Catherine De Souza Dias skrifaði:
Bonjour , J'ai acheté les laines que vous avez indiquées et en avançant dans le tricot je constate que les 100 grs d'uni naturel en alpaca et les 59 grs de écru en kid silk ne sont pas mentionnés Où est l'erreur ? Dans les explications ?
09.02.2025 - 19:15DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme De Souza Dias, le coloris 100 Alpaca et 01 Kid-Silk sont ici appelé coloris "naturel" et sont utilisés pour le jacquard - cf 2ème symbole de la légende. Bon tricot!
10.02.2025 - 11:15
Angelika Van Der Horst skrifaði:
De ronde mouwkop met verkorte toeren zit heel laag onder de schouder. Ziet er een beetje gek eruit. Als soort pofmouw op de bovenarm Ik heb de hele mouw weer uitgehaald
30.01.2025 - 13:58
Hennie Kievit skrifaði:
Dit lijkt me een prachtig patroon. Wel een afwijkende manier van breien, dus spannend.
27.01.2025 - 16:03
Christin skrifaði:
Hei Har kjøpt garn og mønster. Men er litt forvirret nå i starten. Etter start på bakstykke, så står det SAMTIDIG STRIKK STRIPE BOL. Når begynner jeg på det? Er det etter jeg har økt ferdig? Gleder meg til å strikke denne 😀
26.12.2024 - 10:33DROPS Design svaraði:
Hei Christin. Først strikker du 15-17-19-20-22-24 cm med 1 tråd Alpaca i fargen lys perlegrå og 1 tråd Kid-Silk i fargen perlerosa. Etter siste økning er det = 87-93-101-105-113-121 masker på pinnen og arbeidet måler ca 13-14-16-16-17-19 cm fra oppleggskanten midt bak (ca 2-3-3-4-5-5 cm igjen med lys perlegrå/perlerosa før du skal bytte). Så da kommer det an på hvilken str. du strikker, les STRIPER BOL lengre opp i oppskriften og se målene i den størrelsen du strikker etter. mvh DROPS Design
03.01.2025 - 11:05
Petra Baumann skrifaði:
Hey Meinen Kommentar, dass die Anleitung einen Fehler enthält, könnt ihr bitte streichen oder ignorieren 😂 Ich war zu doof, um zu erkennen, dass es sich um eine „europäische Schulter“ handelt 🙄 Ich brauche erstmal Kaffee. Oder einen Schnaps 😂 Petra
08.12.2024 - 11:24
Petra Baumann skrifaði:
Hallo aus Deutschland Etwas stimmt in der Anleitung nicht. Wenn ich 33 Maschen anschlage und über 36 Reihen beidseitig pro Reihe eine Masche zunehme, wird die Schulter extrem schräg. Müssten nicht eher z.B. 4x jeweils 9 Maschen (insgesamt 72) neu angeschlagen werden? Dann käme das mit der Schulter hin. Wäre cool, wenn ihr euch das nochmal anschaut. Und danke für dieses wunderschöne Modell Petra B.
08.12.2024 - 10:17
Agata skrifaði:
Tył swetra. Nie wiem jak przerabiać rząd 2. schematu żakardowego, na stronie lewej. Instrukcja jest taka sama jak dla strony prawej, ale czy na pewno trzeba zacząć od przerobienia 6 oczek, a nie 7? Mam też wątpliwość co do tego, gdzie jest 6 ostatnich oczek schematu A. 1 kiedy przerabiam na stronie lewej, a gdzie 7 pierwszych oczek schematu. Będę wdzięczna za wyjaśnienie.
28.11.2024 - 22:20
Agata skrifaði:
Tył swetra. Schemat A. 1 (rozm. XL). Czy w drugim rzędzie, na lewej stronie nadal należy zacząć od strzałki?
