Olga Teresa Gagliardi skrifaði:
Me gusta La chaqueta la veo sencilla, espero poder enviarla al mail de mi esposo que tiene i presora
16.05.2022 - 06:35
Steffi Schröder skrifaði:
Guten Tag.Mein Sohn hat sich diese Anleitung ausgesucht und Mama soll sie stricken. Können Sie mir das Diagramm bitte erklären,ich habe damit noch nie gearbeitet? Ich muss XXL -XXXL stricken, bzw anwenden. Mit freundlichen Grüßen Steffi Schröder
17.02.2022 - 20:59DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Schröder, hier lesen Sie mehr über Diagramme - A.1 bis A.3 stricken Sie für die Rundpasse, damit die Maschenanzahl zunimmt - 1 weisse Kästchen = 1 Masche glatt rechts - in A.1 z.B. strickt man: 2 M re, 1 Umschlag, 1 M re, 1 Umschlag, 2 M re = Sie haben 2 M zugenommen. A.1 wiederholen wie in der Anleitung beschrieben ist. Bei der Rückreihe stricken Sie die Umschläge links verschränkt. Viel Spaß beim stricken!
18.02.2022 - 08:02
Simona Šottníková skrifaði:
Dobrý deň, chcem manželovi upliesť tento sveter a neviem sa rozhodnúť, či veľkosť L alebo XL. Máte niekde porovnanie tohto typu veľkosti s veľkosťami typu 48, 50, 52? Alebo v centimetroch? Vopred ďakujem za odpoveď. Simona Šottníková
14.01.2022 - 14:22DROPS Design svaraði:
Dobrý den Simono, u každého modelu máme nákres s rozměry oděvu. Myslím, že bude nejjistější, pokud vezmete ze šatníku oblíbený kousek oděvu Vašeho manžela, přeměříte jej a rozměry porovnáte s nákresem u našeho návodu. Bližší popis naleznete také zde. Mnoho zdaru!
15.01.2022 - 12:33
Cecilia skrifaði:
Como sugerencia quería indicar que, sería bueno diferenciar los nombres de los diagramas A3 ya que son distintos para las tallas podrían llamarse A3 y A4. A la hora de tejer a mi me ha confundido y he tenido que deshacer lo que ya tejí.
12.01.2022 - 08:51
Barbara Hess skrifaði:
Guten Tag, gerne möchte ich diese Jacke nachstricken mit SUPERWASH-wolle, z.B. Big Merino blautöne. können Sie mir dazu die geänderte Anleitung zur Verfügung stellen bitte? Besten Dank für Ihre Unterstützung mit freundlichen Grüßen Barbara Hess
14.11.2021 - 16:13DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Hess, wenn Sie 2 Fäden Big Merino (Garngruppe C) stricken, dann können Sie 1 Faden Wish (Garngruppe E) ersetzen - Hier lesen Sie mehr. Viel Spaß beim stricken!
15.11.2021 - 08:16
Sybille skrifaði:
Hallo liebes Drops-Team, kann es sein, dass die Aufteilung der Passe in Ärmel und Rumpfteil in einer Rückreihe erfolgen soll? Liebe Grüße Sybille
27.10.2021 - 11:52DROPS Design svaraði:
Liebe Sybille, ja, das ist korrekt, die Passe wird in einer Rück-Reihe geteilt. Viel Spaß beim Weiterstricken!
27.10.2021 - 12:42
Sailor Blues#sailorbluesjacket |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa fyrir herra úr DROPS Wish. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 224-8 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.3 í stærð L, XL, XXL og XXXL). Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 64 lykkjur) mínus kanta að framan (t.d. 10 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 13) = 4,1. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 4. hverja lykkju og ekki er aukið út yfir kanta að framan. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um fram- og bakstykki og ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð): Fellið af frá réttu í byrjun á umferð: Prjónið 1 lykkju slétt, prjónið næstu 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu í fyrstu umferð á eftir stroffi í hálsmáli. Fellið síðan af fyrir 6-6-6-7-7-7 næstu hnappagötum með ca 8½-8½-9-8-8½-8½ cm millibili. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón / sokkaprjóna, ofan frá og niður. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 77-82-87-92-92-97 (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjón 6 með DROPS Wish. Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * prjónið 2 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 4 cm, fækkið allar 3 lykkjur brugðið til 2 lykkjur brugðið = 64-68-72-76-76-80 lykkjur. Haldið svona áfram með stroff þar til kanturinn í hálsmáli mælist 18 cm. Síðar er kanturinn í hálsmáli brotinn niður tvöfaldur og við frágang þá mælist hann ca 9 cm. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 15-16-17-18-28-29 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 79-84-89-94-104-109 lykkjur. Munið eftir HNAPPAGAT í vinstri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu (uppslátturinn er prjónaður snúinn brugðið og kantar að framan eru prjónaðir eins og áður). Setjið 1 prjónamerki eftir kant að framan í byrjun á umferð mitt að framan, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 8. