Amina skrifaði:
Hej! Jag stickar denna i storlek M och håller på med ärmen. Jag följer detta just nu: ”När alla maskorna under ärmen är ökade stickas A.3 totalt 6-6-7-7-8-8 ggr på bredden.” - jag undrar hur det kan vara 6 rapporter när det är 84 maskor jag har på stickan? (84/12=7). Mvh Amina
24.09.2019 - 10:02DROPS Design svaraði:
Hej Amina, Det stemmer, tak for info, det er nu rettet :)
26.09.2019 - 09:20
Elena skrifaði:
So beautiful
24.09.2019 - 07:43
Kristin Erlund skrifaði:
Det tok 20 dager (!!!) før jeg fikk svar, og det er veldig lang tid når man har et problem! Jeg prøvde det jeg trodde var riktig, men det ble IKKE pent. Må rekke opp 😰 Har stilt spørsmål til andre strikke-/garn-/nettbutikker, og fått svar i løpet av 48 timer ....
11.09.2019 - 11:04
Lene skrifaði:
Der er i diagrammerne nævnt orange to gange ... går ud fra den ene skal være blå men hvilket tegn står for den blå så ?
09.09.2019 - 22:19DROPS Design svaraði:
Hej Lene, så er diagrammet rettet, det er stjernen som er blå. God fornøjelse!
10.09.2019 - 15:49
Vera Granlie skrifaði:
Hvordan får man oppskriften ut på skriver når man trykker på skriv? Mvh Vera Granlie
01.09.2019 - 20:43DROPS Design svaraði:
Hei Vera. Trykk på Ikonet Skriv ut og velg Oppskrift, om det kommer et pop-up bilde, trykker du: Skriv ut oppskrift. Om du fremdeles har problemmer, sjekk innstillingene på printer din. God Fornøyelse!
02.09.2019 - 11:29
Kristin Erlund skrifaði:
Jeg lurer på hvordan man gjør det det blå mønsteret, når man feller raglan? Det vil jo ikke stemme på ermer i forhold til bolen?! Må man telle i mønsteret etter hver felling? Haster litt med svar .....
21.08.2019 - 09:53DROPS Design svaraði:
Hej Kristin, jo hvis du følger mønsteret som det står under BÆRESTYKKE, så vil du få mønsteret til at stemme. Husk at strikke A.5 i hver raglan overgang. God fornøjelse!
10.09.2019 - 15:35
Elin Nilsen skrifaði:
Hei! Hvor lenge siden er det dette mønsteret er blitt rettet opp i? Jeg synes det er vanskelig å få til og leser alle kommentarer.
20.08.2019 - 21:58DROPS Design svaraði:
Hei Elin. Om du ser på rettelene (rød linje over diagramteksten), vil du se hvilken dato det er blitt gjort rettelser og hver kommentar har også en dato. mvh DROPS design
09.09.2019 - 10:16
Miranda skrifaði:
Hej! Har precis stickat klart denna och är väldigt nöjd med resultatet, förutom ärmarna. Det var första gången jag stickade med strumpstickor, och jag tror att jag lyckades dra åt för hårt (framförallt det färgade mönstret) så de är väldigt tajta. Finns det något jag kan göra i efterhand för att korrigera detta, typ töja ut?
10.08.2019 - 22:51DROPS Design svaraði:
Hei Miranda. Du kan prøve å fukte genseren, legge den flatt ut i fasong til tørk. Strekk ermene litt ekstra, men forsiktig. God Fornøyelse!
23.09.2019 - 09:43
Susi Hill skrifaði:
I love this sweater. I am planning to make it. I wonder about the short rows in the back. They are optional ? What would be the reason for including them excluding them? How big is the model and what size is she wearing . I want it big and loose like that. I am 5'8" 155 lbs 36/38 bust. Should I make a large?
10.06.2019 - 18:42DROPS Design svaraði:
Hi Susi, The short rows at the back are to make the neck at the back slightly higher than the front. They can be left out in which case front and back are the same. As regards size, there is a diagram at the bottom of the pattern with measurements for each size, so you can choose your size from there. Happy knitting!
11.06.2019 - 07:10
Anita skrifaði:
Die Bereiche Ohne Muster benötigen 1 M weniger! MfG Anita
05.06.2019 - 07:43
Valdres#valdressweater |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa með laskalínu úr DROPS Karisma. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með norrænu mynstri og áferðamynstri í röndum. Stærð S - XXXL.
