Manetsch Barbara skrifaði:
Ich hab die Halsblende gestrickt. Nun versuche ich die Passe einzuteilen. Mit der Mascheneinteilung stimmt was nicht.
10.04.2025 - 18:55DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Manetsch, bei der 1. Reihe der Passe wird man regelmäßig verteilt zunehmen und dazu die 9 oder 11 Maschen (siehe Größe ) A.1 bei jeder Raglanlinie stricken. Gerne schreiben Sie hier Ihre Größe, damit wir Ihnen weiterhelfen können. Viel Spaß beim Stricken!
11.04.2025 - 08:58
Anne Langeland skrifaði:
Hei! Hvordan kan jeg laste denne gratis ned? Mvh Anne
07.04.2025 - 17:24DROPS Design svaraði:
Hej Anne, du kan skrive den ud helt gratis hvis du vil det, eller så strikker du efter den opskrift som ligger online på vores hjemmeside :)
09.04.2025 - 14:22
Adel18 skrifaði:
Creo que hay un error en el reparto de los puntos para el canesu. No coinciden con los del cuello. Gracias.
16.01.2025 - 19:02DROPS Design svaraði:
Hola Adel18, ¿puedes indicar qué talla estás trabajando? El número de pts es correcto, por ejemplo, para la talla S: tienes 8 pts de la cenefa, 8 pts en pt jersey, A.1 (= 9 pts), 21 pts en pt jersey, A.1 (= 9 pts), 15 pts en pt jersey, A.1 (= 9 pts), 21 pts en pt jersey, A.1 (= 9 pts), 9 pts en pt jersey, 8 pts de la cenefa. Esos son 125 pts, más los 2 pts aumentados en cada sección de 21 pts = 129 pts. Por lo tanto, el número inicial sin aumentos debería coincidir con el cuello y luego le añades los aumentos para llegar al número indicado para el canesú. Recuerda que A.1 son 9 pts para las 3 primeras tallas y 11 para las tallas grandes.
19.01.2025 - 15:47
D Hansen skrifaði:
Hej Drops. Hvis jeg følger fremgangsmåden til halskant, får jeg ikke rib, men perlestrik. Er der en fejl i opskriften? Starten af forkant med I-cord strikes over 8 masker, dernæst (r,v) indtil 9 masker tilbage, dernæst 1 r og I-cord over 8 masker. Alle pinde skal strikkes på samme måde. Skal der mon i stedet gøres noget andet på efter I-cord på næste pind - den retmaske fra omgangen før, der ligger mellem (r,v) og I-cord? Eller hvad er løsningen?
05.12.2024 - 12:14DROPS Design svaraði:
Hei D. Du strikker de 8 stolpemaskene med i-cord som forklart øverst i oppskriften (de 2 først og de 2 siste maskene strikkes i-cord, men de 6 andre maskene strikkes rett, både fra retten og fra vrange). Når du skal strikke vrangborden fra vrangen strikker du vrangmasker over vrangmasker og rettmasker over rettmasker, slik du får en vrangbord. Skal ikke bli perlestrikk. mvh DROPS Design
09.12.2024 - 13:11
Monique skrifaði:
J'ai du mal à comprendre la séparation qui est faite après l'empiècement pourriez-vous svp me préciser ce que vous entendez dans prendre les aiguilles 3 alors que tout l'empiècement est tricoté au 4 ? et la suite de votre explication. merci
30.11.2024 - 12:58DROPS Design svaraði:
Bonjour Monique, pour ce gilet, on a une fente sur les côtés, ainsi, après 20-21 cm après l'empiècement, on termine chaque partie séparément en commençant par le devant gauche, on va d'abord augmenter à intervalles réguliers puis continuer en côtes avec les aiguilles 3. Bon tricot!
