Berit Norum skrifaði:
Hei, Kan jeg strikke denne med to tråder Drops Flora i stedet? Garnet kommer ikke opp som forslag i kalkulatoren, så jeg blir usikker på hvor mange gram jeg da trenger, i tilfelle.
02.01.2025 - 19:04DROPS Design svaraði:
Hei Berit, Drops Flora tilhører garngruppe A, så ja du kan bruke 2 tråder Flora and kjøpe antall gram som beskrevet for din størrelse i oppskriften. Godt nyttår!
03.01.2025 - 08:28
Cathy Brunet skrifaði:
Bonjour pourriez vous me donner les explications du rand 14 car je ne sais pas ou piquer mon aiguille pour faire le point strukture merci
04.10.2023 - 14:54DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Brunet, peut-être que cette vidéo devrait alors pouvoir vous aider? Bon tricot!
04.10.2023 - 15:49
Estela skrifaði:
Hola, del modelo drops 197-8 puedo ver en un vídeo como insertar la aguja en el centro del punto 4 vueltas antes coger el hilo y tejer al derecho, gracias
21.05.2023 - 07:10DROPS Design svaraði:
Hola Estela, puedes consultar el siguiente vídeo, que es específico para este diagrama y este patrón: https://www.garnstudio.com/video.php?id=1338&lang=es
21.05.2023 - 19:17
Kristin Holtmon skrifaði:
På diagrammet til Clemens genser,197-8 er det i rutene 2 for rett. Den ene er hvit firkant,den andre har sirkel. Hvordan skal det forståes, Se 1b og tegnforklaring. Hvordan strikkes det?
07.03.2023 - 11:13DROPS Design svaraði:
Hej Kristin, den ret med cirkel hører til diagramforklaringen med x :)
08.03.2023 - 09:45
Julia Mesplay skrifaði:
I have difficulty following diagrams, likely due to mono vision. Your patterns are so pretty, but is it possible to find written directions for each row instead of diagrams?
09.01.2023 - 16:21
Doris skrifaði:
Hallo, wird dieses Modell einfädig mit Air gestrickt oder zweifädig? Air wird doch normalerweise mit 5 gestrickt. Hier in der Anleitung ist 7 bzw. 8 angegeben. Wenn man sich den Pulli betrachtet, kommt er schön dicht und füllig und nicht zu locker rüber. Was ist richtig? Viele Grüße und vielen Dank! Doris
05.11.2022 - 12:31DROPS Design svaraði:
Liebe Doris, dieser Pullover wird - etwas locker als üblig - mit nur 1 Faden Air gestrickt - beachten Sie, daß Ihre Maschenprobe stimmt, so stimmen auch die Maßnahmen in der Skizze. Viel Spaß beim stricken!
07.11.2022 - 08:18
Maureen Stewart skrifaði:
Under the diagram explanations, it shows two different characters for knit stitch. One is the empty square and the other is the square with a circle in it. What is the difference?
24.07.2022 - 00:23DROPS Design svaraði:
Dear Maureen, both are normal knitted stitches. However, the knit stitches with a circle are highlighted to later work the x symbols: you can see the explanation above the charts. Happy knitting!
24.07.2022 - 18:11
Maria skrifaði:
Hej. Jeg synes opskriften er så smuk, og tænkte om man mon kan opnå samme effekt hvis den ikke strikkes i vrang? Altså, hvis mønsteret med løkkerne er som skrevet, men vrang i mellem mønster og i kroppen strikkes som ret? Måske I har erfaringer hermed? Mvh Maria
13.04.2021 - 09:34
Claudia skrifaði:
Buongiorno. Ho acquistato il filato DropsAir per realizzare questo stupendo maglione. Purtroppo lavorandolo con i ferri 7 ed 8 il campione viene troppo sottile. Considerando che nell\'etichetta è consigliato l\'uso dei ferri numero 5, mi è venuto il dubbio che il filato debba essere usato doppio. Potete verificare per cortesia?
09.03.2021 - 19:04DROPS Design svaraði:
Buonasera Claudia, il maglione è lavorato con una tensione molto morbida: deve trovare il n° di ferri adeguato ad ottenere la tensione indicata. Buon lavoro!
