Jo skrifaði:
Bonjour, Pour l'encolure, vous indiquez la marque 3 comme se situant sur le côté gauche du devant. Ne serait-ce pas plutôt côté droit du devant ( marque 1 côté gauche/dos, marque 2 côté gauche /devant, marque 3 côté droit/devant et marque 4 côté droit/dos) ? Je n'arrive pas à voir où je ne comprends pas, merci pour votre aide !
09.11.2022 - 09:29DROPS Design svaraði:
Bonjour Jo, la visualisation doit être faite comme lorsque vous portez le pull - mais cette vidéo devrait vous permettre de bien comprendre comment tricoter ces rangs raccourcis. Bon tricot!
09.11.2022 - 13:38
Tina skrifaði:
Hallo, Ich möchte dieses Muster gerne mit der Wolle Andes stricken, die in der gleichen Garngruppe ist. Brauche ich dann die gleiche Menge in Gramm, also zb 500g Wish=500g Andes? Andes hat auf 100 g 90 m, Wish auf 50 g 70m. Oder brauche ich dann nicht eher gleiche Anzahl an Knäuel? Vielen Dank!
30.10.2022 - 11:44DROPS Design svaraði:
Liebe Tina, benutzen Sie den Garnumrechner um die neue Garnmenge kalkulieren zu lassen. Viel Spaß beim stricken!
31.10.2022 - 09:03
Ana skrifaði:
Hi, this is the first time I'm making a sweater, let alone work with raglan increases, so I'm having a hard time understanding some of the steps. I've just finished increasing up to 120 stitches on the yoke, but I'm not sure what to do next, once I'm supposed to increase the body and the sleeves separately, how do I know which marker to increase by? Could I just have four rounds thoroughly explained so I don't make a mistake? Thank you
23.10.2022 - 18:30DROPS Design svaraði:
Dear Ana, ROUND 1 with increases: Yarn over, 1st marker, work the stitches for the sleeve (without increases), 2nd marker, yarn over, work the stitches for the front, yarn over, 3rd marker, work the stitches for the sleeve (without increases), 4th marker, yarn over, work stitches for the back (= 4 stitches increased) ROUND 2 : Work all stitches without increases. ROUND 3 (with increases): Work yarn overs on each side of each marker (= 8 stitches increased). ROUND 4 : Work all stitches without increases. Repeat these 4 rounds, Happy knitting!
23.10.2022 - 23:31
Judith skrifaði:
Bij meerderen voor raglan staat er 6 x (8 meerderingen =48). Vanaf 80 steken kom ik dan op 128 en niet op 112.
20.10.2022 - 16:01DROPS Design svaraði:
Dag Judith,
Je hebt 64 steken opgezet voor maat M en je meerdert 6 keer 8 steken voor de raglan, waardoor je in totaal 112 steken hebt. Het aantal steken dat aan het begin van de paragraaf onder 'PAS' staat is misschien een beetje verwarrend omdat hier de meerderingen al bij in zitten die je hebt gemaakt tijdens het breien van de verkorte toeren.
20.10.2022 - 20:33
Ute skrifaði:
Hallo, ich möchte diesen Pullover in Größe 4XL (XXXXL) bzw. 80cm Breite unten stricken. Wie rechne das Strickmuster um? Viele Grüße von Ute
14.10.2022 - 10:05DROPS Design svaraði:
Liebe Ute, leider können wir nicht jede Anleitung nach jeder Anfrage anpassen. Gerne kann Ihnen auch Ihr DROPS Händler damit (auch per Telefon oder per E-Mail) weiterhelfen. Viel Spaß beim stricken!
14.10.2022 - 13:23
Red Tape#redtapesweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr DROPS Wish eða DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tvöföldum kanti í hálsmáli, laskalínu og röndum. Stærð S - XXXL.
