Bärbel Grabsch skrifaði:
Wie ist die Beschreibung für die Rückreihen und Zunahme für die sattelschulter zu verstehen? Welche Markierer sind jeweils gemeint? Beispielsweise vor dem 4. und 2. Markierer zunehmen. Gezählt von der Vorderseite oder Rückreihe? Irgendwie passt es nicht.
17.11.2024 - 15:42DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Grabsch, siehe Zeichenerklärung "in Rück-Reihen für beide ersten Symbolen. Die Markierungen sind im gleichen Order wie am Anfang der Passe erklärt, so sind Ärmel zwischen 1. und 2. + zwischen 3. und 4. Markierung und dann ist Rückenteil zwischen 2. und 3. Markierung. Viel Spaß beim Stricken!
18.11.2024 - 08:24
Inge Koch skrifaði:
Passer antallet på ærmemaskerne? Før deling skal der i følge opskrift være 60masker. Men jeg har en del mere 86m
28.04.2024 - 20:02
ANGELA CITARDA skrifaði:
Salve dubbio x il collo misura s Aumentare 9 m nei 2 ferri successivi Dopo 4 cm di coste dove faccio aumenti? Ai due lati esterni del collo oppure tra le m del ferro? Non è specificato Grazie in attesa di risposta
13.11.2023 - 07:15DROPS Design svaraði:
Buonasera Angela, dopo i 4 cm a coste deve avviare 9 maglie alla fine dei 2 ferri successivi come indicato. Buon lavoro!
16.11.2023 - 20:53
Fatma KISRANE skrifaði:
Bonjour apres avoir tricoter le col pendant 4 cm comment monter les 9 mailles du col est ce que c est des augmentations merci
23.09.2023 - 12:07DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Kirsane, montez les mailles à la fin du rang sur l'endroit en utilisant la technique de cette vidéo, tournez, tricotez le rang suivant sur l'envers et montez les mailles en fin de rang de la même façon. Bon tricot!
25.09.2023 - 08:36
Nelly Lafon skrifaði:
J'ai déjà laissé un message tout à l'heure concernant le paragraphe AUGMENTATIONS MANCHES si l'on veut que les mailles du milieu restent entre les 2 marqueurs il faut augmenter AVANT le 1er et le 3ème marqueur et augmenter APRES le 2ème et le 4ème marqueur j'ai tout repris après avoir regardé la vidéo qui montre comment augmenter pour les manches marteau
30.01.2023 - 22:51DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Lafon, tout à fait, c'est bien ainsi que l'on augmente pour les épaules/manches marteau (on augmente ainsi le nombre de mailles du dos et des devants, pas celui des manches/épaules), puis, on augmente pour les manches seulement, vous augmenterez alors après le 1er et le 3ème marqueur et avant le 2ème et le 4ème marqueur (on augmente que le nombre de mailles des manches, pas celui des devants/du dos). Bon tricot!
31.01.2023 - 09:51
Nelly Lafon skrifaði:
Pour ce qui est de la partie AUGMENTATION EMPIECEMENT ça y est j'ai compris pas de problème
30.01.2023 - 22:46
Dubois skrifaði:
Augmentations epaules/manches marteau: Les marqueurs gardent ils toujours le même numéro que l'on soit sur l'endroit ou l'envers ? Ainsi le 4ème marqueur se trouverait en position 1 sur l'envers ? Je pense ne pas avoir mis mes augmentations au bon endroit sur l'envers... Merci de m'éclairer.
13.10.2022 - 21:50DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Dubois, tout à fait, le 1er marqueur sur l'endroit devient le 4ème marqueur sur l'envers - notez que pour les épaules/manches vous devez augmenter à la fin des devants, avant les épaules et au début + à la fin du dos (après la 1ère épaule + avant la 2ème épaule). Cette vidéo pourra peut-être vous aider. Bon tricot!
