Monica Juhasz skrifaði:
Hej, jag har stickat denna kofta, har problem med hur knytbanden skall placeras.
29.03.2022 - 06:29DROPS Design svaraði:
Hej Monica. Du har nu ett knytband på höger framstycke och ett på vänster framstycke. Du ska då virka 2 lösa knytband och sy fast det ena bandet på utsidan av vänster sida och det andra bandet på insidan av höger sida. Se till att de kommer i samma höjd som de andra knytbanden. Mvh DROPS Design
29.03.2022 - 14:09
Charlotte skrifaði:
Jeg er ved at strikke denne søde slå-om jakke og er nået til at skulle justere på sidste pind i diagram A1. Jeg strikker i str. 1-3 mdr og skal justere maskeantallet til 146. Er det uden kantmasker, altså udtagning af 10 masker kun i A1? Mvh. Charlotte
20.03.2022 - 20:44DROPS Design svaraði:
Hej Charlotte. Nej det är det totala antalet maskor som ska justeras till 146 (inkl kantmasker). Mvh DROPS Design
22.03.2022 - 12:12
Demetra Keane skrifaði:
Where do I find the pattern A.3
14.03.2022 - 16:04DROPS Design svaraði:
Dear Demetra, you'll find A.3 below A.1/A.2 (56/62 - 68/74 - 80/86 + 92 -98/104), on the left side of A.4, just above A.1/2 (40/44 + 48/52). Happy knitting!
14.03.2022 - 17:02
Martina skrifaði:
Hallo, ich bräuchte Hilfe bei dem Häkelrand. Verstehe die 2.Reihe nicht. Was heißt „1 Stäbchen in die 4. Masche ab der Nadel‘‘. Hab das Stäbchen in die 1. Luftmasche von den 4 Luftmaschen gehäkelt und ist es richtig, dass das alles einschließlich der nächsten festen Masche in die ein und selbe Masche gehäkelt wird? Bei mir ist der Rand viel zu kraus.
17.02.2022 - 16:51DROPS Design svaraði:
Liebe Martina, dieses Video zeigt, wie man so häkelt, nun wird es 3 Luftmaschen im Video gehäkelt, bei diesem Modell häkeln Sie 4 Luftmaschen und 1 Stäbchen in die 1. dieser 4 Luftmaschen dann überspringen Sie ( 1 feste Masche + 1 Luftmasche + 1 feste Masche) der 1. Reihe, 1 feste Masche um die nächste Luftmasche und so weiter häkeln. Viel Spaß beim häkeln!
18.02.2022 - 07:42
Lill Mørk skrifaði:
Hei har strikket dette mønsteret. Skjønner ingen ting. Strikket først med 146 masker når mønsteret var ferdig var det over 230 masker. Begynte på nytt med 125 masker strikket 1 hull ord ferdig og da har jeg 9 masker for mye på pinnen hva er det som er feil
20.01.2022 - 18:28
Lill Mørk skrifaði:
Hei har strikket dette mønsteret. Skjønner ingen ting. Strikket først med 146 masker når mønsteret var ferdig var det over 230 masker. Begynte på nytt med 125 masker strikket 1 hull ord ferdig og da har jeg 9 masker for mye på pinnen hva er det som er feil
20.01.2022 - 18:28
Jolivet skrifaði:
Bonjour, Sur le diagramme je ne vois que 4 points fantaisie alors qu'il y en a 5 sur le modèle. Où puis-je trouver les explications du 5ème s'il vous plaît ? Un grand merci pour le choix de modèles !
20.01.2022 - 12:13DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Jolivet, le gilet se tricote en suivant les diagrammes A.1 et A.2 (2 diagrammes en fonction de la taille, pensez à bien vérifier celle que vous faites) et les chaussons en suivant les diagrammes A.3 et A.4; à quels "5 points fantaisie" faites vous référence?
20.01.2022 - 17:03
Jutta Minder skrifaði:
Hallo, was ist eine Blendmasche?
04.01.2022 - 07:55DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Minder, es handelt sich um die (3) 2-4-2-2 (2-2) Maschen die am beiden Vorderteil krausrechts gestrickt werden. Viel Spaß beim stricken!
