Rossana skrifaði:
Buonasera, grazie per la risposta alla quale non posso però rispondere direttamente. Nel pattern in italiano, dopo AUMENTO 2, ci sono gli aumenti per le taglie S M e per le taglie L XL prima di arrivare a TUTTE LE TAGLIE. L'aumento L XL è ripetuto 2 volte. Quale di questi 2 è quello esatto? Ho fatto uno screenshot che però non posso allegare. Grazie
03.01.2025 - 01:31DROPS Design svaraði:
Buonasera Rossana, grazie per la segnalazione: abbiamo corretto il testo. Buon lavoro!
03.01.2025 - 17:25
Rossana skrifaði:
Buongiorno e grazie per il pattern. Sto eseguendo la taglia L ma non ho capito dopo il secondo aumento con A2, c'è 2 volte l'aumento con A3 senza nessuna indicazione su quanti centimetri occorre lasciare tra l'uno e l'altro. Che cosa non capisco o faccio di sbagliato? Grazie per l'eventuale risposta
31.12.2024 - 07:35DROPS Design svaraði:
Buonasera Rossana, ci può spiegare meglio a quale parte del modello sta facendo riferimento? Buon lavoro!
01.01.2025 - 21:42
Kelly skrifaði:
I am knitting the XL pattern and am confused about the instructions for increasing the yoke. Under Increase 1, How many stitches am I increasing? Then, should I complete a purl row and move on to Increase 2, or should I only follow the instructions for Size XL?
11.12.2024 - 12:54DROPS Design svaraði:
Dear Kelly, the increases are indicated in chart A.1. You increase from 5 to 7 stitches (so 2 stitches) per A.1 repeat. You have 16 repeats, so you increase 32 stitches (as indicated). Then purl 1 row (2nd row of A.1). Now continue in stocking stitch until piece measures 12cm. Now work Increase 2: You increase from 6 to 8 stitches (so 2 stitches) per A.2 repeat. You have 18 repeats, so you increase 36 stitches. Purl 1 row (2nd row of A.2). Continue in stocking stitch until piece measures 21 cm. Continue working as indicated under SIZES L AND XL. Happy knitting!
15.12.2024 - 19:18
Freek skrifaði:
Kan ik het garenpakket bestellen Van dit patroon/ model
05.11.2024 - 18:25
Rachel skrifaði:
I am confused by the increase rows. For example, in increase 2 the first increase row you would increase by 15. But working Increase 2 in height, the second time you increase you have more stitches on your needle so you would increase by 17 if you were following 5 band stitches, 3 stocking stitch, A2 until there are 7 stitches left. And this gives you more stitches than the 135 you should have after two increase rows.
11.09.2024 - 12:31DROPS Design svaraði:
Dear Rachel, the first time you work increase for yoke by working A.1 you will increase 2 sts in each of the 13 repeats of A.1 (1st size), as you repeat A.1 13 times you increase 26 sts and get 105 sts - then you work A.2 increasing 2 sts in each of the 15 repeats of A.2, you will then increase 30 sts + 105 = 135 sts. Happy knitting!
12.09.2024 - 09:06
Massimo skrifaði:
1 maglia diritto dal diritto del lavoro, 1 maglia rovescio dal rovescio del lavoro..come si esegue?Modello Sailor Blues DROPS 224-8
22.09.2023 - 00:32DROPS Design svaraði:
Buonasera Massimo, deve lavorare a diritto sul diritto del lavoro e a rovescio sul rovescio del lavoro. Buon lavoro!
22.09.2023 - 23:34
ORIETTA skrifaði:
IN QUESTO MODELLO , PER UNA TAGLIA XL, MI DICONO CHE POSSO USARE ANCHE IL FILATO C+C , SE ACQUISTO IL FILATO C = DROPS ALASKA, QUANTO FILATO DEVO ACQUISTARE? GRAZIE CORDIALI SALUTI
05.07.2023 - 23:00DROPS Design svaraði:
Buonasera Orietta, può utilizzare il nostro convertitore di filati per il calcolo: le serviranno 1400 g di Alaska lavorata a 2 fili. Si ricordi di scrivere in minuscolo la prossima volta. Buon lavoro!
