Mariana skrifaði:
I finished the double neck and placed the markers as explained. Then before starting the neckline it says to cut the strand. Does this mean I have to cast on the 60 stitches (for size S) again and then join the pieces after or do i just change the double neck to 8mm needles and keep going?
20.01.2025 - 18:18DROPS Design svaraði:
Dear Mariana, you will continue working over the stitches on needle but not from the previous beginning of round but 2 sts before the stitch with the 3rd marker (left side of front piece when jumper is worn) - see also how to work such a neckline/short rows in this video. Happy knitting!
21.01.2025 - 09:33
Kateřina skrifaði:
Dobrý den, pletu velikost M a není mi jasný postup v části sedlo. Začínám s 80 oky, pak mám 6x přidávat oka pro raglán a skončit se 112 oky. Přidáním v jedné kruhové řadě mi ale naskočí nových 8 ok, tudíž pokud bych přidala 6x, měla bych na konci 124 ok, nikoliv uváděných 112. Mohla bych poprosit o vysvětlení, kde dělám chybu? Děkuji.
19.12.2024 - 18:10
Laura skrifaði:
Buonasera, volevo sapere se era possibile eseguire questo modello con la lana DROPS SNOW. Grazie Laura
27.10.2024 - 18:21DROPS Design svaraði:
Buonasera Laura, DROPS Snow appartiene al gruppo filati E, quindi se il suo campione corrisponde può seguire le indicazioni per il maglione. Buon lavoro!
27.10.2024 - 23:35
Helene skrifaði:
Hei! Jeg strikker på bærestykket nå, og skal øke 3 runder med ragland. Jeg skal begynne med 76 og på 3 runder skal jeg ende opp med 84 masker. Men etter en runde med ragland har jeg 84 masker, hva har jeg gjort feil?
05.09.2024 - 21:32DROPS Design svaraði:
Hei Helene. Du starter med 60 masker (str. S) og strikker halskanten, så settes det 4 merker, klipp tråden og gå til HALSRINGNING. Nå strikkes det forkortede pinner samtidig som det økes til raglan. Du øker til raglan 2 ganger når det strikkes forkortede pinner = 60+8+8= 76 masker. Klipp tråden og start på BÆRESTYKKET (= 76 masker). Start midt bak, og fortsett økningene til raglan på hver 2.omgang til det er økt totalt 3 ganger (inkludert økningene i de forkortede pinnene). Du har allerede økt 2 ganger, så da økes det kun 1 gang til = 76 + 8 = 84 masker. Nå økes det ulik på bol og erme. mvh DROPS Design
09.09.2024 - 09:18
Victoria skrifaði:
Hi! In the sleeves before the decreases the pattern when the sleeve measures 4, start the decreases but it doesn’t say the unit of measurement. Is it 4cm 4 rows? Thanks!
14.08.2024 - 00:49DROPS Design svaraði:
Dear Victoria, should be here 4 cm - pattern will be fixed, thanks for noticing. Happy knitting!
14.08.2024 - 07:42
Rose Marie skrifaði:
Ciao, non ho capito gli aumenti dello sprone, quando dice ogni 2 giri aumentare il raglan per un totale di 3 volte? Ma se io faccio gli 8 aumenti nel giro il calcolo fa 76 maglie iniziali + 8 aumenti fa 84 maglie (quindi non sono 3 volte) di conseguenza non riesco a far quadrare gli aumenti seguenti
19.05.2024 - 18:18DROPS Design svaraði:
Buonasera Rose Marie, gli aumenti sullo sprone sono comprensivi di quelli sulla scollatura: per la taglia S sono stati lavorati 2 aumenti sulla scollatura, quindi rimane un solo aumento da lavorare per un totale di 8 maglie. Buon lavoro!
16.06.2024 - 22:29
Veerle skrifaði:
Het minderen voor de mouwen in maat S, is dat dus op 4 cm, 14 cm en 24 cm? (Gemeten vanaf de eerste rij tricotsteek NA de pas)?
30.12.2023 - 20:07DROPS Design svaraði:
Dag Veerle,
Ja, dat klopt helemaal!
01.01.2024 - 13:12
Veerle skrifaði:
Ik brei de trui in maat S. Kan het zijn dat - NA het breien van de halslijn (verkorte toeren) er nog 6 steken van de dubbelgebreide kraag niet meegebreid werden in de verkorte toeren, en dat die pas bij het breien van de PAS voor het eerst verder gebreid worden ? Deze 6 steken bevinden zich aan de midden voorkant. Ik ben in elk geval geëindigd met 76 steken. Dank alvast voor het antwoord.
