Hawk skrifaði:
Hi, my yoke is now 23 cm. For the next steps, I'm a bit confused: it says to cast on new stitches on needle - which needle? new one? and also additional stitches? and then work as before over the next x stitches - how does that work? any video on this? thanks!
19.06.2022 - 21:06DROPS Design svaraði:
Dear Hawk, at the beginning of this row will you slip stitches on a thread for the first sleeve, then you need to cast on stitches for under sleeve/side - and repeat for the 2nd sleeve. This lesson shows how to work a jumper top down and from picture 9 how you will divide yoke slipping sts for sleeves on a thread and casting on new stitches for under sleeve. Happy knitting!
20.06.2022 - 07:57
Hawk skrifaði:
Hi, for the yoke instructions, after I finished 28 rows with raglan, it says: "Continue pattern without increasing until yoke measures 21-23-25-25-27-29 cm = 8 1/4"-9"-9 3/4"-9 3/4"-10 5/8"-11 3/8" from under neck edge mid front (measured from transition between double neck edge and yoke), and finish round after 4th raglan stitch." I'm not quite sure how I to continue the pattern without increasing, if the pattern includes increases. Also, for how many rows?
16.06.2022 - 04:00DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Hawk, if your work doesn't measure the right measurement for your size, just continue working as before (to help you, you can draw a straight line in A.2A and A.2C before your first stitch on the needle and after the last stitch so that you know where you have to continue from in A.2A and to which stitch in A.2C. The number of rows depends on your own tension. Happy knitting!
16.06.2022 - 09:50
Bob skrifaði:
I've almost completed this pattern. I cast on provisionally at the start of the yoke colourwork, to decide later on my neck treatment. Today, with the garment completed apart from the neck, I checked to see how many short rows (your "elevation") were suggested. There is now no mention of "elevation" at all and no short row instructions: the pattern seems to have been changed. On 22.10.2020 at 20:19 Jo (UK) posted a question so I know it was there. Please advise.
07.06.2022 - 14:59DROPS Design svaraði:
Dear Bob, correct, we had to remove the elevation since it didn't work fine with the pattern. Happy knitting!
07.06.2022 - 16:52
Bodil Liland skrifaði:
Har strikket ca halve genseren, og merker raskt at manglende utringning i halsen gjør modellen både ubekvem og lite pen foran v.brystet. Det ses jo også på bildet øverst i oppskriften at det legger seg en fold foran. Så skuffende, at det ikke er lagt opp til forhøyning (bak) men det kommer vel av at det er mønsterstikk fra halskant og videre. Bare å rekke opp og glemme :-//
06.06.2022 - 09:18DROPS Design svaraði:
Hej Bodil, Det stemmer, vi har ikke forhøjning i denne opskrift. Du kan evt strikke en ensfarvet forhøjning bagpå, vi har mange opskrifter som forklarer hvordan man gør. God fornøjelse!
08.06.2022 - 07:56
Hawk skrifaði:
Hi, still unclear how to properly complete round 17. I followed your kind instructions per this: A2A, A2B (1 repetition), A2C, A2A, A2B (1 repetition), A2B (3 repetitions), A2B (1 repetition), A2C, A2A, A2B (1 repetition), A2C, A2A, A2B (1 repetition), A2B (3 repetitions), A2B (1 repetition), A2C. But it still doesn't add up, I end up having 9 extra stitches. Did I do smth wrong? Thanks in advance.
26.05.2022 - 00:29DROPS Design svaraði:
Dear Hawk, over A.1 you will work: (A.2A, A2B, A.2C) and over each A.2 you will work: A.2A, 2 more repeats A.2B, A.2C, and the raglan lines are worked as before. Your number of sts should match if you increased on every other round. Try to add markers between each repeat can help. Happy knitting!
27.05.2022 - 08:59
Hawk skrifaði:
Hi, I've finished the first 16 rows of the pattern. I've read your explanations to others how to continue, but still don't understand how it works, sorry :( I do 1 raglan + 11 stitches of A1 +raglan + 9 stitches of A2A and so on from the bottom up? But it wouldn't add up to the many stitches I've knitted up to round 16. Could you list out exactly how many stitches for each diagram section for round 17 and upwards please?
