Anke skrifaði:
Hallo, wie häkelt man den Rand? Irgendwie verstehe ich die zweite Reihe nicht 🙈
31.01.2025 - 13:30
Martina skrifaði:
Schühchen 48 Maschen anschlagen, wenn das Muster über 8 Maschen geht, fehlen mir die 2 Randmaschen, oder? Wenn ich die Muster fertig gestrickt habe, soll ich 6 Maschen verteilt abnehmen, wären demnach 42 Maschen Rest. In der Anleitung stehen aber 38 Maschen Rest?? Sollen 10 Maschen abgenommen werden, statt 6?
24.12.2024 - 09:34DROPS Design svaraði:
Liebe Martina, in die 5. Größe stricken Sie die 48 Maschen mit nur A.4, dh die 8 Maschen A.4 insgesamt 6 Mal wiederholen (keine extra Randmaschen). Viel Spaß beim Stricken!
02.01.2025 - 11:03
Meike skrifaði:
In A1 soll in der Hinreihe zwischen 2 Maschen Jemen Umschlag gearbeitet werden, werden diese in den Rückreihen links abgestrickt?
21.12.2024 - 09:05DROPS Design svaraði:
Liebe Meike, ja genau, die Hin- sowie die Rückreihen sind im Diagram gezeichnet, so bei der Rückreihe werden die Umschläge links gestrickt, damit Löcher entstehen; Viel Spaß beim Stricken!
02.01.2025 - 09:35
Jane skrifaði:
Hi with this pattern I was looking for the hat also. Please and thanks
30.11.2024 - 23:23DROPS Design svaraði:
Hi Jane, you can find the pattern for the hat here. Happy knitting!
01.12.2024 - 19:18
Rita Briggs skrifaði:
The jacket. Please explain why after casting on 125 the pattern = 120 a1 and a2 1stitch where are the rest?
08.11.2024 - 15:51DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Briggs, work the 125 stitches as follows: 2 sts in garter stitch, then repeat the 8 stitches in A.1 a total of 15 times (over the next 8x15= 120 stitches), then work the stitch in A.2 (so that pattern is symmetrical) and finish with 2 stitches in garter stitch = 2+120+1+2=125. From Wrong side, read diagrams from the left towards the right and work: 2 sts in garter stitch, 1 st A.2, 8 sts A.1 x 15 and 2 sts in garter stitch. Happy knitting!
08.11.2024 - 16:03
Stefanie Lorenz skrifaði:
Guten Abend! Ich habe das Jäckchen gestrickt, habe aber das Gefühl, dass ein Band zu kurz ist. Wird das Band am linken Vorderteil durch die Kraus-Rechts-Rippen gezogen und am Rücken entlang nach wieder vorne? Dafür würde es nämlich nicht reichen. Danke für eure Hilfe! Stefanie
26.10.2024 - 21:46DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Lorenz, bei der 1. Reihe der Häkelkante wird man 2 Bänder häkeln, dann wird man 2 separate Bindebänder häkeln, die jeweils an der Innenseite an der rechten Seite der Jacke anbringen und an der Außenseite der linken Seite angenäht werden (so sind es insgesamt 4 Bänder). Viel Spaß beim Häkeln!
28.10.2024 - 09:14
Melanie skrifaði:
I am questioning my math skills! Doing jacket, size 1/3, you split the stitches: 44 on each side, 58 for back. On each side, you decrease 1 stitch every other row x 18, then one every 4 rows x2. This means reduced by 20 to a total of 24. You increase on sleeve side of the front piece 6x4 (24) plus 19, totaling 43 added stitches to the 24 = 67, not 63 (which pattern says you will have). I have reread several times, what am I missing?
26.10.2024 - 05:16DROPS Design svaraði:
Dear Melanie, in the 3rd size you will decreasee first 22 times on every 2nd row then 2 times on every 4th row = 24 times/stitches so that you will have: 44 sts - 24 + (for sleeves: 24+19)=63 stitches. Happy knitting!
28.10.2024 - 10:25
Melanie skrifaði:
I think it helps. The language is not consistent - it’s reversed but meaning the same thing, and that is actually what I was doing as it made most sense. Thanks so much for your patience.
