Hvernig á að prjóna tvöfaldan kant að framan án hnappagata

Keywords: jakkapeysa, kantur, sléttprjón, tvöfalt prjón,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum tvöfaldan kant að framan. Byrjið á að taka upp lykkju efst í stykki, t.d. í gegnum öxl á framstykki, prjónið upp 1 lykkju í hverja prjónaða umferð meðfram öllu stykkinu eða hoppið yfir ca 4-5 lykkju innan við 1 kantlykkju, lestu hvað stendur í uppskrift sem prjónað er eftir.
Eftir að lykkjur hafa verið teknar upp fitjið upp 12 lykkjur yfir kant að framan (= neðst á stykki / framstykki), lykkjufjöldinn getur verið breytilegur frá mynstri til mynsturs. Nú er kanturinn að framan prjónaður yfir 12 lykkjurnar jafnframt því sem kanturinn er prjónaður saman með lykkjum sem prjónaðar voru upp meðfram stykki / framstykkið þannig:
UMFERÐ 1 (ranga): Prjónið 1 lykkju slétt, * lyftið lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir af 12 kantlykkjum að framan, takið 2 næstu lykkjur yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið saman með þráðinn framan við stykkið, snúið.
UMFERÐ 2 (rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt saman, * takið 1 lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, lyftið síðustu lykkjunni laust yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, snúið.
Endurtakið umferð 1 og 2.
Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.
Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (3)

Jolanda wrote:

Die gestrickte doppelte Blende (re) zieht sich enorm zusammen. Müssen mehr Maschen am Seitenteil aufgenommen werden, z.B. aus jeder 5. Masche zwei Maschen aufnehmen?

06.08.2023 - 14:37

DROPS Design answered:

Liebe Jolanda, die Blende wird mit einer anderen Nadelgröße gestrickt, und die aufgenommene Anzahlnummer stimmt mit der Maschenprobe, beachten Sie, daß Ihre Maschen nicht zu fest/locker gestrickt sind, und versuchen Sie mit einer grösseren Nadelgröße wenn die Blende zusammen zieht. Viel Spaß beim stricken!

07.08.2023 - 11:32

RogueHarper wrote:

There is a typo in the first sentence on the English page. Believe it should read \"buttonholes\"?

23.05.2023 - 23:06

DROPS Design answered:

Thanks for the info, text has been fixed. Happy knitting!

24.05.2023 - 08:30

Luigina Lavieri wrote:

Come si fa un colletto a scialle su cappotto bimba 8 Anni? Mi puoi aiutare? Grazie Luigina

28.11.2022 - 22:54

DROPS Design answered:

Buonasera Luigina, per un aiuto così personalizzato può rivolgersi al suo rivenditore DROPS di fiducia. Buon lavoro!

03.12.2022 - 16:30

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.