Anna skrifaði:
In questo modello c'è scritto:Lavorare il giro successivo con il motivo a maglia rasata come prima ma iniziare il giro 1 maglia prima ( prima delle due maglie a maglia rasata tra le maniche e il dietro).Potreste spiegare meglio per favore?Se il giro precedente finisce dove c'è il primo segnapunti come faccio a iniziare il giro successivo sui due punti che precedono il segnapunti?Grazie mille
23.10.2023 - 23:04
Anna skrifaði:
Per avviare le maglie per lo sprone sto usando ferro circolare più grande (nr 5) eppure mi sembra che l'apertura per la testa sia troppo piccola. Il numero delle maglie da avviare è corretto? Vorrei lavorare la taglia 9/10 anni 09.10.2023 - 23:59
10.10.2023 - 08:38DROPS Design svaraði:
Buonasera Anna, può scegliere una tecnica di avvio più morbida, ma al momento non ci sono correzioni per il modello. Buon lavoro!
19.10.2023 - 23:36
Anna skrifaði:
Per avviare le maglie per lo sprone sto usando ferro circolare più grande (nr 5) eppure mi sembra che l'apertura per la testa sia troppo piccola. Il numero delle maglie da avviare è corretto? Vorrei lavorare la taglia 9/10 anni
09.10.2023 - 23:59DROPS Design svaraði:
Buonasera Anna, può scegliere una tecnica di avvio più morbida, ma al momento non ci sono correzioni per il modello. Buon lavoro!
19.10.2023 - 23:36
Cathy skrifaði:
Combien doit-on tricoter de rangs entre 2 rangs de diminution sur les schémas A.1 et A.2?
01.08.2023 - 18:43DROPS Design svaraði:
Bonjour Cathy, on ne tricote A.1 qu'une seule fois en hauteur, dès que A.1 est terminé, on va répéter A.2, autrement dit, les jetés/diminutions se font tous les 6 rangs dans les diagrammes. Bon tricot!
02.08.2023 - 07:52
Patty Walk skrifaði:
Please send me your answer to the question I just asked about the raglan increases to my email. I forgot to check send to my email. Thank you
08.05.2023 - 12:10
Patty Walk skrifaði:
When doing the raglan increases for the yoke, don't the number of stitches change since you're increasing, so your stitch count changes next to the marker threads?
08.05.2023 - 12:08DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Walk, correct, the number of sts on front piece/back piece and both sleeves will increase by 2 on every other round, ie after each increase = you increase 8 sts on each increase round. Happy knitting!
08.05.2023 - 16:08
Patty Walk skrifaði:
Could you please reword the "Note" section of the yoke where the pattern says: When A1 has been completed in height work A2 (21 stitches) over A1. Repeat A2 in height to finished length. Thank you so much. This is very confusing to me.
07.05.2023 - 12:43DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Walk, after the 6 rows in A.1 are done, work A.2 instead of A.1 and repeat A.2 in height = repeat the 6 rows in A.2. Happy knitting!
08.05.2023 - 09:45
Patty Walk skrifaði:
The yoke says Knit one round then work rib in the round(=knit 1/ purl 1) for 3 cm. Does this mean knit one round then purl one round or does it mean knit one stitch then purl one stitch? Thank you for your time.
07.05.2023 - 01:20DROPS Design svaraði:
Dear Patty, this means: knit one whole round. Next round start to knit rib = work alternately one st knit, one st purl in whole round. This rib repeat till piece measures 3 cm (= rib edge of neck). Happy knitting!
07.05.2023 - 08:43
Maja Astrup Hansen skrifaði:
Når jeg når til 3. omgang på selve trøjen = 2. omgang med raglan udtagninger og linje 3 i A1 har jeg for mange masker i forstykket mellem A1 og omslaget og markøren. er der fejl i opskriften??
17.03.2023 - 14:58DROPS Design svaraði:
Hei Maja. Har ingen tilbakemeldinger på at det er noe feil, men for å dobbeltsjekke er det fint om du opplyser hvilken str du strikker, og om hvor mange masker du har. Du kan også telle maskene etter hver økeomgangen, slik at du er sikker på om du har økt det antall masker du skal. mvh DROPS Design
20.03.2023 - 11:53
Michelle skrifaði:
Peut on tricoter ce joli pull avec des aiguilles droites? Je ne suis pas à l'aise avec des aiguilles circulaires.Merci de me répondre. Bien créativement
14.02.2023 - 15:40DROPS Design svaraði:
Bonjour Michelle, probablement, mais vous devrez alors faire les ajustements nécessaires - cette leçon pourra vous y aider. Bon tricot!