14.10.2022 - 08:29
Ola skrifaði:
Po wykonaniu 4 cm wykończenia dekoltu trzeba dodać 9 oczek na końcu dwóch kolejnych rzędów. We wzorze jest napisane, żeby przerabiać dalej ściągaczem. Rozumiem, że drugą połowę dekoltu, owszem, ale czy te 9 dodanych oczek nie należy już do ramienia, które powinno być przerabiane dżersejem?
07.10.2022 - 18:36DROPS Design svaraði:
Witaj Olu, te 9 oczek dodanych z każdej strony to będą później obszycia przodów (w zasadzie obszycie stanowi 7 z tych oczek). Przerabiasz je ściągaczem, aż wykończenie dekoltu jest zakończone. Później 7 oczek brzegowych z każdej strony będzie przerabiane ściegiem francuskim. Pozdrawiamy!
10.10.2022 - 09:29
Pernille skrifaði:
Veldig fin!
04.08.2022 - 12:15
Cabled Bliss Cardigan#cabledblisscardigan |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr 2 þráðum DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tvöföldu hálsmáli, axlarsæti og köðlum. Stærð S - XXXL.
DROPS 236-26 |
||||||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 4 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist hnappagat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroff í hálsmáli hefur verið prjónað til loka. Fellið síðan af fyrir 5-5-5-6-6-6 næstu hnappagötum með ca 9-9-9½-8-8½-8½ cm millibili. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 (frá réttu): Á UNDAN MERKI: Nýja lykkjan verður snúin til hægri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. Á EFTIR MERKI: Nýja lykkjan verður snúin til vinstri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 (frá röngu): Á UNDAN MERKI: Nýja lykkjan verður snúin til hægri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. Á EFTIR MERKI: Nýja lykkjan verður snúin til vinstri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-3 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Öll útaukning er gerð frá réttu! Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 6 lykkjur slétt (merkið situr mitt á milli þessa 6 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri við merki). Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið, svo ekki myndist gat. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Byrjið 3 lykkjum á undan merkiþræði, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), 2 lykkjur slétt saman (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka frá miðju að framan, ofan frá og niður. Lykkjur eru auknar út fyrir axlarsæti, síðan eru lykkjur auknar út fyrir ermar og að lokum eru lykkjur auknar út fyrir berustykki. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 79-83-87-91-93-97 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði í litnum norðursjór DROPS Kid-Silk og 2 þráðum í litnum gallabuxnablár DROPS Kid-Silk (3 þræðir). Takið frá annan þráðinn með litnum gallabuxnablár. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 4. Prjónið afgang af stykkinu með 1 þræði í hvorum lit í DROPS Kid-Silk (2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 lykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 umferð brugðið og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 4 cm. Í lok næstu 2 umferða eru fitjaðar upp 9 nýjar lykkjur = 97-101-105-109-111-115 lykkjur. Haldið áfram með stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) með 1 lykkju í garðaprjóni í hvorri hlið (stroffið á að halda áfram fallega yfir allar lykkjur). Þegar stroffið mælist 8 cm frá uppfitjunarkanti, prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 21-21-21-21-23-23 lykkjur jafnt yfir (ekki er aukið út yfir ystu 7 lykkjur í hvorri hlið) = 118-122-126-130-134-138 lykkjur – munið eftir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 7 lykkjur í garðaprjóni, prjónið brugðið þar til 7 lykkjur eru eftir, endið með 7 lykkjur í garðaprjóni. Ystu 7 lykkjur í hvorri hlið eru kantlykkjur að framan. Setjið 1 merki eftir kant að framan í byrjun á umferð mitt að framan. Prjónið berustykki eins og útskýrt er að neðan – berustykkið er nú mælt frá þessu merki! BERUSTYKKKI: Skiptið yfir á