Michelle skrifaði:
Je suis les tutoriels de Stephaline Made sur Youtube, qui m'a permis de réaliser ce cardigan à rayures
24.08.2024 - 00:05
Sophie HOMO - SKULSKI skrifaði:
Merci pour ce joli modèle découvert avec le tuto de Stéphaline made.... je recherche les indications pour les tailles car selon les modèles je prends S ou M.... désolée mais je ne trouve pas. Merci pour votre réponse. Bonne journée.
03.07.2024 - 10:39DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Homo-Skulski, mesurez un vêtement similaire que vous avez et dont vous aimez la forme et comparez ces mesures à celles du schéma; vous pourrez ainsi trouver la taille la plus adéquate; retrouvez plus d'infos ici. Bon tricot!
03.07.2024 - 15:40
Marie skrifaði:
Merci pour vos explications j ai adoré je vous suis GRACE à STEPHALINE MADE de la chaine YOU TUBE MERCI ENCORE TROP BEAU
03.07.2024 - 08:20
Lei skrifaði:
Hello, I think there is a mistake with the buttons reference.
08.05.2024 - 08:59
ANTONELLA skrifaði:
Molto bella la successione dei colori e delle righe, avete ottenuto lo stesso effetto di un costoso filato sfumato!
07.02.2024 - 15:48
MICHALCZAK PEGGY skrifaði:
Bonsoir Tous les nouveaux modèles sont encore pour du tricot A quand les nouveaux modèles pour le crochet ?
05.02.2024 - 19:43DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Michalczak, tous les modèles retenus seront publiés d'ici avril, merci pour votre patience.
06.02.2024 - 08:25
Sieka skrifaði:
Dessert storm
22.01.2024 - 10:18
Isabel skrifaði:
Sweater terra
22.01.2024 - 00:31
Hanna skrifaði:
Cappuccino
21.01.2024 - 16:24
Judy C skrifaði:
Gradient Cardigan
20.01.2024 - 22:28
Falling Sand Cardigan#fallingsandcardigan |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr 4 þráðum DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu, röndum og I-cord. Stærð S - XXXL.
DROPS 249-2 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (séð þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 5 lykkjur eru eftir í umferð: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 1 lykkju slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu strax eftir stroffi í hálsmáli, síðan er fellt af fyrir 4-4-4-5-5-5 næstu hnappagötum eins og útskýrt er að ofan með ca 9-9-9½-8½-9-9 cm millibili. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju á undan/eftir laskalínulykkju í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Frá röngu er uppslátturinn prjónaður þannig: Á UNDAN LASKALÍNULYKKJU: Prjónið uppsláttinn brugðið í aftari lykkjubogann. Það á ekki að myndast gat. Á EFTIR LASKALÍNULYKKJU: Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, nema í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan í lykkjubogann þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn brugðið í fremri lykkjubogann. Það á ekki að myndast gat. KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD: Í BYRJUN UMFERÐAR: Prjónið kant að framan þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt og 5 lykkjur í garðaprjóni. Í LOK UMFERÐAR: Prjónið kant að framan þannig: Prjónið þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 5 lykkjur í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. Prjónið á sama hátt bæði frá réttu og frá röngu. RENDUR: Rendur eru prjónaðar þannig: 12-12-14-14-16-16 umferðir með 4 þráðum í litnum natur 2 umferðir með 3 þráðum í litnum natur + 1 þræði í litnum marsipan 4 umferðir með 3 þráðum í litnum marsipan + 1 þræði í litnum natur 2 umferðir með 2 þráðum í litnum natur + 2 þráðum í litnum marsipan 2 umferðir með 1 þræði í litnum natur + 2 þráðum í litnum marsipan + 1 þræði í litnum mandla 2 umferðir með 4 þráðum í litnum marsipan 2 umferðir með 1 þræði í litnum ljós sandur + 2 þráðum í litnum marsipan + 1 þræði í litnum natur 4 umferðir með 2 þráðum í litnum marsipan + 2 þráðum í litnum ljós sandur 2 umferðir með 3 þráðum í litnum sandur + 1 þræði í litnum marsipan 2 umferðir með 4 þráðum í litnum ljós sandur 2 umferðir með 2 þráðum í litnum natur + 2 þráðum í litnum ljós sandur 4 umferðir með 3 þráðum í litnum ljós sandur + 1 þræði í litnum mandla 2 umferðir með 1 þræði í litnum mandla + 1 þræði í litnum natur + 1 þræði í litnum marsipan + 1 þræði í litnum ljós sandur 4 umferðir með 3 þráðum í litnum natur + 1 þræði í litnum mandla 2 umferðir með 2 þráðum í litnum mandla + 1 þræði li litnum natur + 1 þræði í litnum marsipan 4 umferðir með 1 þræði í litnum mandela + 1 þræði í litnum natur + 1 þræði í litnum marsipan + 1 þræði í litnum ljós sandur 2 umferðir með 2 þráðum í litnum mandla + 1 þræði í litnum natur + 1 þræði í litnum ljós sandur 4 umferðir með 2 þráðum í litnum mandla + 2 þráðum í litnum ljós sandur 2 umferðir með 3 þráðum í litnum mandla + 1 þræði í litnum ljós sandur Prjónað er til loka með 4 þráðum í litnum mandla ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í mynstrinu hafa verið notaðir stuttir og langir prjónar, byrjið á lengdinni sem passar og skiptið um ef þarf. Hálsmál og berustykki er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan og er prjónað ofan frá og niður. Þegar berustykki hefur verið prjónað til loka er lykkjum skipt fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað til loka niður á við fram og til baka á hringprjóna, á meðan ermar eru látnar bíða. Ermar eru síðan prjónaðar niður á við í hring á sokkaprjóna / hringprjóna. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 79-81-81-89-89-95 lykkjur á hringprjón 5,5 með 4 þráðum DROPS Kid-Silk í litnum natur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Síðan er prjónað frá réttu þannig: KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD – lesið útskýringu að ofan * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 8 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt og endið með KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD – munið eftir útskýringu að ofan. Prjónið stroff svona í 4 cm. Skiptið yfir á hringprjón 7. Nú er berustykkið prjónað eins og útskýrt er að neðan – prjónaðar eru RENDUR – lesið útskýringu að ofan. Stykkið er núna mælt héðan! BERUSTYKKI: Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 7 kantlykkjur að framan eins og áður, 10-10-10-12-12-14 lykkjur sléttprjón (framstykki), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju sléttprjón (laskalína), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 11-11-11-11-11-11 lykkjur sléttprjón (ermi), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju sléttprjón (laskalína), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 19-21-21-25-25-27 lykkjur sléttprjón (bakstykki), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju sléttprjón (laskalína), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 11-11-11-11-11-11 lykkjur sléttprjón (ermi), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju sléttprjón (laskalína), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 10-10-10-12-12-14 lykkjur sléttprjón og endið með 7 kantlykkjum að framan eins og áður. Fyrsta útaukning fyrir LASKALÍNA – lesið útskýringu að ofan, er nú lokið. Laskalínulykkjur halda áfram í sléttri lykkju frá stroffi. Haldið áfram í sléttprjóni og kantlykkjum að framan og haldið áfram með útaukningu fyrir laskalínu í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma. Aukið svona út í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) þar til aukið hefur verið út alls 14-14-18-18-16-17 sinnum = 191-193-225-233-217-231 lykkjur – ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið áfram með útaukningu fyrir laskalínu í annarri hverri umferð, en í annað hvert skipti sem aukið er út, er einungis aukið út á framstykki/bakstykki. Þ.e.a.s. aukið út á framstykki/bakstykki í annarri hverri umferð og á ermum í 4. hverri umferð, aukið er út til skiptis 4 og 8 lykkjur. Aukið svona út 2-4-2-2-8-8 sinnum á fram- og bakstykki (1-2-1-1-4-4 sinnum á ermum). Nú hefur verið aukið út alls 16-18-20-20-24-25 sinnum á fram- og bakstykki og 15-16-19-19-20-21 sinnum á ermum. Á eftir síðustu útaukningu eru 203-217-237-245-265-279 lykkjur í umferð. Prjónið síðan án útaukninga þar til stykkið mælist 20-23-25-26-30-31 cm frá eftir kant í hálsmáli. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Prjónið 34-36-38-40-44-47 lykkjur eins og áður (framstykki), setjið næstu 41-43-49-49-51-53 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8-8-10 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 53-59-63-67-75-79 lykkjur sléttprjón (bakstykki), setjið næstu 41-43-49-49-51-53 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8-8-10 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið þær 34-36-38-40-44-47 lykkjur sem eftir eru eins og áður (framstykki). Stykkið er mælt héðan! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 133-143-151-163-179-193 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og kantlykkjum að framan eins og áður. Þegar stykkið mælist 20-19-19-20-18-19 cm prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 18-22-26-30-26-28 lykkjur = 151-165-177-193-205-221 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 7 kantlykkjur að framan eins og áður, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 8 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju brugðið og endið með 7 kantlykkjum að framan. Haldið svona áfram með stroff í 6 cm. Fellið af. Peysan mælist ca 50-52-54-56-58-60 cm frá öxl og niður. ERMAR: Setjið 41-43-49-49-51-53 lykkjur af þræði í annarri hliðinni á stykki á sokkaprjóna / hringprjóna 7, prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 6-6-6-8-8-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 47-49-55-57-59-63 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð mitt í 6-6-6-8-8-10 lykkjur undir ermi og byrjið umferð hér. Prjónið sléttprjón og rendur hringinn. Þegar stykkið mælist 4 cm, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA. Haldið áfram með úrtöku í hverjum 7-5-3½-3-2½-2 cm alls 6-7-9-10-10-12 sinnum = 35-35-37-37-39-39 lykkjur. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 41-39-38-36-33-32 cm frá skiptingunni. Prjónið 1 umferð og aukið út 5-5-5-5-7-7 lykkjur jafnt yfir = 40-40-42-42-46-46 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 5,5 og prjónið stroff hringinn (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Fellið af. Ermin mælist alls 45-43-42-40-37-36 cm. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #fallingsandcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 249-2
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.