Helene skrifaði:
Jeg kan heller ikke få mønsteret til at passe. Hvad gør vi forkert
24.02.2021 - 09:44
Christine Jørgensen skrifaði:
Hvorfor passer de 2 første mønster ikke ovenpå hinanden når jeg strikker det som mønstret viser
18.02.2020 - 17:54DROPS Design svaraði:
Hej Christine, det gør de også om du strikker ifølge diagrammerne. Se her: Strik efter diagram
19.02.2020 - 10:28
Sarianne skrifaði:
Hey! I dont understand this. Do I knit first A(2 stitches) then B 12 two times, then C 11 one time. But there is 36 stiches, how I knit that one (37)?
23.06.2019 - 08:05DROPS Design svaraði:
Hello Sarianne. You work A on the first 2 sts, B on the next 24 sts, and then C on the last 11 sts. In total, you have worked on all of the 37 sts: 2 + 24 + 11 = 37. Happy knitting!
23.06.2019 - 12:03
Sarianne skrifaði:
Hey! I try to knit these but i dont know how many stitches put per needle? I knit smallest size. Hope you answer fast!
15.05.2019 - 18:14DROPS Design svaraði:
Dear Sarianne, you start with 42 sts, so you can divide it at 4 needles for example like this: 10 sts at 1 needle, 11 sts at second needle, 10 sts at third needle and 11 sts at fourth needle. Happy knitting!
15.05.2019 - 18:51
Puigrenier skrifaði:
Merci beaucoup pour votre réponse . Je viens de comprendre le diagramme . Cordialement Anniep
02.03.2019 - 00:12
Puigrenier A skrifaði:
Bonjour, Je ne comprends pas le diagramme du motif ajourée ? Au moment des points avec les jetées , je comprends qu’il faut faire 2 jetés côté à côté ??! Si oui moments faire ces 2 jetés car quand on tricote sur l’envers ces jetés ne tiennent pas . Merci de m’eclairer , car je n’y arrive pas . Merci beaucoup pour votre aide Bien cordialement Anniep
01.03.2019 - 00:30DROPS Design svaraði:
Bonjour Anniep, on aura toujorus 1 maille entre chaque jeté, par ex dans A.2B, on tricote 2 m end, 1 jeté, 1 diminution, 1 jeté, 1 m end, 1 jeté, 1 diminution, 1 jeté, 2 m end, 1 double diminution. Bon tricot!
01.03.2019 - 10:00
Ruth Dijkman skrifaði:
Als ik patroon B1 brei tot C kom ik op een halve steek samenbreien of eindig met een omslag. War moet ik dan breien?
24.02.2019 - 12:25DROPS Design svaraði:
Dag Ruth,
Omdat je A.1b in de breedte herhaalt, en dus weer aan het begin van een patroonherhaling van A.1b begint, lopen de steken op de juiste wijze door. (m.a.w. als je een kopie maakt van A.1b en die naast A.1b plakt, loopt het patroon gewoon door.)Dus als je bij de steek bent waar je moet samenbreien, begin je weer aan het begin van a.1b.
26.02.2019 - 09:22
Marianne Kirsten Nielsen skrifaði:
Jeg vil gerne vide om der er problemer med opskriften før jeg går igang med at lave dem?
14.02.2019 - 16:54DROPS Design svaraði:
Hei Marianne. Det er ingen rettelser til denne oppskriften, hadde det vært det ville det stått rett over diagrammene. Du kunne da ha trykket deg inn og sett hva som hadde blitt rettet. Når det er sagt så blir disse rettelsene gjort fortløpende, slik at oppskriften som ligger online er den helt nyeste versjonen. Er det noe spesifikt du lurer på eller mener er feil så si gjerne ifra så skal vi ta en ekstra titt på det. God fornøyelse
18.02.2019 - 12:04
Marit Myhre Sandal skrifaði:
Får ikke omg. 7 og videre til å stemme. B =12 skal strikkes 2 ggr. Det går jo ikke. Mønsteret går jo over i C=11.
01.10.2018 - 09:55
Kaja skrifaði:
Üritasin neid armsaid papusid teha, aga mustri lugemisel tekis küll raskusi. kuidas lugeda neid A.1A ja A.1B ja A.1C. Tegin kõige väiksemaid.
28.09.2017 - 19:23DROPS Design svaraði:
Tere Kaja! Keskmist mustrikordust (B) tuleb korrata 2 korda ja siis jätkata C osaga. Head kudumist!
