Mie skrifaði:
Hej Jeg synes garnmængden virker lille når garnet kun har en løbelængde på 150 meter. Kan det så passe med 250-300 g? Hilsen Mie
04.10.2018 - 08:16DROPS Design svaraði:
Hei Mie. Denne genseren er strikket ganske løst (hvis du ser på strikkefastheten), og da går det med litt mindre garn. God fornøyelse.
04.10.2018 - 09:13
Dominguez skrifaði:
Bonjour, pour le dos et le devant, je ne comprends pas, vous dites tricoter tout envers, astuce tricoter envers ? C'est du jersey ? On tricote tous rangs à l'envers ? Merci d'avance pour votre aide.
03.10.2018 - 06:17DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Dominguez, le bas du dos/du devant et des manches se tricote en jersey envers (= envers sur l'endroit), mais certaines tricoteuses préfèrent tricoter en mailles endroit, vous pouvez alors simplement tricoter à l'endroit sur l'envers jusqu'à la fin = le jersey envers sera le côté visible. Bon tricot!
03.10.2018 - 08:07
Erna Urff skrifaði:
Ik kom echt niet uit het telpatroon, 6e en 10e naald! Met o en x symbool. Graag duidelijke uitleg. Alvast hartelijk dank.
29.09.2018 - 16:48DROPS Design svaraði:
Dag Erna, Bij de steek met het kruisje steek je de naald in de steek die 3 naalden eronder is gebreid, dan maak je aan de achterkant een omslag en haal de draad door die steek en je haalt de draad naar boven. Dan brei je 1 steek recht en daarna steek je nogmaals de naald in de steek 3 naalden eronder en haal je de draad naar boven. Nu heb je er dus 2 steken bij op de naald aan beide kanten van de steek met het kruisje. De steek met het rondje brei je gewoon recht en daarna heb je nog een steek met een kruisje die je op dezelfde manier als hierboven beschreven breit.
30.09.2018 - 21:09
Germana skrifaði:
Yes, you have explained me marvellously. Thank you very much. Your sincerely, Germana
27.09.2018 - 08:01
Germana skrifaði:
Goodmorning, I need more information regard the crossed symbol, I have understood not so much about it. Could you give me further explanations? Thank you very much, your sincerely Germana
27.09.2018 - 05:32DROPS Design svaraði:
Hi Germana, The cross represents the following: You first work in the stitch 4 rounds below the stitch you are on - insert the right needle in this stitch and pull the strand through to 3 cm in length (keep it on the needle), knit the next stitch and then repeat the long stitch in the same stitch 4 rounds below, which gives you 3 stitches on the needle. I hope this helps and happy knitting!
27.09.2018 - 07:54
Merete skrifaði:
Skal det strikkast rett både i ruter med blank innhald og dei med ein runding?
21.09.2018 - 19:48DROPS Design svaraði:
Hei Merete. Ja det stemmer, den masken med sirkel refereres til i symbolet rett under (kryss), så det er gjort slik for at det skal være lett å se hvilken rettmaske det er snakk om der. Men ja, både blanke ruter og ruter med hul sirkler skal strikkes rett. God fornøyelse.
24.09.2018 - 13:26
Linda skrifaði:
You have shown two symbols for knit? The first blank box symbol in first 5 rows then the symbol shown in the 6th row?
17.08.2018 - 16:38DROPS Design svaraði:
Hello, Yes, we are showing 2 symbols for a knit stitch but it is not the same knit stitch. The blacnk box symbol is the usual knit stitch. However, the 6th symbol was created to let you know that after you insert the right needle in the middle of the stitch marked with a circle 4 rounds before this round, pick up the strand and pull the loop 3 cm long, you will knit 1 stitch. This way, it will make the chart easier to follow. Happy Knitting!
30.08.2018 - 11:48
Yvonne skrifaði:
Ik wil deze trui met garen acryl maken en naalden 4 en 5 hoeveel wol heb ik nodig bol is 100 gram
14.08.2018 - 08:51
Haesaert Bernard skrifaði:
Erreur diagramme au lieu de 3 mailles ensembles je pense 2 mailles merci
18.07.2018 - 19:58DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Haesaert, on tricote bien 3 m ens à l'end (= les 3 m du symbole avec une croix au tour précédent), puis 1 m end (= la m end au milieu du motif), puis 3 m ens torse à l'end (= les 3 m du symbole avec une croix au tour précédent). Bon tricot!