04.01.2022 - 12:32
Marianne skrifaði:
Hei, takk for pen oppskrift! Jeg forstår ikke hvor knytebåndene festes og så knyttes. Bildene gir ingen veiledning. Av oppskriften, “Pass på at de kommer i samme høyde som de andre knytebåndene”, kan det virke som det skal være fire - ikke to - knytebånd. Takk :)
12.10.2021 - 22:22DROPS Design svaraði:
Hej Marianne. Du har ett knytband på venstre och ett på høyre forstykke som du gör när du heklar kanten runt åpningen (1.RAD..."hekle deretter luftmasker i ca 20-25 cm, snu og hekle 1 kjedemaske i hver luftmaske tilbake"). När heklekanten är färdig heklar du 2 lösa knytebånd och syr 1 knytebånd fast på innsiden av høyre side i siden og 1 knytebånd på utsiden av venstre side i siden. Dessa ska då vara i samma høyde som de andre knytebåndene som du redan gjort på framstykkena. Mvh DROPS Design
13.10.2021 - 09:20
Inge skrifaði:
Liebes Drops Team, wie kann ich vermeiden,dass sich bei dem Jäckchen der untere Rand ( ich habe jetzt A1 fast zu Ende gestrickt) aufrollt?
05.10.2021 - 22:08DROPS Design svaraði:
Liebe Inge, Sie können die Jacke mit Stecknadeln auf einer geeigneten Unterlage spannen, anfeuchten (z.B. mit einer Sprühflasche für Blumen) und trocknen lassen, danach entfernen Sie die Stecknadeln, dann sollte sich der Rand nicht mehr rollen. Viel Spaß beim stricken!
06.10.2021 - 07:52
Odeta#odetajacket |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð vafningspeysa / peysa án ermasauma fyrir börn og prjónaðar tátiljur í garðaprjóni úr DROPS BabyMerino. Stærð fyrirburar - 4 ára.
DROPS Baby 31-3 |
|||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Peysa: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynstur fyrir þína stærð. Tátiljur: Sjá mynsturteikningu A.3 og A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um peysu): Fækkið lykkjum innan við 1 kantlykkju að framan í garðaprjóni. Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum á eftir 1 kantlykkju að framan þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna. Fækkið lykkjum á undan 1 kantlykkju að framan þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fram- og bakstykki er prjónað fyrst, síðan eru lykkjur fitjaðar upp fyrir ermar, framstykkin og bakstykkið er prjónað til loka hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp (111) 125-145-157-173 (181-205) lykkjur á hringprjón 3 með DROPS BabyMerino. Prjónið frá réttu þannig: Prjónið (3) 2-4-2-2 (2-2) lykkjur í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – (= kantur að framan), prjónið A.1 (= 8 lykkjur) yfir næstu (104) 120-136-152-168 (176-200) lykkjur (= (13) 15-17-19-21 (22-25) sinnum á breidd), prjónið A.2 (= 1 lykkja) og endið með (3) 2-4-2-2 (2-2) lykkjum í garðaprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í síðustu umferð í mynsturteikningu A.1 er lykkjufjöldinn jafnaður út til (112) 124-146-158-172 (182-204) lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er stykkið prjónað áfram í garðaprjóni til loka. Stykkið mælist ca (10) 12-16-16-16 (19-19) cm. Setjið 1 merki (34) 37-44-48-52 (55-62) lykkjur inn frá hvorri hlið. Látið merkin fylgja með í stykkinu, þær sýna framstykki og bakstykki = (44) 50-58-62-68 (72-80) lykkjur á bakstykki. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! LYKKJUM ER FÆKKAÐ FYRIR HÁLSMÁLI INNAN VIÐ 1 KANTLYKKJU AÐ FRAMAN Á HVORRI HLIÐ Á STYKKI JAFNFRAMT SEM STYKKIÐ SKIPTIST OG FITJAÐAR ERU UPP LYKKJUR FYRIR ERMI. LYKKJUM ER FÆKKAÐ VIÐ MIÐJU AÐ FRAMAN ÞANNIG: Þegar stykkið mælist (10) 12-16-16-17 (20-23) cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu, fækkið um 1 lykkju fyrir hálsmáli innan við 1 kantlykkju að framan í hvorri hlið á stykki (= 1 lykkjur færri) – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls (18) 18-22-24-26 (28-32) sinnum, síðan eru lykkjum fækkað í 4. hverri umferð alls 2 sinnum. STYKKIÐ SKIPTIST OG FITJAÐAR ERU UPP LYKKJUR FYRIR ERMI ÞANNIG: HÆGRA FRAMSTYKKI: Þegar stykkið mælist (12) 15-19-20-21 (24-27) cm, skiptist stykkið við 2 merkin og fram- og bakstykki er prjónað til loka fyrir sig. Stillið af að næsta umferð sé frá réttu. Prjónið nú yfir lykkjur fram að fyrsta merki (= hægra framstykki). Setjið þær lykkjur sem eftir eru á þráð. Fitjið upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar frá réttu (= að hlið) fyrir ermi þannig: Fitjið upp (3) 4-6-6-6 (6-6) lykkjur alls (4) 4-4-5-6 (7-8) sinnum og síðan (16) 19-19-18-19 (23-26) lykkjur 1 sinni. Þegar allar lykkjur fyrir ermi hafa verið fitjaðar upp og úrtöku fyrir hálsmáli er lokið eru (42) 52-63-70-79 (90-102) lykkjur í umferð fyrir öxl/ermi. Prjónið garðaprjón þar til stykkið mælist (20) 24-28-30-32 (36-40) cm. Fellið af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið yfir síðustu lykkjur sem settar voru á þráð, fram að merki í hlið. Prjónið á sama hátt og hægra framstykki, nema gagnstætt. Þ.e.a.s. fitjaðar eru upp lykkjur fyrir öxl/ermi í lok hverrar umferðar frá röngu. Haldið áfram að fækka lykkjum innan við 1 kantlykkju að framan í lok umferðar frá réttu eins og áður (að hálsmáli). BAKSTYKKI: = (44) 50-58-62-68 (72-80) lykkjur. Fitjið upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar í hvorri hlið á stykki fyrir ermar þannig: Fitjið upp (3) 4-6-6-6 (6-6) lykkjur alls (4) 4-4-5-6 (7-8) sinnum og síðan (16) 19-19-18-19 (23-26) lykkjur 1 sinni = (100) 120-144-158-178 (202-228) lykkjur. Þegar stykkið mælist (19) 23-27-29-31 (35-39) cm eru felldar af miðju (16) 16-18-18-20 (22-24) lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl/ermi er prjónuð til loka fyrir sig = (42) 52-63-70-79 (90-102) lykkjur eftir á hvorri ermi/öxl. Prjónið þar til stykkið mælist (20) 24-28-30-32 (36-40) cm, stillið af við framstykki. Fellið af. Prjónið hina öxlina/ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið sauma yfir ermum með lykkjuspori frá réttu. Saumið saum undir ermum kant í kant í ystu lykkjubogana. HEKLAÐUR KANTUR: Heklið með heklunál 2,5 með DROPS BabyMerino í kringum allt opið á peysunni (þ.e.a.s. heklið frá hægra framstykki, upp meðfram opi á peysu, í kringum hálsmál og niður meðfram op á peysu að uppfitjunarkanti á vinstra framstykki) þannig: UMFERÐ 1: Heklið 1 keðjulykkju í uppfitjunarkanti á hægra framstykki, * 1 loftlykkja, hoppið yfir ca 2 lykkjur/umferðir, 1 fastalykkja í næstu lykkju/umferð *, heklið frá *-* að horni þar sem úrtaka fyrir hálsmáli byrjaði. Heklið snúru þannig: 1 fastalykkja í horni, heklið síðan loftlykkjur í ca 20-25 cm, snúið og heklið 1 keðjulykkju í hverja loftlykkju til baka, síðan er hekluð 1 fastalykkja aftur í horni á framstykki, haldið áfram að hekla kant í kringum peysuna og hálsmál fram að horni á vinstra framstykki, heklið snúru eins og á hægra framstykki, heklið síðan meðfram vinstra framstykki og endið með 1 keðjulykkju í uppfitjunarkanti. UMFERÐ 2: Heklið 1 loftlykkju, 1 fastalykkja um fyrstu loftlykkja á fyrri umferð, * 4 loftlykkjur, 1 stuðull í 4. loftlykkjur frá heklunálinni, hoppið yfir 1 fastalykkju + 1 loftlykkju + 1 fastalykkju, heklið 1 fastalykkju um næstu loftlykkju *, heklið frá *-* (passið uppá að hekla yfir snúru þannig að snúran liggi neðst), endið með 1 keðjulykkju í síðustu lykkju. Heklið umferð 1 og 2 alveg eins neðst í kringum báðar ermar (umferðin byrjar með 1 loftlykkju og endar með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju). Heklið 2 lausar snúrur: Heklið loftlykkjur í ca 20-25 cm, snúið og heklið 1 keðjulykkju í hverja loftlykkju til