19.12.2023 - 09:24
Nina Alfredsson skrifaði:
Hej! Jag undrar lite över markörerna. Det står att 1:a markören skall vara efter halva bakstycket,2:a efter ärm och 3:e efter framstycket. Sedan startas halsringningen vid 3:e markören och att det då är vänster sida om man ha tröjan på. Menar ni att man skall tänka sig att man ser tröjan på någon annan - då blir det vänster sida för mig. Om jag räknar rätt borde väl 3:e markören hamna på höger sida (innan hö ärm) om jag själv tänker att jag har tröjan på? /Nina
13.08.2023 - 18:25
Anna skrifaði:
Hej! Nie rozumiem tej części:KARCZEK: = 76-80-80-88-92-96 oczek. Zaczynając na środku tyłu, dalej przerabiać na okrągło dżersejem, dodając na reglan w sumie 3-6-7-7-5-6 razy co 2 okrążenia (w tym dodawanie oczek w rzędach skróconych) = 84-112-120-128-116-128 oczek. Dlaczego po 3 krotnym dodaniu oczek nie mamy ich na końcu 76+3x8=100?
28.02.2023 - 16:52DROPS Design svaraði:
Witaj Aniu, w najmniejszym rozmiarze jest 60 o. na dekolt. Następnie przerabiamy rzędy skrócone na dekolt, jednocześnie dodając oczka na reglan 2 razy (w każdym rzędzie przerabianym na prawo): 60+(8x2)=76 o. Karczek zaczynamy liczbą 76 o. „dalej przerabiać na okrągło dżersejem, dodając na reglan w sumie 3-6-7-7-5-6 razy co 2 okrążenia (w tym dodawanie oczek w rzędach skróconych) = 84 o.” > w rozmiarze S zostaje nam tylko 1 okrążenie z dodawaniem oczek (2 już wykonaliśmy w rzędach skróconych): 76+8=84 oczka. Pozdrawiamy!
01.03.2023 - 09:16
Red Tape#redtapesweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr DROPS Wish eða DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tvöföldum kanti í hálsmáli, laskalínu og röndum. Stærð S - XXXL.
DROPS 236-22 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING: Aukið út um 1 lykkju með því að taka upp lykkju frá fyrri umferð, prjónið þessa lykkju slétt. LASKALÍNA: Mismunandi er aukið út á fram- og bakstykki og ermum eftir stærðum. Öll útaukning er gerð á undan/eftir 3 lykkjur í sléttprjóni (lykkja með prjónamerki er miðjulykkja af þessum 3 lykkjum). Aukið út fyrir fram- og bakstykki á undan 3. og 1. prjónamerki og á eftir 2. og 4. prjónamerki. Aukið út fyrir ermar á eftir 3. og 1. prjónamerki og á undan 4. og 2. prjónamerki. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Þegar prjónað er fram og til baka er uppslátturinn prjónaður frá röngu þannig: Á UNDAN PRJÓNAMFERKI: Prjónið uppsláttinn brugðið í aftari lykkjubogann. Það eiga ekki að myndast göt. Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, nema í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn brugðið í fremri lykkjubogann. Það eiga ekki að myndast göt. Þegar prjónað er í hring er uppslátturinn í næstu umferð þannig: Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, nema í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn slétt í fremri lykkjubogann (uppslátturinn snýr til hægri). Það eiga ekki að myndast göt. Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Prjónið uppsláttinn slétt í aftari lykkjubogann (uppslátturinn snýr til vinstri). Það eiga ekki að myndast göt. RENDUR Á FRAM- OG BAKSTYKKI: * 4 umferðir með litnum tabasco / appelsína, 8 umferðir með litnum natur/natur*, prjónið frá *-* alls 2 sinnum á hæðina, prjónið 4 umferðir með litnum tabasco/appelsína. Prjónið síðan með litnum natur/natur að loka máli. RENDUR Á ERMI: * 4 umferðir með litnum tabasco, 8 umferðir með litnum natur *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum á hæðina, prjónið 4 umferðir með litnum tabasco. Prjónið síðan með litnum natur að loka máli. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 60-64-64-68-68-72 lykkjur með litnum natur úr DROPS Wish eða litnum natur DROPS Air yfir stuttan hringprjón 6 og stuttan hringprjón 8 sem haldið er saman. Dragið út stuttan hringprjón 8 og haldið eftir lykkjum á stuttum hringprjóni 6 (uppfitjunin er gerð svona til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 9 cm. Brjótið nú stroffið inn þannig að kanturinn verði teygjanlegur – prjónið síðan næstu umferð í stroffprjóni eins og áður jafnframt því sem önnur hver lykkja er prjónuð saman með annarri hverri lykkju frá uppfitjunarkanti. Nú hefur myndast tvöfaldur kantur í hálsmáli. STÆRÐ S, M og L: Setjið 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan (þetta er gert án þess að prjóna umferðina). Prjónamerkin eru notuð þegar auka á út fyrir laskalínu. Teljið 8-8-8 lykkjur (hálft bakstykki), setjið 1. prjónamerki í næstu lykkju, teljið 13 lykkjur (ermi), setjið 2. prjónamerki í næstu lykkju, teljið 15-17-17 lykkjur (framstykki), setjið 3. prjónamerki í næstu lykkju, teljið 13 lykkjur (ermi), setjið 4. prjónamerki í næstu lykkju, það eru 7-9-9 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki (hálft bakstykki). Klippið þráðinn. Farðu áfram í HÁLSMÁL. STÆRÐ XL, XXL og XXXL: Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 4-8-8 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 72-76-80 lykkjur. Setjið síðan 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan (þetta er gert án þess að