Lotti skrifaði:
Hi there, im just knitting the increases on this pattern and wondering how to work the raglan increases. Do i knit the increase, slip the marker and knit the second one, or do i knit the increase, knit one stitch in stockinette and then knit the second ? Im a bit lost xD Thanks !
28.08.2025 - 19:03
Luisa skrifaði:
Hallo, ich habe gerade den ersten Ärmel fertig gestrickt. Leider ist er überraschend eng. Sowohl am Oberarm als auch am Unterarm, wodurch ich beim Anprobieren zwar es zwar reinkomme, aber es nicht optimal über z.B. ein Langarmshirt anziehen kann. Durch das Blocken kann ich ja noch mehr Raum im Ärmel erreichen, aber ich denke nicht genug. Sollte ich weniger Abnahmen an der Unterseite des Ärmels machen, sodass ich mehr Maschen habe oder lieber eine größere Nadelstärke verwenden? Danke!
24.08.2025 - 08:52DROPS Design svaraði:
Liebe Luisa, sollte die Maschenprobe stimmen, dann sollten Sie die richtigien Maßnahmen wie bei der Skizze haben, dann je nach Wunsch können Sie die Abnahmen anpassen. Viel Spaß beim Stricken!
25.08.2025 - 10:43
Monika skrifaði:
Hallo, ich würde Froggy gern mit DROPS Brushed Alpaca Silk stricken. Funktioniert das oder wird die Jacke dann zu instabil? Vielen Dank!
07.08.2025 - 21:27DROPS Design svaraði:
Liebe Monika, die Jacke würde dann anders aussehen, da beide Garne unterschiedliche Zusammensetzung haben; hier finden Sie Jacken, die mit Brushed Alpaca Silk und 17-16 Maschen in der Breite gestrickt wurden, so haben Sie eine kleine Übersicht. Viel Spaß beim Stricken!
08.08.2025 - 08:02
Rebecca skrifaði:
Hi! I really love this cardigan pattern but I also love the Drops 232-1 Tulip Season sweater pattern. How can go about modifying this pattern to include the tulip design? I am still a beginner knitter but I'm up for a challenge! Thank you!
07.08.2025 - 00:42DROPS Design svaraði:
Der Rebecca, you will find our patterns with colored pattern and same tension group here, this might help you making the required ajustements. Happy knitting!
07.08.2025 - 07:46
Kathleen skrifaði:
Goodmorning, I am new to knitting and the pattern says Edge Stitch, does that mean just carry stitch over and not knit it?
03.08.2025 - 15:40DROPS Design svaraði:
Dear Kathleen, "edge stitch" is the stitch at the beginning (or the end) of the row. These edge stitches are usually worked in a specific way throughout the pattern, differently from other stitches. For example, in this pattern we work the edge stitch in garter stitch, which means that the first and last stitch of the row is knitted, both from the right side and the wrong side, regardless of the pattern on the rest of the stitches. This is done to ensure that you have a neat edge to sew the pieces together later on. Happy knitting!
03.08.2025 - 19:13
Cathy skrifaði:
Hi, I’m Struggling to understand the button band, is there any videos? Thanks
26.07.2025 - 22:36DROPS Design svaraði:
Dear Cathy, for every pattern on our site, you can see the relevant videos, if you click on the "Videos" button, just below the title of the pattern. The one for the buttonband is here: https://www.garnstudio.com/video.php?id=1728&lang=en . Happy Knitting!
27.07.2025 - 14:38
Élisabeth skrifaði:
Bonjour, je souhaite rabattre les mailles par un rabattage italien sur les côtes 2/1. Comment faire ? Merci. 🙏🌞
11.07.2025 - 01:11DROPS Design svaraði:
Bonjour Élisabeth, ce rabattage est possible sur les cotes 2/2 ou 1/1. Regardez la video: ICI. Bon tricot!
14.07.2025 - 08:51
Anette skrifaði:
När man stickar small så ser det ut att vara fel i mönstret. Efter 13 ökningar har man 92 maskor men när man delar upp framsycke (15m) ärm (14m) bakstycke (30m) ärm (14m) framstycke (15m) så får man det till 88 maskor alltså fyra maskor saknar plats även om man räknar bort 2 kantmaskor stämmer det inte
10.07.2025 - 20:13DROPS Design svaraði:
Hej Anette. Kom ihåg att du ska räkna med de maskor du sätter markörer i också. 15+1+14+1+30+1+14+1+15 = 92 m. Mvh DROPS Design
11.07.2025 - 09:10
Birgit skrifaði:
Welchen Durchmesser haben die Knöpfe?
