Bianca skrifaði:
Hallo Ik zou graag het vestje breien maar kan niet met een rondbreinaald... kan het ook gewoon op twee pennen?
08.12.2018 - 00:01DROPS Design svaraði:
Dag Bianca,
Vanwege het grote aantal steken dat je op de naald hebt (voorpanden + achterpanden en aangebreide mouwen) adviseren wij om met rondbreindaalden te breien. Als je hiermee geen problemen hebt (of je breit een kleine maat) kun je inderdaad op rechte naalden breien. Het patroon hoeft hiervoor verder niet aangepast te worden.
09.12.2018 - 16:43
Sara Vernon skrifaði:
Hi l am struggling with the ridge stitch border I don\'t really understand what it means. I ridge = knit 2 rows. What does this mean?
06.12.2018 - 13:29DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Vernon, to get 1 ridge, you have to knit 2 rows. When you have to work some stitches in garter stitch, knit these stitches both from right side and from wrong side. Happy knitting!
06.12.2018 - 14:34
Francesca Campo skrifaði:
Potrei sapere quanta lana serve per fare solo il cardigan per la taglia 12-18 mesi? Grazie
26.10.2018 - 00:41DROPS Design svaraði:
Buongiorno Francesca. Abbiamo inserito l'occorrente per il solo cardigan. Buon lavoro!
26.10.2018 - 08:36
Jutta skrifaði:
Ich komme mit dem Häkelrand um das Babyjäckchen nicht klar. Kann ich da irgendwo eine genauere Erklärung finden?
14.10.2018 - 09:10DROPS Design svaraði:
Liebe Jutta, dieses Video zeigt, wie man die 1. Reihe der Häkelkante häkelt. Viel Spaß beim stricken!
15.10.2018 - 10:20
Jette Holmgaard skrifaði:
Har løst det. Pinden slutter med 1 M i A2 diagram som er i glatstrikning. Og slutter med 2 Master, der hver gang strikkes ret som kant.
05.10.2018 - 09:43DROPS Design svaraði:
Hei Jette. Ja, det stemmer: det strikkes 2 kantmasker i rille i hver side. God fornøyelse videre
09.10.2018 - 08:31
Jette Holmgaard skrifaði:
Jeg strikker str. nyfødt 48/52 cm. Der skal slås 125 M op. De første er kanten med 2 M ret på hver pind. De næste er 8 M i diagrammet x 15 = 120 M. Hvad med de sidste 3 M op til de 125?
05.10.2018 - 09:33
Anneli skrifaði:
Beste Drops, Ik zou ook graag het mutsje breien. Ik kan het patroon daarvan hier niet vinden, is dat er ook? Alvast hartelijk dank!
02.10.2018 - 20:59DROPS Design svaraði:
Dag Annelie, Ja zeker, het mutsje kun je via deze link vinden. Veel breiplezier!
04.10.2018 - 12:01
Petra Oldenbostel skrifaði:
Danke für ihre Antwort. Habe allerdings mehrere Anleitungen ausgedruckt und nur hier das Problem das etwas fehlt. Bekomme auch heute noch in der Druckvorschau die Anleitung nur ohne Diagramm.
24.09.2018 - 14:09DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Oldenbostel, haben Sie auch Ihren Browserspeicher Cache geleert? Sollte es immer nicht funktionnieren, sagen Sie uns bitte welche Browser/Betriebssystem Sie benutzen.
25.09.2018 - 10:45
Petra Oldenbostel skrifaði:
Liebe Mitarbeiter von Drops, Ich würde diese Jacke und auch die Mütze nachstricken. Habe allerding das Problem, beim Drucken der Anleitung das Diagram für die Lochmuster nicht mit ausdrucken kann. Lässt sich dieses bitte ändern. Danke
22.09.2018 - 16:59DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Oldenbostel, wir haben gerade diese Anleitung drücken können, beachten Sie die Einstellungen von Ihrem Drucker, damit alle Seiten ausgedrückt werden (Diagramme sollen Seite 6 und 7 sein). Viel Spaß beim stricken!