baka. Klippið frá og heklið 1 til viðbótar alveg eins. Saumið niður eina snúru innan á hægri hlið og 1 snúru utan á vinstri hlið í hlið. Passið uppá að þær verði í sömu hæð og hinar snúrurnar. ---------------------------------------------------------- TÁTILJUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tátiljurnar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður, þ.e.a.s. fyrst er stroffið prjónað á tátiljuna, síðan fóturinn. TÁTILJA: Fitjið upp (36) 38-40-44-48 (52-56) lykkjur á hringprjón 2,5 með DROPS BabyMerino. Prjónið 1 lykkju GARÐAPRJÓN - lesið útskýringu að ofan, A.3 (= 2 lykkjur) þar til 1 lykkja er eftir og prjónið 1 lykkju í garðaprjóni. Þegar A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er næsta umferð prjónuð frá réttu þannig: Prjónið (2) 3-0-2-0 (2-0) lykkjur sléttprjón, A.4 (= 8 lykkjur) alls (4) 4-5-5-6 (6-7) sinnum á breidd og endið með (2) 3-0-2-0 (2-0) lykkjur sléttprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæð er prjónað A.3 þannig: Prjónið 1 lykkju í garðaprjóni, A.3 þar til 1 lykkja er eftir og prjónið 1 lykkju í garðaprjóni (snúra er þrædd í gegnum þessa gataumferð í lokin). Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka á hæð, prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan og fækkið um (6) 8-6-6-6 (10-14) lykkjur jafnt yfir í síðustu umferð frá réttu = (30) 30-34-38-38 (42-42) lykkjur. Klippið frá. Setjið nú fyrstu (11) 11-12-13-13 (15-15) lykkjur og síðustu (11) 11-12-13-13 (15-15) lykkjur á sitt hvorn þráðinn. Stykkið er nú prjónað í garðaprjóni til loka. Prjónið (3) 3½-4-4½-5½ (6½-8) cm, yfir miðju (8) 8-10-12-12 (12-12) lykkjur (= miðja ofan á tátilju), klippið frá. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið til baka lykkjur af þræði í annarri hlið á hringprjóninn, prjónið upp (7) 9-10-11-13 (16-21) lykkjur í ystu lykkjubogana meðfram hlið á miðju stykki, prjónið (8) 8-10-12-12 (12-12) lykkjur á prjóni (= fram), prjónið upp (7) 9-10-11-13 (16-21) lykkjur í ystu lykkjubogana meðfram annarri hlið á miðju stykki og prjónið til baka lykkjur frá seinni þræði á hringprjóninn = (44) 48-54-60-64 (74-84) lykkjur í umferð. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið alls (2½) 3-3-4-5 (5-5) cm garðaprjón yfir allar lykkjur JAFNFRAMT þegar prjónaðar hafa verið ca (1) 1½-1½-2-3 (3-3) cm, setjið 1 merki (22) 24-27-30-32 (37-42) lykkjur inn (= miðja á tátilju). Fækkið nú lykkjum í annarri hverri umferð til loka þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, prjónið næstu 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið sléttar lykkjur þar til 2 lykkjur eru eftir á undan merki, prjónið næstu 4 lykkjur 2 og 2 slétt saman (= 2 lykkjur færri), prjónið sléttar lykkjur þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið næstu 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið 1 lykkju slétt (= 4 lykkjur færri í annarri hverri umferð) = ca (32) 36-42-48-52 (62-72) lykkjur. Fellið af og saumið saum undir fæti og upp meðfram miðju að aftan í ystu lykkjubogana svo að saumurinn verði ekki þykkur. Prjónið hina tátiljuna á sama hátt. SNÚRA: Heklið snúru þannig: Heklið loftlykkjur með heklunál 2,5 með DROPS BabyMerino í ca 30-40 cm, snúið og heklið 1 keðjulykkju til baka í hverja loftlykkju. Klippið frá og festið enda. Þræðið snúruna út og inn í gegnum gataumferð á tátilju (byrjið og endið við miðju framan á tátilju). --------------------------------------------------------- Sjá buxur DROPS Baby 31-04. ---------------------------------------------------------- |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #odetajacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 31-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.