Doris Inskeep skrifaði:
In the pattern Karisma for the yoke. When u are decreasing do you decrease the sleeves as well as the front and back or just on the front and back?
19.01.2020 - 23:37DROPS Design svaraði:
Dear Doris, when you are shaping the raglan, you should decrease on both side of every A.5 pattern - toward the body as well as toward the sleeves = 8 stitches decreased on the round. Happy Knitting!
20.01.2020 - 02:59
Claire Cummins skrifaði:
I cant find the A5 section of chart to join the sleeves to the body to commence the yolk. Am I just being dim lol
19.01.2020 - 20:43DROPS Design svaraði:
Dear Claire, the diagram for the A.5 pattern is right next to the diagrams of A.3, it is basically a column of 2 stitches knitted with stocking stitch. Happy Knitting!
20.01.2020 - 03:07
Tamsin skrifaði:
Yoke: to start between left sleeve and back piece: instructions are for knitting over front/back before top of sleeve so this doesn’t work. Decreases on yoke: I used the charts as instructed for A6 for size S. The chart finishes a row before the 27th decrease. I’ll either knit an extra row or decrease on the last row of pattern which should work ok but thought you should know! Otherwise it all seems to have worked but glad I just spotted the changes to neck.
13.01.2020 - 00:19
Andréa skrifaði:
Bonjour, Très joli modèle , J'ai tricoté les dos et devant , pas de problème particulier . Maintenant les manches et les augmentations en cours de jacquard et ça se complique . Ave vous une astuce pour reprendre le diagramme sans se perdre dans le motif . Merci beaucoup
08.01.2020 - 21:31
Claire skrifaði:
Bonjour Je fais à taille L j ai tricoté A3 jusqu a la flècheL puis je fais les diminutions et tricote les125 mailles en quel point? Merci A3
31.12.2019 - 13:27DROPS Design svaraði:
Bonjour Claire! Vous faites 125 mailles suivantes selon le diagramme A.3. Bon tricot!
31.12.2019 - 17:23
Gisèle Fleury skrifaði:
Bonjour, j'ai commencé ce modèle en taille L et m'aperçois que les bandes couleur chêne points reliefs font gaufrées par rapport au point jacquard. Dois-je prendre une aiguille plus grosse pour le jacquard qui paraît plus serré ? Merci.
10.12.2019 - 13:12DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Fleury, vérifiez bien votre tension; pour que les mesures finales soient les mêmes que celles du schéma, vous devez avoir 20 m x 26 rangs en jersey et jacquard et 20 mailles x 28 rangs en point texturé = 10 x 10 cm. Adaptez la taille des aiguilles si besoin - plus d'infos ici. Bon tricot!
10.12.2019 - 13:28
Jorunn Kløve skrifaði:
Jeg strikker str M
21.11.2019 - 14:48
Jorunn Kløve skrifaði:
Hei, Jeg trenger å snakke med noen om denne genseren. Sliter med å forstå fellingen på halskanten?? Mvh Jorunn
18.11.2019 - 22:26DROPS Design svaraði:
Hej Jorunn, hvilken størrelse strikker du, så skal vi forklare hvordan du feller over maskerne til halskant :)
21.11.2019 - 14:46
Knitinoz skrifaði:
This pattern is too big in the shoulders if you are a small or short person I find these essays rather tedious not how I or others would write a pattern , I had to alter this pattern as I have had to do with other patterns from drops, out of 6 patterns both knitting and crochet I always have to make alterations as they never fit well.
08.10.2019 - 06:53
Anne Mette Skytte skrifaði:
Jeg vil meget gerne bede om hjælp til at bestille garn til denne trøje. Jeg er en L-XL, Hvor meget skal jeg bruge af hvert garn/farve?
07.10.2019 - 13:36DROPS Design svaraði:
Hei Anne. Til høyre/eller under bildet finner du garnmengden som skal brukes til denne genseren, i alle størrelser og farge. Garnmengden er oppgitt i gram. God Fornøyelse!
07.10.2019 - 14:09
Valdres#valdressweater |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa með laskalínu úr DROPS Karisma. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með norrænu mynstri og áferðamynstri í röndum. Stærð S - XXXL.