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 4 cm frá prjónamerki er aukið út þannig: FYRSTA ÚTAUKNING: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 2 lykkjur sléttprjón, A.1 þar til 7 lykkjur eru eftir (= 13-14-15-16-18-19 mynstureiningar með 5 lykkjum), 2 lykkjur sléttprjón, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina hafa verið auknar út 26-28-30-32-36-38 lykkjur = 105-112-119-126-140-147 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og 5 kantlykkjur í hvorri hlið þar til stykkið mælist 10-11-11-12-13-14 cm frá prjónamerki. ÖNNUR ÚTAUKNING: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 3-3-4-4-5-3 lykkjur sléttprjón, A.2 þar til 7-8-8-9-10-7 lykkjur eru eftir (= 15-16-17-18-20-22 mynstureiningar með 6 lykkjum), 2-3-3-4-5-2 lykkjur sléttprjón, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar allt A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina hafa verið auknar út 30-32-34-36-40-44 lykkjur = 135-144-153-162-180-191 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og 5 kantlykkjur í hvorri hlið þar til stykkið mælist 16-18-19-21-22-24 cm frá prjónamerki. Prjónið nú áfram í mismunandi stærðum þannig: STÆRÐ S og M: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 3-4 lykkjur sléttprjón, A.2 þar til 7-9 lykkjur eru eftir (= 20-21 mynstureiningar með 6-6 lykkjum á breidd), 2-4 lykkjur sléttprjón, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar allt A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina hafa verið auknar út 40-42 lykkjur = 175-186 lykkjur. STÆRÐ L og XL: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 2-3 lykkjur sléttprjón, A.3 – veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð, þar til 6-7 lykkjur eru eftir (= 20-21 mynstureiningar með 7-7 lykkjum á breidd), 1-2 lykkjur sléttprjón, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar allt A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina hafa verið auknar út 40-42 lykkjur = 193-204 lykkjur. STÆRÐ XXL og XXXL: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 5-3 lykkjur sléttprjón, A.3 – veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð, þar til 10-7 lykkjur eru eftir (= 20-22 mynstureiningar með 8-8 lykkjum á breidd), 5-2 lykkjur sléttprjón, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar allt A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina hafa verið auknar út 40-44 lykkjur = 220-235 lykkjur. ALLAR STÆRÐIR: Haldið áfram í sléttprjóni og 5 kantlykkjum að framan í hvorri hlið þar til stykkið mælist 22-24-25-27-29-31 cm frá prjónamerki – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið fyrstu 29-30-32-33-37-40 lykkjur eins og áður (= hægra framstykki), setjið næstu 35-37-38-40-40-42 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 4-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 47-52-53-58-66-71 lykkjur eins og áður (= bakstykki), setjið næstu 35-37-38-40-40-42 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 4-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 29-30-32-33-37-40 lykkjur sem eftir eru eins og áður (= vinstra framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 113-124-133-140-160-171 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í nýjar 4-6-8-8-10-10 lykkjur sem fitjaðar voru upp í hvorri hlið. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, þau eru notuð síðar þegar fækka á lykkjum í hliðum. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 4 cm, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við hvort prjónamerki – sjá ÚRTAKA. Úrtöku í stærð S er nú lokið. Endurtakið úrtöku í stærð M, L, XL, XXL og XXXL þegar stykkið mælist 15 cm frá skiptingu = 109-116-125-132-152-163 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 29-29-30-30-30-30 cm frá skiptingu. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd - nú eru eftir ca 5 cm að loka máli. Aukið út um 23-24-27-28-32-33 lykkjur jafnt yfir = 132-140-152-160-184-196 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 6. Prjónið stroff þannig (frá réttu): 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir, 2 lykkjur slétt, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið áfram fram og til baka svona í 5 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 60-62-64-66-68-70 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka 35-37-38-40-40-42 lykkjur frá þræði í annarri hliðinni á stuttan hringprjón / sokkaprjóna 8 og prjónið að auki upp 1 nýja lykkju í hverja af 4-6-8-8-10-10 nýju lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 39-43-46-48-50-52 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 4-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það er notað síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 4 cm frá skiptingu í öllum stærðum, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 7½-6-5-4-4-3½ cm millibili alls 6-7-8-9-9-10 sinnum = 27-29-30-30-32-32 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 45-44-43-41-40-39 cm (það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis). Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd – nú eru ca 5 cm að loka máli. Aukið nú út um 5-7-6-10-8-8 lykkjur jafnt yfir = 32-36-36-40-40-40 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 6. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Ermin mælist ca 50-49-48-46-45-44 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu að stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi ekki stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. Saumið saman op við miðju að framan á kanti að framan með smáu spori. Saumið tölur í hægri kant að framan. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sailorbluesjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 224-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.