06.07.2023 - 16:55
Nathalie skrifaði:
Ich würde diese Jacke gerne im Raglan Stil stricken. Könnten Sie mir bitte diese Möglichkeit ab der Passe kurz erklären? Oder funktioniert dies aufgrund der Wollstärke nicht? Ich verrechne mich jedes Mal bei der Aufteilung der Vorderteile, der Ärmel und dem Rückenteil. Das wär so toll! Herzlich, Nathalie
20.10.2022 - 18:37DROPS Design svaraði:
Liebe Nathalie, leider können wir nicht jede Anleitung nach jeder Anfrage anpassen, gerne können Sie Ihr DROPS Händler mal (auch per Telefon oder per E-Mail) nach Hilfe fragen, und/oder sich von einem ähnlichen Modell mit der gewünschten Schnitt inspirieren lassen. Danke für Ihr Verständnis.
21.10.2022 - 08:28
Michaela skrifaði:
Hallo, nach der doppelten Halsbänder soll man die Umschläge in der Rückreise links verschränkt Abstrichen. Aber dabei entstehen doch Löcher. Mach ich was falsch?
11.10.2022 - 18:14DROPS Design svaraði:
Liebe Michaela, versuchen Sie die Umschläge nicht zu locker zu stricken damit das Loch kleiner wird (siehe Video; sonnst können Sie auch Ihr Lieblingstechnikk zum Zunehmen benutzen: auf dem Querfaden, aus der Masche der Vorreihe, usw... Viel Spaß beim stricken!
12.10.2022 - 08:39
Manuela skrifaði:
Hallo liebes Team, bei 11M auf 10cm und der Kragenin L hat 36cm. Wie kommt es mit 87 [77] M das hin? Ist das nicht viel zu viel? Danke für eure Hilfe
23.09.2022 - 19:11DROPS Design svaraði:
Liebe Manuela, in L stricken Sie die 87 Maschen so: 5 Blenden-Maschen, (2 M re, 3 M li) x 15, 2 M re, 5 Blenden-Maschen; dann nehmen Sie nach 4 cm 1 M in jedem li-Partie ab = 15 Maschen insgesamt und so stricken Sie: 5 BlendenMaschen, 2 M re, 2 M li) x 15, 2 M re, 5 Blenden-Maschen (= 5+ (4x15)+2+5= 72 Maschen. So stricken Sie bis der Kragen 18 cm misst von der Anschlagskante (nicht 36 cm). Viel Spaß beim stricken!
26.09.2022 - 08:58
Sailor Blues#sailorbluesjacket |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa fyrir herra úr DROPS Wish. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 224-8 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.3 í stærð L, XL, XXL og XXXL). Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 64 lykkjur) mínus kanta að framan (t.d. 10 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 13) = 4,1. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 4. hverja lykkju og ekki er aukið út yfir kanta að framan. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um fram- og bakstykki og ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð): Fellið af frá réttu í byrjun á umferð: Prjónið 1 lykkju slétt, prjónið næstu 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu í fyrstu umferð á eftir stroffi í hálsmáli. Fellið síðan af fyrir 6-6-6-7-7-7 næstu hnappagötum með ca 8½-8½-9-8-8½-8½ cm millibili. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón / sokkaprjóna, ofan frá og niður. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 77-82-87-92-92-97 (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjón 6 með DROPS Wish. Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * prjónið 2 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 4 cm, fækkið allar 3 lykkjur brugðið til 2 lykkjur brugðið = 64-68-72-76-76-80 lykkjur. Haldið svona áfram með stroff þar til kanturinn í hálsmáli mælist 18 cm. Síðar er kanturinn í hálsmáli brotinn niður tvöfaldur og við frágang þá mælist hann ca 9 cm. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 15-16-17-18-28-29 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 79-84-89-94-104-109 lykkjur. Munið eftir HNAPPAGAT í vinstri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu (uppslátturinn er prjónaður snúinn brugðið og kantar að framan eru prjónaðir eins og áður). Setjið 1 prjónamerki eftir kant að framan í byrjun á umferð mitt að framan, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 8. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 4 cm frá prjónamerki er aukið út þannig: FYRSTA ÚTAUKNING: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 2 lykkjur sléttprjón, A.1 þar til 7 lykkjur eru eftir (= 13-14-15-16-18-19 mynstureiningar með 5 lykkjum), 2 lykkjur sléttprjón, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina hafa verið auknar út 26-28-30-32-36-38 lykkjur = 105-112-119-126-140-147 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og 5 kantlykkjur í hvorri hlið þar til stykkið mælist 10-11-11-12-13-14 cm frá prjónamerki. ÖNNUR ÚTAUKNING: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 3-3-4-4-5-3 lykkjur sléttprjón, A.2 þar til 7-8-8-9-10-7 lykkjur eru eftir (= 15-16-17-18-20-22 mynstureiningar með 6 lykkjum), 2-3-3-4-5-2 lykkjur sléttprjón, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar allt A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina hafa verið auknar út 30-32-34-36-40-44 lykkjur = 