Bodil Liland skrifaði:
Hei, strikker nederst på ermet, og ser at det mellom B og C på mønsteret A4 er en overgang der det blir 2 vrange ( dvs siste fem masker på xl str.) Det virker ikke logisk og spørsmålet mitt er om det er riktig ? Det er jo ikke slik i overgangen A - B ?
03.06.2019 - 15:28DROPS Design svaraði:
Hei Bodil. Ja, her burde diagrammet ha en rettmaske-rad før varngmasken. Vi skal få endret diagrammet snarest. Når det er sagt så vil det bli en ugjevn overgang mellom begynnelsen og slutten av omgangen (mellom a og c), og det er meningen. God fornøyelse
06.06.2019 - 07:37
Maja skrifaði:
Thanks, I've figured out that I mistook the measurement for the raglan depth (reflects number of rows in the yoke) in the diagram for the arm width (number of stitches around arm). Sorry, it's my first raglan sweater. Your website is extremely helpful and your yarns are a pleasure, thank you for making it all available.
27.05.2019 - 18:45
Maja skrifaði:
2. The instructions for the sleeve have 77 live stitches and 7 bound-off stitches at the top of the arm for size L, which would be 84 st = 42 cm circumference where the sleeve is joined to the body, or 21 cm width. But the diagram has the upper arm at 24+3 (+3 again? - above dashed line) cm width for size L. Is that correct? Why is the measurement in the diagram greater than the number of stitches at the top of the arm would allow? Thanks.
26.05.2019 - 02:08DROPS Design svaraði:
Dear Maja, the measurements on the left side is matching the length of the yoke, not the width of the sleeve. Happy knnitting!
28.05.2019 - 10:37
Maja skrifaði:
Hi, I'm trying to understand the measurement diagram at the end of the pattern to help me decide which size to knit and how this will fit my upper arm. I have two questions, the second will follow. 1. What does the dashed line at the top of the sleeve at the left side of the diagram represent? I don't see a corresponding instruction for this 3-cm band of the sleeve width. Thanks, I'm looking forward to knitting this sweater and appreciate the diagram, and your website.
26.05.2019 - 02:07DROPS Design svaraði:
Dear Maja, the dotted line reperents the measurements where the neck would be without the elevation knitted with the short rows. Happy Knitting!
26.05.2019 - 20:57
Odile skrifaði:
Hello, I am about to buy yarn for this lovely pattern. However, I am wondering how to choose the size. Is this sweater designed with a lot of ease? Thanks
22.05.2019 - 10:58DROPS Design svaraði:
Hi Odile. Yes, this is a wide model. At the bottom of the page, below the diagrams, you'll find a measurement sketch containing all the measurements in the different size. Happy knitting.
22.05.2019 - 12:00
Meg skrifaði:
When increasing for the sleeves, how do you keep the fairisle pattern? I increase the 2 stitches on each side of the marker, but I don't know how to make them follow the pattern. The only instructions I see are "The stitches in A.4a and A.4c and the increased stitches are worked into pattern A.4b as you go." But where do they get worked in? How do you know what the new stitches should be knit as? Thanks!
16.05.2019 - 02:57DROPS Design svaraði:
Dear Meg, after you increased the stitches, you will have some extra stitches, after the last repeat. These stitches should be knitted starting the pattern repeat again, though you will not have enough stitches for a full repeat. Happy Knitting!
27.05.2019 - 02:01
Margareta skrifaði:
Hej! Stickar denna tröja i storlek Large. Har kommit upp till A6 och undrar om A2 dvs raglanmaskorna ska stickas i mönsterfärgen eller fortsätta vara i grundfärgen? Har försökt att placera mönstret ovanför föregående mönsterfärg o fortsätta med minskningarna före och efter A5 men tycker inte att det blir snyggt med något av alternativen
22.03.2019 - 07:55DROPS Design svaraði:
Hei Margareta. Det er A.5 (2 masker) som er raglanlinjen, og denne strikkes i bunnfargen. Når du setter ermene og bolen inn på samme pinne fortsettes med A.3 over forstykket, bakstykket og ermene, og du strikker A.5 i hver raglanlinje. Når A.3 er ferdig i høyden strikkes A.6 over A.3. Du fortsetter med A.5 i raglanlinjen. God fornøyelse
26.03.2019 - 14:52
Debby skrifaði:
Thank you sooOOOOooo much for this pattern! I have been knitting for many many years, but could never change colours. This pattern made me practice and practice until I could do it, and it was so much easier than I thought it would be! I have also never knitted in round. I made this sweater in just over 5 weeks. It is beautiful! I found the instructions so easy to follow. I wish I could share a picture! Thank you again.
15.03.2019 - 04:14
Sigrun skrifaði:
Warum gibt es bei dem Muster A4 für die Ärmel A,B und C? Warum ist das nicht wie bei den anderen Mustern angegeben?