02.12.2024 - 08:49
Tina skrifaði:
Utrolig dårlig kvalitet, nupper helt ekstremt. Votter i dette garnet ser fullstendig tovet ut etter en måneds veldig forsiktig bruk av en voksen dame , og de ble brukt mest til pynt egentlig. Lille skjerfet gikk det litt bedre med, men vil absolutt ikke anbefale garnet til noen som helst plagg som skal brukes fremfor å bli utstilt . Nylaget ser det veldig flott ut. Men i bruk er det ikke.
15.11.2024 - 14:02
Hanne skrifaði:
Når jeg er færdig med udtagningerne på bærestykket måler det ikke de højde cm det skal selvom min strikkefasthed er rigtig. Skal jeg så ikke bare blive ved uden udtagning til det ønskede antal cm?
13.07.2024 - 16:17DROPS Design svaraði:
Hej Hanne. Ja sticka då vidare uden udtagning till önskat antal cm. Mvh DROPS Design
18.07.2024 - 11:04
Daniela skrifaði:
Buongiorno, ho due domande a proposito del collo. Cosa significa " lavorare 1 ferro rovescio DAL ROVESCIO del lavoro"? Posso montare meno maglie per fare in modo che il bordo del collo non si allenti? Grazie
18.06.2024 - 09:16DROPS Design svaraði:
Buongiorno Daniela, il modello è lavorato in piano, deve avviare le maglie, girare il lavoro e lavorare a rovescio sul rovescio del lavoro. Può apportare le modifiche che preferisce al modello. Buon lavoro!
18.06.2024 - 16:48
Catherine skrifaði:
For pattern 248-9, please clarify: 1. The buttonhole should be made at the beginning of the row when work at right side (for female), 2. For yoke, after the collar band is worked, when dividing the front (right), then sleeve, body , sleeve & front(left) when work from the right side. Thank you very much.
19.02.2024 - 08:18DROPS Design svaraði:
Dear Catherine, as this jacket is worked top down you start with left front piece and end with right front piece from right side, that's why the buttonholes will be worked at the end of a row from RS. The first row on yoke including increases worked evenly and first row in A.1 is worked from the right side. Happy knitting!
19.02.2024 - 09:56
Pia skrifaði:
Super super flot🌸
15.02.2024 - 19:45
Red Sunrise Cardigan#redsunrisecardigan |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Daisy. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu, áferðamynstri, klauf í hliðum og I-cord. Stærð S - XXXL.
DROPS 248-9 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD: Í BYRJUN UMFERÐAR: Prjónið kant að framan þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt og 6 lykkjur í garðaprjóni. Í LOK UMFERÐAR: Prjónið kant að framan þannig: Prjónið þar til 8 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 6 lykkjur í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju af þræði eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. Prjónið á sama hátt bæði frá réttu og frá röngu. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Aukið út 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. LASKALÍNA: Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 lykkju á eftir/undan A.1 í hverri skiptingu á milli framstykkja/bakstykkis og erma. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn eins og útskýrt er að neðan, síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni. Á UNDAN A.1: Prjónið uppsláttinn brugðið í aftari lykkjubogann. Það á ekki að myndast gat. Á EFTIR A.1: Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, en í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjón aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn slétt í fremri lykkjubogann. Það á ekki að myndast gat. ÚRTAKA-1 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Lykkjum er fækkað í hvorri hlið á fram- og bakstykki með því að fækka lykkjum hvoru megin við einingu í sléttprjóni á milli A.1 á framstykki og A.1 á bakstykki. Byrjið strax eftir A.1 á vinstra framstykki, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið sléttprjón þar til 2 lykkjur eru eftir á undan næsta A.1, prjónið 2 lykkjur slétt saman. Endurtakið úrtöku í hinni hliðinni á fram- og bakstykki (4 lykkjur færri). ÚRTAKA-2 (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (2 lykkjur færri). HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (séð þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 5 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman, 1 lykkja slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, 1 lykkja slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu í fyrstu umferð frá réttu eftir að kantur í hálsmáli hefur verið prjónaður til loka. Fellið síðan af fyrir 4-4-5-5-5-5 næstu hnappagötum með ca 10-11-9-9-9½-10 cm millibili. Neðsta hnappagatið er staðsett í skiptingunni á milli sléttprjóns og stroffs. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í mynstrinu hafa verið notaðir stuttir og langir prjónar, byrjið á lengdinni sem passar og skiptið um ef þarf. Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan, ofan frá og niður. Þegar berustykki hefur verið prjónað til loka er lykkjum skipt fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað niður á við fram og til baka á hringprjóna, á meðan ermar eru látnar bíða. Stykkið skiptist fyrir klauf í hvorri hlið, síðan eru framstykkin og bakstykkið prjónað til loka hvert fyrir sig. Ermar eru síðan prjónaðar niður á við í hring á sokkaprjóna / hringprjóna. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 125-127-133-141-143-149 lykkjur á hringprjón 3 með DROPS Daisy. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 8 kantlykkjur að framan með I-CORD – lesið útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 9 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju slétt og 8 kantlykkjur að framan með I-cord. Haldið svona áfram með stroff í 4 cm. Setjið 1 merki innan við kant að framan. Berustykkið er nú mælt frá þessu merki. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið fyrstu umferð frá réttu þannig: 8 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið 8-8-10-10-10-12 lykkjur sléttprjón og aukið jafnframt út 0-0-0-1-1-2 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING, prjónið A.1 (vinstra framstykki), prjónið 21 lykkju sléttprjón og aukið jafnframt út 2-2-2-4-4-4 lykkjur jafnt yfir (ermi), prjónið A.1, prjónið 15-17-19-19-21-23 lykkjur sléttprjón og aukið jafnframt út 0-0-0-2-2-4 lykkjur jafnt yfir, prjónið A.2 (bakstykki), prjónið 21 lykkju sléttprjón og aukið jafnframt út 2-2-2-4-4-4 lykkjur jafnt yfir (ermi), prjónið A.1, prjónið 8-8-10-10-10-12 lykkjur sléttprjón og aukið jafnframt út 0-0-0-1-1-2 lykkjur jafnt yfir, endið með 8 kantlykkjum að framan eins og áður (hægra framstykki) og munið eftir HNAPPAGAT í kanti að framan – lesið útskýringu að ofan = 129-131-137-153-155-165 lykkjur. Prjónið til baka frá röngu með 8 kantlykkjur að framan eins og áður, sléttprjón og A.1 í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma (munið eftir að uppslátturinn er prjónaður snúinn, svo ekki komi gat9. Haldið síðan áfram með mynstur fram og til baka með þessum hætti jafnframt því sem aukið er út fyrri LASKALÍNA – lesið útskýringu að ofan. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við A.1 (8 lykkjur fleiri) í annarri hverri umferð (hverri umferð frá réttu) alls 5-6-10-13-12-11 sinnum = 169-179-217-257-251-253 lykkjur. Haldið áfram með útaukningu fyrir laskalínu, en í annað hvert skipti sem aukið er út, er einungis aukið út á framstykkjum/bakstykki. Þ.e.a.s. aukið er út á framstykkjum/bakstykki í annarri hverri umferð og á ermum í 4. hverri umferð (aukið er út til skiptis 4 og 8 lykkjur). Aukið út með þessum hætti 24-26-24-22-26-30 sinnum á framstykkjum/bakstykki (12-13-12-11-13-15 sinnum á ermum). Á eftir síðustu útaukningu eru 313-335-361-389-407-433 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 21-23-24-25-27-29 cm frá merki. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 54-57-61-65-68-74 lykkjur eins og áður (framstykki), setjið næstu 57-61-67-73-75-77 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-10-12-16-18-20 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 91-99-105-113-121-131 lykkjur eins og áður (bakstykki), setjið næstu 57-61-67-73-75-77 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-10-12-16-18-20 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 54-57-61-65-68-74 lykkjur eins og áður (framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 219-233-251-275-293-319 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð 59-62-67-73-77-84 lykkjur inn frá hvorri hlið, það eru 101-109-117-129-139-151 lykkjur á milli merkiþráða á bakstykki. Látið merkiþræðina fylgja áfram með í stykkinu. Merkiþræðirnir eru notaðir síðar þegar skipta á stykkinu upp fyrir klauf í hvorri hlið. Prjónið sléttprjón með 8 kantlykkjur að framan í hvorri hlið eins og áður og haldið áfram með A.1 eins og áður á framstykkjum og bakstykki, þær 10-10-12-16-18-20 lykkjur sem fitjaðar voru upp í hliðum eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 6 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur í hvorri hlið – lesið ÚRTAKA-1. Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 12 cm frá skiptingu = 211-225-243-267-285-311 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 20-20-21-21-21-21 cm frá skiptingu, endið eftir umferð frá röngu. Nú skiptist stykkið við báða merkiþræðina og hvert stykki er prjónað til loka fyrir sig. VINSTRA FRAMSTYKKI: = 57-60-65-71-75-82 lykkjur. Prjónið 1 umferð frá réttu eins og áður þar sem aukið er út um 7-10-8-10-9-9 lykkjur jafnt yfir á milli kant að framan og A.1 og 2-2-3-3-4-5 lykkjur jafnt yfir á milli A.1 og merkiþráðar í hlið – munið eftir ÚTAUKNING = 66-72-76-84-88-96 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið næstu umferð frá röngu þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, 1 lykkja slétt, * 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 8 lykkjur eru eftir, endið með 8 kantlykkjur að framan eins og áður (stroffið á að passa fallega yfir lykkjur í A.1). Haldið svona áfram með stroff fram og til baka í 6 cm (ystu 2 lykkjur að hlið eru prjónaðar á sama hátt og kantur að framan án sléttra lykkja). Fellið af. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl. HÆGRA FRAMSTYKKI: = 57-60-65-71-75-82 lykkjur. Prjónið 1 umferð frá réttu eins og áður þar sem aukið er út um 2-2-3-3-4-5 lykkjur jafnt yfir á milli merkiþráða í hlið og A.1 og 7-10-8-10-9-9 lykkjur jafnt yfir á milli A.1 og kant að framan = 66-72-76-84-88-96 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið næstu umferð frá röngu þannig: 8 kantlykkjur að framan eins og áður, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, 1 lykkja slétt. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka í 6 cm. Fellið af. BAKSTYKKI: = 97-105-113-125-135-147 lykkjur. Prjónið 1 umferð frá réttu eins og áður þar sem aukið er út um 2-2-3-3-4-5 lykkjur í hvorri hlið á milli merkiþráða og A.1 og 16-18-18-20-18-20 lykkjur jafn yfir mitt að aftan á milli lykkja í A.1 = 117-127-137-151-161-177 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið næstu umferð frá röngu þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, 1 lykkja slétt, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, endið með 1 lykkju slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, 1 lykkja slétt. Haldið svona áfram fram og til baka í 6 cm (ystu 2 lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar á sama hátt og kantur að framan án sléttra lykkja). Fellið af. ERMAR: Setjið 57-61-67-73-75-77 lykkjur af þræði í annarri hliðinni á stykki á sokkaprjóna / hringprjóna 4 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 10-10-12-16-18-20 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 67-71-79-89-93-97 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð mitt í 10-10-12-16-18-20 lykkjur undir ermi. Byrjið umferð við merkiþráðinn og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 4-4-4-3-2-2 cm frá skiptingunni, fækkið um 2 lykkju mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum svona í hverjum 7-5½-3½-2½-2½-2 cm alls 5-6-9-13-14-15 sinnum = 57-59-61-63-65-67 lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 39-37-38-37-36-34 cm frá skiptingunni. Nú eru eftir 6 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskuðu máli fyrir stroff. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 11-11-13-13-13-13 lykkjur jafnt yfir = 68-70-74-76-78-80 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið stroff hringinn (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 6 cm. Fellið af. Ermin mælist ca 45-43-44-43-42-40 cm frá skiptingunni. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #redsunrisecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 33 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 248-9
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.