Karin skrifaði:
Hej! Är d enkelt att göra armarna längre? Typ 3/4😊
21.11.2024 - 16:41DROPS Design svaraði:
Hej Karin. Det ska inte vara så svårt, du kan se på ett annat mönster på en kofta med länge ärmar som har samma stickfasthet för att se hur många maskor du ska minska när du stickar ärmen längre. Mvh DROPS Design
22.11.2024 - 14:31
Anne Kocarová skrifaði:
Jos nypyt tehdään kirjallisen ohjeen mukaan (mikä erittäin sekava), tulee nypystä valtavan iso. Jos tehdään ohjevideon mukaan, ei työhön lisäänny kuin yksi silmukka - langankiertoja tulisi kaksi. Kirjallisessa ohjeessa ei puhuta langankierrosta mitään - neuvotaan vain neulomaan samaa silmukkaa vuorotellen etukautta ja takakautta. En ymmärrä. Onko video siis väärä?
15.04.2024 - 17:00DROPS Design svaraði:
Nypyt tehdään kirjallisen ohjeen mukaan. Aluksi neulot saman silmukan vuorotellen etukautta ja takakautta oikein yhteensä 4 kertaa. Kiristä lanka jokaisen silmukan jälkeen, niin nypystä tulee tiheämpi. Tämän jälkeen vedät 2. silmukan ensimmäisen silmukan yli, sitten vedät 3. silmukan ensimmäisen silmukan yli jne.
15.04.2024 - 17:57
Linda Eg skrifaði:
Hvilken størrelse er knapperne?
01.05.2023 - 21:24DROPS Design svaraði:
Hei Linda. I denne jakke er det brukt knapper nr. 521 / 15mm og under GARN & PINNER og Knapper finner du mer informasjon om denne knappen. mvh DROPS Design
02.05.2023 - 14:12
Trine skrifaði:
Summer fling
18.01.2023 - 13:24
Gabriele skrifaði:
Als Jacke noch schöner.
17.01.2023 - 20:20
Sun Dream Cardi#sundreamcardi |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með stuttum ermum úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og áferðamynstri á berustykki. Stærð S - XXXL.
DROPS 240-23 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um í hliðum á fram- og bakstykki og mitt undir ermum): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (2 lykkjur færri). LASKALÍNA: Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn hvoru megin við 4 lykkjur með prjónamerki í (laskalínulykkjur), í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma (8 lykkjur fleiri í umferð). Uppslátturinn er prjónaður frá röngu þannig: Á UNDAN LASKALÍNU: Prjónið uppsláttinn brugðið í aftari lykkjubogann. Það á ekki að myndast gat. Á EFTIR LASKALÍNU: Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, nema í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn brugðið í fremri lykkjubogann. Það á ekki að myndast gat. Prjónið síðan útauknar lykkjur í sléttprjóni. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (séð þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 4 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og 2 lykkjur slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu í fyrstu umferð frá réttu á eftir stroffi í hálsmáli. Fellið síðan af fyrir 5-5-5-6-6-6 næstu hnappagötum með ca 8-8½-9-8-8-8½ cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 133-137-141-147-151-155 lykkjur á hringprjón 2,5 með DROPS Safran. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 6 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju slétt og 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 30-32-32-34-36-38 lykkjur jafnt yfir (ekki er aukið út yfir kanta að framan) – sjá ÚTAUKNING og munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan = 163-169-173-181-187-193 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (kantar að framan eru prjónaðar í garðaprjóni). Setjið 1 prjónamerki eftir kant að framan í byrjun á umferð mitt að framan, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki. BERUSTYKKI. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið sléttprjón með 6 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 2-3-4-4-5-6 cm frá prjónamerki, aukið út um 30-32-36-40-46-48 lykkjur jafnt yfir (ekki er aukið út yfir kant að framan) = 193-201-209-221-233-241 lykkjur. Þegar stykkið mælist 3-4-5-5-6-7 cm frá prjónamerki, prjónið mynstur þannig: 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið A.1 þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, A.2, 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka. Að auki eru lykkjur auknar út jafnt yfir í hverri umferð merktri með ör í A.1 þannig: Ör-1: Aukið út 28-32-36-36-40-40 lykkjur jafnt yfir = 221-233-245-257-273-281 lykkjur. Ör-2: Aukið út 28-32-32-36-36-40 lykkjur jafnt yfir = 249-265-277-293-309-321 lykkjur. Ör-3: Aukið út 28-30-36-44-46-52 lykkjur jafnt yfir = 277-295-313-337-355-373 lykkjur. Ör-4: Aukið út 24-30-30-36-36-42 lykkjur jafnt yfir = 301-325-343-373-391-415 lykkjur. Ör-5: Aukið út 24-32-30-32-30-34 lykkjur jafnt yfir = 325-357-373-405-421-449 lykkjur. Prjónið A.1/A.2 til loka. Stykkið mælist ca 15-16-17-17-18-19 cm frá prjónamerki við hálsmál. Nú á að auka út fyrir laskalínu. Setjið 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan. Þessi 4 prjónamerki eru notuð þegar auka á út fyrir laskalínu og prjónamerkin eru sett í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar. Teljið 51-56-58-63-67-73 lykkjur (framstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 64-70-74-80-80-82 lykkjur (ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 91-101-105-115-123-135 lykkjur (bakstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 64-70-74-80-80-82 lykkjur (ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, það eru 51-56-58-63-67-73 lykkjur eftir á prjóni á eftir síðasta prjónamerki (framstykki). Prjónið sléttprjón fram og til baka með 6 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan. JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan (8 lykkjur fleiri). Aukið út fyrir laskalínu í 4.-4.-2.-2.-2.-2. hverri umferð alls 3-3-5-6-8-8 sinnum = 349-381-413-453-485-513 lykkjur. Takið frá öll prjónamerki. Prjónið áfram án útaukningar þar til stykkið mælist 19-20-22-23-25-27 cm frá prjónamerki við hálsmál. Í næstu umferð skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 55-60-64-70-76-82 lykkjur eins og áður (framstykki), setjið næstu 70-76-84-92-96-98 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 99-109-117-129-141-153 lykkjur sléttprjón (bakstykki), setjið næstu 70-76-84-92-96-98 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 55-60-64-70-76-82 lykkjur eins og áður (framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 221-241-261-285-313-341 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki 58-63-68-74-81-88 lykkjur inn frá hvorri hlið (í hliðar á fram- og bakstykki). Það eru 105-115-125-137-151-165 lykkjur á milli prjónamerkja á bakstykki. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, þau eru notuð aðeins síðar þegar fækka á lykkjum í hliðum. Haldið áfram í sléttprjón og 6 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Þegar stykkið mælist 6 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerki – sjá ÚRTAKA (4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona með 6 cm millibili alls 3 sinnum í hvorri hlið í öllum stærðum = 209-229-249-273-301-329 lykkjur. Þegar stykkið mælist 22-23-23-24-24-24 cm frá skiptingu, prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 44-48-52-56-64-72 lykkjur jafnt yfir = 253-277-301-329-365-401 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið stroff frá röngu þannig: 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 1 lykkju brugðið og 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Fellið aðeins laust af. Peysan mælist ca 48-50-52-54-56-58 cm frá öxl. ERMI: Setjið 70-76-84-92-96-98 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 3,5. Prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 76-82-92-100-106-110 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-8-8-10-12 lykkjur undir ermi – prjónamerkið er notað þegar fækka á lykkjum. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 2-2-2-2-1-1 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – munið eftir ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 8.-4.-2.-2.-2.-2. hverri umferð alls 4-6-9-10-11-11 sinnum = 68-70-74-80-84-88 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 11-11-9-9-8-8 cm frá skiptingu. Það eru eftir ca 3 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 10-12-12-12-14-14 lykkjur jafnt yfir = 78-82-86-92-98-102 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 cm. Fellið aðeins laust af. Ermin mælist ca 14-14-12-12-11-11 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sundreamcardi eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 33 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 240-23
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.