Susanne skrifaði:
Kan det være rigtigt at jeg skal tage ud før jeg strikker ribben? på kroppen? Ellers flot trøje
20.10.2025 - 08:27DROPS Design svaraði:
Hei Susanne. Ja, det er helt riktig. For å få en pen overgang mellom bol og vrangbord øker man masker før vrangborden strikkes (da slipper man 80-talls looken med stram vrangbord). Bare husk å bytte til mindre pinne str. når vrangborden strikkes. mvh DROPS Design
20.10.2025 - 12:00
Caro skrifaði:
Moin, ich stricke diesen Pullover in Größe S. Nach 21cm (gemessen wie in der Anleitung beschrieben) habe ich nicht genug Maschen auf der Nadel. Ich habe jede zweite Runde Ragglan Zunahmen gemacht, wie in Anleitung gesagt. Wissen Sie wo da mein Fehler liegt? Dankeschön!
19.10.2025 - 17:53DROPS Design svaraði:
Liebe Caro, haben Sie pro Zunahmerunde 8 Maschen zugenommen? Und stimmt Ihre Maschenprobe in der Höhe, also haben Sie auf 10 cm Höhe 30 gestrickte Reihen? Das wären zwei mögliche Fehlerquellen.
22.10.2025 - 20:32
Sba skrifaði:
I like to knit this with group C yarn and for a child any suggestions on how to adapt the pattern to smaller size and different yarn?
08.10.2025 - 23:58DROPS Design svaraði:
Hei Sba. It is not a quick fix to adapt, so sorry, but we cant rewrite a whole pattern to another size and yarn. best regards DROPS Design
20.10.2025 - 08:06
Janice Kernaghan skrifaði:
I have completed first pattern and don’t know how to proceed. A1 is now 24 sts but sections don’t fit in whichever way I try. I start again at A1 row 1 and keep repeating this section until I come to raglan or do I knit first 11 as in A1 and move onto A2 9 sts but then I have 4 sts before raglan. I find the pattern lacking in detail here and at point to unripping and finding another pattern. Please give me a detailed breakdown how to proceed. Thanks
06.10.2025 - 15:51
Lene skrifaði:
Ang. rettelse hvad er det i stedet for ? Fantastisk flot trøje, jeg glæder mig til jeg er færdig med den 😊
05.10.2025 - 20:55DROPS Design svaraði:
Hej Lene. Oppskriften är rettet (texten uppdaterad) så följ bara beskrivningen så blir det riktigt :)
07.10.2025 - 07:12
Kristin Aal skrifaði:
De 4 maskene som blir lagt opp , hvordan skal de strikkes? Mønstret går ikke opp
14.09.2025 - 19:10DROPS Design svaraði:
Hei Kristine, Du strikker de nye maskene i mønster, så langt det går under hvert erme. Hilsen Drops Team.
15.09.2025 - 06:47
Janice K skrifaði:
Thanks but I am still confused. When I begin the pattern again do I keep repeating A1 until I reach the raglan stitch? Then repeat A2 and a3. Also I am not familiar with the term lozenge could you please explain,
03.09.2025 - 22:49DROPS Design svaraði:
Hi Janice, the diagram is composed of several diamond (lozenge) shape patterns. You have to work one round like this: Increase 1 stitch for raglan, A.1, increase for raglan on each side of stitch with marker (always work raglan stitch with pearl grey), A.2A, A.2B over the next 24-24-24-32-40-40 stitches, A.2C, increase for raglan on each side of raglan stitch, A.1, increase for raglan on each side of raglan stitch, A.2A, A.2B over the next 24-24-24-32-40-40 stitches, A.2C and increase for raglan before the last raglan stitches (= 8 stitches increased on round), work the last raglan stitch. Happy knitting!
04.09.2025 - 07:54
Janice Kernaghan skrifaði:
Please explain how to progress after first pattern is completed . Do I drop down to First row and keep repeating until I get to end of A1 then do the same again for all the other sections. Love the design but instructions need to be clearer. Thanks in advance
03.09.2025 - 18:36DROPS Design svaraði:
Hi Janice, you have to repeat the pattern from the beginning, just remember you will have more lozenges in the next repetition of the diagram, for exemple in the diagram A.1 for smaller sizes you start with 1 lozenge, and finish with 3. When repeating the diagram for the second time you have to repeat the motif 3 times. Happy knitting!
03.09.2025 - 20:36
Janice Kernaghan skrifaði:
I am struggling with the raglan. Do I move the marker stitch each time I increase? Thanks
01.09.2025 - 19:50DROPS Design svaraði:
Hi Janice, at the beginning I recommend you to move markers in every row. After w few rows, when raglan line is clearly visible, you may do it less frequently. Happy knitting!
