Ariane skrifaði:
Bonjour Pourriez-vous m’envoyer les explications avec des aiguilles droites ? Merci
11.09.2023 - 15:48DROPS Design svaraði:
Bonjour Ariane, on utilise ici une aiguille circulaire pour l'empiècement puis pour le dos et les devants pour avoir suffisamment de place pour y loger toutes les mailles; vous pouvez donc utiliser des aiguilles droites, vos mailles seront juste plus serrées (gardez bien la bonne tension); pour les manches, cette leçon devrait vous aider à adapter les explications pour des aiguilles droites. Bon tricot!
11.09.2023 - 16:10
Eugenia skrifaði:
Hello !!! I have always use 300 gr for my Air knittings as you advice so I have my usual 300 gr for this cardigan. Why did you write 400 gr instead of 300, was this a mistake or would I have to buy an extra 100 gr ? TIA Eugenia
10.09.2023 - 18:59DROPS Design svaraði:
Dear Eugenia, this jacket is slightly wider and longer than usual, the armhole is also much wider, and so is the sleeve. Usual jackets may require 300-350gr depending on the shape, length and pattern. Since this model has larger armholes and sleeves, it may require an extra 50-100gr for the work. Happy knitting!
10.09.2023 - 23:17
Vicki skrifaði:
I have a question about "but every 2nd increase is only the front/back pieces (4 increased stitches ". There are 4 markers, would I increase the stitch before marker 1 BUT not after? Then increase after marker 2 and again before marker 3 and after marker 4? Are these the front and back pieces? Thanks, can't wait to get started on this.
07.09.2023 - 21:34DROPS Design svaraði:
Dear Vicky, after you have increased 8 sts on every other row for raglan body and sleeves, you will now increase alternately 4 sts (body only) and 8 sts (body and sleeve), this means increase first only on front pieces and back pieces as before, and on next row from right side increase as before on front pieces, sleves and back piece. Happy knitting!
08.09.2023 - 08:08
Irina skrifaði:
My perfect cardi
07.08.2023 - 06:39
Ima Gardener skrifaði:
School day cardigan
06.08.2023 - 20:26
Boukje Van Haren skrifaði:
Into the woods
06.08.2023 - 15:05
Inger Holzmann skrifaði:
Green air
06.08.2023 - 12:14
Weronika skrifaði:
Campus Club
06.08.2023 - 11:30
Anke skrifaði:
Jade not jaded
04.08.2023 - 21:20
Selma skrifaði:
Spirulina touch
04.08.2023 - 16:58
No Nonsense Cardigan#nononsensecardigan |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í sléttprjóni með laskalínu og V-hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 244-8 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LASKALÍNA: Aukið út á undan / eftir 2 lykkjur sléttprjón í hverri skiptingu á milli framstykkis / bakstykkis og ermi, merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Nýjar lykkjur eru síðan prjónaðar í sléttprjóni. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (séð þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 4 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu 1 cm eftir síðustu útaukningu fyrir V-hálsmáli. Fyrsta hnappagatið er gert 1 cm á eftir síðustu útaukningu fyrir V-hálsmáli, fellið síðan af fyrir 3 næstu hnappagötum með ca 7-8-8½-7½-8-9 cm millibili. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Byrjið 3 lykkjum á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn er staðsettur á milli 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka, ofan frá og niður. Fyrst eru prjónaðir 2 lausir kantar að framan í garðaprjóni. Síðan eru lykkjur fitjaðar upp á milli þessa tveggja kanta í garðaprjóni að framan fyrir öxl og hálsmál aftan í hnakka. Berustykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, ofan frá og niður. Lykkjur eru auknar út fyrir laskalínu og V-hálsmáli. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN (séð þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp 7 lykkjur á hringprjón 5 með DROPS Air. Prjónið GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan, þar til kantur að framan mælist 17-17-17-19-19-19 cm, endið eftir 1 umferð slétt frá röngu. Geymið stykkið. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN (séð þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp 7 lykkjur á prjón 5 með DROPS Air. Prjónið garðaprjón þar til kantur að framan mælist 17-17-17-19-19-19 cm, endið eftir 1 umferð slétt frá réttu, en ekki klippa þráðinn frá. Nú eru fitjaðar upp 68-68-68-74-74-74 nýjar lykkjur í lok umferðar, síðan eru prjónaðar 7 lykkjur frá hægri kanti að framan slétt = 82-82-82-88-88-88 lykkjur. Prjónið eina umferð frá röngu yfir allar lykkjur, prjónið brugðið yfir nýjar 68-68-68-74-74-74 lykkjur, haldið áfram í garðaprjóni yfir 7 lykkjur í hvorri hlið. Setjið 4 merkiþræði í stykkið, þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar. Merkiþræðirnir eru notaðir þegar auka á út fyrir LASKALÍNA – lesið útskýringu að ofan. Teljið 9 lykkjur, setjið 1. merkiþráð (merkirþáðurinn er settur á milli 2 lykkja), teljið 20 lykkjur, setjið 2. merkiþráð, teljið 24-24-24-30-30-30 lykkjur, setjið 3. merkiþráð, teljið 20 lykkjur, setjið 4. merkiþráð, það eru 9 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta merkiþræði. Haldið áfram með berustykki samkvæmt útskýringu að neðan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! BERUSTYKKI: Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og garðaprjóni í kanti að framan, jafnframt því sem aukið er út fyrir V-hálsmáli og laskalínu eins og útskýrt er að neðan, þetta er gert samtímis, lestu því báða kaflana áður en þú heldur áfram að prjóna. Byrjið mitt að framan og frá réttu. V-HÁLSMÁL: Aukið út fyrir V-hálsmáli innan við kanta að framan í 4. hverri umferð alls 11-11-11-14-14-14 sinnum, aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. 1 cm á eftir síðustu útaukningu fyrir V-hálsmáli, byrjið með affellingu fyrir HNAPPAGAT – lesið útskýringu að ofan. LASKALÍNA: Aukið út hvoru megin við 2 lykkjur í sléttprjóni í hverri skiptingu á milli framstykkis / bakstykkis og erma í 2. hverri umferð (hverri umferð frá réttu = útaukning með 8 lykkjum) alls 6 sinnum – lesið útskýringu að ofan. Síðan heldur útaukningin áfram fyrir laskalínu, en í annað hvert skipti sem aukið er út, er einungis aukið út á framstykkjum / bakstykki (4 lykkjur fleiri). Þ.e.a.s. aukið er út á framstykkjum / bakstykki í annarri hverri umferð (hverri umferð frá réttu) og á ermum í 4. hverri umferð (annarri hverri umferð frá réttu). Aukið svona út alls 18-22-26-26-30-30 sinnum á framstykkjum / bakstykki (9-11-13-13-15-15 sinnum á ermum). STÆRÐ S, M, XL, XXL og XXL (útaukningu í stærð L er lokið): Haldið áfram í sléttprjóni og með útaukningu fyrir laskalínu, en nú er einungis aukið út á fram- og bakstykki, útaukningu fyrir ermum er lokið. Aukið út í annarri hverri umferð alls 2-1-1-1-5 sinnum. ALLAR STÆRÐIR: Nú hefur verið aukið út alls 26-29-32-33-37-41 sinnum á fram- og bakstykki og 15-17-19-19-21-21 sinnum á ermum. Á eftir síðustu útaukningu eru 268-288-308-324-348-364 lykkjur eftir á prjóni. Haldið áfram í sléttprjóni og með garðaprjóni í kanti að framan þar til stykkið mælist ca 24-26-29-29-33-36 cm, mælt frá uppfitjunarkanti mitt að aftan. Berustykkið skiptist nú fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið fyrstu 46-49-52-56-60-64 lykkjur (framstykki), setjið næstu 50-54-58-58-62-62 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 10-10-10-12-14-16 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið næstu 76-82-88-96-104-112 lykkjur (bakstykki), setjið næstu 50-54-58-58-62-62 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 10-10-10-12-14-16 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið síðustu 46-49-52-56-60-64 lykkjur (framstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: = 188-200-212-232-252-272 lykkjur. Prjónið sléttprjón með garðaprjóni í kanti að framan þar til stykkið mælist 18-18-17-19-17-16 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 19-21-21-23-25-27 lykkjur jafnt yfir (ekki er aukið út yfir kanta að framan) = 207-221-233-255-277-299 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4, prjónið næstu umferð þannig – frá röngu: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 8 lykkjur eru eftir, prjónið eina brugðna lykkju og 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 6 cm. Fellið af. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl. ERMI: Setjið 50-54-58-58-62-62 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 10-10-10-12-14-16 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 60-64-68-70-76-78 lykkjur. Setjið einn merkiþráð mitt í nýjar lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 4 cm, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 5.-3½.-2½.-2½.-2.-1½ cm alls 6-8-9-10-11-11 sinnum = 48-48-50-50-54-56 lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist alls ca 36-35-33-32-29-27 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 8-8-10-10-10-12 lykkjur jafnt yfir = 56-56-60-60-64-68 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið stroffprjón (1 lykkja slétt / 1 lykkja brugðið) í 6 cm. Fellið af. Ermin mælist ca 42-41-39-38-35-33 frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. Saumið saman tvo lausu kantana að framan mitt að aftan og saumið kanta að framan við hálsmál aftan í hnakka. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #nononsensecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS 244-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.