19.07.2018 - 09:17Ginny skrifaði:
Excellent pattern!! However, FYI in the body section you mention "read PURLING TIP" when there's no tip to be found.
17.07.2018 - 13:38DROPS Design svaraði:
Dear Ginny, thanks for your feedback, the Purling tip as well as other explanations for the pattern have been now added. Happy knitting!
17.07.2018 - 15:08
Clemence#clemencesweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður. Stærð S - XXXL.
DROPS 197-8 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 180 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 4) = 45. Í þessu dæmi er fækkað með því að prjóna 44. og 45. hverja lykkju slétt saman. Ef auka á út þá er slegið 1 sinni uppá prjóninn á eftir 45. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR UM BRUGÐIÐ PRJÓN (á við um fram- og bakstykki og ermar): Þegar prjóna á brugðið frá réttu, þá er hægt að snúa stykkinu við og prjóna sléttar lykkjur frá röngu. Munið eftir að snúa stykkinu aftur við þannig að prjónað er frá réttu þegar stroffið er prjónað. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur brugðið saman, prjónið 2 lykkjur brugðið (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 2 næstu lykkjur brugðið saman (ATH! Prjónaðu sléttar lykkjur ef þú hefur snúið stykkinu við). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Á eftir berustykki er fram- og bakstykki prjónað í hring á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. BERUSTYKKI: Fitjið upp 54-60-63-66-69-72 lykkjur á hringprjón 7 með Air. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= miðja að aftan). Prjónið A.1a yfir allar lykkjur – sjá mynsturteikningu fyrir þína stærð (= 18-20-21-22-23-24 mynstureiningar með 3 lykkjum). Haldið áfram með A.1a til loka. Skiptið yfir á hringprjón 8 og prjónið A.1b yfir A.1a. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1b hefur verið prjónað til loka eru 180-200-210-242-253-264 lykkjur í umferð. Prjónið síðan A.1c yfir A.1b. Endurtakið A.1c á hæðina þar til stykkið mælist 22-24-25-27-29-31 cm frá uppfitjunarkanti – stillið af að endað sé eftir einni af umferð sem prjónuð er eins og í 1. umferð í A.1c. Prjónið 1 umferð brugðið þar sem fækkar um 4-4-0-12-11-0 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 176-196-210-230-242-264 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð brugðið þannig: Prjónið fyrstu 26-28-30-33-36-40 lykkjur (= hálft bakstykki), setjið næstu 36-42-45-49-49-52 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur undir ermi, prjónið næstu 52-56-60-66-72-80 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 36-42-45-49-49-52 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur undir ermi, prjónið síðustu 26-28-30-33-36-40 lykkjur (= hálft bakstykki). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 116-124-136-148-164-180 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-8-8-10-10 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir annarri ermi, byrjið umferð við þetta prjónamerki. Haldið áfram með brugðnar lykkjur – sjá LEIÐBEININGAR UM BRUGÐIÐ PRJÓN, passið uppá að stykkið mælist 25-25-26-26-26-26 cm frá skiptingu. Skiptið yfir á hringprjón 7 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 6 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er fellt af með prjón nr 8. Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl. ERMI: Setjið 36-42-45-49-49-52 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á hringprjón/sokkaprjón 8, prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 42-48-53-57-59-62 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-8-8-10-10 lykkjur undir ermi og byrjið á umferð hér. Haldið áfram með brugðnar lykkjur – munið eftir LEIÐBEININGAR UM BRUGÐIÐ PRJÓN. Þegar stykkið mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA! Fækkið lykkjum svona með 5-3-2½-2-2-1½ cm millibili alls 7-10-12-13-13-14 sinnum = 28-28-29-31-33-34 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til ermin mælist 36-34-34-32-30-29 cm frá skiptingu (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 0-0-3-1-3-2 lykkjur jafnt yfir = 28-28-32-32-36-36 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 7 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 7 cm. Ermin mælist ca 43-41-41-39-37-36 cm frá skiptingu. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur, er hægt að fella af með prjón nr 8. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #clemencesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 197-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.