Carine Batta skrifaði:
Bonjour! Pour les augmentations des manches, elles se font après les 1er et 3ème marqueurs inclinées vers la gauche et avant les 2ème et 4ème marqueurs inclinées vers la droite. C'est bien ça? De même que pour les augmentations empiècement: avant chaque marqueur l'augmentation sera inclinée vers la droite et après chaque marqueur elle sera inclinée vers la gauche?
06.02.2025 - 17:19DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Batta, lorsque vous augmentez avant les marqueurs, les augmentations doivent être inclinées à droite et lorsque vous augmentez après les marqueurs, elles doivent être inclinées à gauche - cf AUGMENTATIONS-1: au début des explications. Bon tricot!
07.02.2025 - 08:11
Megan skrifaði:
Under Yoke section, "Work 1 round with knit over knit, purl over purl and last row in A.1 over A.1. Then increase for saddle shoulder as explained below," how many rounds are there all together? A1 itself has two rounds, plus "knit over knit, purl over purl," that's 3 rounds. What does "last row in A.1 over A.1" mean? I believe for this section of the garment, you are only supposed to increase 20 stitches for size small. Thank you.
21.07.2024 - 02:55DROPS Design svaraði:
Dear Megan, there is only 1 round. In the previous round, you worked the first row in chart A.1 and the rest of the stitches were worked in stocking stitch. Since you had 4 A.1 repeats and there are 5 increases in each chart of A.1, you should have increased 20 stitches, from 104 to 124 stitches in size S. Then, work the next round as follows: work as the previous round but knit over the knitted stitches of the previous round, purl over the purled stitches in the previous round and work the second round of A.1 (with 17 stitches) over the stitches of each repeat of A.1 of the previous round. Happy knitting!
22.07.2024 - 01:46
Megan skrifaði:
Hi, For the first occasion to increase stitches at the end of the neckline, is there a recommended method? I mean to increase 24 stitches in one round for size Small. Should we follow the increase tip for before and after marker? Thank you.
10.07.2024 - 23:43DROPS Design svaraði:
Dear Megan, the increase tip-1 is for the saddle shoulders. For the neckline, you can increase evenly simply making yarn overs, like in this video: https://www.garnstudio.com/video.php?id=12&lang=en. Remember to spread the increases. Happy knitting!
15.07.2024 - 01:12
Ginette skrifaði:
Je vous recontacte autre question aux augmentations de l empiècement vous dites augmenter 8 mailles puis après 6 fois 8 mailles pour la taille S du coup le nombre de mailles totales ne sera pas de 272 m mais 280 m, y a t il une erreur dans les explications ou c est moi qui me trompe. Merci d avance Cordialement Ginette
17.01.2024 - 14:03DROPS Design svaraði:
Bonjour Ginette, avant les augmentations de l'empiècement, vous avez 224 mailles en taille S, vous augmentez ensuite 6 fois (au total, pas 1 fois + 6 fois) 8 mailles soit 48 mailles, vous avez ainsi 244+48= 272 mailles. Bon tricot!
18.01.2024 - 08:27
Ginette skrifaði:
Je suis surprise de n avoir pas eu de réponse à ma demande du 22.12.23 .Je la réitère donc. J ai fait le col et les augmentations en faisant 4 fois A1 je ne comprends pas le tour suivant et surtout le dernier rang de A1 au dessus de A1. Il n y a bien qu une torsade sur le devant gauche ? Merci de m aider svp. Cordialement Ginette
02.01.2024 - 18:55DROPS Design svaraði:
Bonjour Ginette, au 1er rang de A.1 vous allez augmenter 5 mailles (les 5 jetés), au 2ème rang de A.1 vous allez tricoter les 17 mailles obtenues ainsi: 1 maille endroit, 3 mailles envers, 9 mailles endroit, 3 mailles envers, 1 maille endroit - au 3ème tour, vous commencez A.2. Les torsades commencent au 3ème tour de A.2 (5ème tour y compris A.1). Quand A.2 est terminé, vous répétez A.2 en hauteur, A.1 ne se fait qu'une seule fois pour augmenter le nombre de mailles pour les torsades. Vous avez bien 4 A.1 donc 4 torsades = 1 à chaque raglan. Bon tricot!