24.09.2018 - 11:07
Nathalie skrifaði:
Bonjour, Je ne comprends absolument pas les instructions pour le rang 2 de la bordure au crochet du gilet, en particulier le passage suivant : "... sauter 1 maille serrée + 1 maille en l'air + 1 maille serrée" de quelles mailles s'agit-il ? Pouvez-vous expliciter ce point. Merci !
17.09.2018 - 18:04DROPS Design svaraði:
Bonjour Nathalie, au 2ème rang de la bordure, vous crochetez un grand picot (= 1 ms, 4 ml, 1 bride dans la 1ère de ces 4 ml)) autour de la ml du rang précédent, vous sautez ensuite 1 ml, 1 ms du rang précédent et répétez de (à). Cette vidéo montre comment réaliser un grand picot, sautez bien le nombre de mailles indiqués dans ce modèle (= et crochetez bien les 4 ml au lieu de 3 dans la vidéo). Bon crochet!
18.09.2018 - 08:49
Odeta#odetajacket |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð vafningspeysa / peysa án ermasauma fyrir börn og prjónaðar tátiljur í garðaprjóni úr DROPS BabyMerino. Stærð fyrirburar - 4 ára.
DROPS Baby 31-3 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Peysa: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynstur fyrir þína stærð. Tátiljur: Sjá mynsturteikningu A.3 og A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um peysu): Fækkið lykkjum innan við 1 kantlykkju að framan í garðaprjóni. Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum á eftir 1 kantlykkju að framan þannig: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir. Fækkið lykkjum á undan 1 kantlykkju að framan þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fram- og bakstykki er prjónað fyrst, síðan eru lykkjur fitjaðar upp fyrir ermar, framstykkin og bakstykkið er prjónað til loka hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp (111) 125-145-157-173 (181-205) lykkjur á hringprjón 3 með BabyMerino. Prjónið frá réttu þannig: Prjónið (3) 2-4-2-2 (2-2) lykkjur í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – (= kantur að framan), prjónið A.1 (= 8 lykkjur) yfir næstu (104) 120-136-152-168 (176-200) lykkjur (= (13) 15-17-19-21 (22-25) sinnum á breidd), prjónið A.2 (= 1 lykkja) og endið með (3) 2-4-2-2 (2-2) lykkjum í garðaprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í síðustu umferð í mynsturteikningu A.1 er lykkjufjöldinn jafnaður út til (112) 124-146-158-172 (182-204) lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er stykkið prjónað áfram í garðaprjóni til loka. Stykkið mælist ca (10) 12-16-16-16 (19-19) cm. Setjið 1 prjónamerki (34) 37-44-48-52 (55-62) lykkjur inn frá hvorri hlið. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, þær sýna framstykki og bakstykki = (44) 50-58-62-68 (72-80) lykkjur á bakstykki. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! LYKKJUM ER FÆKKAÐ FYRIR HÁLSMÁLI INNAN VIÐ 1 KANTLYKKJU AÐ FRAMAN Á HVORRI HLIÐ Á STYKKI JAFNFRAMT SEM STYKKIÐ SKIPTIST OG FITJAÐAR ERU UPP LYKKJUR FYRIR ERMI. LYKKJUM ER FÆKKAÐ VIÐ MIÐJU AÐ FRAMAN ÞANNIG: Þegar stykkið mælist (10) 12-16-16-17 (20-23) cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu, fækkið um 1 lykkju fyrir hálsmáli innan við 1 kantlykkju að framan í hvorri hlið á stykki (= 1 lykkjur færri) – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls (18) 18-22-24-26 (28-32) sinnum, síðan eru lykkjum fækkað í 4. hverri umferð alls 2 sinnum. STYKKIÐ SKIPTIST OG FITJAÐAR ERU UPP LYKKJUR FYRIR ERMI ÞANNIG: HÆGRA FRAMSTYKKI: Þegar stykkið mælist (12) 15-19-20-21 (24-27) cm, skiptist stykkið við 2 prjónamerkin og fram- og bakstykki er prjónað til loka fyrir sig. Stillið af að