14.02.2023 - 17:59
Clover#cloversweater |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS Air eða DROPS Paris. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með gatamynstri og laskalínu. Stærð 2-12 ára.
DROPS Children 34-4 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 54 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 6) = 9. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir ca 9. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum, eru prjónaðar í þessu dæmi ca 8. og 9. hver lykkja slétt saman. PERLUPRJÓN: UMFERÐ 1: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, endurtakið frá *-*. UMFERÐ 2: sléttar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir sléttar lykkjur. Endurtakið umferð 2. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 2 lykkjur slétt í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 8 lykkjur fleiri í hverri umferð). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur með perluprjóni á ermum og slétttprjóni á framstykki/bakstykki. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, prjónið 3 lykkjur brugðið saman. Þá verða 3 lykkjur að 1 lykkju, færið síðan prjónamerki til á undan þessari lykkju. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Á eftir berustykki er fram- og bakstykki prjónað í hring á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. BERUSTYKKI: Fitjið upp 54-54-58-62-64-68 lykkjur á hringprjón 4,5 með Air eða Paris. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 6-6-6-6-8-16 lykkjur jafnt yfir – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 60-60-64-68-72-84 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Setjið nú 1 prjónamerki hér – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið án þess að prjóna þannig: Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= í skiptinguna á milli ermi og bakstykkis), setjið 1 prjónamerki eftir nýjar 21-21-23-25-25-31 (= bakstykki), setjið 1 prjónamerki eftir nýjar 9-9-9-9-11-11 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki eftir nýjar 21-21-23-25-25-31 lykkjur (= framstykki), nú eru eftir 9-9-9-9-11-11 lykkjur að fyrsta prjónamerki (= ermi). Prjónið næstu umferð þannig: Umferðin byrjar við fyrsta prjónamerki, í skiptingunni á milli ermi og bakstykkis. Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 19-19-21-23-23-29 lykkjur sléttprjón (= bakstykki), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkju slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 7-7-7-7-9-9 lykkjur PERLUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan (= ermi), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1-1-2-3-3-6 lykkjur sléttprjón, prjónið A.1 (= 17 lykkjur = framstykki), prjónið 1-1-2-3-3-6 lykkjur sléttprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 7-7-7-7-9-9 lykkjur perluprjón (= ermi), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Fyrsta útaukningin fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, er nú lokið (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Haldið áfram með þetta mynstur og aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð alls 13-14-15-16-17-17 sinnum (meðtalin fyrsta útaukning eins og útskýrt er að ofan). ATH: Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið A.2 (= 21 lykkja) yfir A.1. Endurtakið A.2 á hæðina til loka. Á eftir síðustu útaukningu fyrir laskalínu eru 168-176-188-200-212-224 lykkjur í umferð. Haldið áfram með mynstur eins og áður, án útaukninga, þar til stykkið mælist 13-14-15-16-17-18 cm frá prjónamerki í byrjun á berustykki. Næsta umferð er prjónað í mynstri og sléttprjóni eins og áður, en byrjið umferð 1 lykkju fyrr (á undan 2 lykkjum í sléttprjóni á milli ermi og bakstykkis). Prjónið sléttprjón yfir 49-51-55-59-61-67 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 33-35-37-39-43-43 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 4-4-4-6-6-6 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), haldið áfram í sléttprjóni og mynstur yfir næstu 53-55-59-63-65-71 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 33-35-37-39-43-43 lykkjur á þráð (= hin ermin), fitjið upp 4-4-4-6-6-6 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvort fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: Nú eru 110-114-122-134-138-150 lykkjur í umferð. Tengið saman stykkið og haldið áfram í sléttprjóni og mynstur A.2 eins og áður. Þegar stykkið mælist 16-19-22-25-28-31 cm frá skiptingu er prjónuð 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 10-12-14-16-18-20 lykkjur jafnt yfir = 120-126-136-150-156-170 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5 og prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með prjón 5,5. Klippið frá og festið enda. ERMI: Setjið lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á hringprjón/sokkaprjón 5,5 (= 33-35-37-39-43-43 lykkjur). Prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 4-4-4-6-6-6 lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 37-39-41-45-49-49 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 4-4-4-6-6-6 lykkjur og byrjið umferð hér. Prjónið perluprjón. Þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 2½-3-3½-4-4½-5½ cm millibili alls 6-6-7-7-7-7 sinnum = 25-27-27-31-35-35 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til ermin mælist 18-22-26-30-34-38 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 3-3-3-3-3-3 lykkjur í öllum stærðum = 28-30-30-34-38-38 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4,5 og prjónið stroff með 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið í 4 cm. Fellið laust af með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur – til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur, fellið af með prjón 5,5. Klippið frá og festið enda. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #cloversweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 34-4
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.