Katelijne skrifaði:
Bonjour, Quelle fil pourrais-je utiliser pour obtenir un résultat le plus proche de ce modele Merci et belle journée à vous, Katelijne
12.07.2024 - 15:39DROPS Design svaraði:
Bonjour Katelijne, pour remplacer Big Delight en conservant l'effet de couleurs, vous pouvez utiliser 2 fils Fabel ou bien 1 fil Fabel + 1 autre fil du groupe A. Votre magasin pourra vous aider à choisir les nuances si besoin, même par mail ou téléphone. Bon tricot!
29.07.2024 - 09:43
Cate skrifaði:
For the yoke I have 80 stitches after my yarn over round. To place the markers that is only adding up to 76 stitches. What am I doing wrong?
27.01.2024 - 00:18DROPS Design svaraði:
Hi Cate, The markers are inserted in the next stitch, not before the next stitch, which accounts for your 4 missing stitches. Happy knitting!
29.01.2024 - 06:42
Debra skrifaði:
I love the Metamorphosis sweater and have started to knit it. But I cannot get further than the second row of A1 on the yoke because i seem to lose the yarnover stitches at the ends of the needle and cannot work out how to correct it. Please can you advise me what I am doing wrong? I have knit flat Fishermans Rib before, but this is quite different. I am so frustrated because I want to get on with it and watch the pattern grow.
07.03.2023 - 20:59DROPS Design svaraði:
Dear Debra, this video shows how to work English rib in the round with 2 colours - it might help you to visualize the transition between rounds. Happy knitting!
08.03.2023 - 09:14
Elle skrifaði:
This looks like Dancing Aurora 218-26 How are they different?
22.11.2022 - 15:48DROPS Design svaraði:
Dear Elle, the right side rows are not the same in these both patterns, here you have the knitted stitches of the English rib worked in Big delight in the other pattern, they are worked with Air. Happy knitting!
22.11.2022 - 16:12
Sophie skrifaði:
Bonjour, le fils big delight n'étant plus disponible, par quoi pouvons nous le remplacer ? Cordialement
20.09.2022 - 09:38DROPS Design svaraði:
Bonjour Sophie, vous pouvez utiliser par exemple une autre laine du groupe C ou bien 2 fils du groupe A comme Fabel ou Delight (pour conserver l'effet dégradé) + une autre laine du groupe A, découvrez ici un mélange Delight-Kid-Silk, votre magasin saura vous conseiller les couleurs assorties si besoin, même par mail ou téléphone. Bon tricot!
20.09.2022 - 10:13
Pamela Poulin skrifaði:
I live in Canada, and I would like to order the wool for the Metamorphosis #119 or Divergence # 274 pattern . I am a size large. Could you shipped to Canada? Thanks for your help. Your patterns are very nice. Best regards, Pam
01.06.2022 - 15:25DROPS Design svaraði:
Dear Pam, you will find the list of DROPS Stores in/shipping to Canada here. Happy knitting!
01.06.2022 - 16:51
Camilla Standnes skrifaði:
Nå er jeg lettere frustrert. Jeg har begynt å strikke på denne genseren, og vært veldig fokusert på oppskrifte/mønsteret. Nå har jeg kommet et stykke, og holdt på i mange dager. Oppdager nå at oppskriften ikke gir meg denne genseren, men det er lik oppskrift som Dancing Aurora - og det jeg har strikket likner mer på den enn Metamorphosis!!!? Og når jeg sammenlikner oppskriftene så er de like? Så utrolig frustrerende! Hva har skjedd?
11.01.2022 - 22:24DROPS Design svaraði:
Hej Camilla, det er samme opskift men den ene er med den ene side som retside, og den anden er med den anden side som retside. Vi skriver i opskriften: Arbeidet vrenges når det er strikket ferdig (før montering), slik at Big Delight blir synlig på rettsiden. God fornøjelse!
17.01.2022 - 13:40
Jacqueline Evans skrifaði:
I can't find the colour 06 Autumn Forest in Big Delight in stores in the UK. Has it been discontinued?
30.09.2021 - 23:35DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Evzans, correct, you can replace DROPS Big Delight with 1 strand Delight + 1 strand another yarn group A - try out our yarn converter - read morea bout alternatives here your DROPS store will help you choosing the best matching alternative. Happy knitting!
01.10.2021 - 07:45
Lieve Coeck skrifaði:
Ik brei model 215-22. Ik heb opgemerkt dat het stekenpatroon hetzelfde is als van model 218-26, nochtans zien beide modellen er niet hetzelfde uit. Ik bekom ribben zoals bij model 218-26. Ook wordt mijn breiwerk hierdoor te smal, wat doe ik fout?
