Ros Wilson skrifaði:
On the Left shoulder piece, I have picked up the stitches and worked the length of stocking stitch required for my size but at the end of the paragraph it says “noting which row in A1 you finished on” . As far as I can see from the photos, A1 does not start until after the neck has been joined.
18.04.2025 - 00:23DROPS Design svaraði:
Dear Ros, it seems to be a typo, omit this sentence from the instructions. We will correct it as soon as possible. So it should be: "Cut the strand, place the stitches on a stitch holder. Now work the right front piece." Happy knitting!
20.04.2025 - 22:56
Helena Dimitriou skrifaði:
2 m slätstickning, börja vid pilen för vald storlek och sticka de 2 återstående m i A.1, sticka hela A.1 totalt 3 ggr, sedan stickas de första 3 m i A.1, avsluta med 2 maskor slätstickning Stl L = 105m A1 *3 = 93 m 105-93=12 Men får inte ihop hur jag ska sticka dom 12, bara 9 finns beskrivna ovan? Tacksam för hjälp. Mvh Helena
26.02.2025 - 12:38
Julie skrifaði:
Quelle taille porte le mannequin svp ?
20.02.2025 - 11:46DROPS Design svaraði:
Bonjour Julie, la plupart du temps, nos modèles portent soit une taille S soit une taille M - pour trouver votre taille, mesurez un vêtement similaire que vous avez et dont vous aimez la forme et comparez ces mesures à celles du schéma - retrouvez plus d'infos ici. Bon tricot!
20.02.2025 - 14:43
KS skrifaði:
Well I'm puzzled. Most fair isle colour work patterns I have used are worked from the bottom up and are numbered first row starts on the right to left, second row (purl) starts left to right and so on. Without row numbers I'm baffled. I'm making a medium so there's only one stitch required as per instructions. But it messes up the pattern. What am I doing wrong?
23.01.2025 - 05:03
Deborah Kosiw skrifaði:
Is there any video of increasing from front/back? I want to make sure I am doing it right
12.12.2024 - 03:59DROPS Design svaraði:
Dear Deborah, here is a video on how to increase in the front or back loop: https://www.garnstudio.com/video.php?id=9&lang=en. Happy knitting!
15.12.2024 - 15:42
Marie skrifaði:
Thank you. That was a very quick response
14.10.2024 - 10:37
Marie skrifaði:
Re snowflake pattern I am having a problem with back starting chart A1. I have done the part chart then 2 repeats of chart and final half chart on row 1 Row 2 just doesn’t seem to match up any way left to right or right to left. Could you please explain. Thank you
13.10.2024 - 19:34DROPS Design svaraði:
Dear Marie, you start with the first row right to left, then the following row will be right to left. Remember to work A.1 over A.1 and the stitches in stocking stitch in sage green on each side are worked also in stocking stitch in the same colour in the next row. You need to work exactly the same stitches of the chart over the stitches of the chart worked in the previous row, so the partial repeat starts in the same place as it ended before and is worked from left to right. Happy knitting!
14.10.2024 - 00:14
Magpie skrifaði:
Frosty window
12.08.2024 - 10:44
Malene Siedentopp skrifaði:
Snowflack
11.08.2024 - 20:18
Jaqueline skrifaði:
Cosy Hugs
11.08.2024 - 15:52
Snowflake Sky#snowflakeskysweater |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð stór / oversize peysa í DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan fá og niður með evrópskri öxl / skáhallandi öxl, norrænu mynstri og rúllukanti í hálsmáli. Stærð XS - XXL.