næsta umferð sé frá réttu. Prjónið nú yfir lykkjur fram að fyrsta prjónamerki (= hægra framstykki). Setjið þær lykkjur sem eftir eru á þráð. Fitjið upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar frá réttu (= að hlið) fyrir ermi þannig: Fitjið upp (3) 4-6-6-6 (6-6) lykkjur alls (4) 4-4-5-6 (7-8) sinnum og síðan (16) 19-19-18-19 (23-26) lykkjur 1 sinni. Þegar allar lykkjur fyrir ermi hafa verið fitjaðar upp og úrtöku fyrir hálsmáli er lokið eru (42) 52-63-70-79 (90-102) lykkjur í umferð fyrir öxl/ermi. Prjónið garðaprjón þar til stykkið mælist (20) 24-28-30-32 (36-40) cm. Fellið af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið yfir síðustu lykkjur sem settar voru á þráð, fram að prjónamerki í hlið. Prjónið á sama hátt og hægra framstykki, nema gagnstætt. Þ.e.a.s. fitjaðar eru upp lykkjur fyrir öxl/ermi í lok hverrar umferðar frá röngu. Haldið áfram að fækka lykkjum innan við 1 kantlykkju að framan í lok umferðar frá réttu eins og áður (að hálsmáli). BAKSTYKKI: = (44) 50-58-62-68 (72-80) lykkjur. Fitjið upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar í hvorri hlið á stykki fyrir ermar þannig: Fitjið upp (3) 4-6-6-6 (6-6) lykkjur alls (4) 4-4-5-6 (7-8) sinnum og síðan (16) 19-19-18-19 (23-26) lykkjur 1 sinni = (100) 120-144-158-178 (202-228) lykkjur. Þegar stykkið mælist (19) 23-27-29-31 (35-39) cm eru felldar af miðju (16) 16-18-18-20 (22-24) lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl/ermi er prjónuð til loka fyrir sig = (42) 52-63-70-79 (90-102) lykkjur eftir á hvorri ermi/öxl. Prjónið þar til stykkið mælist (20) 24-28-30-32 (36-40) cm, stillið af við framstykki. Fellið af. Prjónið hina öxlina/ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið sauma yfir ermum með lykkjuspori frá réttu. Saumið saum undir ermum kant í kant í ystu lykkjubogana. HEKLAÐUR KANTUR: Heklið með heklunál 2,5 með BabyMerino í kringum allt opið á peysunni (þ.e.a.s. heklið frá hægra framstykki, upp meðfram opi á peysu, í kringum hálsmál og niður meðfram op á peysu að uppfitjunarkanti á vinstra framstykki) þannig: UMFERÐ 1: Heklið 1 keðjulykkju í uppfitjunarkanti á hægra framstykki, * 1 loftlykkja, hoppið yfir ca 2 lykkjur/umferðir, 1 fastalykkja í næstu lykkju/umferð *, heklið frá *-* að horni þar sem úrtaka fyrir hálsmáli byrjaði. Heklið snúru þannig: 1 fastalykkja í horni, heklið síðan loftlykkjur í ca 20-25 cm, snúið og heklið 1 keðjulykkju í hverja loftlykkju til baka, síðan er hekluð 1 fastalykkja aftur í horni á framstykki, haldið áfram að hekla kant í kringum peysuna og hálsmál fram að horni á vinstra framstykki, heklið snúru eins og á hægra framstykki, heklið síðan meðfram vinstra framstykki og endið með 1 keðjulykkju í uppfitjunarkanti. UMFERÐ 2: Heklið 1 loftlykkju, 1 fastalykkja um fyrstu loftlykkja á fyrri umferð, * 4 loftlykkjur, 1 stuðull í 4. loftlykkjur frá heklunálinni, hoppið yfir 1 fastalykkju + 1 loftlykkju + 1 fastalykkju, heklið 1 fastalykkju um næstu loftlykkju *, heklið frá *-* (passið uppá að hekla yfir snúru þannig að snúran liggi neðst), endið með 1 keðjulykkju í síðustu lykkju. Heklið umferð 1 og 2 alveg eins neðst í kringum báðar ermar (umferðin byrjar með 1 loftlykkju og endar með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju). Heklið 2 lausar snúrur: Heklið loftlykkjur í ca 20-25 cm, snúið og heklið 1 keðjulykkju í hverja loftlykkju til baka. Klippið frá og heklið 1 til viðbótar alveg eins. Saumið niður eina snúru innan á hægri hlið og 1 snúru utan á vinstri hlið í hlið. Passið uppá að þær verði í sömu hæð