Grandet skrifaði:
Bonjour. Quand je tricote les épaules, peu importe la façon d'augmenter les mailles, les côtés (dos et devant) justes près de l'épaule ne se mettent pas à plat, représentent comme des vagues, comme s'il y avait plus de matière. comment éviter cela? Merci beaucoup pour votre aide et désolée pour ma question un peu tordue.
24.12.2023 - 09:19DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Grandet, est-ce que cette vidéoDROPS Workshop. Bon tricot!
02.01.2024 - 08:07
Laura skrifaði:
Vorrei realizzare questo modello in Baby Merino e Kid Silk. Ho visto il convertitore verso Baby Merino, ma non so se sto facendo i conti correttamente quando poi divido i gomitoli fra i due filati. Dai 700 g di Alaska arrivo a 600 di Baby Merino (usato doppio), il che significherebbe, usando il filato singolo... quanti gomitoli di Baby Merino e quanti di Kid Silk? Grazie!!
19.12.2023 - 22:37DROPS Design svaraði:
Buongiormo Laura, 700 g di Alaska corrispondono a 980m: deve raggiungere la stessa metratura per entrambi i filati se li vuole usare singoli, quindi 980m/170m sono circa 6 gomitoli di Baby Merino e 980m/210m corrispondono a circa 5 gomitoli di Kid-Silk. Buon lavoro!
21.12.2023 - 08:11
Nel skrifaði:
Mooie trui maar heel jammer dat er geen verkorte toeren in het rugpand gebreid worden. De trui valt nu aan de voorkant echt niet mooi en het zit ook niet fijn.
01.12.2023 - 16:09
Mira skrifaði:
Hello, Although I got the original Alaska yarn suggested for this pattern and I'm not a tight or loose knitter, my gauge is 14 x 20 instead of 17 x 22 on 5mm needles. I don't want to change to a smaller needle because the fabric on my swatch is already nice and firm, the person I'm knitting this for is in accordance with size M of this pattern, do you think I can go one size down and knit size S? My math calculations shows 10 cm bigger difference even if I knit size S.
03.08.2023 - 08:59DROPS Design svaraði:
Dear Mira, 17 sts x 22 rows with needle size 5 mm is a usual tension for Alaska - you might try with smaller needles to be sure to get the correct tension as well as correct texture - note that the width but also the height is important to such patterns. If you want to keep your own tension, check thoroughly that the pattern will match the finished measurements with your own tension. Happy knitting!
03.08.2023 - 14:21
Sólrún skrifaði:
Hey DROPS Team!\r\nI’m knitting a size M and according to the pattern I have to increase every other round, 16 times in total and it says that the piece should measure 7cm after that. Im on round 12 now and the piece already measures 19cm measured from the neck (where I changed from 4mm to 5mm). I don’t knit particularly loose so I’m wondering if I’m misunderstanding the pattern? Is it just 8 rounds of increases and then 8 rounds of knit one round=16? I’d appreciate any help!
19.05.2023 - 00:34DROPS Design svaraði:
Dear Sólrún, remember to check and keep the correct tension in width but also in height; if you have 22 rows = 10 cm, then the 16 increase rounds for saddle shoulder should measure approx. 7cm from the marker inserted mid back, ie after neck edge (just before inserting markers). Happy knitting!
19.05.2023 - 08:51
Cristina Borghetti skrifaði:
Buongiorno, In che modo posso ottenere uno scollo più accentuato davanti evitando la piega che si forma?
15.05.2023 - 17:20DROPS Design svaraði:
Buonasera Cristina, per un aiuto così personalizzato può rivolgersi al suo rivenditore DROPS di fiducia. Buon lavoro!
15.05.2023 - 21:38
Sunny skrifaði:
Hey! I’m confused by which size I need to make. The bust circumference of the person I’m knitting for is 95-100cm. According to the measurement I would then knit size XXL, is that correct? Seems like a lot for a normal size guy, do the patterns run large?