DROPS 197-1 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 260 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 44 = 5,9. Í þessu dæmi þá eru prjónaðar ca 5. og 6. hver lykkja saman. LEIÐBEININGAR-1: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist saman. LEIÐBEININGAR-2 (á við um berustykki): Ef prjónfestan passar ekki á hæðina og það verða fleiri umferðir á hæðina á 10 cm en sem gefið er upp í uppskrift, þá verður berustykkið allt of stutt og handvegur of lítill. Þetta er hægt að laga með því að prjóna 1 auka umferð í sléttprjóni með jöfnu millibili á berustykki. ÚTAUKNING (á við um ermar): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt svo ekki myndast göt. LASKALÍNA: Fækkið lykkjum fyrir laskalínu hvoru megin við hvert A.5 þannig: Fækkið um 1 lykkju á eftir A.5 þannig: Takið síðustu lykkju í A.5 af prjóni, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). Fækkið um 1 lykkju á undan A.5 þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan A.5, prjónið næstu 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). Þ.e.a.s. fækkað er um 2 lykkjur við hvert A.5 og alls 8 sinnum í umferð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, neðan frá og upp. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna. Stykkin eru sett saman og berustykki er prjónað í hring. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 260-288-316-344-376-400 lykkjur á hringprjón 3,5 með litnum ljós eik. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4,5 og prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 44-48-52-56-64-64 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚRTAKA = 216-240-264-288-312-336 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt þannig: Setjið 1 prjónamerki í fyrstu lykkju, prjónið 107-119-131-143-155-167 lykkjur slétt, setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, prjónið sléttar lykkjur út umferðina. Prjónamerki merkir hliðar í stykki. Prjónið síðan A.1 yfir allar lykkjur (= 18-20-22-24-26-28 mynstureiningar með 12 lykkjum). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, setjið 1 prjónamerki mitt í umferð (það á að mæla frá þessu prjónamerki síðar). Prjónið síðan A.2 yfir A.1 – lesið LEIÐBEININGAR-1. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið A.3 yfir A.2. Þegar prjónað hefur verið að ör í A.3 (sjá ör fyrir þína stærð) prjónið næstu umferð í A.3 þannig: Fellið af 4 lykkjur, prjónið næstu 101-113-125-137-149-161 lykkjur eins og áður, fellið af næstu 7 lykkjur, prjónið næstu 101-113-125-137-149-161 lykkjur eins og áður, fellið af síðustu 3 lykkjur. Stykkið mælist ca 32-29-32-32-31-30 cm frá prjónamerki (ca 43-40-45-45-46-45 cm öll lengdin). Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Stykkið er prjónað i hring á sokkaprjóna, skiptið yfir á stuttan hringprjón þegar nægilega margar lykkjur eru á prjóni. Fitjið upp 48-52-52-56-56-60 lykkjur á sokkaprjón 3,5 með litnum ljós eik. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5 cm. Skiptið yfir á sokkaprjón 4,5 og prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 8-10-8-10-8-10 lykkjur jafnt yfir = 40-42-44-46-48-50 lykkjur. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM: Prjónið nú mynstur ca 8-8-5-5-4-4 cm, ef óskað er eftir að stilla lengdina á ermi er það gert núna – sjá útskýringu að neðan. Prjónið nú sömu mynstureiningu eins og á fram- og bakstykki (frá prjónamerki og upp að handveg = ca 32-29-32-32-31-30 cm), þ.e.a.s. öll ermin á að mælast ca 45-42-42-42-40-39 cm. Gerið þannig: Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt undir ermi). Prjónið 1 umferð sléttprjón, prjónið síðan næstu umferð þannig: Prjónið A.4a (= 2-3-4-5-0-1 lykkjur), A.4b (= 12 lykkjur) alls 3-3-3-3-4-4 sinnum á breidd, A.4c (= 2-3-4-5-0-1 lykkjur). Haldið áfram þar til A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina – ATH: Ef óskað er eftir því að hafa ermina lengri eru endurteknar 2 umferðir merktar með stjörnu að óskaðri lengd, áður en prjónað er áfram í næstu umferð í A.4. Ef óskað er eftir að hafa ermarnar styttri er einungis prjónaður óskaður fjöldi umferða af A.4, en prjónið minnst 1 af umferðum brugðið. – JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 10-9-9-10-12-12 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki (= 2 lykkjur fleiri) – lesið ÚTAUKNING! Aukið svona út með 2-1½-1½-1½-1-1 cm millibili alls 16-21-20-19-24-23 sinnum = 72-84-84-84-96-96 lykkjur. Lykkjur í A.4a og A.4c og útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inni í mynstur A.4b. Þegar A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað A.2 (= 12 lykkjur) yfir allar lykkjur – A.2 er prjónað yfir A.4b og er stillt út í hvorri hlið, útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið A.3 (= 12 lykkjur) yfir A.2. Þegar allar lykkjur undir ermi hafa verið auknar út, prjónið A.3 alls 6-7-7-7-8-8 sinnum á breidd. Þegar prjónað hefur verið að ör í A.3 er næsta umferð prjónuð þannig: Fellið af 4 lykkjur, prjónið næstu 65-77-77-77-89-89 lykkjur eins og áður, fellið af síðustu 3 lykkjur. Ermin mælist ca 45-42-42-42-40-39 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem lykkjur eru felldar af fyrir handvegi = 332-380-404-428-476-500 lykkjur. Byrjið umferð í skiptingunni á milli hægri ermi og bakstykkis. Prjónið þannig: * A.5 (= 2 lykkjur, laskalína), haldið áfram með mynstur A.3 eins og áður yfir næstu 97-109-121-133-145-157 lykkjurnar (= framstykki/bakstykki), A.5 (= 2 lykkjur, laskalína), prjónið mynstur A.3 eins og áður yfir næstu 65-77-77-77-89-89 (= ermi) *,prjónið *-* alls 2 sinnum – lesið LEIÐBEININGAR-2. Haldið svona áfram með mynstur og fækkið lykkjum fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, í annarri hverri umferð alls 27-31-32-33-37-39 sinnum. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina er prjónað A.6 (= 12 lykkjur) yfir A.3. Á eftir síðustu úrtöku fyrir laskalínu eru 116-132-148-164-180-188 lykkjur í umferð. Haldið áfram þar til A.6 hefur verið prjónað til loka. Stykkið mælist ca 20-23-24-25-27-28 cm. Prjónið nú upphækkun aftan í hnakka til að flíkin passi betur og að berustykkið verði aðeins hærra aftan í hnakka. Hægt er að sleppa þessari upphækkun, þá verður hálsmálið alveg eins að framan og að aftan. Prjónið upphækkun aftan í hnakka eða farið beint áfram og prjónið kant í hálsmáli ef ekki er óskað eftir upphækkun. UPPHÆKKUN Í HNAKKA: Hoppið yfir þennan kafla ef ekki er óskað eftir upphækkun. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar (þetta merkir byrjun á umferð eftir að upphækkun hefur verið prjónuð). Haldið áfram með litnum ljós eik og prjónið að miðju að aftan, setjið 1 merkiþráð. Byrjið frá réttu og prjónið sléttar lykkjur þar til prjónaðar hafa verið 30-30-34-34-40-40 lykkjur slétt fram hjá merkiþræði, snúið, herðið á þræði og prjónið 60-60-68-68-80-80 lykkjur brugðið til baka. Snúið, herðið á þræði og prjónið 54-54-61-61-72-72 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 48-48-54-54-64-64 lykkjur brugðið til baka. Snúið, herðið á þræði og prjónið 42-42-48-48-56-56 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 36-36-42-42-48-48 lykkjur brugðið til baka. Snúið, herðið á þræði og prjónið 30-30-35-35-40-40 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 24-24-28-28-32-32 lykkjur brugðið, snúið, herðið á þræði og prjónið að miðju að aftan. Klippið frá. Umferðin byrjar nú við prjónamerki, þ.e.a.s. í skiptingu á milli hægri ermi og bakstykkis. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Haldið áfram með litnum ljós eik og prjónið næstu umferð með úrtöku þannig: Prjónið * 40-46-54-58-66-70 lykkjur slétt og fækkið um 0-6-12-13-19-22 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur – munið eftir ÚRTAKA, prjónið næstu 18-20-20-24-24-24 lykkjur 2 og 2 slétt saman (= 9-10-10-12-12-12 lykkjur færri) *, prjónið *-* alls 2 sinnum = 98-100-104-114-118-120 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið næstu umferð þannig: Prjónið * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til eftir eru 8-0-4-4-8-0 lykkjur, prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) yfir þær lykkjur sem eftir eru = 116-120-124-136-140-144 lykkjur. Uppslátturinn er prjónaður snúinn í stroffi (þ.e.a.s. 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur þegar stroffið mælist 3 cm. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir hvorri ermi í ystu lykkjubogana. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #valdressweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 197-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.