15.09.2025 - 10:00
Miriam Fischer skrifaði:
Hallo, ich habe den Pulli nach Anleitung gestrickt. Wie auf den Bildern, habe ich beim Trage. auch so eine Welle vorne unterhalb des Kragens, das sieht nicht sehr gut aus.. kann ich das irgendwie ändern? Es wäre sehr schade um Material und Zeit, wenn der Pulli deswegen nicht getragen wird.. Ich bin für alle Tipps dankbar!!
13.04.2025 - 00:19DROPS Design svaraði:
Liebe Miriam, Sie können versuchen, den Pullover anzufeuchten und vorsichtig etwas in die Länge zu ziehen, und dann liegend trocknen lassen. Eventuell hängt sich die Welle auch durch das Tragen des Pullovers aus. Gutes Gelingen, damit Sie den Pulli doch noch gern tragen!
17.04.2025 - 23:19
Fjord Mosaic#fjordmosaicsweater |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa og húfa úr DROSP Lima. Peysan er prjónuð ofan frá og niður með tvöföldum kanti í hálsmáli, laskalínu og norrænu mynstri. Húfan er prjónuð með norrænu mynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 216-28 |
||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Peysa: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.1). Húfa: Sjá mynsturteikningu A.3. Allt mynstur er prjónað í sléttprjóni. ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 92 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 20) = 4,6. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis eftir ca 4. og 5. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum, þá er prjónuð í þessu dæmi ca 3. og 4. hver lykkja og 4. og 5. hver lykkja slétt saman. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað. LASKALÍNA: Aukið út fyrir laskalínu með því að auka út um 1 lykkju hvoru megin við 4 lykkjur með prjónamerki í – í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn með litnum perlugrár. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt með litnum perlugrár, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur jafnóðum inn í A.1 og A.2. RENDUR-1 (á við um stroff neðst á fram- og bakstykki og ermum): 3 umferðir með perlugrár, 2 umferðir með gráblár, 2 umferðir með perlugrár, 2 umferðir með gráblár, 4 umferðir með perlugrár, 2 umferðir með gráblár. RÄNDER-2 (á við um stroff neðst á húfu): 4 umferðir með perlugrár, 2 umferðir með gráblár, 2 umferðir með perlugrár, 2 umferðir með gráblár. ÚRTAKA-1 (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónamerki, prjónið 2 lykkjur snúnar slétt saman (= 2 lykkjur færri). ÚRTAKA-2 (á við um efst á húfu): Fækkið um 1 lykkju á eftir hverju prjónamerki þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri á eftir prjónamerki og alls 8 lykkjur færri í umferð). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón / sokkaprjóna, ofan frá og niður. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 92-96-100-108-112-116 lykkjur á stuttan hringprjón 4,5 með litnum gráblár. Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Þegar prjónaðar hafa verið 16 umferðir í stroffi með litnum gráblár, prjónið 2 umferðir stroff með litnum perlugrár, 2 umferðir stroff með litnum gráblár og 4 umferðir stroff með litnum perlugrár. Kantur í hálsmáli mælist nú ca 8 cm. Prjónið 1 umferð slétt með perlugrár þar sem aukið er út um 20-16-12-36-48-44 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 112-112-112-144-160-160 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð = hægri öxl að aftan þegar flíkin er mátuð. BERUSTYKKI: Setjið 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan – prjónamerkin eru sett í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar og prjónamerkin eru notuð þegar aukið er út fyrir laskalínu: Teljið 11-11-11-19-19-19 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju (= laskalínulykkja), teljið 43-43-43-51-59-59 lykkjur (= framstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 11-11-11-19-19-19 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 43-43-43-51-59-59 lykkjur (= bakstykki), setjið 1 prjónamerki í síðustu lykkju. Í næstu umferð byrjar mynstur – JAFNFRAMT er aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, þ.e.a.s. fyrsta umferð er prjónuð þannig: Aukið út um 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið A.1 (= 11-11-11-19-19-19 lykkjur), aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við lykkju með prjónamerki í (laskalínulykkjan er alltaf prjónuð með litnum perlugrár), prjónið A.2A (= 9 lykkjur), prjónið A.2B yfir næstu 24-24-24-32-40-40 lykkjur (= 3-3-3-4-5-5 mynstureiningar með 8 lykkjum), prjónið A.2C (= 10 lykkjur), aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við laskalínulykkju, prjónið A.1 (= 11-11-11-19-19-19 lykkjur), aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við laskalínulykkju, prjónið A.2A (= 9 lykkjur), prjónið A.2B yfir næstu 24-24-24-32-40-40 lykkjur), prjónið A.2C (= 10 lykkjur), aukið út fyrir laskalínu á undan síðustu laskalínulykkju og prjónið síðustu laskalínulykkju (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Sjá LEIÐBEININGAR og haldið áfram svona með mynstur ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT er aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð alls 24-28-32-28-32-36 sinnum. Á eftir síðustu útaukningu fyrir laskalínu eru 304-336-368-368-416-448 lykkjur í umferð. Haldið áfram með mynstur án útaukninga þar til berustykkið mælist 21-23-25-25-27-29 cm frá neðan við kant í hálsmáli mitt að framan (mælt frá