Make Art skrifaði:
Liebes Team, Ich komme bei den Knopflöchern nicht klar. Sie sollen am Ende einer Hinreihe gemacht werden. Dann sind sie bei mir links statt rechts. Und wie kann ich den Abstand für die Knopflöcher berechnen, wenn mein Knopf einen Durchmesser von 18mm hat und die Jacke 67cm ab der Schulter lang sein soll. Vielen Dank. Viele Grüße Make Art
16.10.2024 - 23:43DROPS Design svaraði:
Liebe Make Art, die Knopflöcher sind bei der rechten Vorderteil und die Jacke wird von oben nach unten gestrickt, dh die Hinreihen beginnen mit dem linken Vorderteil und enden mit dem rechten Vorderteil. Kalkulieren Sie je nach der gewünschten Länge wieviele Knöpfe Sie benötigen, Sie können z.B. mehr Knöpfe brauchen je nach die extra cm. Viel Spaß beim Stricken!
17.10.2024 - 09:53
Pauline Kern skrifaði:
Can you make the a vneck cardigan please ?
15.07.2024 - 15:11DROPS Design svaraði:
Dear Pauline, we don't make custom patterns. You can check our jackets and cardigans here: https://www.garnstudio.com/search.php?action=search&c=women-jackets&neck=v-neck&lang=en and select your desired filters, like v-neck or a specific yarn, to look for a similar pattern. Happy knitting!
16.07.2024 - 18:35
Anna Sundberg skrifaði:
Hej, stickas mönstret från höger till vänster även på de aviga varven? Tänker främst på mönster A1,2,3 där det ska vara vridet i bakre omslagets maskbågen på ena stället, och vridet i främre på nästa ställe? Eller stickas de aviga varven från vänster till höger? Tack på förhand Hälsningar Anna
09.05.2024 - 11:24DROPS Design svaraði:
Hei Anna. De aviga varven stickas från vänster till höger. Usikker på hvordan diagram strikkes, gå til TIPS & HJÄLP - DROPS Lektioner - Läs ett mönster - Hur man läser stickdiagram. mvh DROPS Design
13.05.2024 - 10:54
Andrea skrifaði:
Liebes Drops Team, ich finde die Anleitungen super, habe aber immer wieder Probleme die richtige Größe zu finden. Kann man nicht in der Anleitung empfohlene Größe für Brustumfang xx cm schreiben mit der dazu gehörnden Mehrweite oder Angaben zu Brustumfang von-bis? Herzlichen Dank
02.05.2024 - 18:23
Andrea skrifaði:
Wie ermittel ich am besten die Größe? Bei einem Brustumfang von 95 cm . Herzlichen Dank
02.05.2024 - 18:19DROPS Design svaraði:
Liebe Andrea, messen Sie eine ähnliche Jacke, die Sie gerne tragen, und vergleichen Sie alle Maße mit der Skizze, so finden Sie die beste passende Größe - hier lesen Sie mehr. Viel Spaß beim Stricken!
03.05.2024 - 07:49
Sophie skrifaði:
Hallo, Eine Frage zur Doppelten-Halsblende: es heißt, wenn man 8cm gestrickt hat, soll man das Rippenmuster nach innen umschlagen. Ist somit der gestrickte Anfang, wenn man ihn umschlägt, „vor“ den Stricknadeln oder „dahinter“? Also steche ich beim zusammenstricken erst in die alte Masche und dann in die auf der Nadel liegende oder anders herum. Vielen Dank schonmal und LG
05.04.2024 - 14:18DROPS Design svaraði:
Liebe Sophie, in diesem Video zeigen wir, wie man eine doppelte Halsblende strickt, im Video handelt es sich um eine Halsblende für einen Pullover, für eine Jacke wird es aber genauso gestrickt, nur in Reihen und nicht in der Runde. Viel Spaß beim Stricken!
