Irish Morning |
|||||||
|
|
||||||
Prjónuð oversize / stór peysa úr DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í sléttprjóni með evrópskri öxl / skáhallandi öxl, röndum, V-hálsmáli og I-cord. Stærð XS - XXL.
DROPS 249-14 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚTAUKNING-1 (frá réttu): Aukið út til vinstri: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. Aukið út til hægri: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. ÚTAUKNING-2 (frá röngu): Aukið út til vinstri: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. Aukið út til hægri: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD: RÉTTA: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt og prjónið 5 lykkjur í garðaprjóni. RANGA: 5 lykkjur garðaprjón, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykki og prjónið 1 lykkju slétt. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD: RÉTTA: Prjónið 5 lykkjur garðaprjón, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykki og prjónið 1 lykkju slétt. RANGA: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt, prjónið 5 lykkjur garðaprjón. RENDUR: Prjónaðar eru rendur þannig: 16-20-20-24-26-30 umferðir á bakstykki / 14-16-16-18-22-24 umferðir á framstykkjum / 12 umferðir á ermum með 4 þráðum í litnum natur. 2 umferðir með 3 þráðum í litnum natur + 1 þræði í litnum mjúk mynta 4 umferðir með 3 þráðum í litnum mjúk mynta + 1 þræði í litnum natur 2 umferðir með 2 þráðum í litnum natur + 2 þráðum í litnum mjúk mynta 2 umferðir með 1 þræði í litnum natur + 2 þráðum í litnum mjúk mynta + 1 þræði í litnum salvíugrænn 4 umferðir með 4 þráðum í litnum mjúk mynta 2 umferðir með 1 þræði í litnum pistasíuís + 2 þráðum í litnum mjúk mynta + 1 þræði í litnum natur 6 umferðir með 2 þráðum í litnum pistasíuís + 2 þráðum í litnum mjúk mynta 2 umferðir með 1 þræði í litnum mjúk mynta + 3 þráðum í litnum pistasíuís 6 umferðir með 4 þráðum í litnum pistasíuís 4 umferðir með 2 þráðum í litnum natur + 2 þráðum í litnum pistasíuís 2 umferðir með 3 þráðum í litnum pistasíuís + 1 þræði í litnum salvíugrænn 4 umferðir með 1 þræði í litnum salvíugrænn + 1 þræði í litnum natur + 1 þræði í litnum pistasíuís + 1 þræði í litnum mjúk mynta 6 umferðir með 3 þráðum í litnum natur + 1 þræði í litnum salvíugrænn 2 umferðir með 2 þráðum í litnum salvíugrænn + 1 þræði í litnum natur + 1 þræði í litnum mjúk mynta 4 umferðir með 1 þræði í litnum salvíugrænn + 1 þræði í litnum natur + 1 þræði í litnum pistasíuís + 1 þræði í litnum mjúk mynta 4 umferðir með 2 þráðum í litnum salvíugrænn + 1 þræði í litnum natur + 1 þræði í litnum pistasíuís 4 umferðir með 2 þráðum í litnum salvíugrænn + 2 þráðum í litnum pistasíuís 4 umferðir með 3 þráðum í litnum salvíugrænn + 1 þræði í litnum pistasíuís Prjónið að loka máli með 4 þráðum í litnum salvíugrænn HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (séð þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 4 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, 1 lykkja slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu 1 cm á eftir síðustu útaukningu fyrir V-hálsmáli, síðan er fellt af fyrir 3 næstu hnappagötum með ca 8½-9-9-10-9½-10 cm millibili. Fellið af fyrir síðasta hnappagatinu í skiptingunni á milli sléttprjóns og stroffs. ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í mynstrinu hafa verið notaðir stuttir og langir prjónar, byrjið á lengdinni sem passar og skiptið um ef þarf. Byrjað er á að fitja upp lykkjur aftan í hnakka. Síðan er bakstykkið prjónað niður á við jafnframt því sem aukið er út í hvorri hlið á stykki þar til fjöldi lykkja á axlavídd hefur verið náð. Bakstykkið hefur fengið litla skáhallandi öxl. Prjónið síðan niður að handvegi. Nú er bakstykkið látið bíða og framstykkin eru prjónuð. Byrjið framstykkin á að prjóna lausan kant að framan, síðan eru lykkjur prjónaðar upp meðfram annarri öxlinni á bakstykki. Prjónið niður á við að handvegi jafnframt því sem aukið er út við hálsmál. Endurtakið á hinni öxlinni. Við handveg eru framstykkin og bakstykkið sett á sama hringprjón og fram- og bakstykkið er prjónað niður á við fram og til baka á hringprjóna. Lykkjur eru prjónaðar upp fyrir ermar í kringum handveg. Fyrst er prjónað fram og til baka með stuttum umferðum til að forma ermakúpu. Síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. Í lokin eru lausu kantarnir að framan saumaðir við uppfitjunarkantinn aftan í hnakka. BAKSTYKKI: Fitjið upp 22-22-24-24-26-26 lykkjur á hringprjón 7 með 4 þráðum í litnum natur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónaðar eru RENDUR – lesið útskýringu að ofan. Lestið ÚTAUKNING-1 og prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 3 lykkjur slétt, aukið út til vinstri, prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út til hægri, 3 lykkjur slétt. Lesið ÚTAUKNING-2 og prjónið næstu umferð frá röngu þannig: 3 lykkjur brugðið, aukið út til vinstri, prjónið brugðið þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út til hægri, 3 lykkjur brugðið. Haldið svona áfram og aukið út á sama hátt bæði frá réttu og frá röngu alls 18-20-20-22-24-26 sinnum. Á eftir síðustu útaukningu eru 58-62-64-68-74-78 lykkjur í umferð. Setjið 1 merki yst í hlið. Héðan er stykkið mælt! Prjónið sléttprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 11-12-12-13-13-14 cm, mælt frá merki yst meðfram handvegi. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 3 lykkjur slétt, aukið út til vinstri, prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út til hægri, 3 lykkjur slétt – munið eftir ÚTAUKNING-1. Aukið svona út í hverri umferð frá réttu alls 2-2-3-3-3-3 sinnum = 62-66-70-74-80-84 lykkjur. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 14-15-16-17-17-18 cm, mælt yst meðfram handvegi. Bakstykkið mælist alls ca 25-28-29-31-32-34 cm frá uppfitjunarkanti, endið með eina umferð frá réttu. Klippið þræðina, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón og prjónið kanta að framan og framstykkin eins og útskýrt er að neðan. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN: Fitjið upp 7 lykkjur á hringprjón 7 með 4 þráðum í litnum natur. Prjónið VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD – lesið útskýringu að ofan. Haldið áfram þar til kantur að framan mælist 8-8-9-9-9-9 cm, endið með eina umferð frá röngu, prjónið síðan áfram eins og útskýrt er að neðan, vinstra framstykki. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið frá réttu yfir 7 kantlykkjur að framan, prjónið síðan upp 18-20-20-22-24-26 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram vinstri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. prjónuð er upp 1 lykkja í hverri umferð frá kanti efst á bakstykki, sjá D í teikningu með máli) = 25-27-27-29-31-33 lykkjur. Öll mál á lengdina á framstykki eru gerð héðan. Prjónið sléttprjón með 7 kantlykkjur að framan við miðju að framan og RENDUR – munið eftir útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 7 cm, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út þannig – frá réttu: Prjónið 8 lykkjur, aukið út til vinstri, prjónið út umferðina – munið eftir ÚTAUKNING-1. Aukið út 1 lykkju í annarri hverri umferð, alls 9 sinnum, síðan í 4. hverri umferð 2-2-3-3-4-4 sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 21-22-22-23-25-26 cm, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 7 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út til hægri, 3 lykkjur slétt – munið eftir ÚTAUKNING-1. Aukið svona út í hverri umferð frá réttu alls 2-2-3-3-3-3 sinnum = 38-40-42-44-47-49 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og kantlykkjur að framan eins og áður þar til stykkið mælist 24-25-26-27-29-30 cm, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón, passið uppá að síðasta umferðin sé prjónuð frá réttu og endað sé í sömu rönd og á bakstykki. Klippið þræðina. Prjónið síðan hægra og vinstra framstykki eins og útskýrt er að neðan. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN: Fitjið upp 7 lykkjur á hringprjón 7 með 4 þráðum í litnum natur. Prjónið HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD – lesið útskýringu að ofan. Haldið áfram þar til kantur að framan mælist 9-9-10-10-11-11 cm, endið með eina umferð frá röngu, prjónið síðan áfram eins og útskýrt er að neðan, hægra framstykki. Klippið þræðina. HÆGRA FRAMSTYKKI: Prjónið upp 18-20-20-22-24-26 lykkjur með 4 þráðum í litnum natur innan við ystu lykkju meðfram hægri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. prjónið upp 1 lykkju í hverja umferð frá kanti efst á bakstykki, sjá E í teikningu með máli), prjónið síðan inn 7 kantlykkjur að framan í umferð = 25-27-27-29-31-33 lykkjur. Öll mál á lengdina á framstykki eru gerð héðan. Prjónið sléttprjón með 7 kantlykkjur að framan við miðju að framan og rendur. Þegar stykkið mælist 7 cm, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út þannig – frá réttu: Prjónið þar til 8 lykkjur eru eftir, aukið út til hægri, prjónið 8 lykkjur eins og áður – munið eftir ÚTAUKNING-1. Aukið út 1 lykkju í annarri hverri umferð, alls 9 sinnum, síðan í 4. hverri umferð 2-2-3-3-4-4 sinnum. Fellið af fyrir HNAPPAGAT – lesið útskýringu að ofan. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 21-22-22-23-25-26 cm, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið 3 lykkjur, aukið út til vinstri, prjónið út umferðina – munið eftir ÚTAUKNING-1. Aukið svona út í hverri umferð frá réttu alls 2-2-3-3-3-3 sinnum = 38-40-42-44-47-49 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og kantlykkjur að framan eins og áður þar til stykkið mælist 24-25-26-27-29-30 cm, passið uppá að síðasta umferð sé prjónuð frá réttu og endað sé í sömu rönd og á bakstykki og vinstra framstykki. Næsta umferð er prjónuð þannig – frá röngu: Prjónið yfir 38-40-42-44-47-49 lykkjur frá hægra framstykki, fitjið upp 4-4-6-6-8-10 nýjar lykkjur í lok umferðar, prjónið frá röngu yfir 62-66-70-74-80-84 lykkjur á bakstykki, fitjið upp 4-4-6-6-8-10 nýjar lykkjur, prjónið yfir 38-40-42-44-47-49 lykkjur frá vinstra framstykki. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 146-154-166-174-190-202 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni, kantlykkjur að framan og rendur. Prjónið þar til stykkið mælist 49-51-53-55-57-59 cm, mælt frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp fyrir framstykkin. Prjónið 1 umferð frá réttu þar sem aukið er út um 22-22-22-26-26-30 lykkjur jafnt yfir (lykkjum er ekki aukið út yfir kanta að framan) = 168-176-188-200-216-232 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið stroff þannig – frá röngu: 7 kantlykkjur að framan eins og áður, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 9 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið og 7 kantlykkjur að framan eins og áður. Haldið svona áfram með stroff í 6 cm. Fellið af. Peysan mælist ca 55-57-59-61-63-65 cm, mælt frá efsta punkti á öxl. ERMAR: Leggið stykkið flatt og setjið 1 merki efst í handveg (ATH! Það er ekki þar sem lykkjur voru prjónaðar upp fyrir framstykki, heldur ca 5-6 cm niður á framstykki = mitt ofan á öxl). Notið hringprjón 7 og 4 þræði í litnum natur og prjónið RENDUR – munið eftir útskýringu að ofan, byrjið mitt í nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi og prjónið upp 56-58-62-66-70-74 lykkjur – stillið af að prjónaðar séu upp jafn margar lykkjur í kringum handveg hvoru megin við merki . Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka með stuttum umferðum yfir ermakúpu, þetta er gert til að ermin passi betur og fái betra form, umferðin byrjar mitt undir ermi þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 7-7-7-8-8-9 lykkjur fram hjá merki ofan á öxl, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 7-7-7-8-8-9 lykkjur fram hjá merki, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 6-6-5-5-4-4 lykkjur fram hjá þar sem snúið var við í fyrra skipti, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið 6-6-5-5-4-4 lykkjur fram hjá þar sem snúið var við í fyrra skipti, snúið stykkinu. Prjónið umferð 3 og 4 þar til prjónaðar hafa verið 25-25-27-28-28-29 lykkjur fram hjá merki mitt ofan á ermi (það hefur verið snúið við 4-4-5-5-6-6 sinnum í hvorri hlið). Prjónið frá réttu að byrjun umferðar (mitt undir ermi). Setjið 1 merkiþráð hér, það á að nota merkiþráðinn þegar fækka á lykkjum undir ermi. Látið merkiþráðinn fylgja áfram með í stykkinu. Prjónið síðan hringinn í sléttprjóni yfir allar lykkjur. Þegar ermin mælist 7-7-8-8-9-10 cm, mælt frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp (öll mál á lengdina eru gerð mitt ofan á ermi), fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð 2-2-3-3-4-4 sinnum, síðan er lykkjum fækkað í hverjum 4½-4-4-3-2½-2½ cm 8-8-8-10-10-11 sinnum, fækkað hefur verið alls 10-11-11-13-14-15 sinnum = 36-38-40-40-42-44 lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 46-45-46-45-44-43 cm. Það eru ca 6 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 8-6-8-8-10-8 lykkjur jafnt yfir = 44-44-48-48-52-52 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 5,5. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) í 6 cm. Fellið af. Ermin mælist ca 52-51-52-51-50-49 cm. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstra framstykki. Saumið saman lausu kanta að framan mitt að aftan og saumið þá við uppfitjunarkantinn aftan í hnakka. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær! Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 38 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2024 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. Ertu búin að klára þetta mynstur? |
Athugasemdir / Spurningar (13)
MORENAS skrifaði:
Bonjour Madame, Pourriez vous m'indiquer le nombre de pelote pour couleur, Je souhaite réaliser ce modèle avec un camaieu de rose. bien cordialement merci pour votre aide.
23.09.2024 - 09:37DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Morenas, DROPS Kid-Silk se présente sous la forme de pelote de 25 g (cf nuancier), ainsi, vous pouvez simplement diviser la quantité indiquée pour chaque couleur par 25 pour avoir le nombre de pelotes Kid-Silk nécessaire. Bon tricot!
23.09.2024 - 16:28Charline skrifaði:
Bonjour ! Les explications disent que tout le modèle se tricote en point mousse, mais sur la photo le gilet semble être tricoté en jersey (dans l'explication en anglais aussi il est mentionné "garter stitch"). Je voudrais m'assurer qu'il s'agit bien ou non d'un jersey avant de me lancer 🙌
04.04.2024 - 22:13DROPS Design svaraði:
Bonjour Charline, le gilet se tricote effectivement en jersey avec la bordure des devants. au point mousse (raison pour laquelle il est expliqué au début comment tricoter du point mousse). Bon tricot!
05.04.2024 - 08:16Isabel skrifaði:
Cardigan bosque
22.01.2024 - 00:29Paulina Krol skrifaði:
Morning grass
20.01.2024 - 08:09Karen skrifaði:
Pine Breezes
20.01.2024 - 04:39Jeyagowri Ravichandran skrifaði:
Emerald Lines Cardigan
19.01.2024 - 15:09Randi Kristine skrifaði:
Spring Forest
19.01.2024 - 13:31Ana skrifaði:
Cloudberry dreams
18.01.2024 - 23:45Ms K skrifaði:
Verdant Horizons
18.01.2024 - 23:44Sylvie skrifaði:
Arc en ciel
18.01.2024 - 20:22