Carrla Pontenagel skrifaði:
Ik ben met het breien op 16 cm hoogte, volgens het patroon moet ik nu gaan minderen voor de halskant. Gedaan. Inmiddels staat er in het patroon dat ik op 19 cm hoogte moet beginnen met de mouwen???? Moet ik beiden tegelijk doen of eerst het een en dan het andere????
05.07.2019 - 20:16DROPS Design svaraði:
Dag Carla,
Inderdaad, je begint op 16 cm met minderen voor de halskant en even later op 19 cm (dus 3 cm nadat je was begonnen met het minderen voor de hals) begin je met de mouwen. Je bent dus op een gegeven moment tegelijkertijd bezig met het minderen voor de hals en het opzetten van steken voor de mouw aan de andere kant.
08.07.2019 - 10:17
Piera skrifaði:
Buongiorno, Il cordino è attaccato allo stesso modo in entrambi i lati? Dalla foto e dallo schema sembra che il cordino sul lato sinistro del golfino sia attaccato sul fianco, ma sulle istruzioni c'è scritto di partire dalla fine del collo, cioè dove iniziano i cali e così per il cordino sul lato destro.
29.06.2019 - 17:39DROPS Design svaraði:
Buonasera Piera, i cordini in tutto sono 4: due all'interno e due all'esterno. Per cui deve lavorare i cordini su entrambi i davanti nel punto in cui iniziano i cali, e poi due cordini separati, come spiegato alla fine del paragrafo "bordo all'uncinetto", di cui uno verrà cucito sul lato sinistro sull'esterno del lavoro, e l'altro sul lato destro all'interno del lavoro. Buon lavoro!
29.06.2019 - 22:20
Claire Frigiotti skrifaði:
Comment arriver à 63 mailles pour le côtés en diminuant de 24 mailles pour l'encolure soit 20m restantes et en ajoutant les mailles des manches 4 fois 3 =12 +6+19 on arrive à 37 mailles rajoutés soit 57 mailles? Et même si on fait 4m et 3 fois 6 m puis 19 M pour les manches on arrive à 41 M pour les manches ajouter à 20 restantes du côtés encolure on a toujours un décalage entre le nombre de m obtenue et celui du modèle. Et on se retrouve avec le même décalage pour le dos
16.06.2019 - 21:48DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Frigiotti, dans la 3ème taille, vous avez 44 m pour le devant, vous diminuez 24 m pour l'encolure (=22 x tous les 2 rangs + 2 x tous les 4 rangs) et vous montez pour la manche: 24 m (= 4 x 6 m) puis 1 x 19 m soit: 44 - 24 + 24+19= 63 m. Bon tricot!
17.06.2019 - 08:40
Ivy skrifaði:
Does decreasing 1 on each end of right side for 18 rows or 9 rows x 2 = 18 Would you still be decreasing while you are casting on and knitting the sleeves?
14.05.2019 - 03:48DROPS Design svaraði:
Dear Ivy, you decrease 1 stitch on each side a total of 18 times every row from RS (= 36 rows in total) then 2 times every 4th row (= every other row from RS), you first start to decrease on mid front then while continuing decreasing mid front divide piece when work measures (12) 15 cm and cast on new stitches for sleeve. Happy knitting!
14.05.2019 - 09:10
Nunes skrifaði:
Bonjour les explications ne sont pas tres claire c est dommage le modèle est tres jolie
24.04.2019 - 23:05DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Nunes, les explications peuvent vous paraître différentes de celles dont vous avez l'habitude, suivez simplement chaque étape comme expliqué. Pour toute question, vous pouvez utiliser cet espace ou bien contacter - même par mail ou téléphone - le magasin où vous avez acheté votre laine. Bon tricot!
25.04.2019 - 09:38
Claudine skrifaði:
Je ne comprends pas comment on monte les mailles des manches. Avez vous une vidéo
14.04.2019 - 11:23
Ilse Wellershoff-Schuur skrifaði:
Auf einem der Bilder gibt es auch ein Mützchen... Wo gibt es dazu eine Anleitung? Oder soll man sie einfach entsprechend selbst werkeln?
24.03.2019 - 19:01DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Wellershoff-Schuur, die Anleitung können Sie hier finden: https://www.garnstudio.com/pattern.php?id=8503&cid=9. Viel Spaß beim stricken!
