Veronica skrifaði:
I'm knitting this in size M and I'm about to split for sleeves just after the 6th arrow which seems correct when I try on sweater and also according to pattern. However, in all the images it looks to me as if the pattern continues down the sleeve for a much larger portion of the pattern that what remains for me. Are the images and pattern not exactly the same or did I miss something?
22.04.2025 - 09:23DROPS Design svaraði:
Dear Veronica, the pictures do not really show the division of sleeves, so it's a bit tricky to check and the knitter might have a different tension in height, so just follow instructions to get the pattern matching. Happy knitting!
22.04.2025 - 17:12
Carmen skrifaði:
In welchem Muster wird die Maschenprobe gestrickt? A1?
29.01.2025 - 08:20DROPS Design svaraði:
Liebe Carmen, also Maschenprobe im Muster soll dieselbe sein, wir nur glattrechts, dh, mit irgendwelchem Diagram. Viel Spaß beim Stricken!
29.01.2025 - 13:36
Marisa skrifaði:
Liebes Drops Team Ich habe eine Frage zum Diagramm: Was ist eine Mittelmasche? Ist das sie Masche in der Mitte der Vorderseite, wo die Markierung ist? Danke
07.12.2024 - 00:34DROPS Design svaraði:
Liebe Marisa, das Symbol für die Mittelmasche wird nur bei den Ärmeln benutzt, damit das Muster zentriert wird. In dieser Lektion erklären wir, wie man ein Diagram zentriert. Viel Spaß beim Stricken!
09.12.2024 - 07:56
Gunda Fink skrifaði:
Bei dem Muster Winters Night bei der Größe L kommt nach der Passe die Anleitung für die Pfeile .Bei Pfeil 5 steht 36 Maschen aufnehmen dann habe ich 348 Maschen dann kommt bei Pfeil 6, 4 Maschen zunehmen das man 328 Maschen hat?Ich habe ja schon durch die Zunahme bei Pfeil 5 ,348 Maschen das wären ja dann 352 Maschen .Dann kommt bä die Einteilung für das Vorder und Rückenteil und da hätte ich wenn ich alle Maschen zusammen rechne 368 Maschen wo kommen dann die restlichen 20 Maschen her?
24.07.2024 - 18:06DROPS Design svaraði:
Liebe Gunda, die 352 Maschen sind in der Anleitung für Größe L genannt, nicht 328, diese gelten für Größe M: "= 306-328-352 Maschen" - die letzte Angabe ist die für Größe L. Bei der Teilung für das Vorderteil und das Rückenteil schlagen Sie zusätzlich an beiden Seiten des Rumpfteils für die Armausschnitte je 8 Maschen an, also sind es 16 neue Maschen, 352 + 16 = 368. Viel Spaß beim Weiterstricken!
26.07.2024 - 22:42
Daniel skrifaði:
What is the best way to avoid visible jogs in the pattern?
03.07.2024 - 06:09DROPS Design svaraði:
Dear Daniel, sice the pattern is rather busy, jogs are not to apparent, however, THIS video tutorial also might help you. Happy Stitching!
03.07.2024 - 08:16
Eelke Storm skrifaði:
Heel mooi patroon. Ik heb het twee keer gebreid ( maat L en maat XXL) en beide keren heb kimme mouwen met 6 a 7 cm verlengd.
19.06.2024 - 11:24
Jennie skrifaði:
Hello, I am knitting the Large pattern and I have just split for sleeves, and I now have total of 224 stitches for the body but I am still finishing A.2 but I am on a 6 stitch repeat which doesn't work for 224 stitches. How do I work these? Thanks!
15.02.2024 - 16:16DROPS Design svaraði:
Hi Jennie, You can either work the stitches which don't fit in stocking stitch under each sleeve or work part of a repeat of A.2 under each sleeve to give a slight "jump" in the pattern . Whichever you choose, make sure the main pattern is continued neatly from the yoke onto the body. Happy knitting!
