Brekelmans skrifaði:
De aangegeven maten voor deze trui zijn niet helemaal correct; 6 maten voor aantal jaar en 5 voor de lengte....
19.07.2019 - 15:25
Jeanette skrifaði:
Mi consulta es la medida del raglán, 18 cm en la talla más grande, se toma en forma oblicua \, o recto ? Saludos
23.05.2019 - 02:00DROPS Design svaraði:
Hola Jeanette. El raglán se mide recto desde el hombro hacia abajo.
25.05.2019 - 18:59
Liselotte Hansen skrifaði:
Jeg skal strikke Model ai-014-bn. Den sidste pind i diagram A1 hvor er de 2 masker hende i begge sider? og når jeg strikke de 4 omslag øges maskkeantallet. Jeg er godt med på at jeg skal fortsætte med A2. Håber at høre fra jer på forhånd tak. Vh Lotte
08.05.2019 - 16:36DROPS Design svaraði:
Hei Liselotte. Strikkediagrammene lese nedenfra og opp, fra høyre mot venstre. Det er altså på første pinne at du har 17 masker, og øker 4 masker (sorte ovaler) slik at på pinne 2 har du 21 masker (2 masker mer i hver side). Du kan lesemer om hvordan du leser strikkediagrammer her. God fornøyelse
10.05.2019 - 08:41
Betty Murud skrifaði:
Hei ! Mønster A1: Når raden med 8 huller er ferdig, altså 21 masker og tre omganger etter den. Så begynner en ny rapport som skal bli 17 masker. Jeg har strikka mye i mitt lange liv. Dette får jeg ikke til. Hilsen BM
26.04.2019 - 22:39DROPS Design svaraði:
Hei Betty, Når du er ferdig med A.1 skal du strikke A.2 fram til ferdig mål. God fornøyelse!
27.04.2019 - 15:13
Corry Dubois skrifaði:
Verkeerde uitleg onder de video's van de 5 minderingen ,denk dat ze verwisseld zijn
08.04.2019 - 15:44
Synne Kraver skrifaði:
Finnes denne oppskriften i voksen størrelse?
19.03.2019 - 09:43DROPS Design svaraði:
Hei Synne. Ja, det gjør den. Det er voksenmodell 196-4, her. God fornøyelse
19.03.2019 - 13:36
Clover#cloversweater |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS Air eða DROPS Paris. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með gatamynstri og laskalínu. Stærð 2-12 ára.
DROPS Children 34-4 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 54 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 6) = 9. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir ca 9. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum, eru prjónaðar í þessu dæmi ca 8. og 9. hver lykkja slétt saman. PERLUPRJÓN: UMFERÐ 1: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, endurtakið frá *-*. UMFERÐ 2: sléttar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir sléttar lykkjur. Endurtakið umferð 2. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 2 lykkjur slétt í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 8 lykkjur fleiri í hverri umferð). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur með perluprjóni á ermum og slétttprjóni á framstykki/bakstykki. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, prjónið 3 lykkjur brugðið saman. Þá verða 3 lykkjur að 1 lykkju, færið síðan prjónamerki til á undan þessari lykkju. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Á eftir berustykki er fram- og bakstykki prjónað í hring á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. BERUSTYKKI: Fitjið upp 54-54-58-62-64-68 lykkjur á hringprjón 4,5 með Air eða Paris. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 6-6-6-6-8-16 lykkjur jafnt yfir – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 60-60-64-68-72-84 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Setjið nú 1 prjónamerki hér – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið án þess að prjóna þannig: Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= í skiptinguna á milli ermi og bakstykkis), setjið 1 prjónamerki eftir nýjar 21-21-23-25-25-31 (= bakstykki), setjið 1 prjónamerki eftir nýjar 9-9-9-9-11-11 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki eftir nýjar 21-21-23-25-25-31 lykkjur (= framstykki), nú eru eftir 9-9-9-9-11-11 lykkjur að fyrsta prjónamerki (= ermi). Prjónið næstu umferð þannig: Umferðin byrjar við fyrsta prjónamerki, í skiptingunni á milli ermi og bakstykkis. Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 19-19-21-23-23-29 lykkjur sléttprjón (= bakstykki), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkju slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 7-7-7-7-9-9 lykkjur PERLUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan (= ermi), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1-1-2-3-3-6 lykkjur sléttprjón, prjónið A.1 (= 17 lykkjur = framstykki), prjónið 1-1-2-3-3-6 lykkjur sléttprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 7-7-7-7-9-9 lykkjur perluprjón (= ermi), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Fyrsta útaukningin fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, er nú lokið (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Haldið áfram með þetta mynstur og aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð alls 13-14-15-16-17-17 sinnum (meðtalin fyrsta útaukning eins og útskýrt er að ofan). ATH: Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið A.2 (= 21 lykkja) yfir A.1. Endurtakið A.2 á hæðina til loka. Á eftir síðustu útaukningu fyrir laskalínu eru 168-176-188-200-212-224 lykkjur í umferð. Haldið áfram með mynstur eins og áður, án útaukninga, þar til stykkið mælist 13-14-15-16-17-18 cm frá prjónamerki í byrjun á berustykki. Næsta umferð er prjónað í mynstri og sléttprjóni eins og áður, en byrjið umferð 1 lykkju fyrr (á undan 2 lykkjum í sléttprjóni á milli ermi og bakstykkis). Prjónið sléttprjón yfir 49-51-55-59-61-67 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 33-35-37-39-43-43 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 4-4-4-6-6-6 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), haldið áfram í sléttprjóni og mynstur yfir næstu 53-55-59-63-65-71 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 33-35-37-39-43-43 lykkjur á þráð (= hin ermin), fitjið upp 4-4-4-6-6-6 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvort fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: Nú eru 110-114-122-134-138-150 lykkjur í umferð. Tengið saman stykkið og haldið áfram í sléttprjóni og mynstur A.2 eins og áður. Þegar stykkið mælist 16-19-22-25-28-31 cm frá skiptingu er prjónuð 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 10-12-14-16-18-20 lykkjur jafnt yfir = 120-126-136-150-156-170 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5 og prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með prjón 5,5. Klippið frá og festið enda. ERMI: Setjið lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á hringprjón/sokkaprjón 5,5 (= 33-35-37-39-43-43 lykkjur). Prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 4-4-4-6-6-6 lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 37-39-41-45-49-49 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 4-4-4-6-6-6 lykkjur og byrjið umferð hér. Prjónið perluprjón. Þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 2½-3-3½-4-4½-5½ cm millibili alls 6-6-7-7-7-7 sinnum = 25-27-27-31-35-35 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til ermin mælist 18-22-26-30-34-38 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 3-3-3-3-3-3 lykkjur í öllum stærðum = 28-30-30-34-38-38 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4,5 og prjónið stroff með 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið í 4 cm. Fellið laust af með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur – til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur, fellið af með prjón 5,5. Klippið frá og festið enda. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #cloversweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 34-4
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.