Iris skrifaði:
Merci pour votre tutoriel pour éviter les décalages :) J'ai commencé le jacquard, dans les mêmes couleurs que le modèle ; je fais suivre le fil gris souplement derrière pour une meilleure tenue du tricot, mais le gris ressort sous le coloris naturel quand on regarde l'ouvrage à l'endroit. Ça ne rend pas tout à fait comme sur la photo où la couleur claire n'est pas assombrie par le gris derrière. Que me suggérez-vous ? Merci !
30.10.2016 - 12:51DROPS Design svaraði:
Bonjour Iris, essayez de bien garder la même tension pour les 2 fils (couleurs) tricotés, comme dans la vidéo ci-dessous. Bon tricot!
31.10.2016 - 11:03
Ilse Schaffner skrifaði:
How many inches wide are the different sizes for the pattern Black Ice? I looked at the bottom of the pattern but the numbers don't translate from cm to in and the numbers are too high to be inches. It's really confusing.
28.10.2016 - 23:58DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Schaffner, all measurements in chart are in cm, please convert here into inches. Happy knitting!
31.10.2016 - 09:27
Iris skrifaði:
Bonjour, lorsqu'on reprend les 2 pièces ensemble sur la même aiguille circulaire, doit-on créer une jonction invisible en montant une maille de +, pour éviter le décalage du motif par la suite ? Merci.
25.10.2016 - 16:55DROPS Design svaraði:
Bonjour Iris, quand on reprend les manches, le dos et le devant ensemble pour continuer l'empiècement en rond, on peut utiliser la méthode suivante pour éviter un décalage entre les différents tours. Bon tricot!
26.10.2016 - 08:48
Sonja Granvig skrifaði:
En helt igennem fantastisk opskrift på en smuk smuk trøje. Har indtil nu strikket 3 af slagsen.
16.10.2016 - 06:32
Ginette skrifaði:
XXXL represente quelle taille du vetement terminé, merci
14.10.2016 - 21:49DROPS Design svaraði:
Bonjour Ginette, vous trouverez en bas de page un schéma avec toutes les mesures pour chaque taille. Comparez-les à un pull similaire dont vous aimez la forme pour trouver votre taille - plus d'infos ici. Bon tricot!
17.10.2016 - 08:47
Bente Andresen skrifaði:
Hej, jeg kan ikke udskrive diagrammet på mønster nr 173-5, hvad gør jeg forkert. hilsen bente andresen
09.09.2016 - 10:40DROPS Design svaraði:
Hej Bente. Det kan jeg desvaerre ikke hjaelpe med. Jeg kan printe alt uden problemer. Maaske noget i dine indstillinger. Pröv eventuelt igen.
09.09.2016 - 12:57
Zuzana skrifaði:
Nádherný.... asi si upletiem.... super
19.07.2016 - 11:36
Douwelina skrifaði:
Ik ga hem breien
07.07.2016 - 21:15
Eleni skrifaði:
Please publish... top-down! It is such a lovely pattern.
24.06.2016 - 15:39
FANI skrifaði:
ΩΡΑΙΟ ΖΑΚΑΡ!!
08.06.2016 - 13:17
Black Ice#blackicesweater |
||||||||||
|
||||||||||
Prjónuð peysa með norrænu mynstri og hringlaga berustykki úr DROPS Nepal. Stærð S - XXXL.
DROPS 173-5 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. ÚRTAKA: Til þess að reikna út hversu oft eigi að fækka lykkjum í umferð, teljið fjölda lykkja í umf (t.d. 148 l) og deilið með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 34 l) = 4,3. Þ.e.a.s. í þessu dæmi þá eru 3. og 4. l prjónaðar slétt saman. ÚTAUKNING (á við um ermi): Aukið út hvoru megin við prjónamerki þannig: Byrjið 1 l á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 l sl (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 l) og sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 l fleiri). Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.2. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykkinu. Skiptið e.t.v. yfir í grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist aðeins saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Bakstykkið og framstykkið er prjónað fram og til baka hvort fyrir sig, neðan frá og upp, þar til stroffið og klaufin í hvorri hlið hefur verið prjónað til loka. Síðan eru bæði stykkin sett inn á sama hringprjón og prjónað er í hring. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón upp að handvegi. Síðan eru ermar settar inn á sama hringprjón og fram- og bakstykki og berustykkið er prjónað í hring. Að lokum er prjónaður kantur í hálsmáli á stuttan hringprjón. BAKSTYKKI: Fitjið upp 92-100-112-124-132-148 l á hringprjóna nr 4,5 með litnum natur. Prjónið 1 umf br frá röngu, síðan er prjónað frá réttu – þannig: 3 l GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, 2 l sl, stroff (= 2 l br, 2 l sl) þar til 3 l eru eftir, endið með 3 l garðaprjóni. Prjónið stroff í 8 cm, skiptið yfir á hringprjóna nr 5,5, prjónið 1 umf slétt og fækkið um 20-22-28-28-30-34 l jafnt yfir = 72-78-84-96-102-114 l – LESIÐ ÚRTAKA! Haldið áfram með sléttprjón með 3 l garðaprjón í hvorri hlið þar til stykkið mælist 18 cm. Geymið stykkið. FRAMSTYKKI: Prjónið eins og bakstykki. FRAM- OG BAKSTYKKI: Setjið bæði stykkin saman á sama hringprjón nr 5,5 síðan er prjónað í hring yfir allar l = 144-156-168-192-204-228 l. Haldið áfram í sléttprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 21-22-23-24-25-26 cm prjónið A.1 yfir allar l (= 12-13-14-16-17-19 mynstureiningar á breiddina) – LESIÐ LEIÐBEININGAR! Þegar 1 umf er eftir í A.1 (stykkið mælist ca 40-41-42-43-44-45 cm) prjónið næstu umf þannig (= síðasta umf í A.1): Fellið af 3-3-4-4-5-5 l fyrir handveg, prjónið 66-72-76-88-92-104 l (= framstykki), fellið af 6-6-8-8-10-10 l fyrir handveg, prjónið 66-72-76-88-92-104 l (= bakstykki) og fellið af síðustu 3-3-4-4-5-5 l fyrir handveg. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Skiptið yfir á stuttan hringprjón þegar nægilega margar l hafa verið auknar út. Fitjið upp 52-52-52-56-56-56 l á sokkaprjóna nr 4,5 með litnum natur. Prjónið 1 umf slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 l sl, 2 l br) í 6 cm. Prjónið 1 umf slétt þar sem fækkað er um 12 l jafnt yfir í öllum stærðum = 40-40-40-44-44-44 l. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umf. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 5,5 og prjónið sléttprjón með litnum natur. Þegar stykkið mælist 11-11-13-13-10-12 cm aukið út um 2 l mitt undir ermi – LESIÐ ÚTAUKNING. Aukið svona út með 3½-3-2½-2½-2½-2 cm millibili alls 10-11-12-12-13-15 sinnum = 60-62-64-68-70-74 l. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 24-24-23-23-23-22 cm prjónið A.1, ör í A.1 = mitt á ermi, teljið út frá ör og prjónið þannig að mynstrið verði eins í báðum hliðum, útauknu l í hliðum eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur, ATH! Mynstrið gengur ekki jafnt upp í einni heilli mynstureiningu. Í síðustu umf í A.1 (stykkið mælist 43-43-42-42-42-41 cm, ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla) – fellið af miðju 6-6-8-8-10-10 l mitt undir ermi = 54-56-56-60-60-64 l eftir á prjóni. Geymið stykkið og prjónið aðra ermi alveg eins. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón nr 5,5 eins og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg = 240-256-264-296-304-336 l. Prjónið fyrstu umf í A.2, JAFNFRAMT er lykkjufjöldinn jafnaður út til 234-252-270-288-306-324 l. Haldið áfram með mynstur og úrtöku eins og útskýrt er í A.2 (= 13-14-15-16-17-18 mynstureiningar). LESIÐ LEIÐBEININGAR! Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka – sjá ör fyrir rétta stærð eru 130-140-150-160-153-162 l í umf. Prjónið 1 umf slétt þar sem fækkað er um 34-44-50-56-49-54 l jafnt yfir = 96-96-100-104-104-108 l. UPPHÆKKUN AÐ AFTAN: Setjið 1 prjónamerki við miðju að framan. Byrjið fyrir miðju að aftan og prjónið upphækkun að aftan á hringprjóna nr 5,5 með litnum natur: Prjónið sl þar til eftir eru 10-10-12-12-14-16 l á undan prjónamerki að framan, snúið við og prjónið br þar til eftir eru 10-10-12-12-14-16 l á undan prjónamerki í hinni hliðinni. Snúið við og prjónið sl þar til eftir eru 20-20-22-22-24-26 l á undan prjónamerki að framan, snúið við og prjónið br þar til eftir eru 20-20-22-22-24-26 l á undan prjónamerki í hinni hliðinni. Snúið við og prjónið sl þar til eftir eru 30-30-32-32-34-36 l á undan prjónamerki, snúið við og prjónið br þar til eftir eru 30-30-32-32-34-36 l á undan prjónamerki í hinni hliðinni. Snúið við og prjónið sl til baka að miðju að aftan. Stykkið mælist alls 66-68-70-73-75-77 cm frá neðri kanti að öxl. KRAGI: = 96-96-100-104-104-108 l. Prjónið 2 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, skiptið yfir á stutta hringprjóna nr 6, síðan er prjónað stroff hringinn (2 l sl, 2 l br). Haldið áfram með stroff þar til stykkið mælist 22-22-22-24-24-24 cm. Fellið af með sl yfir sl og br yfir br. FRÁGANGUR: Saumið saman op í handvegi. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #blackicesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 173-5
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.