16.02.2024 - 07:04
Spiliotopoulos Andreas skrifaði:
Hello. I am making an XL size. Somehow I reached the division before arrow 7. So what should I do? Is it OK to increase 6+7 at the same time? Or something else? Thank you!
01.12.2023 - 12:23DROPS Design svaraði:
Dear Mr Spiliotopoulos, your tension in height might not be right, you might then to adjust the increase round to match your tension and the required measurements adjusting to the number of sts required for the diagram/repeats. Happy knitting!
01.12.2023 - 15:36
Nicole Cointeaux skrifaði:
Toutes mes excuses Je n’avais pas lu correctement les explications !IL est noté de faire la rehausse après les cotes 2/2 !
18.09.2023 - 16:35
Nicole Vointeaux skrifaði:
Bonjour J’ai une question a propos de la rehausse dos ,elle se fait avec quelque rangs de jersey et après on doit tricoter l’empiètement , il n’y a donc pa d’encolure en cotes 2/2 , Peut-on tricoter la rehausse en cote s 2/2 ou bien tricoter en cotes2/2 après la rehausse Merci de me conseiller Nicole
18.09.2023 - 16:13DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Vointeaux, la réhausse se tricote en jersey après le col (on tricote d'abord 5 cm de côtes, 1 tour en ajustant le nombre de mailles, puis on tricote cette réhausse en jersey, avant de commencer l'empiècement. Bon tricot!
18.09.2023 - 16:20
Winter's Night Enchantment#wintersnightenchantmentsweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir herra úr DROPS Karisma. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og norrænu mynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 219-15 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka/fækka eigi jafnt yfir, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 92 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d.28) = 3,3. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 3. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum, prjónið í þessu dæmi ca aðra hverja og 3. hverja lykkju slétt saman. UPPHÆKKUN (aftan í hnakka): Til að peysan verði aðeins hærri aftan í hnakka þegar berustykkið er prjónað, þá er hægt að prjóna upphækkun eins og útskýrt er að neðan. Hoppaðu yfir þennan kafla ef þú vilt ekki hafa upphækkun. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð = mitt að aftan. Byrjið frá réttu með litnum koksgrár og prjónið 12-13-14-15-15-16 sléttar lykkjur framhjá prjónamerki, snúið, herðið á þræði og prjónið 24-26-28-30-30-32 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 36-39-42-45-45-48 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 48-52-56-60-60-64 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 60-65-70-75-75-80 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 72-78-84-90-90-96 lykkjur brugðið, snúið, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur að miðju að aftan. Prjónið síðan BERUSTYKKI eins og útskýrt er í uppskrift. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.1 og A.2). Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að stykkið missi teygjanleika þar mynsturprjón er prjónað, er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist aðeins saman. Ef prjónfestan passar ekki á hæðina og prjónað er of fast, þá kemur flíkin til með að verða of stutt og handvegur of lítill – þetta er hægt að jafna til með því að prjóna auka umferð með jöfnu millibili í einlitu einingunum. Ef prjónað er of laust, þá verður flíkin of löng og handvegur of stór, þá er hægt að prjóna færri umferðir með jöfnu millibili í einlitu einingunum. ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi þannig: S: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki mitt undir ermi, prjónið 2 lykkjur slétt saman með litnum koksgrár, prjónamerki, prjónið 2 lykkjur snúnar slétt saman með litnum koksgrár (= 2 lykkjur færri). M, L, XL, XXL og XXXL: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan lykkju með prjónamerki í, prjónið 2 lykkjur slétt saman með litnum koksgrár, prjónið lykkjuna með prjónamerki í slétt með litnum koksgrár og prjónið síðan 2 lykkjur snúnar slétt saman með litnum koksgrár (= 2 lykkjur færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 92-96-100-104-108-112 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með litnum koksgrár. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 28-28-32-32-36-40 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 120-124-132-136-144-152 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt að framan, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! Nú er hægt að prjóna UPPHÆKKUN aftan í hnakka – sjá útskýringu að ofan. Ef ekki er óskað eftir upphækkun, farðu beint áfram í BERUSTYKKI. BERUSTYKKI: Prjónið 0-0-2-2-4-6 umferðir sléttprjón með litnum koksgrár. Sjá LEIÐBEININGAR og prjónið A.1 hringinn (= 30-31-33-34-36-38 mynstureiningar með 4 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur, en þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið A.2 alveg eins. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT í hverri umferð merktri með ör í A.1 og A.2 eru lykkjur auknar út jafnt yfir eins og útskýrt er að neðan – munið eftir ÚTAUKNING/ÚRTAKA: STÆRÐ S, M og L: Ör-1: Aukið út 36-38-42 lykkjur jafnt yfir = 156-162-174 lykkjur (nú er pláss fyrir 26-27-29 mynstureiningar með 6 lykkjum). Ör-2: Aukið út 64-58-66 lykkjur jafnt yfir = 220-220-240 lykkjur (nú er pláss fyrir 11-11-12 mynstureiningar með 20 lykkjum). Ör-3: Aukið út 32-40-36 lykkjur jafnt yfir = 252-260-276 lykkjur (nú er pláss fyrir 63-65-69 mynstureiningar með 4 lykkjum). Ör-4: Aukið út 30-34-36 lykkjur jafnt yfir = 282-294-312 lykkjur (nú er pláss fyrir 47-49-52 mynstureiningar með 6 lykkjum). Ör-5: Aukið út 24-30-36 lykkjur jafnt yfir = 306-324-348 lykkjur (nú er pláss fyrir 51-54-58 mynstureiningar með 6 lykkjum). Ör-6 (á einungis við um M og L, þar sem í S skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar áður en þessi mynsturbekkur byrjar): Aukið út um 4-4 lykkjur jafnt yfir = 306-328-352 lykkjur (nú er pláss fyrir 41-44 mynstureiningar með 8 lykkjum í M og L). STÆRÐ XL, XXL og XXXL: Ör-1: Aukið út 44-48-52 lykkjur jafnt yfir = 180-192-204 lykkjur (nú er pláss fyrir 30-32-34 mynstureiningar með 6 lykkjum). Ör-2: Aukið út 42-48-54 lykkjur jafnt yfir = 222-240-258 lykkjur (nú er pláss fyrir 37-40-43 mynstureiningar með 6 lykkjum). Ör-3: Aukið út 18-20-22 lykkjur jafnt yfir = 240-260-280 lykkjur (nú er pláss fyrir 12-13-14 mynstureiningar með 20 lykkjum). Ör-4: Aukið út 60-64-68 lykkjur jafnt yfir = 300-324-348 lykkjur (nú er pláss fyrir 75-81-87 mynstureiningar með 4 lykkjum). Ör-5: Aukið út 54-54-60 lykkjur jafnt yfir = 354-378-408 lykkjur (nú er pláss fyrir 59-63-68 mynstureiningar með 6 lykkjum). Ör-6: Aukið út 30-30-30 lykkjur jafnt yfir = 384-408-438 lykkjur (nú er pláss fyrir 64-68-73 mynstureiningar með 6 lykkjum). Ör-7: Aukið út 8-8-10 lykkjur jafnt yfir = 392-416-448 lykkjur (nú er pláss fyrir 49-52-56 mynstureiningar með 8 lykkjur. ALLAR STÆRÐIR: Prjónið þar til stykkið mælist 21-23-25-27-29-31 cm frá prjónamerki í hálsmáli. ATH: Í sumum stærðum kemur til með að standa eftir nokkrar umferðir í A.2 þegar stykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar – afgangur af A.2 er þá prjónað til loka á fram- og bakstykki og ermum. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 45-49-52-57-63-69 lykkjur eins og áður (= ½ bakstykki), setjið næstu 63-66-72-82-82-86 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 90-98-104-114-126-138 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 63-66-72-82-82-86 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 45-49-52-57-63-69 lykkjur sem eftir eru eins og áður (= ½ bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 192-208-224-244-272-296 lykkjur. Prjónið A.2 til loka – passið uppá að mynstrið passi fallega yfir A.2 á berustykki, en hafið í huga að mynstrið gengur ekki jafnt upp undir ermum í öllum stærðu þegar síðasta umferð í A.2 er prjónuð til loka. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.3 hringinn – JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út um 0-2-4-2-4-4 lykkjur jafnt yfir = 192-210-228-246-276-300 lykkjur. Nú er pláss fyrir 32-35-38-41-46-50 mynstureiningar A.3 með 6 lykkjum. Endurtakið A.3 á hæðina þar til stykkið mælist ca 27 cm frá skiptingu í öllum stærðum, en endið eftir umferð með «doppum». Nú eru eftir ca 10 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að A.3 að loka máli. Prjónið A.4 hringinn – JAFNFRAMT í fyrstu umferð er fækkað um 0-2-4-2-4-4 lykkjur jafnt yfir = 192-208-224-244-272-296 lykkjur í umferð (nú er pláss fyrir 48-52-56-61-68-74 mynstureiningar A.4 með 4 lykkjum). Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka, mælist stykkið ca 33 cm frá skiptingu. Afgangur af fram- og bakstykki er prjónaður með litnum koksgrár. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 40-44-44-48-56-60 lykkjur jafnt yfir = 232-252-268-292-328-356 lykkjur. Lykkjur eru auknar út til að koma í veg fyrir að stroffið sem á að prjóna dragi stykkið saman. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 62-64-66-68-70-72 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 63-66-72-82-82-86 lykkjur frá þræði frá annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 4 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-10 lykkjum undir ermi = 69-72-80-90-92-96 lykkjur. Setjið nú 2 prjónamerki í stykkið (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar): S: Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi á milli miðju 6 lykkja, teljið 34 lykkjur, setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju = 34 lykkjur eftir í umferð á eftir lykkju með prjónamerki í. M, L, XL, XXL og XXXL: Byrjið mitt undir ermi í miðju á 6-8-8-10-10 lykkjum, setjið 1 prjónamerki í fyrstu lykkju á eftir miðju, teljið 35-39-44-45-47 lykkjur, setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju = 35-39-44-45-47 lykkjur eftir í umferð á eftir lykkju með prjónamerki í. ALLAR STÆRÐIR: Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. Prjónamerkið mitt undir ermi er notað þegar fækka á lykkjum undir ermi. Prjónamerkið mitt á ermi er notað þegar telja á út hvar mynstrið á að byrja. Prjónið síðan MYNSTUR jafnframt því sem prjónuð er ÚRTAKA mitt undir ermi eins og útskýrt er að neðan – lestu allan kaflann um ermi áður en þú prjónar áfram: MYNSTUR: Byrjið umferð mitt undir ermi og prjónið A.2 til loka alveg eins og á fram- og bakstykki, en teljið út frá miðju á ermi hvar mynstrið á að byrja – lykkjan með prjónamerki mitt á ermi á að passa með lykkju merktri með stjörnu í A.2 (lykkjum er fækkað undir ermi jafnframt því sem mynstrið er prjónað). Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.3 hringinn alveg eins. A.3 er endurtekið á hæðina þar til ermin mælist ca 35-34-32-31-29-28 cm frá skiptingu, en endið eftir umferð með “doppum”. ATH: Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis. Nú eru eftir ca 10 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið A.3 síðan að óskaðri lengd. Prjónið A.4 hringinn. ÚRTAKA: Jafnframt þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu í öllum stærðum, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 4-3½-2½-2-1½-1½ cm millibili alls 9-10-13-17-18-19 sinnum = 51-52-54-56-56-58 lykkjur. Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka og úrtaka hefur verið gerð til loka mælist ermin ca 41-40-38-37-35-34 cm frá skiptingu. Afgangur af ermi er prjónaður með litnum koksgrár. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 9-8-10-8-8-10 lykkjur jafnt yfir = 60-60-64-64-64-68 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Ermin mælist ca 45-44-42-41-39-38 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #wintersnightenchantmentsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 219-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.