23.05.2022 - 04:16DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Hawk, work the raglan stitches and increase for raglan as before, then over A.1 work: A.2A (= 9 sts), A.2B (= 8 sts) A.2C (= 10 sts) (so that you get 9+8+10=27 sts as on the last row in A.1); then over A.2 work: A.2A + A.2B over the previous A2.A, then work A.2B as before, and work A.2B + A.2C over previous A.2C. Happy knitting!
23.05.2022 - 08:51
Hawk skrifaði:
Hi, thanks so much for your previous response! Another question: at the end of the double neck edge, I have 112 stitches. When I add 8 for raglan, I end up with 120 in the first round of the pattern. However, the following round following the pattern doesn’t add up to 120 (the pattern round ends up being less than the number of stitches). I have recounted this several times. What am I doing wrong? Thanks!
18.05.2022 - 04:12DROPS Design svaraði:
Dear Hawk, after first increase, work 2nd row in diagrams: A.1 (= over the yarn over + the next 11 sts + the yarn over = 13 sts), work the raglan stitch, A.2A (= 1 yarn over + 9 = 10 sts), A.2B, A.2C (= 10 sts + 1 yarn over = 11 sts), the raglan stitch, A.1 (= over the yarn over + the next 11 sts + the yarn over = 13 sts), work the raglan stitch, A.2A (= 1 yarn over + 9 = 10 sts), A.2B, A.2C (= 10 sts + 1 yarn over = 11 sts), the raglan stitch = 13+1+10+24+11+1+13+1+10+24+11+1=120 sts. Happy knitting!
18.05.2022 - 08:22
Hawk skrifaði:
Hi, I'm new to knitting. For the yoke instructions, I'm not clear on the following part: "Increase 1 stitch for raglan, work A.1, etc." At the beginning it says to increase 1 stitch for raglan. So in this 1st round of the pattern, there will be a total of 9 additional stitches, not 8 right? Because it's saying to increase by 1 stitch at the very beginning (yarn over). Am I understanding this right? And then I'll add 8 for the markers for raglan. Please help! :)
17.05.2022 - 02:40DROPS Design svaraði:
Dear Hawk, you should increase 8 sts for the raglan: Increase 1 stitch, work A.1, increase for raglan on each side of stitch with marker (= 2 sts in total, work A.2A, A.2B and A.2C, increase for raglan on each side of raglan stitch (= 2 sts in total), A.1, increase for raglan on each side of raglan stitch, work A.2A, A.2B and A.2C, increase for raglan before the last raglan stitches (=1 stitch) = you have increased: 1+2+2+2+1=8 sts in total. Hope it can help, happy knitting!
17.05.2022 - 09:10
Eva Noren skrifaði:
Stemmer det at lengde på bol og ermer skal være så kort. Vanligvis ville jeg i min størrelse strikket ermer som er ca 48-50 cm men lengden her er 34 på en xl. Samme blir det fra under ermet og til nederst på bol. Ser at garnmengde som er kjøpt er alt for lite om man skal få en passe stor genser.
11.03.2022 - 07:59DROPS Design svaraði:
Hei Eva. Husk å legg til vrangborden på ermet, da blir ermet 34+5=39 cm, mål under erme. Mål over ermet (skulder) er målet 25+35+5=64 cm. Når du skal velge str å strikke, sjekk målene på målskissen og velg den str. som har de målene du ønsker. Målene på denne genseren er ganske lik andre gensere vi har, samt garnmengde. mvh DROPS Design
14.03.2022 - 13:28
Kareen skrifaði:
Hallo, ich habe die ersten 16 Reihen beendet. Wie verfahre ich weiter? Beginne ich wieder bei A1? Viele Grüße
26.02.2022 - 11:53DROPS Design svaraði:
Liebe Karen, jetzt stricken Sie the 27 sts in A.1 wie folgt: A.2A (= 9 M), A.2B (8 M) und A.2C (= 10 M) = 9+8+10= 27 M. NAch A.2A-A.2C stricken Sie: A.2A + A.2B über vorrige A.2A und A.2B + A.2C über vorrige A.2C, so haben Sie 2 A.B=2B mehr zwischen A.2A und A.2C. Viel Spaß beim stricken!