28.11.2024 - 18:53DROPS Design svaraði:
Witaj Agato, zobacz również moją poprzednią odpowiedź i przesłane linki. 2-gi rząd schematu A.1 wykonasz następująco - pamiętaj aby na lewej stronie robótki czytać schemat zawsze od lewej do prawej strony : 2 oczka dżersejem, 7 pierwszych oczek schematu A.1, 3 razy schemat A.1, 6 ostatnich oczek schematu A.1, 2 oczka dżersejem. Pozdrawiamy!
29.11.2024 - 08:58
Ellen N Koorn skrifaði:
Ik meerder bij het rugpand bovenaan zoals voorgeschreven, maar die rand is niet rekbaar. Kan dit kloppen?
08.11.2024 - 09:09DROPS Design svaraði:
Dag Ellen,
Je meerdert in het begin van het rugpand inderdaad voor de diagonale schouders. De naad wordt dan inderdaad niet heel rekbaar, maar zorg ervoor dat de steken niet al te strak zijn op dei schoudernaad.
10.11.2024 - 13:45
A Schaart skrifaði:
Volgens de materialenlijst is er 50 gr kid silk nr 42 amandel nodig. Echter deze kleur komt nergens in het patroon voor. Wanneer en hoe moet deze kleur gebruikt worden?
27.09.2024 - 22:58
Winter Sunrise#wintersunrisesweater |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð stór / oversize peysa í DROPS Alpaca og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan fá og niður með evrópskri öxl / skáhallandi öxl, röndum í litatónum, norrænu mynstri og tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð XS - XXL.
DROPS 255-16 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1: AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL VINSTRI – frá réttu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL HÆGRI – frá réttu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2: AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL VINSTRI – frá röngu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL HÆGRI – frá röngu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-3 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 178 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 30) = 5,9. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. RENDUR FRAM- OG BAKSTYKKI: Rendurnar eru prjónaðar í sléttprjóni með 1 þræði í hvorri tegund (= 2 þræðir) í þessari röð: 15-17-19-20-22-24 cm (= bakstykki) / 14-15-17-18-19-21 cm (= framstykki) með 1 þræði Alpaca í litnum ljós perlugrár og 1 þræði Kid-Silk í litnum perlubleikur. 6-6-6-6-6-6 cm með 1 þræði Alpaca í litnum ljós lavender og 1 þræði Kid-Silk í litnum perlubleikur. 6-6-6-6-6-6 cm með 1 þræði Alpaca í litnum ljós lavender og 1 þræði Kid-Silk í litnum púður. 6-6-6-6-6-6 cm með 1 þræði Alpaca í litnum lavender frost og 1 þræði Kid-Silk í litnum púður. 6-6-6-6-6-6 cm með 1 þræði Alpaca í litnum lavender frost og 1 þræði Kid-Silk í litnum ljós sandur. 6-6-6-6-6-6 cm með 1 þræði Alpaca í litnum ljós nougat og 1 þræði Kid-Silk í litnum ljós sandur. 6-6-6-6-6-6 cm með 1 þræði Alpaca í litnum ljós nougat og 1 þræði Kid-Silk í litnum beige. 10-11-10-11-11-11 cm (eða að loka máli) + stroff með 1 þræði Alpaca í litnum ljós nougat og 1 þræði Kid-Silk í litnum mandla. RENDUR ERMAR: Rendurnar eru prjónaðar í sléttprjóni með 1 þræði í hvorri tegund (= 2 þræðir) í þessari röð: 4-4-4-4-5-5 cm (= upphækkun) með 1 þræði Alpaca í litnum ljós perlugrár og 1 þræði Kid-Silk í litnum perlubleikur. 5-5-5-5-4-4 cm með 1 þræði Alpaca í litnum ljós lavender og 1 þræði Kid-Silk í litnum perlubleikur. 