Virginia skrifaði:
For the sleeves, should I cast on from the mid of armpit? In this case what is the point of the first 2 cm back and forth? Thanks for explaining
08.02.2024 - 22:07DROPS Design svaraði:
Dear Virginia, the stitches for sleeves are picked up along armholes but not in the cast on stitches under sleeve when joining body together. You first work in rows for 1, 2 or 3 cm (see size), then join in the round. These 1, 2 or 3 cm will be then sewn to the stitches cast on mid under sleeve. Happy knitting!
09.02.2024 - 07:59
Adam Hoffmann skrifaði:
Vilken snygg tröja! Jag ber min mor att sticka en sådan åt mig med detsamma!
08.08.2023 - 13:47
Mette Rytter Christensen skrifaði:
Kan man i denne opskrift se hvilke mål størrelserne svare til ?
05.06.2023 - 13:59DROPS Design svaraði:
Hei Mette Denne genseren er skrevet i 6 størrelser, fra S til XXXL. Om du ser nederst på oppskriften ser du målskissen til genseren og her står de ulike målene. Første tallet i tallrekkene tilhører str. S og det siste tallet i tallrekkene str. XXXL. I f.eks str. S er bredden på genseren 50 (x2) cm, lengden 62 cm og vrangbordkanten nederst er 5 cm. mvh DROPS Design
05.06.2023 - 14:34
Sailor Stripes#sailorstripessweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir herra úr DROPS Soft Tweed. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með skáhallandi öxl / evrópskri öxl, röndum og háum kanti í hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 233-23 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- RENDUR: Sjá mynsturteikningu A.1. LEIÐBEININGAR RENDUR (á við um rendur þegar prjónað er í hring í umferð): Til að fá fallega skiptingu í byrjun og í lok umferðar þegar rendur eru prjónaðar, er hægt að prjóna þannig: Skiptið yfir í nýjan lit og prjónið 1 umferð. Fyrsta lykkjan í næstu umferð er prjónuð þannig: Lyftið upp lykkjunni undir fyrstu lykkju á vinstri prjón (lykkjan er lyft upp í aftari lykkjubogann) og setjið þessa lykkju yfir á vinstri prjón. Síðan er þessi lykkja prjónuð slétt saman með næstu lykkju á vinstri prjóni. Með þessu þá sést skipting á milli lita minna. ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU: Aukið út til vinstri Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. Aukið út til hægri Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU: Aukið út til vinstri Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. Aukið út til hægri Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Efsti hluti á bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður þar til handvegur hefur verið prjónaður til loka. Síðan eru lykkjur prjónaðar upp meðfram hvorri öxl, aukið er út fyrir hálsmáli og framstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður þar til handvegur hefur verið prjónaður til loka. Framstykkið og bakstykkið er sett saman. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna. Lykkjur eru prjónaðar upp í kringum hvorn handveg. Ermakúpan er prjónuð fram og til baka á hringprjóna, síðan er afgangur af ermi prjónaður í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. Að lokum er prjónaður kantur í hálsmáli í hring. BAKSTYKKI: Fitjið upp 37-37-41-41-45-45 lykkjur á hringprjón 4 í litnum natur í DROPS Soft Tweed. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Setjið 1 prjónamerki innan við ystu 3 lykkjur í hvorri hlið. Prjónamerkin eiga að sitja í ystu 3 lykkjum í hverri umferð í framhaldinu. Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka. JAFNFRAMT er aukið út á EFTIR prjónamerki í byrjun á umferð (séð frá réttu) og á UNDAN prjónamerki í lok umferðar – sjá ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Í næstu umferð (ranga) er aukið út alveg eins – sjá ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU. Haldið áfram í sléttprjóni og aukið út alveg eins bæði frá réttu og frá röngu alls 33-35-37-41-43-47 sinnum. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Á eftir síðustu útaukningu eru 103-107-115-123-131-139 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 12-12-13-15-15-17 cm frá uppfitjunarkanti. Prjónið með litnum natur þar til stykkið mælist ca 4-5-5-6-7-8 cm (mælt yst meðfram handvegi). Nú er prjónað A.1 fram og til baka yfir allar lykkjur og er endurtekið á hæðina – lesið RENDUR. Haldið áfram þar til stykkið mælist ca 15-16-16-17-18-19 cm (mælt yst meðfram handvegi) og A.1 hefur verið prjónað 3 sinnum á hæðina. Setjið lykkjur á þráð og geymið stykkið. Prjónið framstykkið eins og útskýrt er að neðan. FRAMSTYKKI: Byrjið með vinstri öxl (séð þegar flíkin er mátuð). Prjónið upp frá réttu 33-35-37-41-43-47 lykkjur innan við 1 lykkju meðfram vinstri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. prjónið upp 1 lykkju í hverja umferð meðfram kanti efst á bakstykki) með litnum natur. Haldið áfram í sléttprjóni fram og til baka. Þegar stykkið mælist 6 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út um 1 lykkju fyrir hálsmáli innan við 3 lykkjur í byrjun hverrar umferðar frá réttu, munið eftir ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU! Aukið út fyrir hálsmáli svona alls 5-5-6-6-7-7 sinnum. Á eftir síðustu útaukningu eru 38-40-43-47-50-54 lykkjur í umferð. Geymið stykkið þegar síðasta umferð hefur verið prjónuð frá röngu. Prjónið síðan hægri öxl eins og útskýrt er að neðan. Prjónið upp frá réttu 33-35-37-41-43-47 lykkjur innan við 1 lykkju meðfram hægri öxl á bakstykki með litnum natur. Haldið áfram í sléttprjóni fram og til baka. Þegar stykkið mælist 6 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út um 1 lykkju fyrir hálsmáli innan við 3 lykkjur í lok hverrar umferðar frá réttu, munið eftir ÚRTAKA FRÁ RÉTTU! Aukið út fyrir hálsmáli svona alls 5-5-6-6-7-7 sinnum = 38-40-43-47-50-54 lykkjur. Á eftir síðustu útaukningu er prjónað til baka frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið sléttprjón yfir 38-40-43-47-50-54 lykkjur frá hægra framstykki, fitjið upp 27-27-29-29-31-31 lykkjur fyrir hálsmáli í lok þessarar umferðar, prjónið sléttprjón eins og áður yfir 38-40-43-47-50-54 lykkjur frá vinstra framstykki = 103-107-115-123-131-139 lykkjur. Síðan er prjónað sléttprjón fram og til baka. Þegar stykkið mælist 14-15-17-18-19-20 cm (mælt yst meðfram handvegi) prjónið A.1 – munið eftir útskýringu að ofan. Haldið áfram þar til stykkið mælist ca 25-26-28-29-30-31 cm og það eru alls 3 rendur alveg eins og á bakstykki. Nú er framstykkið og bakstykkið sett saman fyrir fram- og bakstykki eins og útskýrt er að neðan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið rendur eins og áður yfir 103-107-115-123-131-139 lykkjur frá framstykki, fitjið upp 2-6-6-10-10-14 nýjar lykkjur í lok þessarar umferðar (í hlið undir ermi), prjónið eins og áður yfir 103-107-115-123-131-139 lykkjur frá bakstykki og fitjið upp 2-6-6-10-10-14 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) = 210-226-242-266-282-306 lykkjur. Haldið áfram með A.1 hringinn á fram- og bakstykki – lesið RENDUR að ofan - þar til stykkið mælist ca 57-59-61-63-65-67 cm, mælt frá efsta punkti á öxl á framstykki- endið eftir nokkrar umferðir með litnum natur. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 22-22-26-26-26-30 lykkjur jafnt yfir = 232-248-268-292-308-336 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5 cm með litnum natur. Fellið aðeins laust af. Peysan mælist ca 62-64-66-68-70-72 cm, mælt frá efsta punkti á öxl á framstykki. HÆGRI ERMI: Notið hringprjón 4 og litinn natur, prjónið upp frá réttu 32-34-34-36-38-40 lykkjur frá botni á handvegi og upp að öxl (meðfram bakstykki) og 53-55-59-61-63-65 lykkjur frá öxl og niður að botni á handvegi í hinni hliðinni (meðfram framstykki) = 85-89-93-97-101-105 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð – prjónamerkið á að nota til að mæla frá. Byrjið frá röngu og prjónið sléttprjón fram og til baka þar til ermin mælist 1-1-2-2-2-3 cm. Nú er stykkið sett saman og afgangur af ermi er prjónaður í hring á stuttan hringprjón / sokkaprjóna. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (mitt undir ermi). Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist ca 3-3-3-4-4-4 cm. Prjónið síðan A.1 – munið eftir LEIÐBEININGAR RENDUR. JAFNFRAMT þegar ermin mælist 2-5-3-6-3-7 cm frá þar sem prjónamerki var sett, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 3-2½-2½-2-2-1½ cm millibili alls 16-17-18-19-21-22 sinnum = 53-55-57-59-59-61 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 51-51-50-49-48-48 cm. Nú eru eftir ca 5 cm að loknu máli. Endið eftir nokkrar umferðir með litnum natur. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 7-9-7-9-9-11 lykkjur jafnt yfir = 60-64-64-68-68-72 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5 cm. Fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 56-56-55-54-53-53 cm. Saumið botninn í handvegi – sjá teikningu. VINSTRI ERMI: Notið hringprjón 4 og litinn natur, prjónið upp frá réttu 53-55-59-61-63-65 lykkjur frá botni á handvegi og upp að öxl (meðfram framstykki) og 32-34-34-36-38-40 lykkjur frá öxl og niður að botni á handvegi á hinni hliðinni (meðfram bakstykki) = 85-89-93-97-101-105 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð – prjónamerkið er notað til að mæla frá. Afgangur af ermi er prjónaður alveg eins og á hægri ermi. Saumið botninn í handvegi – sjá teikningu. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið við aðra axlarlínuna og prjónið upp frá réttu innan við 1 kantlykkju ca 116 til 132 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með litnum natur. Lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4. Prjónið stroff hringinn (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 10 cm. Fellið af. Ef maður vill hafa tvöfaldan kant í hálsmáli er stroffið brotið niður að innanverðu á stykki. Saumið nokkur spor við hvora öxl þannig að hálsmálið leggist fallega. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sailorstripessweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 233-23
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.