03.01.2024 - 08:27
Heidi skrifaði:
This pattern has 17sts/10cm and the body part is supposed to be 2*53=106cm in size M. It has 200 sts, which is 200)17=116,7cm, an extra 10cm. Then another 8 stitches are added, supposed to be 110cm but 208/17=122cm. Can you please tell me is there any way to fix this so that I could make the size it was supposed to be? I've only knit one top down pullover before and it had yoke. Please answer soon, I' hoping to finish this on Wednesday on a 8hours car ride up north
11.02.2023 - 00:01DROPS Design svaraði:
Dear Heidi, the number of stitches is correct. The cable pattern usually tightens the garment, so the gauge (which had been calculated in normal stocking stitch) will increase (there will be more sts per cm). To counter it, we add more stitches for the body in advance, so that the measurements will match the final measurements. Happy knitting!
13.02.2023 - 00:11
Lynda Staley skrifaði:
How many balls / weight / meters of category C yarn needed for size small and size medium?
20.12.2022 - 17:56DROPS Design svaraði:
Hi Linda Stanley! You can use our yarn calculator here: https://www.garnstudio.com/includes/yarn-calc.php?cid=19#alternatives Happy knitting!
20.12.2022 - 22:26
Ewa Wilhelm-Białas skrifaði:
Dzień dobry, w instrukcji - dodawanie oczek 1 - jest pokazane ich nabieranie odwrotne niz na filmie instruktażowym, tzn. przed 1. i 3. markerem nabieram oczko dodane od tyłu nitki, w filmie jest odwrotnie, nie chciałabym pruć, jestem na początku to mniejszy żal.
05.12.2022 - 11:46DROPS Design svaraði:
Witaj Ewo, na filmie oczka są dodawane tak samo jak w opisie (dodawanie oczek-1). Patrz video ‘Jak dodawać oczka na ramiona – saddle shoulder’. Pozdrawiamy!
06.12.2022 - 10:05
Magda skrifaði:
I love this design and started knitting it. I'm supposed to start the increases but I'm confused. 1st marker: Begin mid back, count 7-8-9-9-10-11... 2nd marker: Count 38-38-38-40-40-40... 3rd marker: Count 14-16-18-18-20-22... 4th marker: Count 38-38-38-40-40-40 ... I'm not sure I got this right. From 1st to 2nd marker is the front, and from 2nd to 3rd is the shoulder? and then 3rd to fourth is the back and 4th to 1st shoulder again?
19.11.2022 - 16:18DROPS Design svaraði:
Dear Magda, Starting from the mid back, the first marker is between the back and the sleeve, the 2nd is between the sleeve and the front, the 3rd is between the front and the other sleeve and the 4th is between the sleeve and the back. Happy knitting!
21.11.2022 - 00:46
Cecile skrifaði:
Bonjour, je suis arrivée au niveau des augmentations épaule/manche marteau. Cependant, je n’arrive pas à comprendre, combien je dois avoir de mailles pour le devant et le dos ? Merci d’avance.
11.11.2022 - 11:33DROPS Design svaraði:
Bonjour Cécile, pour les épaules/manches marteau, vous augmentez 4 mailes: 1 m au début du dos/devant + 1 m à la fin du dos/devant (le nombre de mailles des épaules/manches ne change pas). Cette vidéo montre où augmenter (tricotez bien les augmentations comme expliqué ici et pas dans la vidéo). Bon tricot!
14.11.2022 - 08:45
Cabled Bliss#cabledblisssweater |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr 2 þráðum DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tvöföldu hálsmáli, axlarsæti og köðlum. Stærð S - XXXL.
