Cherry skrifaði:
Having knitted tension squares, I have got the correct number of stitches in 10cm, but the rows are not right. For textured I get 30 rows in 10cm, instead of 28, and for the Nordic I only get 21 rows instead of 26 (using 5mm needles). I am concerned this is going to make the body and arms the wrong length, and wondering what I can do to correct this. (Also puzzled how the number of rows can be so wrong when number of stitches is right. I am using the recommended yarn)
01.07.2025 - 20:05DROPS Design svaraði:
Dear Cherry, you can adjust the decreases for raglan on your own tension so you might decrease on a different rythm so that the yoke has the correct length after you have worked all raglan decreases. Happy knitting!
04.07.2025 - 11:28
Doris Sommers skrifaði:
Ich bin gerade dabei diesen Pullover ( 197-1) zu stricken. Komme aber mit der Anleitung bei den Ärmeln nicht zurecht.Ich weiß nicht, wie ich die Maschen zunehmen soll und in das Muster integrieren kann? Gibt es da vielleicht eine andere Ableitung oder ein Youtube tutorial? Ich wäre sehr dankbar für Hilfe. Viele Grüße!
19.06.2025 - 13:58DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Sommers, am Anfang der Runde stricken Sie die neuen Maschen wie im Diagram aber dann lesen Sie das Diagram rechts nach links; am Ende der Runde stricken Sie die neuen Maschen wie im Diagram, aber dann lesen Sie rechts nach links. Viel Spaß beim Stricken!
19.06.2025 - 17:22
Michaela skrifaði:
Wie bekomme ich die zu zunehmenden Maschen am Ärmel in das Muster intregiert? Gibt es da ein Tipp bzw. eine Vorlage?
17.06.2025 - 12:59DROPS Design svaraði:
Liebe Michaela, die Maschen am Anfang der Runde stricken Sie wie ein neues Rapport aber dann lesen Sie das Diagram links nach rechts; um am Ende der Runde stricken Sie die neuen Maschen wie ein neues Rapport, rechts nach links. So wird sich das Muster verbreitern. Viel Spaß beim Stricken!
18.06.2025 - 07:13
Lynda Styles skrifaði:
I am making 2nd size and am at A6. After adding sleeves to body I had 380 stitches as per pattern instructions. All has been well up to now with decreasings which I am doing every other row decreasing 8 stitches each decrease row. I am half way through A6 but when I finish A6 I will still have too many stitches on the needle. Pattern says after last decrease to raglan I should have 132 stitches.
06.05.2025 - 12:04DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Styles, there are 22 rows left on A.3 + 40 rows on A.6 = 62 rows in total and in size M you will decrease a total of 31 times on every other round= 62 rows; so that diagram is done when last decrease for raglan is worked; there were 380 sts - (8 sts decreased 31 times in total) = 132 sts left;. Happy knitting!
06.05.2025 - 13:39
Robert, Martina skrifaði:
Hallo liebes Team, ich habe meinen Pullover Valdres fertig nach Anleitung gestrickt! Er ist wunderschön aber viel zu groß!!🥲 Er würde einem großen schlanken Mann von 1,80m passen. Ich bin ganz traurig!
09.04.2025 - 22:11
Jan skrifaði:
Jag stickar S och har gjort första raglanminskningen. Det skall nu upprepas ytterligare 27 gånger men när mönstret efter A6 är slut kan jag minska 25 gånger. Skall jag sticka några varv utan mönster för att få 27 gånger och 116 maskor?
11.03.2025 - 23:23DROPS Design svaraði:
Hej Jan, uanset mønster så bør bærestykket måle ca 20 cm efter de 27 raglanminskningar :)
14.03.2025 - 13:37
Cindy skrifaði:
Pour l'empiècement : les diminutions raglans qui se font autour du A5 doivent etre réalisé au moins 27 fois (ou plus selon la taille) un rang sur deux (donc répartie sur 54 rangs), or le diagramme A5 ne fais que 28 rangs. Devons nous le poursuivre autant que nécessaire jusqu'à ce que toutes nos diminutions raglans soient fini ou faut-il poursuivre les diminutions dans nos A3 et A6 ?
22.02.2025 - 22:31DROPS Design svaraði:
Bonjour Cindy, tricotez les 2 mailles de A.5 comme dans le diagramme (jersey en chêne clair) jusqu'à la fin de l'empiècement, autrement dit, en même temps que vous tricotez les diagrammes A.3 et A.6. Bon tricot!
24.02.2025 - 08:29
Jan skrifaði:
Skall det maskas av i varvet före pilen eller efter pilen i mönstret? Ärm och fram- och bakstycke. Stickar medium
18.02.2025 - 23:54DROPS Design svaraði:
Hej Jan, du maskar av på första varvet efter pilen i diagrammet :)
20.02.2025 - 12:03
Pia Wettergren skrifaði:
Hvornår begynder jeg på.det blå.mønster.? Det, der må være A 6? Det er ikke nævnt i opskrift? Hjælp mig. Vh Pia
30.01.2025 - 18:19DROPS Design svaraði:
Hej Pia. Ja det är på A.6, se avsnittet "BÆRESTYKKE" där står det :Når A.3 er strikket færdig i højden strikkes A.6 (= 12 masker) over A.3. Mvh DROPS Design
31.01.2025 - 12:20
Sylvie Vrancken skrifaði:
Bonjour, Je voudrais faire ce modèle, mais j'ai un doute : tout de suite après les côtes, il est dit de faire des diminutions (48 pour le dos et devant). Cela me semble étrange car j'ai toujours fait le contraire et j'ai un peu peur que ça ne fasse "volant" dans le bas. Qu'en pensez-vous ?