09.05.2023 - 19:35DROPS Design svaraði:
Dear Sunny! Measurements of the finished garment are given at the end of the pattern in cm. Please add around 5 cm easy for your bust circumference for a fitted jumper or more for a loose jumper. So in your case choose size M for a fitted jumper or bigger for a loose jumper. But make sure you check your knitting tension as well! Hope it helps!
09.05.2023 - 22:20
Hippolyte skrifaði:
Bonjour, Je souhaite réaliser ce modèle en XXL mais avec la laine Air. Est-ce que onze pelotes suffiront? Merci par avance
01.03.2023 - 18:42DROPS Design svaraði:
Bonjour Hippolyte, fout à fait, il vous faut 467 g Air pour remplacer 1000 g Alaska, soit 10 pelotes (pour être sûr d'en avoir assez) (utilisez notre convertisseur pour vérifier les nouvelles quantités)- pensez juste bien à vérifier votre échantillon pour avoir le bon nombre de mailles en largeur mais aussi le bon nombre de rangs en hauteur. Bon tricot!
02.03.2023 - 10:41
Patricia Fuchs skrifaði:
Hallo, Drops-Team, ich erkenne hier keinen besonderen Herrenschnitt. Ist es korrekt, dass man den Pullover genau so auch für eine Dame stricken könnte? Oder wo liegt der Unterschied zu einem Damenpullover? Sind die Schultern eventuell bei diesem Modell breiter? Danke für Ihre Antwort.
17.02.2023 - 11:00DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Fuchs, die Länge sind meistens unterschiedlich, gerne können Sie sich von der Maßskizze oder von solchen Pullover für Damen inspirieren lassen. Viel Spaß beim stricken!
17.02.2023 - 12:06
Pernille skrifaði:
Jeg er enig med Stine. Denne opskrift bør tages ned, pga den store bule der bliver under halsen. Saddelskulder ser smart ud ved skuldrene, men fungerer ikke i halsåbningen. Ærgerlig over at jeg har brugt mit yndlingsgarn på denne sweater til min søn
16.02.2023 - 08:28
Urban Forest#urbanforestsweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir herra úr DROPS Alaska. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tvöföldum kanti í hálsmáli og axlarsæti. Stærð S - XXXL.
DROPS 219-16 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 78 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 22) = 3,5. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir til skiptis ca 3. og 4. hverri lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum, þá er prjónuð í þessu dæmi til skiptis ca önnur hver og 3. hver lykkja og 3. hver og 4. hver lykkja slétt saman. ÚTAUKNING: Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til hægri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til vinstri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 78-82-88-92-98-102 lykkjur á hringprjón 4 með Alaska. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 14½ cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 22-22-32-32-34-38 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 100-104-120-124-132-140 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5. BERUSTYKKI: Setjið nú prjónamerki í byrjun á stykki (= mitt að aftan) – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Að auki eru sett 4 ný prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan – þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar og hvert og eitt af þessum 4 prjónamerkjum er sett á milli 2 lykkja. Prjónamerkin eru notuð þegar auka á út fyrir axlarsæti. 1. prjónamerki: Byrjið mitt að aftan, teljið 17-18-20-21-21-23 lykkjur (= ½ bakstykki), setjið 1. prjónamerki á undan næstu lykkju. 2. prjónamerki: Teljið 16-16-20-20-24-24 lykkjur frá 1. prjónamerki (= axlalykkjur), setjið 2. prjónamerki á undan næstu lykkju. 3. prjónamerki: Teljið 34-36-40-42-42-46 lykkjur frá 2. prjónamerki (= framstykki), setjið 3. prjónamerki á undan næstu lykkju. 