DROPS 236-25 |
||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. ÚTAUKNING-1: Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til hægri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til vinstri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 6 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa 6 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri við prjónamerki). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, 2 lykkjur slétt (prjónamerkið situr á milli þessa 2 lykkja), 2 lykkjur slétt saman (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Lykkjur eru auknar út fyrir axlarsæti, síðan eru lykkjur auknar út fyrir ermar og að lokum eru lykkjur auknar út fyrir berustykki. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 80-84-86-90-94-96 lykkjur á stuttan hringprjón 5 með 1 þræði í litnum norðursjór og 2 þráðum í litnum gallabuxnablár (3 þræðir). Takið frá annan þráðinn með litnum gallabuxnablár. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 4. Prjónið afgang af stykkinu með 1 þræði í hvorum lit í DROPS Kid-Silk (2 þræðir). Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 9 cm. Prjónið síðan 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 24-24-26-26-26-28 lykkjur jafnt yfir = 104-108-112-116-120-124 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki eftir fyrstu 26-27-28-29-30-31 lykkjur í umferð (mitt á annarri öxlinni). Prjónið berustykki eins og útskýrt er að neðan – berustykkið er mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 5. Setjið 4 ný prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan – þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar. Þessi prjónamerki eru notuð síðar þegar auka á út lykkjum fyrir axlarsæti, ermum og berustykki. Prjónamerkin verða að hafa annan lit en prjónamerkið sem var sett í á öxl til að aðgreina þau. Fyrsta prjónamerki: Byrjið mitt að aftan, teljið 7-8-9-9-10-11 lykkjur (½ bakstykki), setjið 1. prjónamerki á undan næstu lykkju. Annað prjónamerki: Teljið 38-38-38-40-40-40 lykkjur frá 1. prjónamerki (axlalykkjur), setjið 2. prjónamerki á undan næstu lykkju. Þriðja prjónamerki: Teljið 14-16-18-18-20-22 lykkjur frá 2. prjónamerki (framstykki), setjið 3. prjónamerki á undan næstu lykkju. Fjórða prjónamerki: Teljið 38-38-38-40-40-40 lykkjur frá 3. prjónamerki (axlalykkjur), setjið 4. prjónamerki á undan næstu lykkju. Það eru 7-8-9-9-10-11 lykkjur eftir á bakstykki á eftir síðasta prjónamerki. Látið þessi 4 prjónamerki fylgja með í stykkinu, það á að auka út lykkjum við hvert og eitt þeirra. Næsta umferð er prjónuð þannig: 7-8-9-9-10-11 lykkjur sléttprjón, A.1, 14-14-14-16-16-16 lykkjur sléttprjón, A.1, 14-16-18-18-20-22 lykkjur sléttprjón, A.1, 14-14-14-16-16-16 lykkjur sléttprjón, A.1, 7-8-9-9-10-11 lykkjur sléttprjón. Nú eru 124-128-132-136-140-144 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur, brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur og síðustu umferð í A.1 yfir A.1. Síðan er aukið út fyrir axlarsæti eins og útskýrt er að neðan. AXLARSÆTI: Lestu allan kaflann áður en þú prjónar! Stykkið er prjónað í sléttprjóni á framstykki, bakstykki og yfir axlalykkjur og A.2 yfir A.1 (A.2 er endurtekið á hæðina). JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út um 4 lykkjur fyrir axlarsæti þannig: Aukið út á UNDAN 1. og 3. prjónamerki (þ.e.a.s. á undan A.2) og aukið út á EFTIR 2. og 4. prjónamerki (þ.e.a.s. á eftir A.2) – sjá ÚTAUKNING-1. Nú er einungis aukið út á framstykki og bakstykki og fjöldi axlalykkja verður sá sami. Haldið svona áfram með mynstur og aukið út á sama hátt í hverri umferð alls 12-14-16-18-18-20 sinnum, síðan er aukið út í annarri hverri umferð alls 2 sinnum – útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Á eftir síðustu útaukningu eru 180-192-204-216-220-232 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 7-8-9-10-10-11 cm frá prjónamerki við hálsmáli. Síðan er aukið út fyrir ermar eins og útskýrt er að neðan. ÚTAUKNING ERMAR: Færið 4 prjónamerkin frá útaukningu fyrir axlarsæti, þannig að þau sitji hvoru megin við miðju 14-14-14-16-16-16 lykkjum við hvora öxl (þ.e.a.s. í gagnstæðri hlið við A.2). Haldið áfram með mynstur eins og áður. JAFNFRAMT í næstu umferð er aukið út um 4 lykkjur fyrir ermar þannig: Aukið út á EFTIR 1. og 3. prjónamerki og aukið út á UNDAN 2. og 4. prjónamerki – munið eftir ÚTAUKNING-1. Nú er einungis aukið út á ermum og fjöldi lykkja á framstykki og bakstykki verður sá sami. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 11-13-13-14-14-14 sinnum og síðan í hverri umferð alls 0-0-3-3-0-0 sinnum. Á eftir síðustu útaukningu eru 224-244-268-284-276-288 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 17-20-22-24-23-24 cm frá prjónamerki við hálsmál. Síðan eru lykkjur auknar út fyrir berustykki eins og útskýrt er að neðan. ÚTAUKNING BERUSTYKKI: Færið 4 prjónamerkin frá útaukningu fyrir ermar, þannig að þau sitji í ystu sléttprjónuðu lykkjunni í hvorri hlið á ermum, þ.e.a.s. í fyrstu/síðustu lykkju í A.2. Haldið áfram með mynstur eins og áður. JAFNFRAMT í næstu umferð er aukið út um 8 lykkjur fyrir berustykki með því að auka út bæði á undan og á eftir hverri og einni af 4 lykkjum með prjónamerki í – munið eftir ÚTAUKNING-1. Útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 0-0-0-0-4-4 sinnum og síðan í hverri umferð alls 6-5-4-5-4-5 sinnum. Á eftir síðustu útaukningu eru 272-284-300-324-340-360 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 20-22-24-26-28-30 cm frá prjónamerki við hálsmál. Ef stykkið mælist minna en þetta, prjónið áfram eins og áður (án útaukninga) að réttu máli. Í næstu umferð skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið fyrstu 44-46-48-51-55-59 lykkjur eins og áður (½ bakstykki), setjið næstu 48-50-54-60-60-62 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-8-10-12-14-16 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 88-92-96-102-110-118 lykkjur eins og áður (framstykki), setjið næstu 48-50-54-60-60-62 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-8-10-12-14-16 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 44-46-48-51-55-59 lykkjur eins og áður (½ bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvort fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 188-200-212-228-248-268 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið á fram- og bakstykki – mitt í 6-8-10-12-14-16 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu – það á að nota þau síðar þegar auka á út í hliðum á fram- og bakstykki. Prjónið sléttprjón hringinn og haldið áfram með A.2 eins og áður. Þegar stykkið mælist 6 cm frá skiptingu, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING-2. Endurtakið útaukningu þegar stykkið mælist 15 cm frá skiptingu = 196-208-220-236-256-276 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 24-24-24-23-23-23 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 42-44-46-50-54-58 lykkjur jafnt yfir = 238-252-266-286-310-334 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 6 cm. Fellið af aðeins laust. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 48-50-54-60-60-62 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 5 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-8-10-12-14-16 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 54-58-64-72-74-78 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi, þ.e.a.s. mitt í 6-8-10-12-14-16 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 8-6-4-3-3-3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 8-6-4-2½-2½-2 cm millibili alls 3-4-6-10-10-11 sinnum = 48-50-52-52-54-56 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 32-31-30-29-27-26 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 10 cm að loknu máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 16-16-16-18-18-20 lykkjur jafnt yfir = 64-66-68-70-72-76 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 10 cm. Fellið af aðeins laust. Ermin mælist ca 42-41-40-39-37-36 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið niður stroffið efst í hálsi tvöfalt að röngu á stykki. Saumið stroffið niður, til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #cabledblisssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 236-25
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.