prjóna umferðina). Prjónamerkin eru notuð þegar auka á út fyrir laskalínu. Teljið 10-10-12 lykkjur (hálft bakstykki), setjið 1. prjónamerki í næstu lykkju, teljið 15 lykkjur (ermi), setjið 2. prjónamerki í næstu lykkju, teljið 19-21-23 lykkjur (framstykki), setjið 3. prjónamerki í næstu lykkju, teljið 15 lykkjur (ermi), setjið 4. prjónamerki í næstu lykkju, það eru 9-11-11 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki (hálft bakstykki). Klippið þráðinn. Farðu áfram í HÁLSMÁL. HÁLSMÁL: Skiptið yfir á hringprjón 8. Nú er prjónað hálsmál með stuttum umferðum JAFNFRAMT því sem aukið er út fyrir laskalínu – þetta er gert eins og útskýrt er að neðan. Byrjið frá réttu, 2 lykkjur á undan lykkju með 3. prjónamerki (þ.e.a.s. í vinstri hlið á hálsmáli að framan, séð þegar flíkin er mátuð). Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, þar til prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fram hjá lykkju með 2. prjónamerki (hægri hlið í hálsmáli að framan – nú hafa verið auknar út 8 lykkjur fyrir laskalínu). Snúið stykkinu, herðið á þræði og prjónið til baka frá röngu þar til prjónaðar hafa verið 5 lykkjur fram hjá 3. prjónamerki. Snúið stykkinu og prjónið til baka frá réttu þar til prjónaðar hafa verið 5 lykkjur fram hjá 2. prjónamerki – munið eftir útaukningu fyrir laskalínu. Snúið stykkinu, herðið á þræði og prjónið til baka frá röngu þar til prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fram hjá 3. prjónamerki. Klippið þráðinn. Prjónið berustykki eins og útskýrt er að neðan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! BERUSTYKKI: = 76-80-80-88-92-96 lykkjur. Byrjið mitt að aftan og haldið áfram með útaukningu fyrir laskalínu í annarri hverri umferð þar til aukið hefur verið út alls 3-6-7-7-5-6 sinnum (meðtalin útaukning í stuttum umferðum) = 84-112-120-128-116-128 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og útaukningu fyrir laskalínu, en í annað hvert skipti sem aukið er út, er einungis aukið út á fram- og bakstykki (4 lykkjur fleiri í umferð). Þ.e.a.s. aukið er út á fram- og bakstykki í annarri hverri umferð og á ermum í 4. hverri umferð. Aukið svona út alls 12-10-10-12-16-16 sinnum á fram- og bakstykki (6-5-5-6-8-8 sinnum á ermum). Nú hefur verið aukið út alls 15-16-17-19-21-22 sinnum á fram- og bakstykki og 9-11-12-13-13-14 sinnum á ermum. Á eftir síðustu útaukningu eru 156-172-180-200-212-224 lykkjur í umferð. Prjónið sléttprjón án útaukninga þar til stykkið mælist 21-23-25-26-28-30 cm mitt að framan – mælt eftir stroffi í hálsmáli. Berustykkið skiptist nú fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 25-26-27-31-33-36 lykkjur sléttprjón (hálft bakstykki), setjið næstu 29-33-35-39-39-41 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-8-10 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 49-53-55-61-67-71 lykkjur sléttprjón (framstykki), setjið næstu 29-33-35-39-39-41 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-8-10 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið síðustu 24-27-28-30-34-35 lykkjur í sléttprjóni (hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 110-118-126-138-150-162 lykkjur. Prjónið 1 umferð sléttprjón. Prjónið síðan RENDUR Á FRAM- OG BAKSTYKKI – sjá útskýringu að ofan. Þegar rendur hafa verið prjónaðar til loka, prjónið sléttprjón með litnum natur/natur þar til stykkið mælist 20 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð sléttprjón þar sem aukið er út um 16-18-18-20-22-24 lykkjur jafnt yfir = 126-136-144-158-172-186 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 6. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 6 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 29-33-35-39-39-41 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 8 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-8-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 35-39-43-47-47-51 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi, þ.e.a.s. mitt í 6-6-8-8-8-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið 1 umferð sléttprjón. Síðan er prjónaðar RENDUR Á ERMI – sjá útskýringu að ofan. Þegar rendur hafa verið prjónaðar til loka, prjónið sléttprjón með litnum natur/natur. JAFNFRAMT þegar ermin mælist 4-4-4-3-3-3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 10-7-4-4-4-3 cm millibili alls 3-4-6-7-6-8 sinnum = 29-31-31-33-35-35 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 31-29-28-29-28-26 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 12 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð sléttprjón þar sem aukið er út um 9-9-11-9-9-11 lykkjur jafnt yfir = 38-40-42-42-44-46 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 6. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 12 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 43-41-40-41-40-38 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #redtapesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 35 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 236-22
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.