Hvornår Skal Jeg Skifte Til 80cm Rundpinde? skrifaði:
Jeg kan ikke finde info om skift til rundpind 80 cm. i opskriften. Kan I hjælpe?
30.03.2025 - 13:48DROPS Design svaraði:
Hei. Du skifter til 80 cm etter behov. Blir det for mange masker på 40 cm skifter du til 80 cm. mvh DROPS Design
31.03.2025 - 13:52
Adela skrifaði:
He estado leyendo el patrón para hacerlo. Si se hicieran vueltas cortas, en la espalda no quedaría mejor la parte delantera sin esa arruga?
22.02.2025 - 11:06DROPS Design svaraði:
Hola Adela, puedes hacer tus propias modificaciones a la labor, si te parece que el diseño final se ajusta más a lo que quieres. Nosotros no solemos hacer vueltas acortadas en los jerseys de hombros martillo, porque la forma de trabajar los hombros martillo complica el trabajo de la elevación en la espalda, pero puedes hacer tu versión y probar si te queda mejor.
24.02.2025 - 00:06
Martin skrifaði:
Bonjour, Il y a une petite erreur dans le paragraphe " augmentations empiècement " concernant le nombre de mailles des manches pour la taille M . Il y en a 42 et non 40. De base 16 plus 13 augmentations de 2 mailles = (13×2)+16 = 42. Sinon il est très agréable à tricoter pour le moment ! Merci
07.02.2025 - 16:25DROPS Design svaraði:
Bonjour Martin, c'est exact, il y a bien 42 mailles pour la manche après les augmentations de la manche, mais pour l'empiècement, on va déplacer les marqueurs dans la 1ère maille et dans la dernière maille de la manche, ainsi, il ne reste plus que 40 mailles pour la manche entre les 2 marqueurs. Bon tricot!
10.02.2025 - 12:31
Gerda Torfs skrifaði:
Ik versta niet hoe je de steek moet opnemen voor de markeerdraad. Graag een betere uitleg
31.01.2025 - 15:53DROPS Design svaraði:
Dag Gerda,
In een van de video's (met de titel "Hoe u meerdert voor de zadelschouders") die bij het patroon staan, wordt uitgelegd hoe je dit doet, op ongeveer 1:03.
15.02.2025 - 11:44
Greanecia Jyrwa skrifaði:
Hello. May i know the chest size measurements of the finished project.
12.01.2025 - 10:14DROPS Design svaraði:
Dear Greanecia, the measurements are indicated in the size chart at the end of the pattern. Since the body of the sweater is straight, the chest measurements are the same as the lower edge measurements. You can check how to interpret this chart in the following lesson: https://www.garnstudio.com/lesson.php?id=24&cid=19. Happy knitting!
12.01.2025 - 13:26
Martine skrifaði:
Pouvez-vous s'il-vous-plaît m'aider dans ma recherche d'un modèle similaire à Urban Forest, avec des manches marteau, fil Karisma ou un fil du même groupe ? Ce modèle me plaît beaucoup et je recherche parmis le modèle DROPS homme un modèle avec manches marteau et le fil KARISMA ou du même groupe de fil. Je vous remercie par avance pour votre aide éventuelle.
20.12.2024 - 00:33DROPS Design svaraði:
Bonjour Martine, retrouvez ici les pulls homme que nous avons avec manches marteau, tricotés avec une laine du groupe de fils B comme Karisma (utilisez le convertisseur si besoin). Bon tricot!
20.12.2024 - 11:29
Martine skrifaði:
Est-ce- que ce modèle Urban forest peut être tricoter avec le fil KARISMA ? Je souhaite réaliser ce modèle en taille L avec le fil KARISMA, est-ce realisable ? Si pas réalisable avec KARISMA, avec quel autre fil traité super Wash ? Merci pour votre réponse.