DROPS 255-35 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1: AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL VINSTRI – frá réttu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL HÆGRI – frá réttu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2: AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL VINSTRI – frá röngu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL HÆGRI – frá röngu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-3 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 178 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 30) = 5,9. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.5). Finndu þína stærð í mynsturteikningu (á við um A.1 til A.3/A.4). LEIÐBEININGAR-1: Merking í mynsturteikningu sýnir í hvaða umferð bakstykkið endaði – þetta auðveldar þegar prjóna á framstykki og handvegur er stilltur af. LEIÐBEININGAR-2: Þegar prjónaðar eru stuttar umferðir myndast lítið gat þegar stykkinu er snúið við – hægt er að loka þessu gati með því að herða á þræði eða nota aðferðina German Short Rows þannig: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið. Leggið síðan þráðinn yfir hægri prjón og herðið vel á þræði á bakhlið (þannig verða til tvær lykkjur á prjóninum). Þessar lykkjur eru prjónaðar saman í næstu umferð. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráðinn þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman með grunnlit, prjónið 2 lykkjur slétt með grunnlit (merkiþráðurinn situr mitt í þessum 2 lykkjum), prjónið 2 lykkjur snúið slétt saman með grunnlit (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Stykkið er fyrst prjónað fram og til baka á hringprjóna. Byrjið á að fitja upp lykkjur aftan í hnakka. Prjónið síðan bakstykki niður á við samtímis sem aukið er út í hvorri hlið á stykki þar til lykkjufjöldi fyrir axlarvídd hefur verið náð. Bakstykkið hefur fengið smá skáhallandi öxl. Prjónið síðan niður að handvegi. Nú er hægt að láta bakstykkið bíða á meðan framstykkið er prjónað. Framstykkið er fyrst prjónað í 2 stykkjum. Byrjið á að prjóna upp lykkjur meðfram annarri öxlinni frá bakstykki, samtímis sem aukið er út við hálsmál. Endurtakið á hinni öxlinni. Hægra og vinstra framstykki er sett saman þegar útaukningu er lokið fyrir hálsmáli. Síðan er framstykkið prjónað niður að handvegi. Nú er framstykkið og bakstykkið sett inn á sama hringprjón og fram- og bakstykkið er prjónað niður á við í hring á hringprjóna. Lykkjur eru prjónaðar upp fyrir ermar í kringum handveg og ermar eru prjónaðar niður á við. Fyrst er prjónað fram og til baka með stuttum umferðum til að forma ermakúpuna, síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. Í lokin eru lykkjur prjónaðar upp í kringum hálsmál og prjónaður er kantur í hálsmáli. Kantur í hálsmáli er brotinn saman tvöfaldur að röngu og saumaður niður. BAKSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 31-33-33-33-37-37 lykkjur á hringprjón 5 með litnum salvíugrænn DROPS Air. UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið brugðið. UMFERÐ 2 (= rétta): Lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið 2 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju til vinstri, prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir, aukið út um 1 lykkju til hægri, 2 lykkjur slétt. UMFERÐ 3 (= ranga): Lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 og prjónið 2 lykkjur brugðið, aukið út um 1 lykkju til vinstri, prjónið brugðið þar til 2 lykkjur eru eftir, aukið út um 1 lykkju til hægri, 2 lykkjur brugðið. EFTIR UMFERÐ 3: Prjónið UMFERÐ 2 og 3 alls 14-15-17-18-19-21 sinnum (= 28-30-34-36-38-42 prjónaðar umferðir), á eftir síðustu útaukningu eru = 87-93-101-105-113-121 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 13-14-16-16-17-19 cm frá uppfitjunarkanti mitt að aftan. Setjið 1 merki yst í hliðina. Héðan er nú stykkið mælt frá! Í næstu umferð frá réttu er prjónað MYNSTUR – lesið útskýringu að ofan og prjónið þannig: 2 lykkjur sléttprjón í litnum salvíugrænn, byrjið við ör fyrir valda stærð og prjónið 9-12-32-2-6-10 lykkjur sem eftir eru í A.1, prjónið allt A.1 alls 2-2-2-3-3-3 sinnum, prjónið síðan fyrstu 10-13-1-3-7-11 lykkjur í A.1 þannig að mynstrið byrjar og endar á sama hátt í hvorri hlið, endið með 2 lykkjur sléttprjón í litnum salvíugrænn. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið A.2 á sama hátt, þ.e.a.s. prjónið 2 lykkjur sléttprjón í litnum salvíugrænn, byrjið við rétta ör og prjónið 9-12-32-2-6-10 lykkjur sem eftir eru í A.2, prjónið allt A.2 alls 2-2-2-3-3-3 sinnum, prjónið síðan fyrstu 10-13-1-3-7-11 lykkjur í A.1, endið með 2 lykkjur sléttprjón í grunnlit. A.2 er síðan endurtekið á hæðina. Prjónið þar til stykkið mælist 14-15-15-16-17-17 cm mælt frá merki yst meðfram handvegi – endið eftir umferð frá röngu – lesið LEIÐBEININGAR-1. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón, nú er vinstra framstykki prjónað meðfram vinstri öxl eins og útskýrt er að neðan. VINSTRA FRAMSTYKKI: Finnið vinstri öxl á bakstykki þannig: Leggið bakstykkið flatt með réttuna upp, leggið bakstykkið þannig að lykkjur frá þræði / hjálparprjóni snúa að þér, vinstri hlið á stykki = vinstri öxl. Nú eru lykkjur prjónaðar upp meðfram bakstykkis vinstri skáhallandi öxl – byrjið frá réttu við hálsmál og prjónið upp lykkjur út að öxl þannig: Notið litinn salvíugrænn og prjónið upp 1 lykkju í hverja prjónaða umferð meðfram öxl innan við ystu lykkju, prjónið síðan upp 1 lykkju í hvora af næstu 2 umferðum yst við handveg (prjónið upp innan við ystu lykkju) = 30-32-36-38-40-44 lykkjur. Öll mál á lengdina á framstykki eru gerð frá þessum uppfitjunarkanti. Prjónið sléttprjón fram og til baka. Þegar stykkið mælist 7-7-9-9-9-10 cm, aukið út lykkjur við hálsmál þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið 2 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju til vinstri, prjónið slétt út umferðina. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðið. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 4 sinnum (= 8 prjónaðar umferðir) = 34-36-40-42-44-48 lykkjur. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón, nú er hægra framstykkið prjónað meðfram hægri öxl eins og útskýrt er að neðan. HÆGRA FRAMSTYKKI: Nú eru lykkjur prjónaðar upp meðfram bakstykkis hægri skáhallandi öxl – byrjið frá réttu við handveg og prjónið upp lykkjur inn að hálsmáli þannig: Notið litinn salvíugrænn, byrjið 2 umferðum á undan síðustu útaukningu fyrir skáhallandi öxl á bakstykki, prjónið upp 1 lykkju í hvora af 2 umferðum yst við handveg (innan við ystu lykkju), prjónið síðan upp 1 lykkju í hverja prjónaða umferð meðfram öxl innan við ystu lykkju = 30-32-36-38-40-44 lykkjur. Öll mál á lengdina á framstykki eru gerð frá þessum uppfitjunarkanti. Prjónið sléttprjón fram og til baka. Þegar stykkið mælist 7-7-9-9-9-10 cm, aukið út lykkjur við hálsmál þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir, aukið út til hægri, prjónið 2 lykkjur slétt – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1. UMFERÐ 2 (= ranga). Prjónið brugðið. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 4 sinnum (= 8 prjónaðar umferðir) = 34-36-40-42-44-48 lykkjur. Setjið síðan framstykkin saman eins og útskýrt er að neðan. FRAMSTYKKI (hægra og vinstra stykki sett saman): Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 34-36-40-42-44-48 lykkjur frá hægra framstykki eins og áður, fitjið upp 19-21-21-21-25-25 lykkjur fyrir hálsmáli í lok þessarar umferðar, prjónið 34-36-40-42-44-48 lykkjur frá vinstra framstykki eins og áður = 87-93-101-105-113-121 lykkjur í umferð. Prjónið sléttprjón fram og til baka. Þegar stykkið 12-12-14-14-14-16 cm frá uppfitjunarkanti (prjónaði hafa verið ca 1-1-1-1-1-2 cm sléttprjón eftir að lykkjur voru fitjaðar upp fyrir hálsmáli mitt að framan) og næsta umferð er prjónuð frá réttu, prjónið MYNSTUR fram og til baka þannig: 2 lykkjur sléttprjón í litnum salvíugrænn, byrjið við ör fyrir valda stærð og prjónið 9-12-32-2-6-10 lykkjur sem eftir eru í A.1, prjónið allt A.1 alls 2-2-2-3-3-3 sinnum, prjónið síðan fyrstu 10-13-1-3-7-11 lykkjur í A.1, þannig að mynstrið byrjar og endar á sama hátt í hvorri hlið, endið með 2 lykkjur í sléttprjóni í litnum salvíugrænn. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið A.2 á sama hátt, þ.e.a.s. prjónið 2 lykkjur sléttprjón í litnum salvíugrænn, byrjið við rétta ör og prjónið 9-12-32-2-6-10 lykkjur sem eftir eru í A.2, prjónið alls A.2 alls 2-2-2-3-3-3 sinnum, prjónið fyrstu 10-13-1-3-7-11 lykkjur í A.2, endið með 2 lykkjur sléttprjón í litnum salvíugrænn. A.2 er síðan endurtekið á hæðina. Prjónið þar til stykkið mælist 26-27-29-30-31-33 cm frá uppfitjunarkanti – endið eftir umferð frá röngu og stillið af að endað sé í sömu umferð í mynsturteikningu eins og á bakstykki. Nú er framstykkið og bakstykkið sett saman fyrir fram- og bakstykki eins og útskýrt er að neðan. Stykkið er nú mælt héðan! FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið mynstur eins og áður yfir 87-93-101-105-113-121 lykkjur frá framstykki, fitjið upp 2-2-2-8-8-8 nýjar lykkjur í lok þessarar umferðar (= í hlið mitt undir ermi), prjónið mynstur eins og áður yfir 87-93-101-105-113-121 lykkjum frá bakstykki og fitjið upp 2-2-2-8-8-8 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið mitt undir ermi) = 178-190-206-226-242-258 lykkjur í umferð. Nú er prjónað mynstur í hring yfir allar lykkjur – A.2 heldur áfram á framstykki og bakstykki og A.5 er prjónað í hvorri hlið á fram- og bakstykki – prjónið þannig: Prjónið fyrstu 2 lykkjur í umferð eins og síðustu 2 lykkjur í A.5, haldið áfram með A.2 yfir næstu 83-89-97-101-109-117 lykkjur (= framstykki), prjónið A.5 yfir næstu 6-6-6-12-12-12 lykkjur (= þær 2-2-2-8-8-8 lykkjur sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi + 2 lykkjur hvoru megin við þær), haldið áfram með A.2 yfir næstu 83-89-97-101-109-117 lykkjur (= bakstykki), prjónið 4-4-4-10-10-10 síðustu lykkjur sem 4-4-4-10-10-10 fyrstu lykkjur í A.5. Prjónið þar til stykkið mælist ca 26-27-26-27-27-27 cm frá handvegi (framstykkið á að mælast ca 52-54-55-57-58-60 cm frá uppfitjunarkanti) – endið eftir umferð merktri með stjörnu-1 eða stjörnu-2 í A.2. Ef mynstrið endar eftir umferð með stjörnu-1, prjónið A.3 yfir lykkjur í A.2 (byrjið við rétta ör og prjónið á sama hátt og áður – A.5 heldur áfram í hvorri hlið eins og áður). Ef mynstrið endar eftir umferð með stjörnu-2, prjónið A.4 yfir lykkjur í A.2 (byrjið við rétta ör og prjónið á sama hátt og áður – A.5 heldur áfram í hvorri hlið eins og áður). Þegar A.3 / A.4 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið 2 umferðir sléttprjón hringinn yfir allar lykkjur í litnum salvíugrænn. Skiptið yfir á hringprjón 3,5, prjónið stroff í litnum salvíugrænn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) JAFNFRAMT er aukið út um 30-34-38-38-42-46 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-3 = 208-224-244-264-284-304 lykkjur. Þegar stroffið mælist 5-5-6-6-7-7 cm fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Framstykkið mælist ca 59-61-63-65-67-69 cm mælt frá uppfitjunarkanti, framstykkið er ca 3 cm lengra en loka mál þar sem uppfitjunarkanturinn er ekki mitt ofan á öxl, heldur aðeins niður á bakstykki, peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm. ERMAR: Ermin er prjónuð frá handveg og niður á við. Leggið stykkið flatt og setjið 1 merki efst í handveg = mitt ofan á öxl (ATH! Mitt ofan á öxl er ekki á sama stað og lykkjur voru prjónaðar upp fyrir framstykki, heldur ca 6 til 8 cm niður á framstykki). Prjónið upp lykkjur í kringum handveg, notið hringprjón 3,5 og litinn salvíugrænn og byrjið mitt í nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi – prjónið upp 65-67-73-83-85-91 lykkjur - stillið af að prjónaðar séu upp jafn margar lykkjur hvoru megin við merki. Skiptið yfir á hringprjón 5. Setjið 1 merki í miðjulykkju í umferð (= miðjulykkja ofan á ermi – þetta merki verður að hafa annan lit en hin merkin til að aðgreina þau). Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka með stuttum umferðum yfir ermakúpu til að ermin passi betur og fái betra form, umferðin byrjar mitt undir ermi þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 8-8-8-9-9-9 lykkjur fram hjá merki ofan á öxl (fyrsta merkið sem var sett), snúið stykkinu – lesið LEIÐBEININGAR-2. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 8-8-8-9-9-9 lykkjur fram hjá merki, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 7-7-7-7-7-7 lykkjur frá þar sem snúið var við í fyrra skipti, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið 7-7-7-7-7-7 lykkjur fram hjá þar sem snúið var við í fyrra skipti, snúið stykkinu. Endurtakið síðan UMFERÐ 3 og 4. Prjónið þar til snúið hefur verið við alls 8-8-8-8-10-10 sinnum (= 4-4-4-4-5-5 sinnum í hvorri hlið og síðasta prjónaða umferðin er frá röngu). Á EFTIR SÍÐASTA SKIPTI SEM SNÚIÐ ER VIÐ: Í síðasta skipti sem umferð 4 er prjónuð þá endar umferðin með því að snúa stykkinu, prjónið síðan frá réttu að byrjun umferðar (mitt undir ermi). Setjið 1 merkiþráð mitt undir ermi, þessi merkiþráður er notaður þegar lykkjum er fækkað undir ermi. Látið merkiþráðinn fylgja áfram með í stykkinu. Nú er prjónað í hring í sléttprjóni yfir allar lykkjur JAFNFRAMT er lykkjum fækkað mitt undir ermi og prjónað MYNSTUR – lesið útskýringu að ofan og lesið ÚRTAKA og MYNSTUR að neðan áður en ermin er prjónuð: ÚRTAKA: Þegar ermin mælist 1 cm mælt mitt undir ermi er fækkað um 2 lykkjur 2-2-2-8-8-8 sinnum í annarri hverri umferð – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA að ofan, fækkið síðan um 2 lykkjur í hverjum 1½ cm alls 6-7-7-6-7-7 sinnum = 49-49-55-55-55-61 lykkjur í umferð. MYNSTUR: Munið eftir úrtöku að ofan áður en prjónað er áfram. Þegar stykkið mælist 8-8-7-7-6-6 cm frá merki á öxl, prjónið MYNSTUR, þ.e.a.s. prjónið A.6 hringinn á ermi – mynstrið kemur ekki til með að ganga jafnt upp mitt undir ermum, en teljið út frá miðjulykkju á ermi hvar mynstrið á að byrja mitt undir ermi – merkið mitt ofan á ermi á að passa við merkingu fyrir miðjulykkju í A.6. A.6 er endurtekið alls 5-5-5-5-4-4 sinnum á hæðina, síðan eru fyrstu 3 umferðir prjónaðar í A.6. Prjónið síðan sléttprjón í litnum salvíugrænn að loka máli. Prjónið þar til ermin mælist ca 42-42-40-39-37-36 cm frá merki á öxl. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5 og prjónið stroff í litnum salvíugrænn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) JAFNFRAMT er aukið út um 7-7-9-9-9-11 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 = 56-56-64-64-64-72 lykkjur. Þegar stroffið mælist 5-5-6-6-7-7 cm fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum fyrir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 47-47-46-45-44-43 cm frá merki mitt ofan á öxl. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið hringprjón 3,5 og litinn salvíugrænn. Byrjið frá réttu við aðra axlalínuna og prjónið upp ca 96-100-108-108-120-124 lykkjur innan við 1 lykkju (ef prjónaðar eru upp færri lykkjur er hægt að jafna lykkjufjöldann út í fyrstu umferð) – lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2 og stillið lykkjufjöldann af þannig að stroffið passi við 1 lykkju slétt yfir hvora axlalínu. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 5-5-5-6-6-6 cm. Prjónið 3 umferðir sléttprjón (= rúllukantur). Skiptið yfir á hringprjón 5 og fellið af aðeins laust. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #snowflakeskysweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 34 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 255-35
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.