30.12.2024 - 13:27DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Vrancken, notez qu'il faut davantage de mailles avec les aiguilles 3,5 en côtes qu'avec les aiguilles 4,5 en jersey, raison pour laquelle on va diminuer après les côtes pour conserver la bonne circonférence (les côtes ne sont pas ici censées resserrer le bas du pull). Bon tricot!
02.01.2025 - 14:46
Valdres#valdressweater |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa með laskalínu úr DROPS Karisma. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með norrænu mynstri og áferðamynstri í röndum. Stærð S - XXXL.
DROPS 197-1 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 260 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 44 = 5,9. Í þessu dæmi þá eru prjónaðar ca 5. og 6. hver lykkja saman. LEIÐBEININGAR-1: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist saman. LEIÐBEININGAR-2 (á við um berustykki): Ef prjónfestan passar ekki á hæðina og það verða fleiri umferðir á hæðina á 10 cm en sem gefið er upp í uppskrift, þá verður berustykkið allt of stutt og handvegur of lítill. Þetta er hægt að laga með því að prjóna 1 auka umferð í sléttprjóni með jöfnu millibili á berustykki. ÚTAUKNING (á við um ermar): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt svo ekki myndast göt. LASKALÍNA: Fækkið lykkjum fyrir laskalínu hvoru megin við hvert A.5 þannig: Fækkið um 1 lykkju á eftir A.5 þannig: Takið síðustu lykkju í A.5 af prjóni, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). Fækkið um 1 lykkju á undan A.5 þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan A.5, prjónið næstu 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). Þ.e.a.s. fækkað er um 2 lykkjur við hvert A.5 og alls 8 sinnum í umferð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, neðan frá og upp. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna. Stykkin eru sett saman og berustykki er prjónað í hring. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 260-288-316-344-376-400 lykkjur á hringprjón 3,5 með litnum ljós eik. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4,5 og prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 44-48-52-56-64-64 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚRTAKA = 216-240-264-288-312-336 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt þannig: Setjið 1 prjónamerki í fyrstu lykkju, prjónið 107-119-131-143-155-167 lykkjur slétt, setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, prjónið sléttar lykkjur út umferðina. Prjónamerki merkir hliðar í stykki. Prjónið síðan A.1 yfir allar lykkjur (= 18-20-22-24-26-28 mynstureiningar með 12 lykkjum). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, setjið 1 prjónamerki mitt í umferð (það á að mæla frá þessu prjónamerki síðar). Prjónið síðan A.2 yfir A.1 – lesið LEIÐBEININGAR-1. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið A.3 yfir A.2. Þegar prjónað hefur verið að ör í A.3 (sjá ör fyrir þína stærð) prjónið næstu umferð í A.3 þannig: Fellið af 4 lykkjur, prjónið næstu 101-113-125-137-149-161 lykkjur eins og áður, fellið af næstu 7 lykkjur, prjónið næstu 101-113-125-137-149-161 lykkjur eins og áður, fellið af síðustu 3 lykkjur. Stykkið mælist ca 32-29-32-32-31-30 cm frá prjónamerki (ca 43-40-45-45-46-45 cm öll lengdin). Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Stykkið er prjónað i hring á sokkaprjóna, skiptið yfir á stuttan hringprjón þegar nægilega margar lykkjur eru á prjóni. Fitjið upp 48-52-52-56-56-60 lykkjur á sokkaprjón 3,5 með litnum ljós eik. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5 cm. Skiptið yfir á sokkaprjón 4,5 og prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 8-10-8-10-8-10 lykkjur jafnt yfir = 40-42-44-46-48-50 lykkjur. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM: Prjónið nú mynstur ca 8-8-5-5-4-4 cm, ef óskað er eftir að stilla lengdina á ermi er það gert núna – sjá útskýringu að neðan. Prjónið nú sömu mynstureiningu eins og á fram- og bakstykki (frá prjónamerki og upp að handveg = ca 32-29-32-32-31-30 cm), þ.e.a.s. öll ermin á að mælast ca 45-42-42-42-40-39 cm. Gerið þannig: Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt undir ermi). Prjónið 1 umferð sléttprjón, prjónið síðan næstu umferð þannig: Prjónið A.4a (= 2-3-4-5-0-1 lykkjur), A.4b (= 12 lykkjur) alls 3-3-3-3-4-4 sinnum á breidd, A.4c (= 2-3-4-5-0-1 lykkjur). Haldið áfram þar til A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina – ATH: Ef óskað er eftir því að hafa ermina lengri eru endurteknar 2 umferðir merktar með stjörnu að óskaðri lengd, áður en prjónað