Klukkuprjón - yfirlit

Leitarorð: byrjendur, prjón lykkjur,

Klukkuprjón er prjónaðferð þar sem prjónað er með tvöföldum lykkjum til að fá greinilegar, þykkar rendur í stykkið – eins og stroff. Aðferðin gefur fyllta og þykka útkomu sem passar vel t.d. í hálsklúta, peysur og teppi.

Það eru til margar útgáfur af klukkuprjóni – allt frá hvaða/hversu margar lykkjur maður prjónar á milli randa (hvort sem er) í þeirri aðferð sem er notuð. Nokkrar útgáfur hafa mynstur sem er á annarri hliðinni, á meðan aðrar eru með mynstur sem er eins á báðum hliðum. Það er einnig hægt að prjóna klukkuprjón með 2 litum – þetta gefur fallega viðbót þar sem litirnir verða gagnstæðir frá réttu og frá röngu.

Það sem allar aðferðir með klukkuprjóni hafa sameiginlegt er að prjónað er með tvöföldum lykkjum (annað hvort með uppslætti eða með því að prjóna í lykkju að neðan) – þess vegna þarf meira af garni þegar klukkuprjón er prjónað en þegar prjónað er venjulegt stroff.

Algengustu 4 aðferðirnar með klukkuprjóni eru eftirfarandi:

Báðar aðferðirnar með klukkuprjóni gefa sömu útkomu, aðferðirnar gefa útkomu sem er eins bæði frá réttu og frá röngu – aðal munurinn er að Klukkuprjón án uppsláttar getur verið aðeins stífari en Klukkuprjón án uppsláttar, því hér prjónar maður í lykkjuna í umferðinni að neðan.

Falskt klukkuprjón er sama aðferð og Klukkuprjón með uppslætti, en hér er mynstrið bara prjónað í annarri hverri umferð.

Hálft klukkuprjón er sama aðferð og Klukkuprjón án uppsláttar, en hér er mynstrið einungis prjónað í annarri hverri umferð. Bæði Falskt klukkuprjón og Hálft klukkuprjón gefur útkomu sem er mismunandi mynstur frá réttu og frá röngu – það þarf því minna garn en í aðferðum með klukkuprjóni.


Hvernig á að prjóna þessar 4 aðferðir með klukkuprjóni

Hægt er að prjóna þessar aðferðir bæði fram og til baka og í hring. Hægt er að prjóna yfir sléttar tölur og oddatölur á lykkjum. Í dæminu að neðan þá er prjónað fram og til baka yfir oddatölur á lykkjum.

Myndin að neðan sýnir stykki séð frá réttu, myndin til hægri sýnir stykki séð frá röngu.

Klukkuprjón með uppslætti

Þetta er algengasta aðferðin við að prjóna klukkuprjón og gefur fallega útkomu sem er eins frá réttu og frá röngu.

Prjónað er þannig (fram og til baka með 1 kantlykkju í hvorri hlið):

1. umferð: 1 lykkja garðaprjón, * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með 1 lykkju slétt og 1 lykkju garðaprjón.

2. umferð: 1 lykkja garðaprjón, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðið, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna slétt saman *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðið, 1 lykkja garðaprjón.

3. umferð: 1 lykkja garðaprjón, * prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðið, prjónið frá *-* þar til eftir er 1 uppslátturinn og 2 lykkjur, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna slétt saman, 1 lykkja garðaprjón.

Endurtakið 2. og 3. umferð upp úr .

Sjá DROPS myndband: Hvernig á að prjóna klukkuprjón

Klukkuprjón án uppsláttar

Þessi aðferð gefur útkomu sem er alveg eins á báðum hliðum.

Prjónað er þannig (fram og til baka með 1 kantlykkju í hvorri hlið):

1. umferð (ranga): Prjónið allar lykkjur slétt.

2. umferð (rétta): Prjónið 1 lykkju slétt, * 1 lykkja brugðin, prjónið 1 lykkju slétt í lykkjuna undir næstu lykkju *, prjónið frá *-* þar til eftir eru 2 lykkjur, prjónið 1 lykkju brugðið, 1 lykkja slétt.

Endurtakið 2. umferð.

Sjá DROPS myndband: Hvernig á að prjóna klukkuprjón án uppsláttar fram og til baka

Falskt klukkuprjón

Falskt klukkuprjón er sama aðferð og Klukkuprjón með uppslætti, en uppslátturinn er einungis prjónaður í annarri hverri umferð. Þess vegna er ekkert mynstur á réttunni.

Prjónað er þannig (fram og til baka með 1 kantlykkju í hvorri hlið):

1. umferð: 1 lykkja garðaprjón, * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með 1 lykkju slétt og 1 lykkju garðaprjón.

2. umferð: 1 lykkja garðaprjón, * 1 lykkja slétt, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna brugðna saman *, endurtakið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með 1 lykkju slétt og 1 lykkju garðaprjón.

Endurtakið 1. og 2. umferð upp úr.

Sjá DROPS kennslumyndband: Hvernig á að prjóna falskt klukkuprjón - 1

Hálft klukkuprjón

Hálft klukkuprjón er sama aðferð og Klukkuprjón án uppsláttar, en prjónað er í lykkju að neðan einungis í annarri hverri umferð. Mynstrið verður því einungis á réttunni.

Prjónað er þannig (fram og til baka með 1 kantlykkju í hvorri hlið):

1. umferð (ranga): Prjónið allar lykkjur slétt.

2. umferð (rétta): Prjónið 1 lykkju slétt, * prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið 1 lykkju slétt í lykkjuna undir næstu lykkju *, prjónið frá *-* út umferðina.

Endurtakið 1. og 2. umferð.

Sjá DROPS myndband: Hvernig á að prjóna hálft klukkuprjón

Athugasemdir (1)

Sahar Taha 25.03.2019 - 18:38:

You are very great to collect these stitches and help us to know the difference between them

Skrifa athugasemd eða spurningu við þetta kennslumyndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.