24.10.2024 - 20:47
Melanie Bacon skrifaði:
Just to be clear - it says to decrease every other, increase every row. Are the decreases every other row or every other right side row (like the increases). Sorry I’m finding this confusing. Lovely jacket so far!
24.10.2024 - 14:32DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Bacon, when you decrease on mid front you decrease on every other row = on every row from right side then on every 4th row (= on every other row from right side); you increase at the end of every row from mid front towards side/sleeve = on every other row worked. The decrease for neck are worked towards opening on jacket, the stitches increased for sleeves are worked towards side. Can this help?
24.10.2024 - 15:14
Melanie Bacon skrifaði:
I am working on Odeta jacket, decreasing on front and increasing on sides of front. It says to add 6 stitches EVERY row on the side (for sleeve. To be clear: I add six stitches on the right hand needle, then turn the needles and immediately add 6 more before knitting back (on wrong side)? I used loop add on on the front, is there a good add on stitch for going back, given the first stitch is just a loop? I misread initially, started to add the 6stitches on right side only, am ripping out now
23.10.2024 - 21:02DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Bacon, the new stitches for sleeve will be added at the end of every row from the mid front towards side/sleeve, ie on every other row from RS on right front piece/from WS on left front piece. You an use the technique shown in this lesson for example. Happy knitting!
24.10.2024 - 09:22
Odeta#odetajacket |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð vafningspeysa / peysa án ermasauma fyrir börn og prjónaðar tátiljur í garðaprjóni úr DROPS BabyMerino. Stærð fyrirburar - 4 ára.
DROPS Baby 31-3 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Peysa: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynstur fyrir þína stærð. Tátiljur: Sjá mynsturteikningu A.3 og A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um peysu): Fækkið lykkjum innan við 1 kantlykkju að framan í garðaprjóni. Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum á eftir 1 kantlykkju að framan þannig: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir. Fækkið lykkjum á undan 1 kantlykkju að framan þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fram- og bakstykki er prjónað fyrst, síðan eru lykkjur fitjaðar upp fyrir ermar, framstykkin og bakstykkið er prjónað til loka hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp (111) 125-145-157-173 (181-205) lykkjur á hringprjón 3 með BabyMerino. Prjónið frá réttu þannig: Prjónið (3) 2-4-2-2 (2-2) lykkjur í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – (= kantur að framan), prjónið A.1 (= 8 lykkjur) yfir næstu (104) 120-136-152-168 (176-200) lykkjur (= (13) 15-17-19-21 (22-25) sinnum á breidd), prjónið A.2 (= 1 lykkja) og endið með (3) 2-4-2-2 (2-2) lykkjum í garðaprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í síðustu umferð í mynsturteikningu A.1 er lykkjufjöldinn jafnaður út til (112) 124-146-158-172 (182-204) lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er stykkið prjónað áfram í garðaprjóni til loka. Stykkið mælist ca (10) 12-16-16-16 (19-19) cm. Setjið 1 prjónamerki (34) 37-44-48-52 (55-62) lykkjur inn frá hvorri hlið. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, þær sýna framstykki og bakstykki = (44) 50-58-62-68 (72-80) lykkjur á bakstykki. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! LYKKJUM ER FÆKKAÐ FYRIR HÁLSMÁLI INNAN VIÐ 1 KANTLYKKJU AÐ FRAMAN Á HVORRI HLIÐ Á STYKKI JAFNFRAMT SEM STYKKIÐ SKIPTIST OG FITJAÐAR ERU UPP LYKKJUR FYRIR ERMI. LYKKJUM ER FÆKKAÐ VIÐ MIÐJU AÐ FRAMAN ÞANNIG: Þegar stykkið mælist (10) 12-16-16-17 (20-23) cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu, fækkið um 1 lykkju fyrir hálsmáli innan við 1 kantlykkju að framan í hvorri hlið á stykki (= 1 lykkjur færri) – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls (18) 18-22-24-26 (28-32) sinnum, síðan eru lykkjum fækkað í 4. hverri umferð alls 2 sinnum. STYKKIÐ SKIPTIST OG FITJAÐAR ERU UPP LYKKJUR FYRIR ERMI ÞANNIG: HÆGRA FRAMSTYKKI: Þegar stykkið mælist (12) 15-19-20-21 (24-27) cm, skiptist stykkið við 2 prjónamerkin og fram- og bakstykki er prjónað til loka fyrir sig. Stillið af að næsta umferð sé frá réttu. Prjónið nú yfir lykkjur fram að fyrsta prjónamerki (= hægra framstykki). Setjið þær lykkjur sem eftir eru á þráð. Fitjið upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar frá réttu (= að hlið) fyrir ermi þannig: Fitjið upp (3) 4-6-6-6 (6-6) lykkjur alls (4) 4-4-5-6 (7-8) sinnum og síðan (16) 19-19-18-19 (23-26) lykkjur 1 sinni. Þegar allar lykkjur fyrir ermi hafa verið fitjaðar upp og úrtöku fyrir hálsmáli er lokið eru (42) 52-63-70-79 (90-102) lykkjur í umferð fyrir öxl/ermi. Prjónið garðaprjón þar til stykkið mælist (20) 24-28-30-32 (36-40) cm. Fellið af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið yfir síðustu lykkjur sem settar voru á þráð, fram að prjónamerki í hlið. Prjónið á sama hátt og hægra framstykki, nema gagnstætt. Þ.e.a.s. fitjaðar eru upp lykkjur fyrir öxl/ermi í lok hverrar umferðar frá röngu. Haldið áfram að fækka lykkjum innan við 1 kantlykkju að framan í lok umferðar frá réttu eins og áður (að hálsmáli). BAKSTYKKI: = (44) 50-58-62-68 (72-80) lykkjur. Fitjið upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar í hvorri hlið á stykki fyrir ermar þannig: Fitjið upp (3) 4-6-6-6 (6-6) lykkjur alls (4) 4-4-5-6 (7-8) sinnum og síðan (16) 19-19-18-19 (23-26) lykkjur 1 sinni = (100) 120-144-158-178 (202-228) lykkjur. Þegar stykkið mælist (19) 23-27-29-31 (35-39) cm eru felldar af miðju (16) 16-18-18-20 (22-24) lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl/ermi er prjónuð til loka fyrir sig = (42) 52-63-70-79 (90-102) lykkjur eftir á hvorri ermi/öxl. Prjónið þar til stykkið mælist (20) 24-28-30-32 (36-40) cm, stillið af við framstykki. Fellið af. Prjónið hina öxlina/ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið sauma yfir ermum með lykkjuspori frá réttu. Saumið saum undir ermum kant í kant í ystu lykkjubogana. HEKLAÐUR KANTUR: Heklið með heklunál 2,5 með BabyMerino í kringum allt opið á peysunni (þ.e.a.s. heklið frá hægra framstykki, upp meðfram opi á peysu, í kringum hálsmál og niður meðfram op á peysu að uppfitjunarkanti á vinstra framstykki) þannig: UMFERÐ 1: Heklið 1 keðjulykkju í uppfitjunarkanti á hægra framstykki, * 1 loftlykkja, hoppið yfir ca 2 lykkjur/umferðir, 1 fastalykkja í næstu lykkju/umferð *, heklið frá *-* að horni þar sem úrtaka fyrir hálsmáli byrjaði. Heklið snúru þannig: 1 fastalykkja í horni, heklið síðan loftlykkjur í ca 20-25 cm, snúið og heklið 1 keðjulykkju í hverja loftlykkju til baka, síðan er hekluð 1 fastalykkja aftur í horni á framstykki, haldið áfram að hekla kant í kringum peysuna og hálsmál fram að horni á vinstra framstykki, heklið snúru eins og á hægra framstykki, heklið síðan meðfram vinstra framstykki og endið með 1 keðjulykkju í uppfitjunarkanti. UMFERÐ 2: Heklið 1 loftlykkju, 1 fastalykkja um fyrstu loftlykkja á fyrri umferð, * 4 loftlykkjur, 1 stuðull í 4. loftlykkjur frá heklunálinni, hoppið yfir 1 fastalykkju + 1 loftlykkju + 1 fastalykkju, heklið 1 fastalykkju um næstu loftlykkju *, heklið frá *-* (passið uppá að hekla yfir snúru þannig að snúran liggi neðst), endið með 1 keðjulykkju í síðustu lykkju. Heklið umferð 1 og 2 alveg eins neðst í kringum báðar ermar (umferðin byrjar með 1 loftlykkju og endar með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju). Heklið 