24.03.2019 - 19:26
Anna skrifaði:
Liebes Drops Team, werden in den Diagrammen Hin und Rückreihen gezeigt oder nur die Hinreihen? Außerdem verstehe ich nicht wofür das Diagramm a2 ist. Wenn ich 4 Maschen Blende stricke, habe ich 136 Maschen über die ich das Muster 17 mal laufen lasse (Größe 56/62) was mach ich mit der einen Masche im Diagramm a2? LG Anna
09.03.2019 - 07:51DROPS Design svaraði:
Liebe Anna, die Diagramme zeigen alle Reihen, dh die Hin- sowie die Rückreihen (hier lesen Sie mehr über Diagramme). A.2 macht das Muster symetrisch auf beiden Seiten: 4 M kraus rechts, 17 x A.1 (=136 M), A.2 (= 1 Masche), 4 M kraus rechts = 145 M. Bei den Rückreihen stricken Sie: 4 M kraus rechts, A.2 (= 1 M), 17 x A.1 (Diag. links nach rechts lesen), 4 M kraus rechts. Viel Spaß beim stricken!
11.03.2019 - 09:42
Mieke skrifaði:
Ik ben net met het vestje begonnen, en wil graag de totale (onder)breedte weten bij de kleinste maat. Bij de afbeelding staat alleen een enkele breedte vermeld, niet de totale afmeting incl onder- en overslag. Bedankt !
05.03.2019 - 13:01DROPS Design svaraði:
Dag Mieke,
De punt van de overslag komt bijna tot de zijnaden, dus de totale breedte is dan ongeveer 3 keer de breedte die onderaan bij de tekening staat.
05.03.2019 - 17:47
Johanna skrifaði:
Beim Rumpfteil für die Jacke steht es wird insgesamt 22x in jeder 2. Reihe abgenommen. Heißt das, dass ich insgesamt 22 Maschen in 11 Abnahme-Reihen abnehmen muss oder dass ich insgesamt 44 Maschen in 22 Abnahme-Reihen abnehmen muss?
05.03.2019 - 10:19DROPS Design svaraði:
Liebe Johann, es wird 1 Masche insgesamt 22 Mal in jeder 2. Reihe dann 2 Mal in jeder 4. Reihe abgenonmmen. Viel Spaß beim stricken!
05.03.2019 - 11:42
Odeta#odetajacket |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð vafningspeysa / peysa án ermasauma fyrir börn og prjónaðar tátiljur í garðaprjóni úr DROPS BabyMerino. Stærð fyrirburar - 4 ára.
DROPS Baby 31-3 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Peysa: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynstur fyrir þína stærð. Tátiljur: Sjá mynsturteikningu A.3 og A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um peysu): Fækkið lykkjum innan við 1 kantlykkju að framan í garðaprjóni. Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum á eftir 1 kantlykkju að framan þannig: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir. Fækkið lykkjum á undan 1 kantlykkju að framan þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fram- og bakstykki er prjónað fyrst, síðan eru lykkjur fitjaðar upp fyrir ermar, framstykkin og bakstykkið er prjónað til loka hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp (111) 125-145-157-173 (181-205) lykkjur á hringprjón 3 með BabyMerino. Prjónið frá réttu þannig: Prjónið (3) 2-4-2-2 (2-2) lykkjur í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – (= kantur að framan), prjónið A.1 (= 8 lykkjur) yfir næstu (104) 120-136-152-168 (176-200) lykkjur (= (13) 15-17-19-21 (22-25) sinnum á breidd), prjónið A.2 (= 1 lykkja) og endið með (3) 2-4-2-2 (2-2) lykkjum í garðaprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í síðustu umferð í mynsturteikningu A.1 er lykkjufjöldinn jafnaður út til (112) 124-146-158-172 (182-204) lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er stykkið prjónað áfram í garðaprjóni til loka. Stykkið mælist ca (10) 12-16-16-16 (19-19) cm. Setjið 1 prjónamerki (34) 37-44-48-52 (55-62) lykkjur inn frá hvorri hlið. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, þær sýna framstykki og bakstykki = (44) 50-58-62-68 (72-80) lykkjur á bakstykki. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! LYKKJUM ER FÆKKAÐ FYRIR HÁLSMÁLI INNAN VIÐ 1 KANTLYKKJU AÐ FRAMAN Á HVORRI HLIÐ Á STYKKI JAFNFRAMT SEM STYKKIÐ SKIPTIST OG FITJAÐAR ERU UPP LYKKJUR FYRIR ERMI. LYKKJUM ER FÆKKAÐ VIÐ MIÐJU AÐ FRAMAN ÞANNIG: Þegar stykkið mælist (10) 12-16-16-17 (20-23) cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu, fækkið um 1 lykkju fyrir hálsmáli innan við 1 kantlykkju að framan í hvorri hlið á stykki (= 1 lykkjur færri) – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls (18) 18-22-24-26 (28-32) sinnum, síðan eru lykkjum fækkað í 4. hverri umferð alls 2 sinnum. STYKKIÐ SKIPTIST OG FITJAÐAR ERU UPP LYKKJUR FYRIR ERMI ÞANNIG: HÆGRA FRAMSTYKKI: Þegar stykkið mælist (12) 15-19-20-21 (24-27) cm, skiptist stykkið við 2 prjónamerkin og fram- og bakstykki er prjónað til loka fyrir sig. Stillið af að næsta umferð sé frá réttu. Prjónið nú yfir lykkjur fram að fyrsta prjónamerki (= hægra framstykki). Setjið þær lykkjur sem eftir eru á þráð. Fitjið upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar frá réttu (= að hlið) fyrir ermi þannig: Fitjið upp (3) 4-6-6-6 (6-6) lykkjur alls (4) 4-4-5-6 (7-8) sinnum og síðan (16) 19-19-18-19 (23-26) lykkjur 1 sinni. Þegar allar lykkjur fyrir ermi hafa verið fitjaðar upp og úrtöku fyrir hálsmáli er lokið eru (42) 52-63-70-79 (90-102) lykkjur í umferð fyrir öxl/ermi. Prjónið garðaprjón þar til stykkið mælist (20) 24-28-30-32 (36-40) cm. Fellið af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið yfir síðustu lykkjur sem settar voru á þráð, fram að prjónamerki í hlið. Prjónið á sama hátt og hægra framstykki, nema gagnstætt. Þ.e.a.s. fitjaðar eru upp lykkjur fyrir öxl/ermi í lok hverrar umferðar frá röngu. Haldið áfram að fækka lykkjum innan við 1 kantlykkju að framan í lok umferðar frá réttu eins og áður (að hálsmáli). BAKSTYKKI: = (44) 50-58-62-68 (72-80) lykkjur. Fitjið upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar í hvorri hlið á stykki fyrir ermar þannig: Fitjið upp (3) 4-6-6-6 (6-6) lykkjur alls (4) 4-4-5-6 (7-8) sinnum og síðan (16) 19-19-18-19 (23-26) lykkjur 1 sinni = (100) 120-144-158-178 (202-228) lykkjur. Þegar stykkið mælist (19) 23-27-29-31 (35-39) cm eru felldar af miðju (16) 16-18-18-20 (22-24) lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl/ermi er prjónuð til loka fyrir sig = (42) 52-63-70-79 (90-102) lykkjur eftir á hvorri ermi/öxl. Prjónið þar til stykkið mælist (20) 24-28-30-32 (36-40) cm, stillið af við framstykki. Fellið af. Prjónið hina öxlina/ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið sauma yfir ermum með lykkjuspori frá réttu. Saumið saum undir ermum kant í kant í ystu lykkjubogana. HEKLAÐUR KANTUR: Heklið með heklunál 2,5 með BabyMerino í kringum allt opið á peysunni (þ.e.a.s. heklið frá hægra framstykki, upp meðfram opi á peysu, í kringum hálsmál og niður meðfram op á peysu að uppfitjunarkanti á vinstra framstykki) þannig: UMFERÐ 1: Heklið 1 keðjulykkju í uppfitjunarkanti á hægra framstykki, * 1 loftlykkja, hoppið yfir ca 2 lykkjur/umferðir, 1 fastalykkja í næstu lykkju/umferð *, heklið frá *-* að horni þar sem úrtaka fyrir hálsmáli byrjaði. Heklið snúru þannig: 1 fastalykkja í horni, heklið síðan loftlykkjur í ca 20-25 cm, snúið og heklið 1 keðjulykkju í hverja loftlykkju til baka, síðan er hekluð 1 fastalykkja aftur í horni á framstykki, haldið áfram að hekla kant í kringum peysuna og hálsmál fram að horni á vinstra framstykki, heklið snúru eins og á hægra framstykki, heklið síðan meðfram vinstra framstykki og endið með 1 keðjulykkju í uppfitjunarkanti. UMFERÐ 2: Heklið 1 loftlykkju, 1 fastalykkja um fyrstu loftlykkja á fyrri umferð, * 4 loftlykkjur, 1 stuðull í 4. loftlykkjur frá heklunálinni, hoppið yfir 1 fastalykkju + 1 loftlykkju + 1 fastalykkju, heklið 1 fastalykkju um næstu loftlykkju *, heklið frá *-* (passið uppá að hekla yfir snúru þannig að snúran liggi neðst), endið með 1 keðjulykkju í síðustu lykkju. Heklið umferð 1 og 2 alveg eins neðst í kringum báðar ermar (umferðin byrjar með 1 loftlykkju og endar með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju). Heklið 