skiptingunni á milli tvöföldum kanti í hálsmáli og berustykki) og endið umferð eftir 4. laskalínulykkju. Í næstu umferð skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Setjið fyrstu 60-68-76-76-84-92 lykkjur á þráð fyrir ermi (= lykkjur frá ermi + 1 laskalínulykkja), fitjið upp 4-4-4-12-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið eins og áður yfir næstu 92-100-108-108-124-132 lykkjur (= framstykki – þessar lykkjur eru lykkjur frá framstykki + 1 laskalínulykkja), setjið næstu 60-68-76-76-84-92 lykkjur á þráð fyrir ermi (= lykkjur frá ermi + 1 laskalínulykkja), fitjið upp 4-4-4-12-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið eins og áður yfir þær 92-100-108-108-124-132 lykkjur sem eftir eru (= bakstykki – þessar lykkjur eru lykkjur frá bakstykki + 1 laskalínulykkja). Klippið þráðinn frá. Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 192-208-224-240-272-288 lykkjur. Byrjið umferð mitt í 4-4-4-12-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi í annarri hlið á stykki og haldið áfram með mynstur hringinn – þ.e.a.s. A.2B er síðan endurtekið, en passið uppá að byrja í réttri umferð í A.1B miðað við síðustu umferð á berustykki (= 24-26-28-30-34-36 mynstureiningar með 8 lykkjum). Prjónið þar til stykkið mælist ca 27 cm frá skiptingu, en endið mynstur eftir heila eða hálfa mynstureiningu á hæðina. Nú eru eftir ca 5 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Prjónið 1 umferð slétt með litnum perlugrár þar sem aukið er út um 40-44-48-50-58-60 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING = 232-252-272-290-330-348 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið stroff hringinn (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) og RENDUR-1 – sjá útskýringu að ofan. Þegar rendurnar hafa verið prjónaðar til loka, mælist stroffið ca 5 cm. Fellið af með litnum gráblár og sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 60-68-76-76-84-92 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 4,5 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 4-4-4-12-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 64-72-80-88-96-104 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 4-4-4-12-12-12 lykkjur undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og haldið áfram með mynstur hringinn – þ.e.a.s. A.2B er endurtekið, en passið uppá að mynstrið passi fallega yfir lykkjur á berustykki og að byrjað sé á réttri umferð í A.2B miðað við síðustu umferð í berustykki. Þegar ermin mælist 2-2-2-3-3-3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA-1. Fækkið lykkjum svona með 9-4-2½-2-1½-1 cm millibili alls 4-8-12-12-16-20 sinnum = 56-56-56-64-64-64 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist ca 36-35-33-34-33-31 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 5 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd, en endið mynstur eftir heila eða hálfa mynstureiningu á hæðina. ATH: Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis. Prjónið 1 umferð slétt með litnum perlugrár þar sem fækkað er um 6-4-4-10-10-8 lykkjur jafnt yfir = 50-52-52-54-54-56 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5. Prjónið stroff hringinn (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) og RENDUR-1 alveg eins og á fram- og bakstykki. Þegar rendur hafa verið prjónaðar til loka, mælist stroffið ca 5 cm. Fellið af með litnum gráblár og sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið inn stroffið í hálsmáli tvöfalt að röngu á stykki. Saumið stroffið niður, en til að koma í veg fyrir að kantur í hálsmáli verði of stífur og beygist út er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. ------------------------------------------------------ HÚFA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á stuttan hringprjón, neðan frá og upp. Skiptið yfir á sokkaprjóna eftir þörf. HÚFA: Fitjið upp 120-124-128 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með litnum perlugrár. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) og RENDUR-2 – sjá útskýringu að ofan. Þegar rendur hafa verið prjónaðar til loka, skiptið yfir í litinn perlugrár. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 16-20-16 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 104-104-112 lykkjur. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 3,5 og prjónið 1 umferð slétt með litnum perlugrár. Prjónið síðan A.3 hringinn (= 13-13-14 mynstureiningar með 8 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina, mælist stykkið ca 15 cm frá uppfitjunarkanti. Prjónið sléttprjón með litnum perlugrár þar til stykkið mælist 19-20-20 cm frá uppfitjunarkanti. Setjið 8 prjónamerki í stykkið með 13-13-14 lykkjur á milli hverra prjónamerkja. Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju á eftir hverju prjónamerki – sjá ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 11-11-12 sinnum = 16 lykkjur eftir í öllum stærðum. Prjónið 1 umferð slétt þar sem allar lykkjur eru prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 8 lykkjur eftir í öllum stærðum. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. Húfan mælist ca 26-27-28 cm ofan frá og niður. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #fjordmosaicsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 33 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 216-28
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.