28.02.2022 - 09:16
Fjord Mosaic#fjordmosaicsweater |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa og húfa úr DROSP Lima. Peysan er prjónuð ofan frá og niður með tvöföldum kanti í hálsmáli, laskalínu og norrænu mynstri. Húfan er prjónuð með norrænu mynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 216-28 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Peysa: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.1). Húfa: Sjá mynsturteikningu A.3. Allt mynstur er prjónað í sléttprjóni. ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 92 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 20) = 4,6. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis eftir ca 4. og 5. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum, þá er prjónuð í þessu dæmi ca 3. og 4. hver lykkja og 4. og 5. hver lykkja slétt saman. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað. LASKALÍNA: Aukið út fyrir laskalínu með því að auka út um 1 lykkju hvoru megin við 4 lykkjur með prjónamerki í – í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn með litnum perlugrár. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt með litnum perlugrár, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur jafnóðum inn í A.1 og A.2. RENDUR-1 (á við um stroff neðst á fram- og bakstykki og ermum): 3 umferðir með perlugrár, 2 umferðir með gráblár, 2 umferðir með perlugrár, 2 umferðir með gráblár, 4 umferðir með perlugrár, 2 umferðir með gráblár. RÄNDER-2 (á við um stroff neðst á húfu): 4 umferðir með perlugrár, 2 umferðir með gráblár, 2 umferðir með perlugrár, 2 umferðir með gráblár. ÚRTAKA-1 (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónamerki, prjónið 2 lykkjur snúnar slétt saman (= 2 lykkjur færri). ÚRTAKA-2 (á við um efst á húfu): Fækkið um 1 lykkju á eftir hverju prjónamerki þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri á eftir prjónamerki og alls 8 lykkjur færri í umferð). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón / sokkaprjóna, ofan frá og niður. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 92-96-100-108-112-116 lykkjur á stuttan hringprjón 4,5 með litnum gráblár. Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Þegar prjónaðar hafa verið 16 umferðir í stroffi með litnum gráblár, prjónið 2 umferðir stroff með litnum perlugrár, 2 umferðir stroff með litnum gráblár og 4 umferðir stroff með litnum perlugrár. Kantur í hálsmáli mælist nú ca 8 cm. Prjónið 1 umferð slétt með perlugrár þar sem aukið er út um 20-16-12-36-48-44 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 112-112-112-144-160-160 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð = hægri öxl að aftan þegar flíkin er mátuð. BERUSTYKKI: Setjið 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan – prjónamerkin eru sett í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar og prjónamerkin eru notuð þegar aukið er út fyrir laskalínu: Teljið 11-11-11-19-19-19 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju (= laskalínulykkja), teljið 43-43-43-51-59-59 lykkjur (= framstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 11-11-11-19-19-19 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 43-43-43-51-59-59 lykkjur (= bakstykki), setjið 1 prjónamerki í síðustu lykkju. Í næstu umferð byrjar mynstur – JAFNFRAMT er aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, þ.e.a.s. fyrsta umferð er prjónuð þannig: Aukið út um 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið A.1 (= 11-11-11-19-19-19 lykkjur), aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við lykkju með prjónamerki í (laskalínulykkjan er alltaf prjónuð með litnum perlugrár), prjónið A.2A (= 9 lykkjur), prjónið A.2B yfir næstu 24-24-24-32-40-40 lykkjur (= 3-3-3-4-5-5 mynstureiningar með 8 lykkjum), prjónið A.2C (= 10 lykkjur), aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við laskalínulykkju, prjónið A.1 (= 11-11-11-19-19-19 lykkjur), aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við laskalínulykkju, prjónið A.2A (= 9 lykkjur), prjónið A.2B yfir næstu 24-24-24-32-40-40 lykkjur), prjónið A.2C (= 10 lykkjur), aukið út fyrir laskalínu á undan síðustu laskalínulykkju og prjónið síðustu laskalínulykkju (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Sjá LEIÐBEININGAR og haldið áfram svona með mynstur ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT er aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð alls 24-28-32-28-32-36 sinnum. Á eftir síðustu útaukningu fyrir laskalínu eru 304-336-368-368-416-448 lykkjur í umferð. Haldið áfram með mynstur án útaukninga þar til berustykkið mælist 21-23-25-25-27-29 cm frá neðan við kant í hálsmáli mitt að framan (mælt frá skiptingunni á milli tvöföldum kanti í hálsmáli og berustykki) og endið umferð eftir 4. laskalínulykkju. Í næstu umferð skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Setjið fyrstu 60-68-76-76-84-92 lykkjur á þráð fyrir ermi (= lykkjur frá ermi + 1 laskalínulykkja), fitjið upp 4-4-4-12-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið eins og áður yfir næstu 92-100-108-108-124-132 lykkjur (= framstykki – þessar lykkjur eru lykkjur frá framstykki + 1 laskalínulykkja), setjið næstu 60-68-76-76-84-92 lykkjur á þráð fyrir ermi (= lykkjur frá ermi + 1 laskalínulykkja), fitjið upp 4-4-4-12-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið eins og áður yfir þær 92-100-108-108-124-132 lykkjur sem eftir eru (= bakstykki – þessar lykkjur eru lykkjur frá bakstykki + 1 laskalínulykkja). Klippið þráðinn frá. Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 192-208-224-240-272-288 lykkjur. Byrjið umferð mitt í 4-4-4-12-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi í annarri hlið á stykki og haldið áfram með mynstur hringinn – þ.e.a.s. A.2B er síðan endurtekið, en passið uppá að byrja í réttri umferð í A.1B miðað við síðustu umferð á berustykki (= 24-26-28-30-34-36 mynstureiningar með 8 lykkjum). Prjónið þar til stykkið mælist ca 27 cm frá skiptingu, en endið mynstur eftir heila eða hálfa mynstureiningu á hæðina. Nú eru eftir ca 5 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Prjónið 1 umferð slétt með litnum perlugrár þar sem aukið er út um 40-44-48-50-58-60 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING = 232-252-272-290-330-348 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið stroff hringinn (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) og RENDUR-1 – sjá útskýringu að ofan. Þegar rendurnar hafa verið prjónaðar til loka, mælist stroffið ca 5 cm. Fellið af með litnum gráblár og sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 60-68-76-76-84-92 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 4,5 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 4-4-4-12-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 64-72-80-88-96-104 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 4-4-4-12-12-12 lykkjur undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og haldið áfram með mynstur hringinn – þ.e.a.s. A.2B er endurtekið, en passið uppá að mynstrið passi fallega yfir lykkjur á berustykki og að byrjað sé á réttri umferð í A.2B miðað við síðustu umferð í berustykki. Þegar ermin mælist 2-2-2-3-3-3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA-1. Fækkið lykkjum svona með 9-4-2½-2-1½-1 cm millibili alls 4-8-12-12-16-20 sinnum = 56-56-56-64-64-64 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist ca 36-35-33-34-33-31 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 5 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd, en endið mynstur eftir heila eða hálfa mynstureiningu á hæðina. ATH: Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis. Prjónið 1 umferð slétt með litnum perlugrár þar sem fækkað er um 6-4-4-10-10-8 lykkjur jafnt yfir = 50-52-52-54-54-56 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5. Prjónið stroff hringinn (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) og RENDUR-1 alveg eins og á fram- og bakstykki. Þegar rendur hafa verið prjónaðar til loka, mælist stroffið ca 5 cm. Fellið af með litnum gráblár og sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið inn stroffið í hálsmáli tvöfalt að röngu á stykki. Saumið stroffið niður, en til að koma í veg fyrir að kantur í hálsmáli verði of stífur og beygist út er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. ------------------------------------------------------ HÚFA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á stuttan hringprjón, neðan frá og upp. Skiptið yfir á sokkaprjóna eftir þörf. HÚFA: Fitjið upp 120-124-128 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með litnum perlugrár. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) og RENDUR-2 – sjá útskýringu að ofan. Þegar rendur hafa verið prjónaðar til loka, skiptið yfir í litinn perlugrár. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 16-20-16 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 104-104-112 lykkjur. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 3,5 og prjónið 1 umferð slétt með litnum perlugrár. Prjónið síðan A.3 hringinn (= 13-13-14 mynstureiningar með 8 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina, mælist stykkið ca 15 cm frá uppfitjunarkanti. Prjónið sléttprjón með litnum perlugrár þar til stykkið mælist 19-20-20 cm frá uppfitjunarkanti. Setjið 8 prjónamerki í stykkið með 13-13-14 lykkjur á milli hverra prjónamerkja. Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju á eftir hverju prjónamerki – sjá ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 11-11-12 sinnum = 16 lykkjur eftir í öllum stærðum. Prjónið 1 umferð slétt þar sem allar lykkjur eru prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 8 lykkjur eftir í öllum stærðum. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. Húfan mælist ca 26-27-28 cm ofan frá og niður. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #fjordmosaicsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 33 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 216-28
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.