hringprjón 5. Setjið 4 ný merki í stykkið eins og útskýrt er að neðan – þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar. Þessi merki eru notuð síðar þegar auka á út lykkjum fyrir axlarsæti, ermar og berustykki og merkin verða að hafa annan lit en merki við hálsmál til að aðgreina þau. Fyrsta merki: Byrjið mitt að framan, teljið 14-15-16-16-17-18 lykkjur (framstykki), setjið 1. merki á undan næstu lykkju. Annað merki: Teljið 38-38-38-40-40-40 lykkjur frá 1. merki, setjið 2. merki á undan næstu lykkju. Þriðja merki: Teljið 14-16-18-18-20-22 lykkjur frá 2. merki (bakstykki), setjið 3. merki á undan næstu lykkju. Fjórða merki: Teljið 38-38-38-40-40-40 lykkjur frá 3. merki, setjið 4. merki á undan næstu lykkju. Nú eru 14-15-16-16-17-18 lykkjur eftir á framstykki á eftir síðasta merki. Látið þessi 4 merki fylgja með í stykkinu, það á að auka út við hvert og eitt af þessum merkjum. Næsta umferð er prjónuð frá réttu: 7 lykkjur í garðaprjóni, 7-8-9-9-10-11 lykkjur sléttprjón, A.1, 14-14-14-16-16-16 lykkjur sléttprjón, A.1, 14-16-18-18-20-22 lykkjur sléttprjón, A.1, 14-14-14-16-16-16 lykkjur sléttprjón, A.1, 7-8-9-9-10-11 lykkjur sléttprjón, 7 lykkjur í garðaprjóni. Nú eru 138-142-146-150-154-158 lykkjur í umferð. Prjónið til baka frá röngu með garðaprjóni yfir garðaprjón, brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og síðasta umferð í A.1 yfir A.1. Aukið síðan út fyrir axlarsætir eins og útskýrt er að neðan. AXLARSÆTI: Lestu allan kaflann áður en þú prjónar! Stykkið er prjónað í sléttprjóni á framstykki, bakstykki og ermar. A.2 yfir A.1 og 7 lykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan (kantar að framan). A.2 er endurtekið á hæðina að loka máli. JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er aukið út um 4 lykkjur fyrir axlarsæti þannig: Aukið út á UNDAN 1. og 3. merki (þ.e.a.s. á undan A.2) og aukið út á EFTIR 2. og 4. merki (þ.e.a.s. á eftir A.2) – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1. Nú er einungis aukið út á framstykki og bakstykki og fjöldi axlalykkja verður sá sami. Í næstu umferð (ranga) er aukið út um 4 lykkjur fyrir axlarsæti þannig: Aukið út á UNDAN 4. og 2. merki og aukið út á EFTIR 3. og 1. merki – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2. Þ.e.a.s. aukið út í hverri umferð og það er aukið út mismunandi frá réttu og frá röngu, til að lykkjurnar leggist fallega. Haldið svona áfram með mynstur og aukið út á sama hátt í hverri umferð (bæði frá réttu og frá röngu) alls 14-14-14-18-20-20 sinnum, síðan er aukið út í annarri hverri umferð (hverri umferð frá réttu) alls 2 sinnum – útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Á eftir síðustu útaukningu eru 202-206-210-230-242-246 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 8-8-8-10-11-11 cm frá merki við hálsmáli. Síðan er aukið út fyrir ermar eins og útskýrt er að neðan. ÚTAUKNING ERMAR: Færið 4 merkin frá útaukningu fyrir axlarsæti, þannig að þau sitji hvoru megin við miðju 14-14-14-16-16-16 lykkjum við hvora öxl (þ.e.a.s. í gagnstæðri hlið við A.2). Haldið áfram með mynstur eins og áður. JAFNFRAMT í næstu umferð frá réttu er aukið út um 4 lykkjur fyrir ermar þannig: Aukið út á EFTIR 1. og 3. merki og aukið út á UNDAN 2. og 4. merki – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1. Nú er einungis aukið út á ermum og fjöldi lykkja á framstykki og bakstykki verður sá sami. Aukið svona út í annarri hverri umferð (hverri umferð frá réttu) alls 10-13-14-13-14-16 sinnum og síðan í hverri umferð (bæði frá réttu og frá röngu) alls 3-0-0-6-4-0 sinnum – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2. Á eftir síðustu útaukningu eru 254-258-266-306-314-310 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 18-20-21-25-26-26 cm frá merki við hálsmál. Síðan eru lykkjur auknar út fyrir berustykki eins og útskýrt er að neðan. ÚTAUKNING BERUSTYKKI: Færið 4 merkin frá útaukningu fyrir ermar, þannig að þau sitji í ystu sléttprjónuðu lykkjunni í hvorri hlið á ermum. Haldið áfram með mynstur eins og