4. prjónamerki: Teljið 16-16-20-20-24-24 lykkjur frá 3. prjónamerki (= axlalykkjur), setjið 4. prjónamerki á undan næstu lykkju. Það eru 17-18-20-21-21-23 lykkjur eftir á bakstykki á eftir 4. prjónamerki. Látið þessi 4 prjónamerki fylgja með í stykkinu, það á að auka út lykkjur við hvert af þessum prjónamerkjum. ÚTAUKNING FYRIR AXLARSÆTI: Prjónið sléttprjón hringinn. JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út um 4 lykkjur fyrir axlarsæti þannig: Aukið út á UNDAN 1. og 3. prjónamerki og aukið út á EFTIR 2. og 4. prjónamerki – sjá ÚTAUKNING. Einungis er aukið út á framstykki og bakstykki og fjöldi lykkja á öxl verður sá sami. Haldið áfram hringinn svona og aukið út á sama hátt í hverri umferð alls 14-16-16-18-20-22 sinnum = 156-168-184-196-212-228 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Á eftir síðustu útaukningu mælist stykkið ca 6-7-7-8-9-10 cm frá prjónamerki við hálsmál. Aukið síðan út fyrir ermar eins og útskýrt er að neðan. ÚTAUKNING Á ERMUM: Prjónið sléttprjón hringinn. JAFNFRAMT í næstu umferð er aukið út um 4 lykkjur fyrir ermar þannig: Aukið út á EFTIR 1. og 3. prjónamerki og aukið út á UNDAN 2. og 4. prjónamerki – munið eftir ÚTAUKNING. Einungis er aukið út á ermum og fjöldi lykkja á framstykki og bakstykki verður sá sami. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 11-13-13-15-12-12 sinnum = 200-220-036-256-260-276 lykkjur. Stykkið á nú að mælast 16-19-19-22-20-21 cm frá prjónamerki við háls. Í stærð S er prjónað áfram þar til stykkið mælist 17 cm. Ef stykkið mælist styttra en þetta í stærð M, L, XL, XXL og XXXL, prjónið e.t.v. áfram að réttu máli án þess að auka út lykkjur. Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan. ÚTAUKNING Á BERUSTYKKI: Færið 4 prjónamerkin frá útaukningu á ermum, þannig að hvert af 4 prjónamerkjum sitji í ystu lykkju í hvorri hlið á hvorri ermi. Það eru 36-40-44-48-46-46 lykkjur á milli lykkja með prjónamerki í hvorri ermi. Í næstu umferð er aukið út um 8 lykkjur fyrir berustykki með því að auka út lykkjum bæði á undan og á eftir hverjum af 4 lykkjum með prjónamerki í – munið eftir ÚTAUKNING. Aukið nú út lykkjur á framstykki, bakstykki og á báðum ermum og útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 4-4-6-6-8-10 sinnum = 232-252-284-304-324-356 lykkjur. Þegar öll útaukning hefur verið gerð mælist stykkið ca 21-23-24-27-27-30 cm. Ef stykkið mælist styttra en þetta er prjónað áfram þar til stykkið mælist 21-23-24-27-27-30 cm án útaukninga. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið yfir fyrstu 35-38-42-45-49-55 lykkjur (= ½ bakstykki), setjið næstu 46-50-58-62-64-68 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 12-12-12-14-14-14 lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 70-76-84-90-98-110 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 46-50-58-62-64-68 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 12-12-12-14-14-14 lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið síðustu 35-38-42-45-49-55 lykkjur (= ½ bakstykki). Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 164-176-192-208-224-248 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 29-29-29-28-29-28 cm frá skiptingu, aukið út um 16-18-20-20-22-26 lykkjur jafnt yfir (= 180-194-212-228-246-274 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 5 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 60-62-64-66-68-70 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka 46-50-58-62-64-68 lykkjur af þræði í annarri hliðinni stykki á stuttan hringprjón /sokkaprjóna 5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 12-12-12-14-14-14 nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 58-62-70-76-78-82 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í nýjar lykkjur (= 6-6-6-7-7-7 nýjar lykkjur hvoru megin við prjónamerki). Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 4 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki undir ermi – munið eftir ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 11-6-3½-3-3-2½ cm millibili alls 4-6-9-11-11-13 sinnum = 50-50-52-54-56-56 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 41-39-39-37-38-36 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 10-8-8-8-10-8 lykkjur jafnt yfir = 40-42-44-46-46-48 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 5 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið stroffið niður efst í hálsmáli að innanverðu á stykki. Saumið stroffið niður að röngu þannig að það myndist uppábrot. Til að koma í veg fyrir að kantur í hálsmáli verði stífur og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #urbanforestsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 219-16
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.