05.04.2024 - 15:07
Lisbeth Nielsen skrifaði:
Jeg vil gerne strikke denne cardigan, men anvende alpaca og så en følgetråd Kid Silk. Kan jeg det? Jeg er normalt en str M, skal jeg måske ændre i str, hvis jeg strikker i andet garn såsom Alpaca. Alternativt tænker jeg, om jeg kan bruge Flora og så sætte følgetråd Kid Silk i? Jeg vil gerne have Kid Silk i trøjen. Venlig hilsen Lisbeth Nielsen
14.03.2024 - 15:47DROPS Design svaraði:
Hej Lisbeth, får at få den rigtige størrelse i de 2 ønskede tråde kan du vælge at følge maskeantallet på en af disse cardigans (husk at overholde strikkefastheden som står i den opskrift du følger, for at få rigtig størrelse): Cardigan - rundt bærestykke - oppefra og ned
19.03.2024 - 12:09
Anke Münstermann skrifaði:
Danke liebes Drops Team. Da hatte ich ja gleich 2 Fehler gemacht. Also danke.
22.11.2023 - 18:16
Anke Münstermann skrifaði:
Danke liebes Drops Team. Da hatte ich gleich 1 Denkfehler und 1 Rechenfehler. Also danke.
22.11.2023 - 13:18
Anke Münstermann skrifaði:
Liebes Drops Team. Wo ist mein Fehler ? Ich stricke gr. Xl. Die Zunahme Pfeil 6 ergibt 483 M. Plus Pfeil 7 ergibt 499M. Die Aufteilung in 2 mal Vorderteil je 77 M. plus 2mal Ärmel je 101 M. Plus Rückenteil 143M. sind 489 M. Und weiter nach Abzug der Ärmel 202 M. Ergeben 287 M. Für das Rumpfteil soll ich aber mit 317 M. weiterstricken. Mit freundlichen Grüßen Anke Münstermann
21.11.2023 - 20:04DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Münstermann, bei der Verteilungsreihe wird man 10 Maschen über die stillgelegten Maschen für jede Ärmel anschlagen, so hat man 77+10+143+10+77=317 Maschen. Viel Spaß beim stricken!
22.11.2023 - 08:54
Miss Summerbee Cardigan#misssummerbeecardigan |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Flora. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tvöföldum kanti í hálsmáli, hringlaga berustykki og áferðamynstri á berustykki. Stærð S - XXXL.
DROPS 236-11 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 5 lykkjur eru eftir í umferð þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman, 3 lykkjur slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo að það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroff í hálsmáli er lokið (þ.e.a.s. þegar stykkið mælist ca 4 cm eftir að kantur í hálsmáli hefur verið brettur saman tvöfaldur). Fellið síðan af fyrir 5-5-5-6-6-6 næstu hnappagötum með ca 8-8½-9-8-8½-8½ cm millibili. UPPHÆKKUN: Til að peysan verði aðeins hærri aftan í hnakka þegar berustykkið er prjónað, er hægt að prjóna upphækkun eins og útskýrt er að neðan. Hoppaðu yfir þennan kafla ef þú vilt ekki hafa upphækkun. Setjið 1 prjónamerki í miðjulykkju í umferð. Byrjið frá réttu og prjónið 14-15-16-16-17-18 lykkjur slétt fram hjá prjónamerki, snúið, herðið á þræði og prjónið 29-31-33-33-35-37 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 43-46-49-49-52-55 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 57-61-65-65-69-73 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 71-76-81-81-86-91 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 85-91-97-97-103-109 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 99-106-113-113-120-127 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 113-121-129-129-137-145 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur út umferðina, snúið og prjónið 1 umferð brugðið (kantar að framan eru prjónaðir í garðaprjóni). Prjónið síðan BERUSTYKKI eins og útskýrt er í uppskrift. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 133 lykkjur), mínus kanta að framan (t.d. 12 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 34) = 3,6. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis eftir ca 3. og 4. hverja lykkju (ekki er aukið út yfir kanta að framan). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum, þá er prjónuð í þessu dæmi til skiptis önnur hver og 3. hver lykkja og 3. hver og 4. hver lykkja slétt saman. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI. Fitjið upp 121-125-129-133-139-143 lykkjur með DROPS Flora yfir hringprjón 3 og hringprjón 2,5 sem haldið er saman. Dragið út hringprjón 3 og haldið lykkjum eftir á hringprjóni 2,5 (uppfitjunin er gerð svona til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 lykkja GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt, 1 lykkja garðaprjón. Haldið svona áfram með stroff þar til stykkið mælist 4 cm. Nú eru fitjaðar upp 6 nýjar lykkjur í lok 2 næstu umferða = 133-137-141-145-151-155 lykkjur. Haldið áfram með stroff eins og áður með 6 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið við miðju að framan (kantar að framan) þar til stroffið mælist 8 cm frá uppfitjunarkanti – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Nú er stroffið brotið inn þannig að kanturinn verði tvöfaldur – prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: 6 lykkjur garðaprjón, prjónið stroffprjón eins og áður jafnframt því sem önnur hver lykkja er prjónuð saman með annarri hverri lykkju frá uppfitjunarkanti þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt, 6 lykkjur garðaprjón. Skiptið yfir á hringprjón 3. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 6 lykkjur garðaprjón, prjónið brugðnar lykkjur þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð og aukið jafnframt út um 34-38-34-38-40-44 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA, endið með 6 lykkjur í garðaprjóni = 167-175-175-183-191-199 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki innan við kant að framan í byrjun á umferð mitt að framan – prjónamerkið er notað til að mæla frá. Nú er hægt að prjóna UPPHÆKKUN aftan í hnakka – sjá útskýringu að ofan. Ef þú vilt ekki hafa upphækkun, farðu beint áfram í BERUSTYKKI. BERUSTYKKI: Prjónið 2-2-6-6-8-10 umferðir sléttprjón með 6 lykkjum garðaprjón í hvorri hlið við miðju að framan – munið eftir HNAPPAGAT í kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið síðan 4 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. Eftir 4 umferðir garðaprjón, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 6 lykkjur garðaprjón, A.1A, prjónið A.1B þar til 11 lykkjur eru eftir, A.1C, 6 lykkjur garðaprjón. Haldið áfram með mynstur og aukið út við örvar þannig: Ör-1: Aukið út 40-40-48-56-64-64 lykkjur jafnt yfir = 207-215-223-239-255-263 lykkjur. Ör-2: Aukið út 47-51-61-69-65-75 lykkjur jafnt yfir = 254-266-284-308-320-338 lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.2 frá réttu þannig: 6 lykkjur garðaprjón, A.2A, prjónið A.2B þar til 13 lykkjur eru eftir, A.2C, 6 lykkjur garðaprjón. Haldið áfram með mynstur og aukið út við örvar þannig: Ör-3: Aukið út 102-108-114-126-126-138 lykkjur jafnt yfir = 356-374-398-434-446-476 lykkjur (það er aukið út sérlega mikið þar sem næsta mynstur dregur stykkið saman). Ör-4: Fækkið um 6-6-6-12-12-12 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 350-368-392-422-434-464 lykkjur. Ör-5: Aukið út 24-30-30-30-36-42 lykkjur jafnt yfir = 374-398-422-452-470-506 lykkjur. Ör-6: Aukið út 13-21-29-31-37-41 lykkjur jafnt yfir = 387-419-451-483-507-547 lykkjur. Útaukning hefur nú verið gerð til loka í stærð S, M og L. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.3 frá réttu þannig: 6 lykkjur garðaprjón, A.3A, prjónið A.3B þar til 13 lykkjur eru eftir, A.3C, 6 lykkjur garðaprjón. Haldið áfram með mynstur og aukið út við örvar þannig (á einungis við stærð XL, XXL og XXXL): Ör-7 (XL, XXL og XXXL): Aukið út 16-24-24 lykkjur jafnt yfir = 499-531-571 lykkjur. YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA: Nú heldur A.3 áfram eins og útskýrt er að neðan. Að auki skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar eins og útskýrt er að neðan. Lestu því kaflann MYNSTUR og SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR áður en þú prjónar áfram. MYNSTUR: S og M: Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka (alls 3 umferðir á hæðina með hnútum), prjónið sléttprjón með 6 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið við miðju að framan - ATH: Stykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar áður en A.3 hefur verið prjónað til loka. L: Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka, prjónið 6 fyrstu umferðir í mynstureiningu merktri með stjörnu (alls 4 umferðir á hæðina með hnútum). Prjónið síðan sléttprjón með 6 lykkjum garðaprjón í hvorri hlið við miðju að framan - ATH: Stykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar áður en A.3 hefur verið prjónað til loka. XL, XXL og XXXL: Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka, endurtakið mynstureiningu merktri með stjörnu þar til prjónaðar hafa verið alls 5-6-6 umferðir á hæðina með hnútum. Síðan er prjónað sléttprjón með 6 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið við miðju að framan - ATH: Stykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar áður en A.3 hefur verið prjónað til loka. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Þegar stykkið mælist 21-23-25-27-29-31 cm frá prjónamerki við hálsmál, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 61-67-71-77-84-92 lykkjur eins og áður (framstykki), setjið næstu 77-81-89-101-103-107 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóni (í hlið undir ermi), prjónið 111-123-131-143-157-173 lykkjur eins og áður (bakstykki), setjið næstu 77-81-89-101-103-107 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 61-67-71-77-84-92 lykkjur eins og áður (framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 249-273-293-317-349-381 lykkjur. Prjónið A.3 til loka eins og útskýrt er að ofan – ATH: Eftir skiptinguna kemur mynstrið ekki til með að ganga jafnt upp í hlið undir hvorri ermi, en prjónið mynstrið eins langt og hægt er í hvorri hlið undir ermum, lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í mynstri eru prjónaðar í sléttprjóni (mynstrið á að halda fallega áfram á framstykki og bakstykki yfir lykkjur frá berustykki). Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka (eftir alls 3-3-4-5-6-6 umferðir á hæðina með hnútum), prjónið sléttprjón með 6 lykkjum í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan þar til stykkið mælist 24 cm frá skiptingu í öllum stærðum. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 48-54-58-62-68-76 lykkjur jafnt yfir (ekki er aukið út yfir kanta að framan) = 297-327-351-379-417-457 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 6 lykkjur í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir, 1 lykkja brugðið, 6 lykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 4 cm. Fellið af aðeins laust. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl. ERMI: Setjið 77-81-89-101-103-107 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 3 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 85-89-99-111-115-119 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi, þ.e.a.s. mitt í 8-8-10-10-12-12 lykkjur sem prjónaðar voru upp undir ermi. Prjónið A.3 til loka eins og útskýrt er að ofan – ATH. Eftir skiptingu kemur mynstrið ekki til með að ganga jafnt upp undir ermi, en prjónið mynstrið eins langt og hægt er mitt undir ermi, lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í mynstri eru prjónaðar í sléttprjóni. Prjónið síðan sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 4-4-2½-1½-1½-1½ cm millibili alls 9-9-13-18-19-19 sinnum = 67-71-73-75-77-81 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 39-38-36-35-33-32 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 4 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 13-13-13-15-15-15 lykkjur jafnt yfir = 80-84-86-90-92-96 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Fellið af aðeins laust. Ermin mælist ca 43-42-40-39-37-36 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið saman op mitt framan í kanti í hálsmáli með smáu spori. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #misssummerbeecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 33 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 236-11
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.