5-5-5-5-4-4 cm með 1 þræði Alpaca í litnum ljós lavender og 1 þræði Kid-Silk í litnum púður. 5-5-5-5-4-4 cm með 1 þræði Alpaca í litnum lavender frost og 1 þræði Kid-Silk í litnum púður. 5-5-5-5-4-4 cm með 1 þræði Alpaca í litnum lavender frost og 1 þræði Kid-Silk í litnum ljós sandur. 5-5-5-5-4-4 cm með 1 þræði Alpaca í litnum ljós nougat og 1 þræði Kid-Silk í litnum ljós sandur. 5-5-5-5-4-4 cm með 1 þræði Alpaca í litnum ljós nougat og 1 þræði Kid-Silk í litnum beige. 8-8-6-5-8-7 cm (eða að loka máli) + stroff með 1 þræði Alpaca í litnum ljós nougat og 1 þræði Kid-Silk í litnum mandla. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.5). Finndu þína stærð í mynsturteikningu (á við um A.1 til A.3/A.4). LEIÐBEININGAR PRJÓN-1: Merking í mynsturteikningu sýnir í hvaða umferð bakstykkið endaði – þetta auðveldar þegar prjóna á framstykki og handvegur er stilltur af. LEIÐBEININGAR PRJÓN-2: Þegar prjónaðar eru stuttar umferðir myndast lítið gat þegar stykkinu er snúið við – hægt er að loka þessu gati með því að herða á þræði eða nota aðferðina German Short Rows þannig: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið. Leggið síðan þráðinn yfir hægri prjón og herðið vel á þræði á bakhlið (þannig verða til tvær lykkjur á prjóninum). Þessar lykkjur eru prjónaðar saman í næstu umferð. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráðinn þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman með grunnlit, prjónið 2 lykkjur slétt með grunnlit (merkiþráðurinn situr mitt í þessum 2 lykkjum), prjónið 2 lykkjur snúið slétt saman með grunnlit (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Stykkið er fyrst prjónað fram og til baka á hringprjóna. Byrjið á að fitja upp lykkjur aftan í hnakka. Prjónið síðan bakstykki niður á við samtímis sem aukið er út í hvorri hlið á stykki þar til lykkjufjöldi fyrir axlarvídd hefur verið náð. Bakstykkið hefur fengið smá skáhallandi öxl. Prjónið síðan niður að handvegi. Nú er hægt að láta bakstykkið bíða á meðan framstykkið er prjónað. Framstykkið er fyrst prjónað í 2 stykkjum. Byrjið á að prjóna upp lykkjur meðfram annarri öxlinni frá bakstykki, samtímis sem aukið er út við hálsmál. Endurtakið á hinni öxlinni. Hægra og vinstra framstykki er sett saman þegar útaukningu er lokið fyrir hálsmáli. Síðan er framstykkið prjónað niður að handvegi. Nú er framstykkið og bakstykkið sett inn á sama hringprjón og fram- og bakstykkið er prjónað niður á við í hring á hringprjóna. Lykkjur eru prjónaðar upp fyrir ermar í kringum handveg og ermar eru prjónaðar niður á við. Fyrst er prjónað fram og til baka með stuttum umferðum til að forma ermakúpuna, síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. Í lokin eru lykkjur prjónaðar upp í kringum hálsmál og prjónaður er kantur í hálsmáli. Kantur í hálsmáli er brotinn saman tvöfaldur að röngu og saumaður niður. BAKSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 31-33-33-33-37-37 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði DROPS Alpaca í litnum ljós perlugrár og 1 þræði DROPS Kid-Silk í litnum perlubleikur (= 2 þræðir). Prjónið RENDUR FRAM- OG BAKSTYKKI – lesið útskýringu að ofan JAFNFRAMT er prjónað eins og útskýrt er að neðan. ATH: Þær 2 ystu lykkjur í hvorri hlið + útaukning er prjónað með grunnlit / lit í rönd sem er prjónuð, þar til handvegur hefur verið prjónaður til loka. UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið brugðið. UMFERÐ 2 (= rétta): Lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið 2 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju til vinstri, prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir, aukið út um 1 lykkju til hægri, 2 lykkjur slétt. UMFERÐ 3 (= ranga): Lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 og prjónið 2 lykkjur brugðið, aukið út um 1 lykkju til vinstri, prjónið brugðið þar til 2 lykkjur eru eftir, aukið út um 1 lykkju til hægri, 2 lykkjur brugðið. Á EFTIR UMFERÐ 3: Prjónið UMFERÐ 2 og 3 alls 14-15-17-18-19-21 sinnum (= 28-30-34-36-38-42 prjónaðar umferðir), á eftir síðustu útaukningu eru = 87-93-101-105-113-121 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 13-14-16-16-17-19 cm frá uppfitjunarkanti mitt að aftan. Setjið 1 merki yst í hliðina. Héðan er nú stykkið mælt frá! Í næstu umferð frá réttu er prjónað MYNSTUR – lesið útskýringu að ofan og prjónið þannig: 2 lykkjur sléttprjón í grunnlit, byrjið við ör fyrir valda stærð og prjónið 9-12-32-2-6-10 lykkjur sem eftir eru í A.1, prjónið allt A.1 alls 2-2-2-3-3-3 sinnum, prjónið síðan fyrstu 10-13-1-3-7-11 lykkjur í A.1 þannig að mynstrið byrjar og endar á sama hátt í hvorri hlið, endið með 2 lykkjur sléttprjón í grunnlit. Haldið svona áfram fram og til baka – munið eftir að skipta um lit í röndum og munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið A.2 á sama hátt, þ.e.a.s. prjónið 2 lykkjur sléttprjón í grunnlit, byrjið við rétta ör og prjónið 9-12-32-2-6-10 lykkjur sem eftir eru í A.2, prjónið allt A.2 alls 2-2-2-3-3-3 sinnum, prjónið síðan fyrstu 10-13-1-3-7-11 lykkjur í A.2, endið með 2 lykkjur sléttprjón í grunnlit. A.2 er síðan endurtekið á hæðina. Prjónið þar til stykkið mælist 14-15-15-16-17-17 cm mælt frá merki yst meðfram handvegi – endið eftir umferð frá röngu – lesið LEIÐBEININGAR PRJÓN-1. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón, nú er vinstra framstykki prjónað meðfram vinstri öxl eins og útskýrt er að neðan. VINSTRA FRAMSTYKKI: Finnið vinstri öxl á bakstykki þannig: Leggið bakstykkið flatt með réttuna upp, leggið bakstykkið þannig að lykkjur frá þræði / hjálparprjóni snúa að þér, vinstri hlið á stykki = vinstri öxl. Nú eru lykkjur prjónaðar upp meðfram bakstykkis vinstri skáhallandi öxl – byrjið frá réttu við hálsmál og prjónið upp lykkjur út að handvegi þannig: Notið 1 þráð DROPS Alpaca í litnum ljós perlugrár og 1 þráð DROPS Kid-Silk í litnum perlubleikur (= 2 þræðir) og prjónið upp 1 lykkju í hverja prjónaða umferð meðfram öxl innan við ystu lykkju, prjónið síðan upp 1 lykkju í hvora af næstu 2 umferðum yst við handveg (prjónið upp innan við ystu lykkju) = 30-32-36-38-40-44 lykkjur. Öll mál á lengdina á framstykki eru gerð frá þessum kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. Prjónið sléttprjón og rendur fram og til baka. Þegar stykkið mælist 7-7-9-9-9-10 cm, aukið út lykkjur við hálsmál þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið 2 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju til vinstri, prjónið slétt út umferðina. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðið. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 4 sinnum (= 8 prjónaðar umferðir) = 34-36-40-42-44-48 lykkjur. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón, nú er hægra framstykkið prjónað meðfram hægri öxl eins og útskýrt er að neðan. HÆGRA FRAMSTYKKI: Nú eru lykkjur prjónaðar upp meðfram bakstykkis hægri skáhallandi öxl – byrjið frá réttu við handveg og prjónið upp lykkjur inn að hálsmáli þannig: Notið sama lit og á vinstra framstykki, byrjið 2 umferðum á undan síðustu útaukningu fyrir skáhallandi öxl á bakstykki, prjónið upp 1 lykkju í hvora af 2 umferðum yst við handveg (innan við ystu lykkju), prjónið síðan upp 1 lykkju í hverja prjónaða umferð meðfram öxl innan við ystu lykkju = 30-32-36-38-40-44 lykkjur. Öll mál á lengdina á framstykki eru gerð frá þessum kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. Prjónið sléttprjón og rendur fram og til baka. Þegar stykkið mælist 7-7-9-9-9-10 cm, aukið út lykkjur við hálsmál þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir, aukið út til hægri, prjónið 2 lykkjur slétt – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1. UMFERÐ 2 (= ranga). Prjónið brugðið. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 4 sinnum (= 8 prjónaðar umferðir) = 34-36-40-42-44-48 lykkjur. Setjið síðan framstykkin saman eins og útskýrt er að neðan. FRAMSTYKKI (hægra og vinstra stykki sett saman): Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 34-36-40-42-44-48 lykkjur frá hægra framstykki eins og áður, fitjið upp 19-21-21-21-25-25 lykkjur fyrir hálsmáli í lok þessarar umferðar, prjónið 34-36-40-42-44-48 lykkjur frá vinstra framstykki eins og áður = 87-93-101-105-113-121 lykkjur í umferð. Prjónið sléttprjón og rendur fram og til baka. Þegar stykkið 12-12-14-14-14-16 cm frá kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp (prjónaði hafa verið ca 1-1-1-1-1-2 cm sléttprjón eftir að lykkjur voru fitjaðar upp fyrir hálsmáli mitt að framan) og næsta umferð er prjónuð frá réttu, prjónið MYNSTUR fram og til baka þannig: 2 lykkjur sléttprjón í grunnlit, byrjið við ör fyrir valda stærð og prjónið 9-12-32-2-6-10 lykkjur sem eftir eru í A.1, prjónið allt A.1 alls 2-2-2-3-3-3 sinnum, prjónið síðan fyrstu 10-13-1-3-7-11 lykkjur í A.1, þannig að mynstrið byrjar og endar á sama hátt í hvorri hlið, endið með 2 lykkjur í sléttprjóni í grunnlit. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka – munið eftir að skipta um lit í röndum. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið A.2 á sama hátt, þ.e.a.s. prjónið 2 lykkjur sléttprjón í grunnlit, byrjið við rétta ör og prjónið 9-12-32-2-6-10 lykkjur sem eftir eru í A.2, prjónið alls A.2 alls 2-2-2-3-3-3 sinnum, prjónið fyrstu 10-13-1-3-7-11 lykkjur í A.2, endið með 2 lykkjur sléttprjón í grunnlit. A.2 er síðan endurtekið á hæðina. Prjónið þar til stykkið mælist 26-27-29-30-31-33 cm frá kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp – endið eftir umferð frá röngu og stillið af að endað sé í sömu umferð í mynsturteikningu eins og á bakstykki. Nú er framstykkið og bakstykkið sett saman fyrir fram- og bakstykki eins og útskýrt er að neðan. Stykkið er nú mælt héðan! FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið mynstur eins og áður yfir 87-93-101-105-113-121 lykkjur frá framstykki, fitjið upp 2-2-2-8-8-8 nýjar lykkjur í lok þessarar umferðar (= í hlið mitt undir ermi), prjónið mynstur eins og áður yfir 87-93-101-105-113-121 lykkjur frá bakstykki og fitjið upp 2-2-2-8-8-8 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið mitt undir ermi) = 178-190-206-226-242-258 