135-144-153-162-180-191 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og 5 kantlykkjur í hvorri hlið þar til stykkið mælist 16-18-19-21-22-24 cm frá prjónamerki. Prjónið nú áfram í mismunandi stærðum þannig: STÆRÐ S og M: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 3-4 lykkjur sléttprjón, A.2 þar til 7-9 lykkjur eru eftir (= 20-21 mynstureiningar með 6-6 lykkjum á breidd), 2-4 lykkjur sléttprjón, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar allt A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina hafa verið auknar út 40-42 lykkjur = 175-186 lykkjur. STÆRÐ L og XL: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 2-3 lykkjur sléttprjón, A.3 – veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð, þar til 6-7 lykkjur eru eftir (= 20-21 mynstureiningar með 7-7 lykkjum á breidd), 1-2 lykkjur sléttprjón, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar allt A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina hafa verið auknar út 40-42 lykkjur = 193-204 lykkjur. STÆRÐ XXL og XXXL: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 5-3 lykkjur sléttprjón, A.3 – veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð, þar til 10-7 lykkjur eru eftir (= 20-22 mynstureiningar með 8-8 lykkjum á breidd), 5-2 lykkjur sléttprjón, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar allt A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina hafa verið auknar út 40-44 lykkjur = 220-235 lykkjur. ALLAR STÆRÐIR: Haldið áfram í sléttprjóni og 5 kantlykkjum að framan í hvorri hlið þar til stykkið mælist 22-24-25-27-29-31 cm frá prjónamerki – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið fyrstu 29-30-32-33-37-40 lykkjur eins og áður (= hægra framstykki), setjið næstu 35-37-38-40-40-42 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 4-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 47-52-53-58-66-71 lykkjur eins og áður (= bakstykki), setjið næstu 35-37-38-40-40-42 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 4-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 29-30-32-33-37-40 lykkjur sem eftir eru eins og áður (= vinstra framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 113-124-133-140-160-171 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í nýjar 4-6-8-8-10-10 lykkjur sem fitjaðar voru upp í hvorri hlið. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, þau eru notuð síðar þegar fækka á lykkjum í hliðum. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 4 cm, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við hvort prjónamerki – sjá ÚRTAKA. Úrtöku í stærð S er nú lokið. Endurtakið úrtöku í stærð M, L, XL, XXL og XXXL þegar stykkið mælist 15 cm frá skiptingu = 109-116-125-132-152-163 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 29-29-30-30-30-30 cm frá skiptingu. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd - nú eru eftir ca 5 cm að loka máli. Aukið út um 23-24-27-28-32-33 lykkjur jafnt yfir = 132-140-152-160-184-196 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 6. Prjónið stroff þannig (frá réttu): 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir, 2 lykkjur slétt, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið áfram fram og til baka svona í 5 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 60-62-64-66-68-70 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka 35-37-38-40-40-42 lykkjur frá þræði í annarri hliðinni á stuttan hringprjón / sokkaprjóna 8 og prjónið að auki upp 1 nýja lykkju í hverja af 4-6-8-8-10-10 nýju lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 39-43-46-48-50-52 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 4-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það er notað síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 4 cm frá skiptingu í öllum stærðum, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 7½-6-5-4-4-3½ cm millibili alls 6-7-8-9-9-10 sinnum = 27-29-30-30-32-32 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 45-44-43-41-40-39 cm (það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis). Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd – nú eru ca 5 cm að loka máli. Aukið nú út um 5-7-6-10-8-8 lykkjur jafnt yfir = 32-36-36-40-40-40 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 6. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Ermin mælist ca 50-49-48-46-45-44 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu að stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi ekki stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. Saumið saman op við miðju að framan á kanti að framan með smáu spori. Saumið tölur í hægri kant að framan. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sailorbluesjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 224-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.