02.03.2019 - 21:24DROPS Design svaraði:
Liebe Sigrun, wenn man A.4 strickt wird man mit Teil-A anfangen, Teil-B wiederholen und mit Teil-C enden, deshalb braucht man 3 verschiedenen Mustern. Viel Spaß beim stricken!
04.03.2019 - 09:21
GolfSuse skrifaði:
Guten Abend, auf welcher Nadelstärke basiert die Maschenprobe. Ich habe mit 3,5 tatsächlich eine Punktlandung, frage mich aber gerade ob das so korrekt ist, oder ob die Probe auf Nadelstärke 4,5 basiert. Danke, Suse
27.02.2019 - 22:28DROPS Design svaraði:
Liebe Suse, die Maschenprobe wird mit den grösseren Nadeln gestrickt, dh Nr 4,5 (oder mit den passenden Nadeln, um diese Maschenprobe zu haben). Viel Spaß beim stricken!
28.02.2019 - 09:38
Valdres#valdressweater |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa með laskalínu úr DROPS Karisma. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með norrænu mynstri og áferðamynstri í röndum. Stærð S - XXXL.
DROPS 197-1 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 260 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 44 = 5,9. Í þessu dæmi þá eru prjónaðar ca 5. og 6. hver lykkja saman. LEIÐBEININGAR-1: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist saman. LEIÐBEININGAR-2 (á við um berustykki): Ef prjónfestan passar ekki á hæðina og það verða fleiri umferðir á hæðina á 10 cm en sem gefið er upp í uppskrift, þá verður berustykkið allt of stutt og handvegur of lítill. Þetta er hægt að laga með því að prjóna 1 auka umferð í sléttprjóni með jöfnu millibili á berustykki. ÚTAUKNING (á við um ermar): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt svo ekki myndast göt. LASKALÍNA: Fækkið lykkjum fyrir laskalínu hvoru megin við hvert A.5 þannig: Fækkið um 1 lykkju á eftir A.5 þannig: Takið síðustu lykkju í A.5 af prjóni, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). Fækkið um 1 lykkju á undan A.5 þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan A.5, prjónið næstu 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). Þ.e.a.s. fækkað er um 2 lykkjur við hvert A.5 og alls 8 sinnum í umferð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, neðan frá og upp. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna. Stykkin eru sett saman og berustykki er prjónað í hring. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 260-288-316-344-376-400 lykkjur á hringprjón 3,5 með litnum ljós eik. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4,5 og prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 44-48-52-56-64-64 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚRTAKA = 216-240-264-288-312-336 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt þannig: Setjið 1 prjónamerki í fyrstu lykkju, prjónið 107-119-131-143-155-167 lykkjur slétt, setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, prjónið sléttar lykkjur út umferðina. Prjónamerki merkir hliðar í stykki. Prjónið síðan A.1 yfir allar lykkjur (= 18-20-22-24-26-28 mynstureiningar með 12 lykkjum). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, setjið 1 prjónamerki mitt í umferð (það á að mæla frá þessu prjónamerki síðar). Prjónið síðan A.2 yfir A.1 – lesið LEIÐBEININGAR-1. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið A.3 yfir A.2. Þegar prjónað hefur verið að ör í A.3 (sjá ör fyrir þína stærð) prjónið næstu umferð í A.3 þannig: Fellið af 4 lykkjur, prjónið næstu 101-113-125-137-149-161 lykkjur eins og áður, fellið af næstu 7 lykkjur, prjónið næstu 101-113-125-137-149-161 lykkjur eins og áður, fellið af síðustu 3 lykkjur. Stykkið mælist ca 32-29-32-32-31-30 cm frá prjónamerki (ca 43-40-45-45-46-45 cm öll lengdin). Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Stykkið er prjónað i hring á sokkaprjóna, skiptið yfir á stuttan hringprjón þegar nægilega margar lykkjur eru á prjóni. Fitjið upp 48-52-52-56-56-60 lykkjur á sokkaprjón 3,5 með litnum ljós eik. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5 cm. Skiptið yfir á sokkaprjón 4,5 og prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 8-10-8-10-8-10 lykkjur jafnt yfir = 40-42-44-46-48-50 lykkjur. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM: Prjónið nú mynstur ca 8-8-5-5-4-4 cm, ef óskað er eftir að stilla lengdina á ermi er það gert núna – sjá útskýringu að neðan. Prjónið nú sömu mynstureiningu eins og á fram- og bakstykki (frá prjónamerki og upp að handveg = ca 32-29-32-32-31-30 cm), þ.e.a.s. öll ermin á að mælast ca 45-42-42-42-40-39 cm. Gerið þannig: Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt undir ermi). Prjónið 1 umferð sléttprjón, prjónið síðan næstu umferð þannig: Prjónið A.4a (= 2-3-4-5-0-1 lykkjur), A.4b (= 12 lykkjur) alls 3-3-3-3-4-4 sinnum á breidd, A.4c (= 2-3-4-5-0-1 lykkjur). Haldið áfram þar til A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina – ATH: Ef óskað er eftir því að hafa ermina lengri eru endurteknar 2 umferðir merktar með stjörnu að óskaðri lengd, áður en prjónað er áfram í næstu umferð í A.4. Ef óskað er eftir að hafa ermarnar styttri er einungis prjónaður óskaður fjöldi umferða af A.4, en prjónið minnst 1 af umferðum brugðið. – JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 10-9-9-10-12-12 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki (= 2 lykkjur fleiri) – lesið ÚTAUKNING! Aukið svona út með 2-1½-1½-1½-1-1 cm millibili alls 16-21-20-19-24-23 sinnum = 72-84-84-84-96-96 lykkjur. Lykkjur í A.4a og A.4c og útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inni í mynstur A.4b. Þegar A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað A.2 (= 12 lykkjur) yfir allar lykkjur – A.2 er prjónað yfir A.4b og er stillt út í hvorri hlið, útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið A.3 (= 12 lykkjur) yfir A.2. Þegar allar lykkjur undir ermi hafa verið auknar út, prjónið A.3 alls 6-7-7-7-8-8 sinnum á breidd. Þegar prjónað hefur verið að ör í A.3 er næsta umferð prjónuð þannig: Fellið af 4 lykkjur, prjónið næstu 65-77-77-77-89-89 lykkjur eins og áður, fellið af síðustu 3 lykkjur. Ermin mælist ca 45-42-42-42-40-39 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem lykkjur eru felldar af fyrir handvegi = 332-380-404-428-476-500 lykkjur. Byrjið umferð í skiptingunni á milli hægri ermi og bakstykkis. Prjónið þannig: * A.5 (= 2 lykkjur, laskalína), haldið áfram með mynstur A.3 eins og áður yfir næstu 97-109-121-133-145-157 lykkjurnar (= framstykki/bakstykki), A.5 (= 2 lykkjur, laskalína), prjónið mynstur A.3 eins og áður yfir næstu 65-77-77-77-89-89 (= ermi) *,prjónið *-* alls 2 sinnum – lesið LEIÐBEININGAR-2. Haldið svona áfram með mynstur og fækkið lykkjum fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, í annarri hverri umferð alls 27-31-32-33-37-39 sinnum. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina er prjónað A.6 (= 12 lykkjur) yfir A.3. Á eftir síðustu úrtöku fyrir laskalínu eru 116-132-148-164-180-188 lykkjur í umferð. Haldið áfram þar til A.6 hefur verið prjónað til loka. Stykkið mælist ca 20-23-24-25-27-28 cm. Prjónið nú upphækkun aftan í hnakka til að flíkin passi betur og að berustykkið verði aðeins hærra aftan í hnakka. Hægt er að sleppa þessari upphækkun, þá verður hálsmálið alveg eins að framan og að aftan. Prjónið upphækkun aftan í hnakka eða farið beint áfram og prjónið kant í hálsmáli ef ekki er óskað eftir upphækkun. UPPHÆKKUN Í HNAKKA: Hoppið yfir þennan kafla ef ekki er óskað eftir upphækkun. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar (þetta merkir byrjun á umferð eftir að upphækkun hefur verið prjónuð). Haldið áfram með litnum ljós eik og prjónið að miðju að aftan, setjið 1 merkiþráð. Byrjið frá réttu og prjónið sléttar lykkjur þar til prjónaðar hafa verið 30-30-34-34-40-40 lykkjur slétt fram hjá merkiþræði, snúið, herðið á þræði og prjónið 60-60-68-68-80-80 lykkjur brugðið til baka. Snúið, herðið á þræði og prjónið 54-54-61-61-72-72 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 48-48-54-54-64-64 lykkjur brugðið til baka. Snúið, herðið á þræði og prjónið 42-42-48-48-56-56 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 36-36-42-42-48-48 lykkjur brugðið til baka. Snúið, herðið á þræði og prjónið 30-30-35-35-40-40 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 24-24-28-28-32-32 lykkjur brugðið, snúið, herðið á þræði og prjónið að miðju að aftan. Klippið frá. Umferðin byrjar nú við prjónamerki, þ.e.a.s. í skiptingu á milli hægri ermi og bakstykkis. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Haldið áfram með litnum ljós eik og prjónið næstu umferð með úrtöku þannig: Prjónið * 40-46-54-58-66-70 lykkjur slétt og fækkið um 0-6-12-13-19-22 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur – munið eftir ÚRTAKA, prjónið næstu 18-20-20-24-24-24 lykkjur 2 og 2 slétt saman (= 9-10-10-12-12-12 lykkjur færri) *, prjónið *-* alls 2 sinnum = 98-100-104-114-118-120 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið næstu umferð þannig: Prjónið * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til eftir eru 8-0-4-4-8-0 lykkjur, prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) yfir þær lykkjur sem eftir eru = 116-120-124-136-140-144 lykkjur. Uppslátturinn er prjónaður snúinn í stroffi (þ.e.a.s. 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur þegar stroffið mælist 3 cm. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir hvorri ermi í ystu lykkjubogana. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #valdressweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 197-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.