17.12.2024 - 23:25DROPS Design svaraði:
Bonjour Martine, ce modèle se tricote en Alaska = laine du groupe C alors que Karisma appartient au groupe de fils B et n'est donc pas ici une alternative; utilisez le convertisseur pour voir les alternatives possibles et les quantités correspondantes. En laine Superwash, vous pouvez utiliser Big Merino (1 fil) ou bien en tricotant avec 2 fils: Baby Merino ou Fabel. Bon tricot!
18.12.2024 - 08:25
Saira skrifaði:
Hello, I am increasing for yoke but i don't understand how to increase on both sides of marker I'm so confused rn kindly share some tips or any vedio so can i understand it clearly. Thank you
29.11.2024 - 06:23DROPS Design svaraði:
Ho Saira, please watch the video HERE from the start to 2:20, but instead of knit 8 you will make knit 1 (stitch with marker). See INCREASE TIP (before and after marker) as well. Happy knitting!
29.11.2024 - 09:56
Susanne skrifaði:
Det går inte att se på videon, har tittat 50 ggr
04.11.2024 - 14:18
Susanne Andersson skrifaði:
Öka maskor på sadelaxel till ärmarna. 20 masker till ärmarna. När man ökar till ärmarna gör man det utanför dom 20 maskerna? Man ökar ju efter 1: a och 3:e markören. Och före 2:a och 4:e markören. Ska man öka mellan maskorna som markören sitter i?
04.11.2024 - 07:03DROPS Design svaraði:
Hei Susanne. Ta en titt på hjelpevideoene til hvordan man strikker sadelskulder. Hur man ökar maskor till ärmarna på sadelaxel OG Hur man ökar maskor till sadelaxel . Du finner videoer til høyre / eller under bildene. mbh DROPS Design
04.11.2024 - 13:28
Urban Forest#urbanforestsweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir herra úr DROPS Alaska. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tvöföldum kanti í hálsmáli og axlarsæti. Stærð S - XXXL.
DROPS 219-16 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 78 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 22) = 3,5. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir til skiptis ca 3. og 4. hverri lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum, þá er prjónuð í þessu dæmi til skiptis ca önnur hver og 3. hver lykkja og 3. hver og 4. hver lykkja slétt saman. ÚTAUKNING: Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til hægri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til vinstri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 78-82-88-92-98-102 lykkjur á hringprjón 4 með Alaska. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 14½ cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 22-22-32-32-34-38 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 100-104-120-124-132-140 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5. BERUSTYKKI: Setjið nú prjónamerki í byrjun á stykki (= mitt að aftan) – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Að auki eru sett 4 ný prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan – þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar og hvert og eitt af þessum 4 prjónamerkjum er sett á milli 2 lykkja. Prjónamerkin eru notuð þegar auka á út fyrir axlarsæti. 1. prjónamerki: Byrjið mitt að aftan, teljið 17-18-20-21-21-23 lykkjur (= ½ bakstykki), setjið 1. prjónamerki á undan næstu lykkju. 2. prjónamerki: Teljið 16-16-20-20-24-24 lykkjur frá 1. prjónamerki (= axlalykkjur), setjið 2. prjónamerki á undan næstu lykkju. 3. prjónamerki: Teljið 34-36-40-42-42-46 lykkjur frá 2. prjónamerki (= framstykki), setjið 3. prjónamerki á undan næstu lykkju. 4. prjónamerki: Teljið 16-16-20-20-24-24 lykkjur frá 3. prjónamerki (= axlalykkjur), setjið 4. prjónamerki á undan næstu lykkju. Það eru 17-18-20-21-21-23 lykkjur eftir á bakstykki á eftir 4. prjónamerki. Látið þessi 4 prjónamerki fylgja með í stykkinu, það á að auka út lykkjur við hvert af þessum prjónamerkjum. ÚTAUKNING FYRIR AXLARSÆTI: Prjónið sléttprjón hringinn. JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út um 4 lykkjur fyrir axlarsæti þannig: Aukið út á UNDAN 1. og 3. prjónamerki og aukið út á EFTIR 2. og 4. prjónamerki – sjá ÚTAUKNING. Einungis er aukið út á framstykki og bakstykki og fjöldi lykkja á öxl verður