og hinar snúrurnar. ---------------------------------------------------------- TÁTILJUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tátiljurnar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður, þ.e.a.s. fyrst er stroffið prjónað á tátiljuna, síðan fóturinn. TÁTILJA: Fitjið upp (36) 38-40-44-48 (52-56) lykkjur á hringprjón 2,5 með BabyMerino. Prjónið 1 lykkju GARÐAPRJÓN - lesið útskýringu að ofan, A.3 (= 2 lykkjur) þar til 1 lykkja er eftir og prjónið 1 lykkju í garðaprjóni. Þegar A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er næsta umferð prjónuð frá réttu þannig: Prjónið (2) 3-0-2-0 (2-0) lykkjur sléttprjón, A.4 (= 8 lykkjur) alls (4) 4-5-5-6 (6-7) sinnum á breidd og endið með (2) 3-0-2-0 (2-0) lykkjur sléttprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæð er prjónað A.3 þannig: Prjónið 1 lykkju í garðaprjóni, A.3 þar til 1 lykkja er eftir og prjónið 1 lykkju í garðaprjóni (snúra er þrædd í gegnum þessa gataumferð í lokin). Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka á hæð, prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan og fækkið um (6) 8-6-6-6 (10-14) lykkjur jafnt yfir í síðustu umferð frá réttu = (30) 30-34-38-38 (42-42) lykkjur. Klippið frá. Setjið nú fyrstu (11) 11-12-13-13 (15-15) lykkjur og síðustu (11) 11-12-13-13 (15-15) lykkjur á sitt hvorn þráðinn. Stykkið er nú prjónað í garðaprjóni til loka. Prjónið (3) 3½-4-4½-5½ (6½-8) cm, yfir miðju (8) 8-10-12-12 (12-12) lykkjur (= mitt ofan á tátilju), klippið frá. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið til baka lykkjur af þræði í annarri hlið á hringprjóninn, prjónið upp (7) 9-10-11-13 (16-21) lykkjur í ystu lykkjubogana meðfram hlið á miðju stykki, prjónið (8) 8-10-12-12 (12-12) lykkjur á prjóni (= fram), prjónið upp (7) 9-10-11-13 (16-21) lykkjur í ystu lykkjubogana meðfram annarri hlið á miðju stykki og prjónið til baka lykkjur frá seinni þræði á hringprjóninn = (44) 48-54-60-64 (74-84) lykkjur í umferð. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið alls (2½) 3-3-4-5 (5-5) cm garðaprjón yfir allar lykkjur JAFNFRAMT þegar prjónaðar hafa verið ca (1) 1½-1½-2-3 (3-3) cm, setjið 1 prjónamerki (22) 24-27-30-32 (37-42) lykkjur inn (= mitt á tátilju). Fækkið nú lykkjum í annarri hverri umferð til loka þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, prjónið næstu 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið sléttar lykkjur þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið næstu 4 lykkjur 2 og 2 slétt saman (= 2 lykkjur færri), prjónið sléttar lykkjur þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið næstu 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið 1 lykkju slétt (= 4 lykkjur færri í annarri hverri umferð) = ca (32) 36-42-48-52 (62-72) lykkjur. Fellið af og saumið saum undir fæti og upp meðfram miðju að aftan í ystu lykkjubogana svo að saumurinn verði ekki þykkur. Prjónið hina tátiljuna á sama hátt. SNÚRA: Heklið snúru þannig: Heklið loftlykkjur með heklunál 2,5 með BabyMerino í ca 30-40 cm, snúið og heklið 1 keðjulykkju til baka í hverja loftlykkju. Klippið frá og festið enda. Þræðið snúruna út og inn í gegnum gataumferð á tátilju (byrjið og endið við miðju framan á tátilju). --------------------------------------------------------- Sjá buxur DROPS Baby 31-04. ---------------------------------------------------------- |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #odetajacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 31-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.