Kirsten Asmussen skrifaði:
Hej. I diagram A.1B strikker man en knude af tre masker og ender med tre masker. Desuden tager man en maske ud før og efter knuden. I forvejen er der på andre pinde markeret udtagningsrunder med pil. Hvis man også tager to masker ud ved hver knude, bliver det så ikke alt for mange masker? MVh Kirsten Asmussen
09.09.2022 - 20:29DROPS Design svaraði:
Hei Kristen. Her ser det ut som om det er feil diagram ikon i A.1B. Oppskriften er oversendt til design avd, slik at vi kan få en rettelse. Bruk teksten til 7. diagramtekst, da skal hullmønstret og maskeantallet bli riktig. Se evnt diagram A.1 og diagramteksten til genseren i 236-23. Takk for at du gjorde oss oppmerksom på dette. mvh DROPS Design
12.09.2022 - 10:41
Ingrid Ehret skrifaði:
Hallo, muss mich nochmals melden. Das Zusammenstricken habe ich schon verstanden, aber vor dem Zusammenstricken für eine Noppe ist jeweils ein Umschlag. Dann habe ich am Schluß zuviele Maschen. Es sollen ja 223 Maschen sein und erst in der 19, Reihe werden wieder Maschen zugenommen., sind die Umschläge vorher und nachher zuvile ?Ich warte auf Antwort, Danke.
01.09.2022 - 17:06
Ingrid Ehret skrifaði:
Hallo, muss mich nochmals melden. Das Zusammenstricken habe ich schon verstanden, aber vor dem Zusammenstricken für eine Noppe ist jeweils ein Umschlag. Dann habe ich am Schluß zuviele Maschen. Es sollen ja 223 Maschen sein und erst in der 19, Reihe werden wieder Maschen zugenommen., sind die Umschläge vorher und nachher zuvile ?Ich warte auf Antwort, Danke.
01.09.2022 - 16:36Ingrid Ehret svaraði:
Hallo, ich habe den Fehler entdeckt. Es darf kein Umschlag vor der Noppe gearbeitet werden. Das ist in der Strickschrift verkehrt. Liebe Grüsse Ingrid Ehret
01.09.2022 - 17:08
Ingrid Ehret skrifaði:
Hallo, durch das zusammenstricken der drei Maschen, (linkgs, rechts, links) entstehern ja mehr Maschen und vorher und nachher nochmal ein Umschlag. Am Schluß habe ich zuvile Maschen. Wie stricke ich dann die Rückseite . LG Grüße Ingrid Ehret
01.09.2022 - 16:24DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Ehret, Sie meinen in A.3A-B-C, richtig? Haben Sie die vorrige Antwort gelesen oder misverstehe ich Ihre Frage ? Siehe Video in vorrigen Antwort: man strickt die 3 nächsten Maschen zusammen (links, rechts, links), so sind es immer noch 3 Maschen auf der rechten Nadel = Maschenanzahl ist derselbe. Diese 3 Maschen stricken Sie glatt rechts = links bei der nächsten Rückreihe. Kann das Ihnen helfen?
01.09.2022 - 16:27
Ingrid Ehret skrifaði:
Liebes Drops Team, in der m11. Reihe werden die mittleren drei zusammengestrickt, einmal links, dann rechts und wieder links. Wie werden die drei entstandenen Maschen in der Rückreihe gestrickt. Wieder zusammen. Ansonsten entstehen zuviele Maschen auf der Nadel. Bitte um baldige Antwort. LG Ingrid Ehret
01.09.2022 - 14:03DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Ehret, Sie meinen in A.3A-B-C, richtig? Diese Maschen werden glatt rechts gestrickt, dh diese kleine Noppe stricken Sie bei einer Hinreihe, dann stricken Sie die 3 Maschen links bei der Rückreihe - siehe auch dieses Video. Viel Spaß beim stricken!
01.09.2022 - 15:55
Ingrid Ehret skrifaði:
Liebes Drops Team, mir ist in der Zeichenerklärung unklar das ausgefüllte O und das leere O in der Strickschrift A1A bis A3A soll beim keinem der Zeichen ein Loch entstehen. Verstehe ich das richtig . Für baldige Antwort wäre ich dankbar.
31.08.2022 - 16:00DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Ehret, richtig, die Umschläge im Diagram sollen kein Loch entstehen - dieses Video zeigt, wie man diese Umschläge (bei Raglanzunahmen, dh nur bei Hinreihen) strickt, es kann Ihnen vielleicht helfen. Viel Spaß beim stricken!
01.09.2022 - 09:51
Giulia skrifaði:
Beehive pearls
05.08.2022 - 00:09
Line Klestrup Larsen skrifaði:
Den er fin
04.08.2022 - 13:13
Miss Summerbee Cardigan#misssummerbeecardigan |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Flora. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tvöföldum kanti í hálsmáli, hringlaga berustykki og áferðamynstri á berustykki. Stærð S - XXXL.