sá sami. Haldið áfram hringinn svona og aukið út á sama hátt í hverri umferð alls 14-16-16-18-20-22 sinnum = 156-168-184-196-212-228 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Á eftir síðustu útaukningu mælist stykkið ca 6-7-7-8-9-10 cm frá prjónamerki við hálsmál. Aukið síðan út fyrir ermar eins og útskýrt er að neðan. ÚTAUKNING Á ERMUM: Prjónið sléttprjón hringinn. JAFNFRAMT í næstu umferð er aukið út um 4 lykkjur fyrir ermar þannig: Aukið út á EFTIR 1. og 3. prjónamerki og aukið út á UNDAN 2. og 4. prjónamerki – munið eftir ÚTAUKNING. Einungis er aukið út á ermum og fjöldi lykkja á framstykki og bakstykki verður sá sami. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 11-13-13-15-12-12 sinnum = 200-220-036-256-260-276 lykkjur. Stykkið á nú að mælast 16-19-19-22-20-21 cm frá prjónamerki við háls. Í stærð S er prjónað áfram þar til stykkið mælist 17 cm. Ef stykkið mælist styttra en þetta í stærð M, L, XL, XXL og XXXL, prjónið e.t.v. áfram að réttu máli án þess að auka út lykkjur. Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan. ÚTAUKNING Á BERUSTYKKI: Færið 4 prjónamerkin frá útaukningu á ermum, þannig að hvert af 4 prjónamerkjum sitji í ystu lykkju í hvorri hlið á hvorri ermi. Það eru 36-40-44-48-46-46 lykkjur á milli lykkja með prjónamerki í hvorri ermi. Í næstu umferð er aukið út um 8 lykkjur fyrir berustykki með því að auka út lykkjum bæði á undan og á eftir hverjum af 4 lykkjum með prjónamerki í – munið eftir ÚTAUKNING. Aukið nú út lykkjur á framstykki, bakstykki og á báðum ermum og útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 4-4-6-6-8-10 sinnum = 232-252-284-304-324-356 lykkjur. Þegar öll útaukning hefur verið gerð mælist stykkið ca 21-23-24-27-27-30 cm. Ef stykkið mælist styttra en þetta er prjónað áfram þar til stykkið mælist 21-23-24-27-27-30 cm án útaukninga. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið yfir fyrstu 35-38-42-45-49-55 lykkjur (= ½ bakstykki), setjið næstu 46-50-58-62-64-68 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 12-12-12-14-14-14 lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 70-76-84-90-98-110 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 46-50-58-62-64-68 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 12-12-12-14-14-14 lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið síðustu 35-38-42-45-49-55 lykkjur (= ½ bakstykki). Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 164-176-192-208-224-248 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 29-29-29-28-29-28 cm frá skiptingu, aukið út um 16-18-20-20-22-26 lykkjur jafnt yfir (= 180-194-212-228-246-274 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 5 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 60-62-64-66-68-70 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka 46-50-58-62-64-68 lykkjur af þræði í annarri hliðinni stykki á stuttan hringprjón /sokkaprjóna 5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 12-12-12-14-14-14 nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 58-62-70-76-78-82 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í nýjar lykkjur (= 6-6-6-7-7-7 nýjar lykkjur hvoru megin við prjónamerki). Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 4 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki undir ermi – munið eftir ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 11-6-3½-3-3-2½ cm millibili alls 4-6-9-11-11-13 sinnum = 50-50-52-54-56-56 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 41-39-39-37-38-36 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 10-8-8-8-10-8 lykkjur jafnt yfir = 40-42-44-46-46-48 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 5 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið stroffið niður efst í hálsmáli að innanverðu á stykki. Saumið stroffið niður að röngu þannig að það myndist uppábrot. Til að koma í veg fyrir að kantur í hálsmáli verði stífur og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #urbanforestsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 219-16
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.