DROPS 197-1 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 260 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 44 = 5,9. Í þessu dæmi þá eru prjónaðar ca 5. og 6. hver lykkja saman. LEIÐBEININGAR-1: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist saman. LEIÐBEININGAR-2 (á við um berustykki): Ef prjónfestan passar ekki á hæðina og það verða fleiri umferðir á hæðina á 10 cm en sem gefið er upp í uppskrift, þá verður berustykkið allt of stutt og handvegur of lítill. Þetta er hægt að laga með því að prjóna 1 auka umferð í sléttprjóni með jöfnu millibili á berustykki. ÚTAUKNING (á við um ermar): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt svo ekki myndast göt. LASKALÍNA: Fækkið lykkjum fyrir laskalínu hvoru megin við hvert A.5 þannig: Fækkið um 1 lykkju á eftir A.5 þannig: Takið síðustu lykkju í A.5 af prjóni, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). Fækkið um 1 lykkju á undan A.5 þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan A.5, prjónið næstu 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). Þ.e.a.s. fækkað er um 2 lykkjur við hvert A.5 og alls 8 sinnum í umferð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, neðan frá og upp. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna. Stykkin eru sett saman og berustykki er prjónað í hring. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 260-288-316-344-376-400 lykkjur á hringprjón 3,5 með litnum ljós eik. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4,5 og prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 44-48-52-56-64-64 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚRTAKA = 216-240-264-288-312-336 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt þannig: Setjið 1 prjónamerki í fyrstu lykkju, prjónið 107-119-131-143-155-167 lykkjur slétt, setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, prjónið sléttar lykkjur út umferðina. Prjónamerki merkir hliðar í stykki. Prjónið síðan A.1 yfir allar lykkjur (= 18-20-22-24-26-28 mynstureiningar með 12 lykkjum). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, setjið 1 prjónamerki mitt í umferð (það á að mæla frá þessu prjónamerki síðar). Prjónið síðan A.2 yfir A.1 – lesið LEIÐBEININGAR-1. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið A.3 yfir A.2. Þegar prjónað hefur verið að ör í A.3 (sjá ör fyrir þína stærð) prjónið næstu umferð í A.3 þannig: Fellið af 4 lykkjur, prjónið næstu 101-113-125-137-149-161 lykkjur eins og áður, fellið af næstu 7 lykkjur, prjónið næstu 101-113-125-137-149-161 lykkjur eins og áður, fellið af síðustu 3 lykkjur. Stykkið mælist ca 32-29-32-32-31-30 cm frá prjónamerki (ca 43-40-45-45-46-45 cm öll lengdin). Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Stykkið er prjónað i hring á sokkaprjóna, skiptið yfir á stuttan hringprjón þegar nægilega margar lykkjur eru á prjóni. Fitjið upp 48-52-52-56-56-60 lykkjur á sokkaprjón 3,5 með litnum ljós eik. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5 cm. Skiptið yfir á sokkaprjón 4,5 og prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 8-10-8-10-8-10 lykkjur jafnt yfir = 40-42-44-46-48-50 lykkjur. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM: Prjónið nú mynstur ca 8-8-5-5-4-4 cm, ef óskað er eftir að stilla lengdina á ermi er það gert núna – sjá útskýringu að neðan. Prjónið nú sömu mynstureiningu eins og á fram- og bakstykki (frá prjónamerki og upp að handveg = ca 32-29-32-32-31-30 cm), þ.e.a.s. öll ermin á að mælast ca 45-42-42-42-40-39 cm. Gerið þannig: Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt undir ermi). Prjónið 1 umferð sléttprjón, prjónið síðan næstu umferð þannig: Prjónið A.4a (= 2-3-4-5-0-1 lykkjur), A.4b (= 12 lykkjur) alls 3-3-3-3-4-4 sinnum á breidd, A.4c (= 2-3-4-5-0-1 lykkjur). Haldið áfram þar til A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina – ATH: Ef óskað er eftir því að hafa ermina lengri eru endurteknar 2 umferðir merktar með stjörnu að óskaðri lengd, áður en prjónað er áfram í næstu umferð í A.4. Ef óskað er eftir að hafa ermarnar styttri er einungis prjónaður óskaður fjöldi umferða af A.4, en prjónið minnst 1 af umferðum brugðið. – JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 10-9-9-10-12-12 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki (= 2 lykkjur fleiri) – lesið ÚTAUKNING! Aukið svona út með 2-1½-1½-1½-1-1 cm millibili alls 16-21-20-19-24-23 sinnum = 72-84-84-84-96-96 lykkjur. Lykkjur í A.4a og A.4c og útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inni í mynstur A.4b. Þegar A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað A.2 (= 12 lykkjur) yfir allar lykkjur – A.2 er prjónað yfir A.4b og er stillt út í hvorri hlið, útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið A.3 (= 12 lykkjur) yfir A.2. Þegar allar lykkjur undir ermi hafa verið auknar út, prjónið A.3 alls 6-7-7-7-8-8 sinnum á breidd. Þegar prjónað hefur verið að ör í A.3 er næsta umferð prjónuð þannig: Fellið af 4 lykkjur, prjónið næstu 65-77-77-77-89-89 lykkjur eins og áður, fellið af síðustu 3 lykkjur. Ermin mælist ca 45-42-42-42-40-39 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem lykkjur eru felldar af fyrir handvegi = 332-380-404-428-476-500 lykkjur. Byrjið umferð í skiptingunni á milli hægri ermi og bakstykkis. Prjónið þannig: * A.5 (= 2 lykkjur, laskalína), haldið áfram með mynstur A.3 eins og áður yfir næstu 97-109-121-133-145-157 lykkjurnar (= framstykki/bakstykki), A.5 (= 2 lykkjur, laskalína), prjónið mynstur A.3 eins og áður yfir næstu 65-77-77-77-89-89 (= ermi) *,prjónið *-* alls 2 sinnum – lesið LEIÐBEININGAR-2. Haldið svona áfram með mynstur og fækkið lykkjum fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, í annarri hverri umferð alls 27-31-32-33-37-39 sinnum. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina er prjónað A.6 (= 12 lykkjur) yfir A.3. Á eftir síðustu úrtöku fyrir laskalínu eru 116-132-148-164-180-188 lykkjur í umferð. Haldið áfram þar til A.6 hefur verið prjónað til loka. Stykkið mælist ca 20-23-24-25-27-28 cm. Prjónið nú upphækkun aftan í hnakka til að flíkin passi betur og að berustykkið verði aðeins hærra aftan í hnakka. Hægt er að sleppa þessari upphækkun, þá verður hálsmálið alveg eins að framan og að aftan. Prjónið upphækkun aftan í hnakka eða farið beint áfram og prjónið kant í hálsmáli ef ekki er óskað eftir upphækkun. UPPHÆKKUN Í HNAKKA: Hoppið yfir þennan kafla ef ekki er óskað eftir upphækkun. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar (þetta merkir byrjun á umferð eftir að upphækkun hefur verið prjónuð). Haldið áfram með litnum ljós eik og prjónið að miðju að aftan, setjið 1 merkiþráð. Byrjið frá réttu og prjónið sléttar lykkjur þar til prjónaðar hafa verið 30-30-34-34-40-40 lykkjur slétt fram hjá merkiþræði, snúið, herðið á þræði og prjónið 60-60-68-68-80-80 lykkjur brugðið til baka. Snúið, herðið á þræði og prjónið 54-54-61-61-72-72 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 48-48-54-54-64-64 lykkjur brugðið til baka. Snúið, herðið á þræði og prjónið 42-42-48-48-56-56 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 36-36-42-42-48-48 lykkjur brugðið til baka. Snúið, herðið á þræði og prjónið 30-30-35-35-40-40 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 24-24-28-28-32-32 lykkjur brugðið, snúið, herðið á þræði og prjónið að miðju að aftan. Klippið frá. Umferðin byrjar nú við prjónamerki, þ.e.a.s. í skiptingu á milli hægri ermi og bakstykkis. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Haldið áfram með litnum ljós eik og prjónið næstu umferð með úrtöku þannig: Prjónið * 40-46-54-58-66-70 lykkjur slétt og fækkið um 0-6-12-13-19-22 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur – munið eftir ÚRTAKA, prjónið næstu 18-20-20-24-24-24 lykkjur 2 og 2 slétt saman (= 9-10-10-12-12-12 lykkjur færri) *, prjónið *-* alls 2 sinnum = 98-100-104-114-118-120 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið næstu umferð þannig: Prjónið * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til eftir eru 8-0-4-4-8-0 lykkjur, prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) yfir þær lykkjur sem eftir eru = 116-120-124-136-140-144 lykkjur. Uppslátturinn er prjónaður snúinn í stroffi (þ.e.a.s. 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur þegar stroffið mælist 3 cm. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir hvorri ermi í ystu lykkjubogana. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #valdressweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 197-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.