur yfir á hægri prjón í lok umferðar frá röngu og prjónið 3 lykkjur slétt saman frá réttu. Þegar allar lykkjur af framstykki hafa verið prjónaðar saman með kanti að framan, prjónið allar lykkjur saman frá réttu þannig: Lyftið 1 lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir og fellið af. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #foggyautumncardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 35 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS 236-33
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.