DROPS 236-11 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 5 lykkjur eru eftir í umferð þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman, 3 lykkjur slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo að það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroff í hálsmáli er lokið (þ.e.a.s. þegar stykkið mælist ca 4 cm eftir að kantur í hálsmáli hefur verið brettur saman tvöfaldur). Fellið síðan af fyrir 5-5-5-6-6-6 næstu hnappagötum með ca 8-8½-9-8-8½-8½ cm millibili. UPPHÆKKUN: Til að peysan verði aðeins hærri aftan í hnakka þegar berustykkið er prjónað, er hægt að prjóna upphækkun eins og útskýrt er að neðan. Hoppaðu yfir þennan kafla ef þú vilt ekki hafa upphækkun. Setjið 1 prjónamerki í miðjulykkju í umferð. Byrjið frá réttu og prjónið 14-15-16-16-17-18 lykkjur slétt fram hjá prjónamerki, snúið, herðið á þræði og prjónið 29-31-33-33-35-37 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 43-46-49-49-52-55 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 57-61-65-65-69-73 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 71-76-81-81-86-91 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 85-91-97-97-103-109 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 99-106-113-113-120-127 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 113-121-129-129-137-145 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur út umferðina, snúið og prjónið 1 umferð brugðið (kantar að framan eru prjónaðir í garðaprjóni). Prjónið síðan BERUSTYKKI eins og útskýrt er í uppskrift. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 133 lykkjur), mínus kanta að framan (t.d. 12 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 34) = 3,6. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis eftir ca 3. og 4. hverja lykkju (ekki er aukið út yfir kanta að framan). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum, þá er prjónuð í þessu dæmi til skiptis önnur hver og 3. hver lykkja og 3. hver og 4. hver lykkja slétt saman. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI. Fitjið upp 121-125-129-133-139-143 lykkjur með DROPS Flora yfir hringprjón 3 og hringprjón 2,5 sem haldið er saman. Dragið út hringprjón 3 og haldið lykkjum eftir á hringprjóni 2,5 (uppfitjunin er gerð svona til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 lykkja GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt, 1 lykkja garðaprjón. Haldið svona áfram með stroff þar til stykkið mælist 4 cm. Nú eru fitjaðar upp 6 nýjar lykkjur í lok 2 næstu umferða = 133-137-141-145-151-155 lykkjur. Haldið áfram með stroff eins og áður með 6 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið við miðju að framan (kantar að framan) þar til stroffið mælist 8 cm frá uppfitjunarkanti – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Nú er stroffið brotið inn þannig að kanturinn verði tvöfaldur – prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: 6 lykkjur garðaprjón, prjónið stroffprjón eins og áður jafnframt því sem önnur hver lykkja er prjónuð saman með annarri hverri lykkju frá uppfitjunarkanti þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt, 6 lykkjur garðaprjón. Skiptið yfir á hringprjón 3. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 6 lykkjur garðaprjón, prjónið brugðnar lykkjur þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð og aukið jafnframt út um 34-38-34-38-40-44 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA, endið með 6 lykkjur í garðaprjóni = 167-175-175-183-191-199 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki innan við kant að framan í byrjun á umferð mitt að framan – prjónamerkið er notað til að mæla frá. Nú er hægt að prjóna UPPHÆKKUN aftan í hnakka – sjá útskýringu að ofan. Ef þú vilt ekki hafa upphækkun, farðu beint áfram í BERUSTYKKI. BERUSTYKKI: Prjónið 2-2-6-6-8-10 umferðir sléttprjón með 6 lykkjum garðaprjón í hvorri hlið við miðju að framan – munið eftir HNAPPAGAT í kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið síðan 4 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. Eftir 4 umferðir garðaprjón, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 6 lykkjur garðaprjón, A.1A, prjónið A.1B þar til 11 lykkjur eru eftir, A.1C, 6 lykkjur garðaprjón. Haldið áfram með mynstur og aukið út við örvar þannig: Ör-1: Aukið út 40-40-48-56-64-64 lykkjur jafnt yfir = 207-215-223-239-255-263 lykkjur. Ör-2: Aukið út 47-51-61-69-65-75 lykkjur jafnt yfir = 254-266-284-308-320-338 lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.2 frá réttu þannig: 6 lykkjur garðaprjón, A.2A, prjónið A.2B þar til 13 lykkjur eru eftir, A.2C, 6 lykkjur garðaprjón. Haldið áfram með mynstur og aukið út við örvar þannig: Ör-3: Aukið út 102-108-114-126-126-138 lykkjur jafnt yfir = 356-374-398-434-446-476 lykkjur (það er aukið út sérlega mikið þar sem næsta mynstur dregur stykkið saman). Ör-4: Fækkið um 6-6-6-12-12-12 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 350-368-392-422-434-464 lykkjur. Ör-5: Aukið út 24-30-30-30-36-42 lykkjur jafnt yfir = 374-398-422-452-470-506 lykkjur. Ör-6: Aukið út 13-21-29-31-37-41 lykkjur jafnt yfir = 387-419-451-483-507-547 lykkjur. Útaukning hefur nú verið gerð til loka í stærð S, M og L. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.3 frá réttu þannig: 6 lykkjur garðaprjón, A.3A, prjónið A.3B þar til 13 lykkjur eru eftir, A.3C, 6 lykkjur garðaprjón. Haldið áfram með mynstur og aukið út við örvar þannig (á einungis við stærð XL, XXL og XXXL): Ör-7 (XL, XXL og XXXL): Aukið út 16-24-24 lykkjur jafnt yfir = 499-531-571 lykkjur. YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA: Nú heldur A.3 áfram eins og útskýrt er að neðan. Að auki skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar eins og útskýrt er að neðan. Lestu því kaflann MYNSTUR og SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR áður en þú prjónar áfram. MYNSTUR: S og M: Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka (alls 3 umferðir á hæðina með hnútum), prjónið sléttprjón með 6 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið við miðju að framan - ATH: Stykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar áður en A.3 hefur verið prjónað til loka. L: Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka, prjónið 6 fyrstu umferðir í mynstureiningu merktri með stjörnu (alls 4 umferðir á hæðina með hnútum). Prjónið síðan sléttprjón með 6 lykkjum garðaprjón í hvorri hlið við miðju að framan - ATH: Stykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar áður en A.3 hefur verið prjónað til loka. XL, XXL og XXXL: Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka, endurtakið mynstureiningu merktri með stjörnu þar til prjónaðar hafa verið alls 5-6-6 umferðir á hæðina með hnútum. Síðan er prjónað sléttprjón með 6 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið við miðju að framan - ATH: Stykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar áður en A.3 hefur verið prjónað til loka. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Þegar stykkið mælist 21-23-25-27-29-31 cm frá prjónamerki við hálsmál, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 61-67-71-77-84-92 lykkjur eins og áður (framstykki), setjið næstu 77-81-89-101-103-107 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóni (í hlið undir ermi), prjónið 111-123-131-143-157-173 lykkjur eins og áður (bakstykki), setjið næstu 77-81-89-101-103-107 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 61-67-71-77-84-92 lykkjur eins og áður (framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 249-273-293-317-349-381 lykkjur. Prjónið A.3 til loka eins og útskýrt er að ofan – ATH: Eftir skiptinguna kemur mynstrið ekki til með að ganga jafnt upp í hlið undir hvorri ermi, en prjónið mynstrið eins langt og hægt er í hvorri hlið undir ermum, lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í mynstri eru prjónaðar í sléttprjóni (mynstrið á að halda fallega áfram á framstykki og bakstykki yfir lykkjur frá berustykki). Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka (eftir alls 3-3-4-5-6-6 umferðir á hæðina með hnútum), prjónið sléttprjón með 6 lykkjum í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan þar til stykkið mælist 24 cm frá skiptingu í öllum stærðum. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 48-54-58-62-68-76 lykkjur jafnt yfir (ekki er aukið út yfir kanta að framan) = 297-327-351-379-417-457 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 6 lykkjur í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir, 1 lykkja brugðið, 6 lykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 4 cm. Fellið af aðeins laust. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl. ERMI: Setjið 77-81-89-101-103-107 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 3 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 85-89-99-111-115-119 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi, þ.e.a.s. mitt í 8-8-10-10-12-12 lykkjur sem prjónaðar voru upp undir ermi. Prjónið A.3 til loka eins og útskýrt er að ofan – ATH. Eftir skiptingu kemur mynstrið ekki til með að ganga jafnt upp undir ermi, en prjónið mynstrið eins langt og hægt er mitt undir ermi, lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í mynstri eru prjónaðar í sléttprjóni. Prjónið síðan sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 4-4-2½-1½-1½-1½ cm millibili alls 9-9-13-18-19-19 sinnum = 67-71-73-75-77-81 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 39-38-36-35-33-32 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 4 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 13-13-13-15-15-15 lykkjur jafnt yfir = 80-84-86-90-92-96 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Fellið af aðeins laust. Ermin mælist ca 43-42-40-39-37-36 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið saman op mitt framan í kanti í hálsmáli með smáu spori. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #misssummerbeecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 33 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 236-11
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.