lykkjur í umferð. Nú er prjónað mynstur í hring yfir allar lykkjur – A.2 heldur áfram á framstykki og bakstykki og A.5 er prjónað í hvorri hlið á fram- og bakstykki – prjónið þannig: Prjónið fyrstu 2 lykkjur í umferð eins og síðustu 2 lykkjur í A.5, haldið áfram með A.2 yfir næstu 83-89-97-101-109-117 lykkjur (= framstykki), prjónið A.5 yfir næstu 6-6-6-12-12-12 lykkjur (= þær 2-2-2-8-8-8 lykkjur sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi + 2 lykkjur hvoru megin við þær), haldið áfram með A.2 yfir næstu 83-89-97-101-109-117 lykkjur (= bakstykki), prjónið 4-4-4-10-10-10 síðustu lykkjur sem 4-4-4-10-10-10 fyrstu lykkjur í A.5. Prjónið þar til stykkið mælist ca 32-33-32-33-33-33 cm frá handvegi (framstykkið á að mælast ca 58-60-61-63-64-66 cm frá kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp) – endið eftir umferð merktri með stjörnu-1 eða stjörnu-2 í A.2. Ef mynstrið endar eftir umferð með stjörnu-1, prjónið A.3 yfir lykkjur í A.2 (byrjið við rétta ör og prjónið á sama hátt og áður – A.5 heldur áfram í hvorri hlið eins og áður). Ef mynstrið endar eftir umferð með stjörnu-2, prjónið A.4 yfir lykkjur í A.2 (byrjið við rétta ör og prjónið á sama hátt og áður – A.5 heldur áfram í hvorri hlið eins og áður). Þegar A.3 / A.4 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið 2 umferðir sléttprjón hringinn yfir allar lykkjur í grunnlit. Skiptið yfir á hringprjón 3,5, prjónið stroff í grunnlit / lit í síðustu rönd (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) JAFNFRAMT er aukið út um 30-34-38-38-42-46 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-3 = 208-224-244-264-284-304 lykkjur. Þegar stroffið mælist 5-5-6-6-7-7 cm fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Framstykkið mælist ca 65-67-69-71-73-75 cm mælt frá kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, framstykkið er ca 3 cm lengra en loka mál þar sem kantur þar sem lykkjur voru prjónaðar upp er ekki mitt ofan á öxl, heldur aðeins niður á bakstykki, peysan mælist ca 62-64-66-68-70-72 cm. ERMAR: Ermin er prjónuð frá handveg og niður á við. Leggið stykkið flatt og setjið 1 merki efst í handveg = mitt ofan á öxl (ATH! Mitt ofan á öxl er ekki á sama stað og lykkjur voru prjónaðar upp fyrir framstykki, heldur ca 6 til 8 cm niður á framstykki). Prjónið upp lykkjur í kringum handveg, notið hringprjón 3,5 og 1 þráð í DROPS Alpaca í litnum ljós perlugrár og 1 þráð í DROPS Kid-Silk í litnum perlubleikur (= 2 þræðir) og byrjið mitt í nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi – prjónið upp 65-67-73-83-85-91 lykkjur - stillið af að prjónaðar séu upp jafn margar lykkjur hvoru megin við merki. Skiptið yfir á hringprjón 5. Setjið 1 merki í miðjulykkju í umferð (= miðjulykkja ofan á ermi – þetta merki verður að hafa annan lit en hin merkin til að aðgreina þau). Nú eru prjónaðar RENDUR ERMAR – lesið útskýringu að ofan, fram og til baka með stuttum umferðum yfir ermakúpu til að ermin passi betur og fái betra form, umferðin byrjar mitt undir ermi þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 8-8-8-9-9-9 lykkjur fram hjá merki ofan á öxl (fyrsta merkið sem var sett), snúið stykkinu – lesið LEIÐBEININGAR PRJÓN-2. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 8-8-8-9-9-9 lykkjur fram hjá merki, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 7-7-7-7-7-7 lykkjur frá þar sem snúið var við í fyrra skipti, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið 7-7-7-7-7-7 lykkjur fram hjá þar sem snúið var við í fyrra skipti, snúið stykkinu. Endurtakið síðan UMFERÐ 3 og 4. Prjónið þar til snúið hefur verið við alls 8-8-8-8-10-10 sinnum (= 4-4-4-4-5-5 sinnum í hvorri hlið og síðasta prjónaða umferðin er frá röngu). Á EFTIR SÍÐASTA SKIPTI SEM SNÚIÐ ER VIÐ: Í síðasta skipti sem umferð 4 er prjónuð þá endar umferðin með því að snúa stykkinu, prjónið síðan frá réttu að byrjun umferðar (mitt undir ermi). Setjið 1 merkiþráð mitt undir ermi, þessi merkiþráður er notaður þegar lykkjum er fækkað undir ermi. Látið merkiþráðinn fylgja áfram með í stykkinu. Nú eru prjónaðar rendur í hring í sléttprjóni yfir allar lykkjur JAFNFRAMT er lykkjum fækkað mitt undir ermi og prjónað MYNSTUR – lesið útskýringu að ofan og lesið ÚRTAKA og MYNSTUR að neðan áður en ermin er prjónuð (munið eftir að skipta um lit í röndum): ÚRTAKA: Þegar ermin mælist 1 cm mælt mitt undir ermi er fækkað um 2 lykkjur 2-2-2-8-8-8 sinnum í annarri hverri umferð – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA að ofan, fækkið síðan um 2 lykkjur í hverjum 1½ cm alls 6-7-7-6-7-7 sinnum = 49-49-55-55-55-61 lykkjur í umferð. MYNSTUR: Munið eftir úrtöku að ofan áður en prjónað er áfram. Þegar stykkið mælist 7-7-7-6-6-6 cm frá merki á öxl, prjónið MYNSTUR, þ.e.a.s. prjónið A.6 hringinn á ermi – mynstrið kemur ekki til með að ganga jafnt upp mitt undir ermum, en teljið út frá miðjulykkju á ermi hvar mynstrið á að byrja mitt undir ermi – merkið mitt ofan á ermi á að passa við merkingu fyrir miðjulykkju í A.6. A.6 er endurtekið alls 5-5-5-5-4-4 sinnum á hæðina, síðan eru fyrstu 3 umferðir prjónaðar í A.6. Prjónið síðan rendur að loka máli. Prjónið þar til ermin mælist ca 42-42-40-39-37-36 cm frá merki á öxl. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5 og prjónið stroff í grunnlit / lit í síðustu rönd (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) JAFNFRAMT er aukið út um 7-7-9-9-9-11 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 = 56-56-64-64-64-72 lykkjur. Þegar stroffið mælist 5-5-6-6-7-7 cm fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum fyrir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 47-47-46-45-44-43 cm frá merki mitt ofan á öxl. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið hringprjón 3,5 og 1 þráð DROPS Alpaca í litnum ljós perlugrár og 1 þráð DROPS Kid-Silk í litnum perlubleikur (= 2 þræðir). Byrjið frá réttu við aðra axlalínuna og prjónið upp ca 108-112-118-118-132-134 lykkjur innan við 1 lykkju (ef prjónaðar eru upp færri lykkjur er hægt að jafna lykkjufjöldann út í fyrstu umferð) – lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2 og stillið lykkjufjöldann af þannig að stroffið passi við 1 lykkju slétt yfir hvora axlalínu. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 11-11-11-13-13-13 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5 og fellið af aðeins laust. Brjótið niður stroffið að innanverðu á stykki. Saumið stroffið niður með nokkrum sporum við hvora öxl. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #wintersunrisesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 38 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 255-16
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.