er áfram í næstu umferð í A.4. Ef óskað er eftir að hafa ermarnar styttri er einungis prjónaður óskaður fjöldi umferða af A.4, en prjónið minnst 1 af umferðum brugðið. – JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 10-9-9-10-12-12 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki (= 2 lykkjur fleiri) – lesið ÚTAUKNING! Aukið svona út með 2-1½-1½-1½-1-1 cm millibili alls 16-21-20-19-24-23 sinnum = 72-84-84-84-96-96 lykkjur. Lykkjur í A.4a og A.4c og útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inni í mynstur A.4b. Þegar A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað A.2 (= 12 lykkjur) yfir allar lykkjur – A.2 er prjónað yfir A.4b og er stillt út í hvorri hlið, útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið A.3 (= 12 lykkjur) yfir A.2. Þegar allar lykkjur undir ermi hafa verið auknar út, prjónið A.3 alls 6-7-7-7-8-8 sinnum á breidd. Þegar prjónað hefur verið að ör í A.3 er næsta umferð prjónuð þannig: Fellið af 4 lykkjur, prjónið næstu 65-77-77-77-89-89 lykkjur eins og áður, fellið af síðustu 3 lykkjur. Ermin mælist ca 45-42-42-42-40-39 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem lykkjur eru felldar af fyrir handvegi = 332-380-404-428-476-500 lykkjur. Byrjið umferð í skiptingunni á milli hægri ermi og bakstykkis. Prjónið þannig: * A.5 (= 2 lykkjur, laskalína), haldið áfram með mynstur A.3 eins og áður yfir næstu 97-109-121-133-145-157 lykkjurnar (= framstykki/bakstykki), A.5 (= 2 lykkjur, laskalína), prjónið mynstur A.3 eins og áður yfir næstu 65-77-77-77-89-89 (= ermi) *,prjónið *-* alls 2 sinnum – lesið LEIÐBEININGAR-2. Haldið svona áfram með mynstur og fækkið lykkjum fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, í annarri hverri umferð alls 27-31-32-33-37-39 sinnum. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina er prjónað A.6 (= 12 lykkjur) yfir A.3. Á eftir síðustu úrtöku fyrir laskalínu eru 116-132-148-164-180-188 lykkjur í umferð. Haldið áfram þar til A.6 hefur verið prjónað til loka. Stykkið mælist ca 20-23-24-25-27-28 cm. Prjónið nú upphækkun aftan í hnakka til að flíkin passi betur og að berustykkið verði aðeins hærra aftan í hnakka. Hægt er að sleppa þessari upphækkun, þá verður hálsmálið alveg eins að framan og að aftan. Prjónið upphækkun aftan í hnakka eða farið beint áfram og prjónið kant í hálsmáli ef ekki er óskað eftir upphækkun. UPPHÆKKUN Í HNAKKA: Hoppið yfir þennan kafla ef ekki er óskað eftir upphækkun. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar (þetta merkir byrjun á umferð eftir að upphækkun hefur verið prjónuð). Haldið áfram með litnum ljós eik og prjónið að miðju að aftan, setjið 1 merkiþráð. Byrjið frá réttu og prjónið sléttar lykkjur þar til prjónaðar hafa verið 30-30-34-34-40-40 lykkjur slétt fram hjá merkiþræði, snúið, herðið á þræði og prjónið 60-60-68-68-80-80 lykkjur brugðið til baka. Snúið, herðið á þræði og prjónið 54-54-61-61-72-72 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 48-48-54-54-64-64 lykkjur brugðið til baka. Snúið, herðið á þræði og prjónið 42-42-48-48-56-56 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 36-36-42-42-48-48 lykkjur brugðið til baka. Snúið, herðið á þræði og prjónið 30-30-35-35-40-40 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 24-24-28-28-32-32 lykkjur brugðið, snúið, herðið á þræði og prjónið að miðju að aftan. Klippið frá. Umferðin byrjar nú við prjónamerki, þ.e.a.s. í skiptingu á milli hægri ermi og bakstykkis. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Haldið áfram með litnum ljós eik og prjónið næstu umferð með úrtöku þannig: Prjónið * 40-46-54-58-66-70 lykkjur slétt og fækkið um 0-6-12-13-19-22 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur – munið eftir ÚRTAKA, prjónið næstu 18-20-20-24-24-24 lykkjur 2 og 2 slétt saman (= 9-10-10-12-12-12 lykkjur færri) *, prjónið *-* alls 2 sinnum = 98-100-104-114-118-120 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið næstu umferð þannig: Prjónið * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til eftir eru 8-0-4-4-8-0 lykkjur, prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) yfir þær lykkjur sem eftir eru = 116-120-124-136-140-144 lykkjur. Uppslátturinn er prjónaður snúinn í stroffi (þ.e.a.s. 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur þegar stroffið mælist 3 cm. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir hvorri ermi í ystu lykkjubogana. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #valdressweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 197-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.