09.03.2021 - 23:29
Christina skrifaði:
Hvor står brystmålet på opskriften. Det er svært at vælge størrelse hvis man ikke ved færdigmålet på blusen
17.01.2021 - 08:13DROPS Design svaraði:
Hei Christina. Brystmålet på denne genseren er den sammen som målet nederst. Se målskissen for mål i de forskjellige størrelsene. mvh DROPS design
18.01.2021 - 15:07
Clemence#clemencesweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður. Stærð S - XXXL.
DROPS 197-8 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 180 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 4) = 45. Í þessu dæmi er fækkað með því að prjóna 44. og 45. hverja lykkju slétt saman. Ef auka á út þá er slegið 1 sinni uppá prjóninn á eftir 45. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR UM BRUGÐIÐ PRJÓN (á við um fram- og bakstykki og ermar): Þegar prjóna á brugðið frá réttu, þá er hægt að snúa stykkinu við og prjóna sléttar lykkjur frá röngu. Munið eftir að snúa stykkinu aftur við þannig að prjónað er frá réttu þegar stroffið er prjónað. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur brugðið saman, prjónið 2 lykkjur brugðið (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 2 næstu lykkjur brugðið saman (ATH! Prjónaðu sléttar lykkjur ef þú hefur snúið stykkinu við). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Á eftir berustykki er fram- og bakstykki prjónað í hring á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. BERUSTYKKI: Fitjið upp 54-60-63-66-69-72 lykkjur á hringprjón 7 með Air. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= miðja að aftan). Prjónið A.1a yfir allar lykkjur – sjá mynsturteikningu fyrir þína stærð (= 18-20-21-22-23-24 mynstureiningar með 3 lykkjum). Haldið áfram með A.1a til loka. Skiptið yfir á hringprjón 8 og prjónið A.1b yfir A.1a. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1b hefur verið prjónað til loka eru 180-200-210-242-253-264 lykkjur í umferð. Prjónið síðan A.1c yfir A.1b. Endurtakið A.1c á hæðina þar til stykkið mælist 22-24-25-27-29-31 cm frá uppfitjunarkanti – stillið af að endað sé eftir einni af umferð sem prjónuð er eins og í 1. umferð í A.1c. Prjónið 1 umferð brugðið þar sem fækkar um 4-4-0-12-11-0 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 176-196-210-230-242-264 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð brugðið þannig: Prjónið fyrstu 26-28-30-33-36-40 lykkjur (= hálft bakstykki), setjið næstu 36-42-45-49-49-52 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur undir ermi, prjónið næstu 52-56-60-66-72-80 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 36-42-45-49-49-52 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur undir ermi, prjónið síðustu 26-28-30-33-36-40 lykkjur (= hálft bakstykki). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 116-124-136-148-164-180 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-8-8-10-10 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir annarri ermi, byrjið umferð við þetta prjónamerki. Haldið áfram með brugðnar lykkjur – sjá LEIÐBEININGAR UM BRUGÐIÐ PRJÓN, passið uppá að stykkið mælist 25-25-26-26-26-26 cm frá skiptingu. Skiptið yfir á hringprjón 7 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 6 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er fellt af með prjón nr 8. Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl. ERMI: Setjið 36-42-45-49-49-52 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á hringprjón/sokkaprjón 8, prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 42-48-53-57-59-62 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-8-8-10-10 lykkjur undir ermi og byrjið á umferð hér. Haldið áfram með brugðnar lykkjur – munið eftir LEIÐBEININGAR UM BRUGÐIÐ PRJÓN. Þegar stykkið mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA! Fækkið lykkjum svona með 5-3-2½-2-2-1½ cm millibili alls 7-10-12-13-13-14 sinnum = 28-28-29-31-33-34 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til ermin mælist 36-34-34-32-30-29 cm frá skiptingu (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 0-0-3-1-3-2 lykkjur jafnt yfir = 28-28-32-32-36-36 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 7 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 7 cm. Ermin mælist ca 43-41-41-39-37-36 cm frá skiptingu. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur, er hægt að fella af með prjón nr 8. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #clemencesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 197-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.