2 lausar snúrur: Heklið loftlykkjur í ca 20-25 cm, snúið og heklið 1 keðjulykkju í hverja loftlykkju til baka. Klippið frá og heklið 1 til viðbótar alveg eins. Saumið niður eina snúru innan á hægri hlið og 1 snúru utan á vinstri hlið í hlið. Passið uppá að þær verði í sömu hæð og hinar snúrurnar. ---------------------------------------------------------- TÁTILJUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tátiljurnar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður, þ.e.a.s. fyrst er stroffið prjónað á tátiljuna, síðan fóturinn. TÁTILJA: Fitjið upp (36) 38-40-44-48 (52-56) lykkjur á hringprjón 2,5 með BabyMerino. Prjónið 1 lykkju GARÐAPRJÓN - lesið útskýringu að ofan, A.3 (= 2 lykkjur) þar til 1 lykkja er eftir og prjónið 1 lykkju í garðaprjóni. Þegar A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er næsta umferð prjónuð frá réttu þannig: Prjónið (2) 3-0-2-0 (2-0) lykkjur sléttprjón, A.4 (= 8 lykkjur) alls (4) 4-5-5-6 (6-7) sinnum á breidd og endið með (2) 3-0-2-0 (2-0) lykkjur sléttprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæð er prjónað A.3 þannig: Prjónið 1 lykkju í garðaprjóni, A.3 þar til 1 lykkja er eftir og prjónið 1 lykkju í garðaprjóni (snúra er þrædd í gegnum þessa gataumferð í lokin). Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka á hæð, prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan og fækkið um (6) 8-6-6-6 (10-14) lykkjur jafnt yfir í síðustu umferð frá réttu = (30) 30-34-38-38 (42-42) lykkjur. Klippið frá. Setjið nú fyrstu (11) 11-12-13-13 (15-15) lykkjur og síðustu (11) 11-12-13-13 (15-15) lykkjur á sitt hvorn þráðinn. Stykkið er nú prjónað í garðaprjóni til loka. Prjónið (3) 3½-4-4½-5½ (6½-8) cm, yfir miðju (8) 8-10-12-12 (12-12) lykkjur (= mitt ofan á tátilju), klippið frá. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið til baka lykkjur af þræði í annarri hlið á hringprjóninn, prjónið upp (7) 9-10-11-13 (16-21) lykkjur í ystu lykkjubogana meðfram hlið á miðju stykki, prjónið (8) 8-10-12-12 (12-12) lykkjur á prjóni (= fram), prjónið upp (7) 9-10-11-13 (16-21) lykkjur í ystu lykkjubogana meðfram annarri hlið á miðju stykki og prjónið til baka lykkjur frá seinni þræði á hringprjóninn = (44) 48-54-60-64 (74-84) lykkjur í umferð. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið alls (2½) 3-3-4-5 (5-5) cm garðaprjón yfir allar lykkjur JAFNFRAMT þegar prjónaðar hafa verið ca (1) 1½-1½-2-3 (3-3) cm, setjið 1 prjónamerki (22) 24-27-30-32 (37-42) lykkjur inn (= mitt á tátilju). Fækkið nú lykkjum í annarri hverri umferð til loka þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, prjónið næstu 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið sléttar lykkjur þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið næstu 4 lykkjur 2 og 2 slétt saman (= 2 lykkjur færri), prjónið sléttar lykkjur þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið næstu 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið 1 lykkju slétt (= 4 lykkjur færri í annarri hverri umferð) = ca (32) 36-42-48-52 (62-72) lykkjur. Fellið af og saumið saum undir fæti og upp meðfram miðju að aftan í ystu lykkjubogana svo að saumurinn verði ekki þykkur. Prjónið hina tátiljuna á sama hátt. SNÚRA: Heklið snúru þannig: Heklið loftlykkjur með heklunál 2,5 með BabyMerino í ca 30-40 cm, snúið og heklið 1 keðjulykkju til baka í hverja loftlykkju. Klippið frá og festið enda. Þræðið snúruna út og inn í gegnum gataumferð á tátilju (byrjið og endið við miðju framan á tátilju). --------------------------------------------------------- Sjá buxur DROPS Baby 31-04. ---------------------------------------------------------- |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #odetajacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 31-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.