11.08.2021 - 12:02DROPS Design svaraði:
Dag Lieve,
Het stekenpatroon is inderdaad exact hetzelfde, alleen wordt deze trui aan het einde binnenstebuiten gekeerd, zodat Big Delight meer zichtbaar is. Wat betreft de afmetingen: heb je een proeflapje gemaakt om de stekenverhouding te controleren? Pas eventueel de naalddikte aan voor een juiste stekenverhouding.
17.08.2021 - 12:56
Lieve Coeck skrifaði:
Ik brei model 215-22, en ik heb gemerkt dat het stekenpatroon hetzelfde is als bij 218-16. Ik bekom het resultaat van 218-16 ipv 215-22 en mijn breiwerk is te smal. Wat doe ik fout?
07.08.2021 - 15:05
Metamorphosis#metamorphosissweater |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air og DROPS Big Delight. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í tveggja lita klukkuprjóni með laskalínu. Stærð S – XXXL.
DROPS 215-22 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Allar umferðir í oddatölu eru prjónaðar með Big Delight. Allar umferðir í sléttri tölu eru prjónaðar með Air (sjá mynsturteikningu). ÚTAUKNING FYRIR LASKALÍNU: Aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við brugðnu lykkjurnar með prjónamerki í (= laskalínu lykkjur), þ.e.a.s. aukið út í sléttri lykkju og uppslátt sem liggur næst laskalínu lykkju. Aukið út um 2 lykkjur hvoru megin við laskalínu lykkjurnar (= 16 lykkjur fleiri í útaukningsumferð. Allar útaukningar eru gerðar í umferð þar sem uppslátturinn og slétta lykkjan eiga að prjónast slétt saman (= umferð sem prjónuð er með Air). Aukið út um 2 lykkjur í slétta lykkju og uppslátt með því að prjóna 3 lykkjur í lykkjuna og uppsláttinn þannig: Prjónið lykkjuna og uppsláttinn slétt saman, en bíðið með að lyfta lykkjunni og uppslættinum af vinstra prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón og prjónið sömu lykkju og uppsláttinn slétt saman einu sinni til viðbótar, sleppið síðan sléttu lykkjunni og uppslættinum sem prjónað var í af vinstra prjóni (= 2 lykkjur fleiri). Prjónið síðan nýjar lykkjur í klukkuprjóni (A.1), en takið vel eftir að í fyrstu umferð á eftir umferð með útaukningum, eru brugðnu lykkjurnar í útaukningunni prjónaðar brugðið án þess að prjóna þær saman með uppslætti þar sem ekki hefur verið gerður neinn uppsláttur. ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Fækkið lykkjum undir ermi hvoru megin við 3 lykkjur mitt undir ermi (1 lykkja brugðið + 1 klukkuprjónslykkja (= lykkja með prjónamerki) + 1 lykkja brugðið. Öll úrtaka er gerð í umferð þar sem uppslátturinn og slétta lykkjan er prjónað slétt saman (= í umferð sem prjónuð er með Air). FÆKKIÐ UM 2 LYKKJUR TIL VINSTRI ÞANNIG (þ.e.a.s. byrjið strax á eftir fyrstu lykkju brugðið á eftir lykkju með prjónamerki í): Lyftið yfir fyrstu sléttu lykkjunni og uppslættinum á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt saman, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman (þ.e.a.s. 1 lykkja brugðið + slétt lykkja og uppslátt), steypið síðan lyftu lykkjunni og uppslættinum yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru saman (= 2 lykkjur færri). FÆKKIÐ UM 2 LYKKJUR TIL HÆGRI ÞANNIG (þ.e.a.s. byrjið 4 lykkjum + 2 uppsláttum á undan lykkju með prjónamerki í): Lyftið yfir fyrstu sléttu lykkjunni og uppslættinum á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt saman, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni og uppslættinum yfir brugðnu lykkjuna, lyftið lykkjunni til baka á vinstri prjón, lyftið lykkjunni og uppslættinum næst brugðnu lykkjunni með prjónamerki yfir lykkjuna sem var sett til baka á vinstri prjón, lyftið að lokum yfir lykkjuna sem eftir er á hægri prjóni (= 2 lykkjur færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. Berustykki, fram- og bakstykki og ermar er prjónað í tveggja lita klukkuprjóni með Air sýnilegt frá réttu og Big Delight sýnilegt frá röngu. Stykkinu er snúið þegar það hefur verið prjónað til loka (fyrir frágang), þannig að Bid Delight verður sýnilegt frá réttu. Kantur í hálsi og stroff neðst á ermum og fram- og bakstykki er prjónað með Air. ATH: Allur lykkjufjöldinn sem gefinn er upp þegar klukkuprjón er prjónað er án uppsláttar þar sem uppslátturinn er talin sem 1 lykkja saman með lykkju sem hefur verið lyft af prjóni. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 78-82-86-88-96-100 lykkjur á stuttan hringprjón 4 með 1 þræði Air. Byrjun á umferð = mitt að aftan. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 8 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 2-2-6-4-0-0 lykkjur jafnt yfir = 76-80-80-84-96-100 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð. Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan. Berustykkið er mælt frá prjónamerkinu. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 5 og prjónið 1 umferð slétt. Næsta umferð er prjónuð þannig: * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið eins og prjónað er að neðan (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar). Prjónamerkin eru notuð síðar þegar auka á út fyrir laskalínu. Teljið 13-15-15-15-17-17 lykkjur (= hálft bakstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju (laskalínu lykkja), teljið 9-9-9-9-13-13 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju (= laskalínu lykkja), teljið 27-29-29-31-33-35 lykkjur (= framstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju (= laskalínu lykkja), teljið 9-9-9-9-13-13 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju (= laskalínu lykkja). Það eru 14-14-14-16-16-18 lykkjur eftir á bakstykki á eftir síðasta prjónamerki. Prjónið síðan A.1 hringinn, önnur hver umferð er prjónuð með Air/Big Delight. JAFNFRAMT er aukið út fyrir LASKALÍNA eins og útskýrt er að neðan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! LASKALÍNA: Þegar prjónaðar hafa verið alls 7 umferðir með A.1 (og næsta umferð byrjar með «prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman» og prjóna á með Air), aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan (= 16 lykkjur fleiri í útaukningsumferð). Aukið svona út í 8. hverri umferð (þ.e.a.s. í 4. hverri umferð með sýnilegum klukkuprjóns lykkjum á hæðina) alls 7-8-9-10-11-12 sinnum á hæðina = 188-208-224-244-272-292 lykkjur í umferð. Haldið áfram með A.1 án útaukninga þar til stykkið mælist 18-20-22-24-26-28 cm frá prjónamerki við háls (stykkið mælist ca 22-24-26-28-30-32 cm frá öxl). Nú skiptist berustykki fyrir fram- og bakstykki og ermar. Þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð frá miðju að aftan. Prjónið 27-31-33-35-39-43 lykkjur eins og áður (= hálft bakstykki), setjið næstu 39-43-45-51-57-59 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 9 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 55-61-67-71-79-87 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 39-43-45-51-57-59 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 9 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið 28-30-34-36-40-44 lykkjur sem eftir eru eins og áður (= hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 128-140-152-160-176-192 lykkjur. Haldið áfram með A.1 eins og áður. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 30 cm frá skiptingu í öllum stærðum (nú eru eftir ca 4 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið með Air til loka. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) – í fyrstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt saman með sléttum lykkjum. Þegar stroffið mælist 4 cm, fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 39-43-45-51-57-59 lykkjur af þræði í annarri hliðinni á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 5 og fitjið upp 9 nýjar lykkjur mitt undir ermi = 48-52-54-60-66-68 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í miðju af 9 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Prjónið A.1 hringinn og passið uppá að byrja í réttir umferð í mynstri þannig að umferð með Air verði mest sýnileg frá réttu alveg eins og á berustykki. JAFNFRAMT í 8. umferð (þ.e.a.s. í 4. sýnilegu umferð með klukkuprjóns lykkjum á hæðina), fækkið um 4 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA (fækkið um 2 lykkjur til vinstri á eftir lykkju með prjónamerki í og fækkið um 2 lykkjur til hægri á undan lykkju með prjónamerki í). Fækkið lykkjum svona í 8.-8.-8.-8.-6.-6. hverri umferð (þ.e.a.s. í 4.-4.-4.-4.-3.-3. hverri umferð með sýnilegum klukkuprjóns lykkjum á hæðina) alls 3-3-3-4-4-4 sinnum á hæðina = 36-40-42-44-50-52 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 40-38-36-35-33-32 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 4 cm til loka, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). Skiptið yfir á sokkaprjóna 4 og prjónið með Air til loka. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) – í fyrstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt saman með sléttum lykkjum. Þegar stroffið mælist 4 cm, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING! Ermin mælist ca 44-42-40-39-37-36 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Snúið peysunni, þannig að Big Delight sé mest sýnileg frá réttu. Saumið saman op undir ermum. Brjótið stroffið niður efst í hálsmáli að innanverðu á stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kantur í hálsmáli verði stífur og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #metamorphosissweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 215-22
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.