09.07.2025 - 21:39DROPS Design svaraði:
Hallo Birgit, die Knöpfe haben einen Durchmesser von 25 mm. Viel Spaß beim Stricken!
10.07.2025 - 18:51
Gaich skrifaði:
Ce modele existe t il classique pas raglan
06.07.2025 - 14:10DROPS Design svaraði:
Bonjour, ce type de cardigans vous trouverez ICI. Prenez par exemple 232-33 mais changez les bordures devant. Bon tricot!
14.07.2025 - 13:09
Foggy Autumn Cardigan#foggyautumncardigan |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu og tvöföldum kanti að framan. Stærð S - XXXL.
DROPS 236-33 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LASKALÍNA: Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við lykkju með prjónamerki þannig: Prjónið að lykkju með prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið lykkju með prjónamerki slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Aukið svona út við öll prjónamerkin (8 lykkjur fleiri). Í næstu umferð (ranga) prjónið uppsláttinn þannig: Á UNDAN lykkju með prjónamerki: Prjónið uppsláttinn snúið brugðið. Á EFTIR lykkju með prjónamerki: Lyftið uppslættinum yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt, stingið vinstri prjóni í lykkjuna og setjið til baka yfir á vinstri prjón (þ.e.a.s. uppslátturinn er snúinn), prjónið uppsláttinn brugðið. ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. HNAPPAGAT: Hnappagöt eru prjónuð í hægri kant að framan þannig: Prjónið yfir fyrstu 6 lykkjur eins og áður, snúið og prjónið til baka yfir 6 lykkjur eins og áður, prjónið alls 3 umferðir yfir 6 lykkjurnar (síðasta umferð er prjónuð frá réttu). Klippið þráðinn. Prjónið alls 4 umferðir eins og áður yfir þær 6 kantlykkjur að framan (fyrsta umferð er prjónuð frá réttu) og prjónið síðustu lykkju frá réttu saman við næstu lykkju meðfram kanti á peysu eins og áður. Í síðustu umferð frá röngu er prjónað yfir allar kantlykkjur að framan og haldið er áfram eins og áður yfir allar kantlykkjur að framan. Prjónið hnappagöt þegar kantur að framan mælist: S: 4, 13, 22, 31, 40 og 48 cm. M: 4, 14, 23, 33, 41 og 50 cm. L: 4, 14, 24, 34, 43 og 52 cm. XL: 6, 16, 26, 36, 45 og 54 cm. XXL: 4, 13, 22, 31, 40, 48 og 56 cm. XXXL: 5, 14, 23, 32, 41, 50 og 58 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki heldur áfram fram og til baka á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 79-82-88-91-94-97 lykkjur með DROPS Air yfir hringprjón 4 og hringprjón 5,5 sem haldið er saman. Dragið út hringprjón 5,5 og haldið lykkjum eftir á hringprjón 4 (uppfitjunin er gerð svona til þess að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið stroff með byrjun frá réttu þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 9 cm, brjótið stroffið inn þannig að kanturinn verði tvöfaldur – prjónið síðan næstu umferð slétt frá réttu JAFNFRAMT er önnur hver lykkja prjónuð saman með annarri hverri lykkju frá uppfitjunarkantinum. Nú hefur myndast tvöfaldur kantur í hálsmáli. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Setjið 1 prjónamerki innan við 1 kantlykkju, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu og aukið út um 13-14-16-9-10-13 lykkjur jafnt yfir = 92-96-104-100-104-110 lykkjur. Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar – þetta er gert þannig: Teljið 15-16-18-17-18-19 lykkjur (framstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 14 lykkjur (ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 30-32-36-34-36-40 lykkjur (bakstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 14 lykkjur (ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, nú eru eftir 15-16-18-17-18-19 lykkjur í umferð (framstykki). Prjónið nú sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Í næstu umferð frá réttu er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hverja lykkju með prjónamerki – sjá LASKALÍNA að ofan. Aukið svona út í hverri umferð frá réttu alls 17-19-20-24-26-27 sinnum = 228-248-264-292-312-326 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 20-22-24-25-27-29 cm. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 34-37-39-43-47-49 lykkjur, setjið næstu 46-50-54-60-62-64 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 lykkjur undir ermi, prjónið 68-74-78-86-94-99 lykkjur, setjið næstu 46-50-54-60-62-64 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 8-8-10-10-12-12 lykkjur undir ermi og prjónið síðustu 34-37-39-43-47-50 lykkjur. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 152-164-176-192-212-222 lykkjur. Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 24-24-24-25-25-25 cm frá skiptingu, aukið út um 14-14-17-19-20-22 lykkjur jafnt yfir í næstu umferð frá réttu = 166-178-193-211-232-244 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff með byrjun frá röngu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram þar til stroffið mælist 4 cm. Fellið af. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm, mælt frá öxl og niður. ERMI: Setjið 46-50-54-60-62-64 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 5,5 og prjónið upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 54-58-64-70-74-76 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 8-8-10-10-12-12 lykkja undir ermi. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 2 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 4½-4-3-2-2-1½ cm millibili alls 7-8-10-13-14-14 sinnum = 40-42-44-44-46-48 lykkjur. Þegar ermin mælist 34-33-31-31-29-28 cm frá skiptingu, aukið út um 5-6-7-7-5-6 lykkjur jafnt yfir = 45-48-51-51-51-54 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4. Prjónið stroff (2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt) yfir allar lykkjur. Fellið af þegar stroffið mælist 8 cm. Ermin mælist ca 42-41-39-39-37-36 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN: Kantur að framan er prjónaður neðan frá og upp að hálsmáli. Prjónið upp lykkjur meðfram hægra framstykki, hoppið 90 til 120 cm inn á þráðinn og notið þráðarendann til að prjóna upp lykkjur (með þessu er hægt að prjóna áfram með dokkunni án þess að klippa þráðinn í lokin) þannig: Byrjið að taka upp lykkjur neðst á framstykki og prjónið upp 1 lykkju í hverja prjónaða umferð meðfram öllu framstykkinu innan við 1 kantlykkju, notið hringprjón 5 og DROPS Air. Haldið nú áfram með stykki í þeim enda sem dokkan er = neðst á framstykki. Fitjið upp 12 lykkjur fyrir kant að framan sem viðbót við lykkjur sem teknar voru upp neðst á framstykki (uppfitjunin á lykkjum er gerð frá röngu). Prjónið nú kant að framan yfir 12 lykkjur jafnframt því sem kantur að framan er prjónaður saman með lykkjur sem prjónaðar voru upp meðfram framstykki þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Lyftið fyrstu lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, * prjónið 1 lykkju slétt, lyftið 1 lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir af 12 kantlykkjum að framan, lyftið síðustu lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt, með þráðinn aftan við stykkið, prjónið næstu lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð slétt, snúið. UMFERÐ 2 (ranga): * Lyftið fyrstu / næstu lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* yfir allar 12 kantlykkjur að framan, snúið. Endurtakið umferð 1 og 2. Prjónið HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Þegar allar lykkjur af framstykki hafa verið prjónaðar saman með kant að framan, prjónið allar lykkjur 2 og 2 slétt saman og fellið af. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN: Kantur að framan er prjónaður neðan frá og upp. Byrjað er að taka upp lykkjur efst við öxl á framstykki, prjónið upp 1 lykkju í hverja prjónaða umferð niður meðfram öllu framstykkinu innan við 1 kantlykkju, notið hringprjón 5 og DROPS Air. Eftir að lykkjur hafa verið teknar upp fitjið upp 12 lykkjur fyrir kant að framan (= neðst á framstykki). Nú er kantur að framan prjónaður yfir 12 lykkjur jafnframt sem kantur að framan er prjónaður saman með lykkjur sem prjónaðar voru upp meðfram framstykki þannig: UMFERÐ 1 (ranga): Prjónið 1 lykkju slétt, * lyftið 1 lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir af 12 kantlykkjum að framan, lyftið 2 næstu lykkjum yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið saman með þráðinn framan við stykkið, snúið. UMFERÐ 2 (rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt saman, * lyftið 1 lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, lyftið síðustu lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, snúið. Endurtakið umferð 1 og 2. Þegar allar lykkjur af framstykki hafa verið prjónaðar saman með kant að framan, prjónið allar lykkjur saman frá réttu þannig: Lyftið 1 lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir og fellið af. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #foggyautumncardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 35 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 236-33
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.