DROPS 236-22 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING: Aukið út um 1 lykkju með því að taka upp lykkju frá fyrri umferð, prjónið þessa lykkju slétt. LASKALÍNA: Mismunandi er aukið út á fram- og bakstykki og ermum eftir stærðum. Öll útaukning er gerð á undan/eftir 3 lykkjur í sléttprjóni (lykkja með prjónamerki er miðjulykkja af þessum 3 lykkjum). Aukið út fyrir fram- og bakstykki á undan 3. og 1. prjónamerki og á eftir 2. og 4. prjónamerki. Aukið út fyrir ermar á eftir 3. og 1. prjónamerki og á undan 4. og 2. prjónamerki. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Þegar prjónað er fram og til baka er uppslátturinn prjónaður frá röngu þannig: Á UNDAN PRJÓNAMFERKI: Prjónið uppsláttinn brugðið í aftari lykkjubogann. Það eiga ekki að myndast göt. Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, nema í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn brugðið í fremri lykkjubogann. Það eiga ekki að myndast göt. Þegar prjónað er í hring er uppslátturinn í næstu umferð þannig: Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, nema í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn slétt í fremri lykkjubogann (uppslátturinn snýr til hægri). Það eiga ekki að myndast göt. Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Prjónið uppsláttinn slétt í aftari lykkjubogann (uppslátturinn snýr til vinstri). Það eiga ekki að myndast göt. RENDUR Á FRAM- OG BAKSTYKKI: * 4 umferðir með litnum tabasco / appelsína, 8 umferðir með litnum natur/natur*, prjónið frá *-* alls 2 sinnum á hæðina, prjónið 4 umferðir með litnum tabasco/appelsína. Prjónið síðan með litnum natur/natur að loka máli. RENDUR Á ERMI: * 4 umferðir með litnum tabasco, 8 umferðir með litnum natur *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum á hæðina, prjónið 4 umferðir með litnum tabasco. Prjónið síðan með litnum natur að loka máli. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 60-64-64-68-68-72 lykkjur með litnum natur úr DROPS Wish eða litnum natur DROPS Air yfir stuttan hringprjón 6 og stuttan hringprjón 8 sem haldið er saman. Dragið út stuttan hringprjón 8 og haldið eftir lykkjum á stuttum hringprjóni 6 (uppfitjunin er gerð svona til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 9 cm. Brjótið nú stroffið inn þannig að kanturinn verði teygjanlegur – prjónið síðan næstu umferð í stroffprjóni eins og áður jafnframt því sem önnur hver lykkja er prjónuð saman með annarri hverri lykkju frá uppfitjunarkanti. Nú hefur myndast tvöfaldur kantur í hálsmáli. STÆRÐ S, M og L: Setjið 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan (þetta er gert án þess að prjóna umferðina). Prjónamerkin eru notuð þegar auka á út fyrir laskalínu. Teljið 8-8-8 lykkjur (hálft bakstykki), setjið 1. prjónamerki í næstu lykkju, teljið 13 lykkjur (ermi), setjið 2. prjónamerki í næstu lykkju, teljið 15-17-17 lykkjur (framstykki), setjið 3. prjónamerki í næstu lykkju, teljið 13 lykkjur (ermi), setjið 4. prjónamerki í næstu lykkju, það eru 7-9-9 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki (hálft bakstykki). Klippið þráðinn. Farðu áfram í HÁLSMÁL. STÆRÐ XL, XXL og XXXL: Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 4-8-8 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 72-76-80 lykkjur. Setjið síðan 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan (þetta er gert án þess að prjóna umferðina). Prjónamerkin eru notuð þegar auka á út fyrir laskalínu. Teljið 10-10-12 lykkjur (hálft bakstykki), setjið 1. prjónamerki í næstu lykkju, teljið 15 lykkjur (ermi), setjið 2. prjónamerki í næstu lykkju, teljið 19-21-23 lykkjur (framstykki), setjið 3. prjónamerki í næstu lykkju, teljið 15 lykkjur (ermi), setjið 4. prjónamerki í næstu lykkju, það eru 9-11-11 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki (hálft bakstykki). Klippið þráðinn. Farðu áfram í HÁLSMÁL. HÁLSMÁL: Skiptið yfir á hringprjón 8. Nú er prjónað hálsmál með stuttum umferðum JAFNFRAMT því sem aukið er út fyrir laskalínu – þetta er gert eins og útskýrt er að neðan. Byrjið frá réttu, 2 lykkjur á undan lykkju með 3. prjónamerki (þ.e.a.s. í vinstri hlið á hálsmáli að framan, séð þegar flíkin er mátuð). Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, þar til prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fram hjá lykkju með 2. prjónamerki (hægri hlið í hálsmáli að framan – nú hafa verið auknar út 8 lykkjur fyrir laskalínu). Snúið stykkinu, herðið á þræði og prjónið til baka frá röngu þar til prjónaðar hafa verið 5 lykkjur fram hjá 3. prjónamerki. Snúið stykkinu og prjónið til baka frá réttu þar til prjónaðar hafa verið 5 lykkjur fram hjá 2. prjónamerki – munið eftir útaukningu fyrir laskalínu. Snúið stykkinu, herðið á þræði og prjónið til baka frá röngu þar til prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fram hjá 3. prjónamerki. Klippið þráðinn. Prjónið berustykki eins og útskýrt er að neðan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! BERUSTYKKI: = 76-80-80-88-92-96 lykkjur. Byrjið mitt að aftan og haldið áfram með útaukningu fyrir laskalínu í annarri hverri umferð þar til aukið hefur verið út alls 3-6-7-7-5-6 sinnum (meðtalin útaukning í stuttum umferðum) = 84-112-120-128-116-128 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og útaukningu fyrir laskalínu, en í annað hvert skipti sem aukið er út, er einungis aukið út á fram- og bakstykki (4 lykkjur fleiri í umferð). Þ.e.a.s. aukið er út á fram- og bakstykki í annarri hverri umferð og á ermum í 4. hverri umferð. Aukið svona út alls 12-10-10-12-16-16 sinnum á fram- og bakstykki (6-5-5-6-8-8 sinnum á ermum). Nú hefur verið aukið út alls 15-16-17-19-21-22 sinnum á fram- og bakstykki og 9-11-12-13-13-14 sinnum á ermum. Á eftir síðustu útaukningu eru 156-172-180-200-212-224 lykkjur í umferð. Prjónið sléttprjón án útaukninga þar til stykkið mælist 21-23-25-26-28-30 cm mitt að framan – mælt eftir stroffi í hálsmáli. Berustykkið skiptist nú fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 25-26-27-31-33-36 lykkjur sléttprjón (hálft bakstykki), setjið næstu 29-33-35-39-39-41 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-8-10 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 49-53-55-61-67-71 lykkjur sléttprjón (framstykki), setjið næstu 29-33-35-39-39-41 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-8-10 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið síðustu 24-27-28-30-34-35 lykkjur í sléttprjóni (hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 110-118-126-138-150-162 lykkjur. Prjónið 1 umferð sléttprjón. Prjónið síðan RENDUR Á FRAM- OG BAKSTYKKI – sjá útskýringu að ofan. Þegar rendur hafa verið prjónaðar til loka, prjónið sléttprjón með litnum natur/natur þar til stykkið mælist 20 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð sléttprjón þar sem aukið er út um 16-18-18-20-22-24 lykkjur jafnt yfir = 126-136-144-158-172-186 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 6. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 6 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 29-33-35-39-39-41 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 8 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-8-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 35-39-43-47-47-51 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi, þ.e.a.s. mitt í 6-6-8-8-8-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið 1 umferð sléttprjón. Síðan er prjónaðar RENDUR Á ERMI – sjá útskýringu að ofan. Þegar rendur hafa verið prjónaðar til loka, prjónið sléttprjón með litnum natur/natur. JAFNFRAMT þegar ermin mælist 4-4-4-3-3-3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 10-7-4-4-4-3 cm millibili alls 3-4-6-7-6-8 sinnum = 29-31-31-33-35-35 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 31-29-28-29-28-26 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 12 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð sléttprjón þar sem aukið er út um 9-9-11-9-9-11 lykkjur jafnt yfir = 38-40-42-42-44-46 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 6. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 12 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 43-41-40-41-40-38 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #redtapesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 35 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 236-22
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.