áður. JAFNFRAMT í næstu umferð frá réttu er aukið út um 8 lykkjur fyrir berustykki með því að auka út bæði á undan og á eftir hverri af 4 lykkjum með merki í – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2. Nú eru lykkjur auknar út á framstykkjum, bakstykki og báðum ermum og útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. Aukið svona út í annarri hverri umferð (hverri umferð frá réttu) alls 0-0-2-0-0-2 sinnum og síðan í hverri umferð (bæði frá réttu og frá röngu) alls 4-5-4-4-5-6 sinnum. Á eftir síðustu útaukningu eru 286-298-314-338-354-374 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 20-22-24-26-28-30 cm frá merki við hálsmál. Ef stykkið mælist minna en þetta, prjónið áfram eins og áður, en án útaukninga að réttu máli. Í næstu umferð skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið fyrstu 51-53-55-58-62-66 lykkjur eins og áður (framstykki), setjið næstu 48-50-54-60-60-62 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-8-10-12-14-16 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 88-92-96-102-110-118 lykkjur eins og áður (bakstykki), setjið næstu 48-50-54-60-60-62 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-8-10-12-14-16 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 51-53-55-58-62-66 lykkjur eins og áður (framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 202-214-226-242-262-282 lykkjur. Setjið 1 merki 54-57-60-64-69-74 lykkjur inn frá hvorri hlið (í hliðar á fram- og bakstykki). Það eru 94-100-106-114-124-134 lykkjur á milli merkja á bakstykki. Látið merkin fylgja með í stykkinu – það á að nota þau síðar þegar auka á út í hliðum á fram- og bakstykki. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 7 lykkjum í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan og haldið áfram með A.2 eins og áður. Þegar stykkið mælist 6 cm frá skiptingu, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði merkin – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-3. Endurtakið útaukningu þegar stykkið mælist 15 cm frá skiptingu = 210-222-234-250-270-290 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 24-24-24-23-23-23 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 43-45-47-51-55-59 lykkjur jafnt yfir (ekki er aukið út yfir kanta að framan) = 253-267-281-301-325-349 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 7 lykkjur í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 8 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju brugðið og 7 lykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 6 cm. Fellið af aðeins laust. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 48-50-54-60-60-62 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 5 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-8-10-12-14-16 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 54-58-64-72-74-78 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð fyrir miðju undir ermi, þ.e.a.s. mitt í 6-8-10-12-14-16 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Byrjið umferð við merkiþráðinn og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 8-6-4-3-3-3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur fyrir miðju undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 8-6-4-2½-2½-2 cm millibili alls 3-4-6-10-10-11 sinnum = 48-50-52-52-54-56 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 33-31-29-29-28-26 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 10 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 16-16-16-18-18-20 lykkjur jafnt yfir = 64-66-68-70-72-76 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 10 cm. Fellið af aðeins laust. Ermin mælist ca 43-41-39-39-38-36 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli tvöfalt að röngu á stykki. Saumið stroffið niður, til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #cabledblisscardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 36 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 236-26
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.