2 lausar snúrur: Heklið loftlykkjur í ca 20-25 cm, snúið og heklið 1 keðjulykkju í hverja loftlykkju til baka. Klippið frá og heklið 1 til viðbótar alveg eins. Saumið niður eina snúru innan á hægri hlið og 1 snúru utan á vinstri hlið í hlið. Passið uppá að þær verði í sömu hæð og hinar snúrurnar. ---------------------------------------------------------- TÁTILJUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tátiljurnar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður, þ.e.a.s. fyrst er stroffið prjónað á tátiljuna, síðan fóturinn. TÁTILJA: Fitjið upp (36) 38-40-44-48 (52-56) lykkjur á hringprjón 2,5 með BabyMerino. Prjónið 1 lykkju GARÐAPRJÓN - lesið útskýringu að ofan, A.3 (= 2 lykkjur) þar til 1 lykkja er eftir og prjónið 1 lykkju í garðaprjóni. Þegar A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er næsta umferð prjónuð frá réttu þannig: Prjónið (2) 3-0-2-0 (2-0) lykkjur sléttprjón, A.4 (= 8 lykkjur) alls (4) 4-5-5-6 (6-7) sinnum á breidd og endið með (2) 3-0-2-0 (2-0) lykkjur sléttprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæð er prjónað A.3 þannig: Prjónið 1 lykkju í garðaprjóni, A.3 þar til 1 lykkja er eftir og prjónið 1 lykkju í garðaprjóni (snúra er þrædd í gegnum þessa gataumferð í lokin). Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka á hæð, prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan og fækkið um (6) 8-6-6-6 (10-14) lykkjur jafnt yfir í síðustu umferð frá réttu = (30) 30-34-38-38 (42-42) lykkjur. Klippið frá. Setjið nú fyrstu (11) 11-12-13-13 (15-15) lykkjur og síðustu (11) 11-12-13-13 (15-15) lykkjur á sitt hvorn þráðinn. Stykkið er nú prjónað í garðaprjóni til loka. Prjónið (3) 3½-4-4½-5½ (6½-8) cm, yfir miðju (8) 8-10-12-12 (12-12) lykkjur (= mitt ofan á tátilju), klippið frá. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið til baka lykkjur af þræði í annarri hlið á hringprjóninn, prjónið upp (7) 9-10-11-13 (16-21) lykkjur í ystu lykkjubogana meðfram hlið á miðju stykki, prjónið (8) 8-10-12-12 (12-12) lykkjur á prjóni (= fram), prjónið upp (7) 9-10-11-13 (16-21) lykkjur í ystu lykkjubogana meðfram annarri hlið á miðju stykki og prjónið til baka lykkjur frá seinni þræði á hringprjóninn = (44) 48-54-60-64 (74-84) lykkjur í umferð. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið alls (2½) 3-3-4-5 (5-5) cm garðaprjón yfir allar lykkjur JAFNFRAMT þegar prjónaðar hafa verið ca (1) 1½-1½-2-3 (3-3) cm, setjið 1 prjónamerki (22) 24-27-30-32 (37-42) lykkjur inn (= mitt á tátilju). Fækkið nú lykkjum í annarri hverri umferð til loka þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, prjónið næstu 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið sléttar lykkjur þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið næstu 4 lykkjur 2 og 2 slétt saman (= 2 lykkjur færri), prjónið sléttar lykkjur þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið næstu 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið 1 lykkju slétt (= 4 lykkjur færri í annarri hverri umferð) = ca (32) 36-42-48-52 (62-72) lykkjur. Fellið af og saumið saum undir fæti og upp meðfram miðju að aftan í ystu lykkjubogana svo að saumurinn verði ekki þykkur. Prjónið hina tátiljuna á sama hátt. SNÚRA: Heklið snúru þannig: Heklið loftlykkjur með heklunál 2,5 með BabyMerino í ca 30-40 cm, snúið og heklið 1 keðjulykkju til baka í hverja loftlykkju. Klippið frá og festið enda. Þræðið snúruna út og inn í gegnum gataumferð á tátilju (byrjið og endið við miðju framan á tátilju). --------------------------------------------------------- Sjá buxur DROPS Baby 31-04. ---------------------------------------------------------- |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #odetajacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 31-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.