12.01.2018 - 13:19
My Fairy Booties#myfairybootiessocks |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónaðir sokkar með gatamynstri fyrir skírn eða nafnagjöf úr DROPS Cotton Merino. Stærð 15-23
DROPS Baby 29-2 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður að tá. SOKKUR: Fitjið upp 42 lykkjur í öllum stærðum á sokkaprjón 3 með Cotton Merino. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 5 lykkjur jafnt yfir í öllum stærðum = 37 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið mynstur eftir mynsturteikningu A.1A (= 2 lykkjur), A.1B (= 12 lykkjur) alls 2 sinnum í öllum stærðum og endið með A.1 (= 11 lykkjur). Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað 1-1-1-2 sinnum á hæðina er prjónuð 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 5-5-1-1 lykkjur jafnt yfir = 32-32-36-36 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið og 1 umferð slétt. Næsta umferð er prjónuð þannig: * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn (= gataumferð fyrir silkiborða). Prjónið 1 umferð slétt og 1 umferð brugðið. Prjónið síðan 1 umferð þar sem fækkað er um 2-0-2-0 lykkjur jafnt yfir = 30-32-34-36 lykkjur. Klippið frá. FÓTUR: Setjið fyrstu 11-12-12-13 lykkjur í byrjun umferðar og síðustu 11-12-12-13 lykkjur í lok umferðar á þráð = 8-8-10-10 lykkjur eftir á prjóni (= miðja ofan á fæti). Prjónið 20-20-24-28 umferðir í garðaprjóni fram og til baka yfir þessar lykkjur (= ca 4-4-5-6 cm í garðaprjóni). Klippið frá. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 11-12-12-13 lykkjur af þræði í byrjun umferðar, prjónið upp 1 lykkju í hverja rönd með garðaprjóni meðfram hlið á miðjustykki (= 10-10-12-14 lykkjur), prjónið 8-8-10-10 lykkjur framan á fæti, prjónið upp 1 lykkju í hverja rönd með garðaprjóni meðfram hinni hliðinni á miðjustykki (= 10-10-12-14 lykkjur) og prjónið 11-12-12-13 lykkjur af þræði í lok umferðar = 50-52-58-64 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið. Setjið 1 prjónamerki hvoru megin við 8-8-10-10 miðjulykkjur að framan. Prjónið síðan garðaprjón hringinn JAFNFRAMT í 1. umferð er aukið út um 1 lykkju hvoru megin að innanverðu við 2 prjónamerkin þannig að það verða 10-10-12-12 lykkjur á miðjustykki = 52-54-60-66 lykkjur. Þegar prjónaðar hafa verið 3-3½-4-5 cm frá prjónamerki að framan (endið eftir eina umferð brugðið), prjónið áfram þannig: UMFERÐ 1: 3 lykkjur slétt, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, prjónið 14-15-17-20 lykkjur slétt, 3 lykkjur slétt saman, 6-6-8-8 lykkjur slétt, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, prjónið sléttar lykkjur þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 3 lykkjur slétt saman og endið með 3 lykkjur slétt (= 8 lykkjur færri og 44-46-52-58 lykkjur í umferð). UMFERÐ 2: Prjónið brugðið. UMFERÐ 3. 2 lykkjur slétt, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, prjónið 12-13-15-18 lykkjur slétt, 3 lykkjur slétt saman, 4-4-6-6 lykkjur slétt, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, prjónið sléttar lykkjur þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 3 lykkjur slétt saman og endið með 2 lykkjum slétt (= 8 lykkjur færri og 36-38-44-50 lykkjur í umferð). UMFERÐ 4: Prjónið brugðið. UMFERÐ 5: 1 lykkja slétt, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, prjónið 10-11-13-16 lykkjur slétt, 3 lykkjur slétt saman, 2-2-4-4 lykkjur slétt, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, prjónið sléttar lykkjur þar til eftir eru 4 lykkjur í umferð, prjónið 3 lykkjur slétt saman og endið með 1 lykkju slétt (= 8 lykkjur færri og 28-30-36-42 lykkjur í umferð). UMFERÐ 6: Prjónið brugðið. Endið hér í stærð 15/17 + 18/19. STÆRÐ 20/21 + 22/23: UMFERÐ 7: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, prjónið 11-14 lykkjur slétt, 3 lykkjur slétt saman, 2-2 lykkjur slétt, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, prjónið sléttar lykkjur þar til eftir eru 3 lykkjur í umferð, prjónið 3 lykkjur slétt saman (= 8 lykkjur færri og 28-34 lykkjur í umferð). UMFERÐ 8: Prjónið brugðið. ALLAR STÆRÐIR: Prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. FRÁGANGUR: Skiptið lykkjunum niður á 2 prjóna með jafnmargar lykkjur á hvorum prjóni (= miðja undir fæti). Leggið stykkið saman tvöfalt og saumið saman á lengdina með lykkjuspori – saumið með einu spori í hverja lykkju. Prjónið annan sokk á sama hátt. PICOTKANTUR: Heklið kant efst á öðrum sokknum. Byrjið frá miðju að aftan og heklið með heklunál 3 þannig: 1 fastalykkja í fyrstu lykkju, * 3 loftlykkjur, 1 stuðull í fyrstu lofltykkju sem var hekluð, hoppið yfir 2 lykkjur á sokknum, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn, en endið eftir umferð með 1 keðjulykkju í fastalykkju í byrjun umferðar (í stað 1 fastalykkju í næstu lykkju). Klippið frá og festið enda. Heklið kant á sama hátt á hinum sokknum. SILKIBORÐI: Klippið silkiborða í tvo alveg eins hluta. Byrjið við miðju að framan á öðrum sokknum og þræðið silkiborðann upp og niður í gegnum gataumferðina. Hnýtið slaufu við miðju að framan. Gerið alveg eins á hinum sokknum. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #myfairybootiessocks eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 29-2
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.